Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 43 itr Siglingamálastofnun ríkisins og Landhelgisgæsla Islands í samstarfi um mengunarvamir UNDIRRITAÐUR var samningur 27. nóvember sl. milli Siglingamála- stofnunar rikisins og Landhelgisgæslu íslands varðandi samstarf við mengunarvarnir á hafinu umhverfis ísland. Aðalefni samkomulagsins er samvinna við vöktun á yfirborðsmengun á hafsvæðinu í kringum ísland, samræmd viðbrögð við mengunaróhöppum utan hafnarsvæða og þjálfun á mannafla. Siglingamálastofnun ríkisins sér um framkvæmd og eftirlit með lög- um um vamir gegn mengun sjávar, í samvinnu við ýmsar stofnanir. Lög- in kveða svo á um að takist mengun- arvaldi ekki að koma í veg fyrir mengun af völdum mengunaróhapps, eigi hafnaryfirvöld að gera slíkt á hafnarsvæðum en Siglingamála- stofnun í samvinnu við Landhelgis- gæslu og Hafnarmálastofnun utan hafnarsvæða. Siglingamálastofnun og Land- helgisgæsla hafa oft haft samstarf um viðbrögð við mengunaróhöppum utan hafnarsvæða og annars staðar þar sem þörf hefur skapast, svo sem á hafnarsvæðum þar sem búnaður hefur ekki verið fyrir hendi. Með undirritun samkomulagsins stefna stofnanirnar að því að þjálfa starfs- lið sitt áfram saman til að mæta hugsanlegum óhöppum. Þá er einnig nánar kveðið á um viðbragðsáætlan- ir og verkaskiptingu í samkomulag- inu. Hafnir á íslandi eiga samkvæmt lögum um vamir gegn mengun sjáv- ar að koma upp búnaði til að bregð- ast við mengunaróhöppum. Fjár- skortur hefur hamlað því að hafnirn- ar hafí uppfyllt þetta ákvæði lag- anna. Fjárveiting hefur fengist að frumkvæði umhverfísráðuneytisins til þess að koma upp lágmarksbún- aði í helstu höfnum landsins á næstu 2-3 árum. Siglingamálastofnun hef- ur umsjón með samræmingu þess verks og er það langt á veg komið. Miðað er að því að koma upp virku viðbragðskerfí sem tekur mið af þessum búnaði þegar hann verður kominn í helstu hafnir landsins. Veigamikill þáttur í vömum gegn mengun sjávar er hvers konar um- hverfísvöktun. Víða erlendis er um- fangsmikið eftirlit á hafsvæðum úr lofti til að kanna hvort verið sé að varpa efnum sem hættuleg eru um- hverfínu eða losa þau á annan hátt Husqvarna Huskylock Loksaumavélin (over lock) Gerð 360 D Verð stgr. kr. 33.820.- VÖLUSTEINN ' Faxofen 14, Sími 679505 HF/ VZterkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! í sjó. Siglingamálastofnun og Land- helgisgæslan tóku upp formlegt sam- starf hinn 1. janúar 1992 varðandi eftirlit með yfirborðsmengun á haf- inu úr lofti. Landhelgisgæslan sér um eftirlitið fyrir hönd Siglingamála- stofnunar og nýtir til þess vélakost og mannafla sem þegar er til staðar samhliða eftirliti með fískveiðilög- sögunni. Siglingamálastofnun sér um, sem umsjónaraðili laga um vam- ir gegn mengun sjávar, að fylgja málunum eftir innan dómskerfísins. Það er trú forráðamanna Siglinga- málastofnunar og Landhelgisgæslu að samkomulag sem þetta stuðli að bestu nýtingu á þeim mannafla og tækjabúnaði sem fyrir er jafnframt því sem auðveldara er að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. (Fréttatilkynning) Frá undirritun samningsins. Sitjandi: Páll Hjartarson og Gunnar Bergsteinsson. Standandi: Davíð Egilsson, mengunardeild Siglinga- málastofnunar, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Þórir Ólafsson, umhverf- isráðuneytinu, og Ólafur W. Stefánsson, dómsmálaráðuneyti. HÖFUÐ & HERÐARIFULLKOMINNIHVÍLD DUNLOPILLO hágæða LATEX koddarnir eru sérlega þægilegir, formsteyptir úr náttúrugúmmíi sem ekki tapar lögun sinni við langvarandi notkun. LATEX koddarnir þola þvott, eru ekki ofnæmisvaldandi, safna ekki ryki og í þeim þrífast ekki sýklar eða bakteríur. NATURELLE Lúxus heilsukoddi, framleiddur úr 100% náttúrugúmmíi, LATEX. Formsteyptur þannig að hann gefur réttan stuðn- ing við höfuð og herðar. SERENITY Þunnur og mjúkur LATEX koddi fyrir þá sem vilja hafa lítið undir höfðinu. SUPER COMFORT Þykkur meðalstífur LATEX koddi. Notalegur og sívinsæll fyrir þá sem vilja hafa hærra undir höfðinu. BRJÓSTAGJAFAPÚÐI Hvílir móður og bam, veitir stuðning og hjálp við brjóstagjöf. LYSTADÚN-SNÆLAND hf Skútuvogi 11 12 4 Reykjavík S í m i 8 1 4 6 5 5 / 6 8 5 5 8 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.