Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 18

Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 Friðarverðlaun Nóbels eru pohtisk verðlaun Rætt við Geir Lundestad, forstjóra norsku Nóbelsstofnunarinnar Ósló. Frá I.ilju Ágústu Guðmundsdéttur, fréttaritara Morgunblaðsins. GEIR Lundestad, forsfjóri norsku Nóbelsstofnunarinnar, segir að friðarverðlaun Nóbels séu á vissan hátt pólitísk verðlaun. „Vel að merkja ekki flokkspólitísk. Heldur endurspeglar. veiting þeirra ákveðið gildismat og viðhorf, sem segja má að sé pólitískt. Tilgang- ur þeirra er annars vegar að verðlauna þann skerf, sem þegar hefur verið lagður af mörkum til friðar í heiminum, og hins vegar að hvetja ákveðna aðila til að halda áfram á þeirri friðarbraut sem þeir hafa markað, og þar sem starf er ennþá óunnið.“ Geir Lundestad forstöðumaður Nóbelsstofnunarinnar. NTB Friðarverðlaun Nóbels verða af- hent í 73. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Óslóar. Að þessu sinni er það hin 33ja ára gamla índíánakona Rigoberta Menchu Tum frá Guatemala, sem þiggur þau fyrir starf sitt í þágu frum- byggja Ameríku. Af því tilefni ræddi fréttaritari við forstjórann, og spurði hann hvort það væri til- viljun, að baráttukona fyrir réttind- um indíána hlyti verðlaunin í ár, sama og ár haldið er upp á að 500 ár eru liðin frá því að Kristófer Kólumbus fann Ameríku. „Rigo- berta Menchu hefði vissulega átt verðlaunin skilin hvaða ár sem er. Aftur á móti tel ég það enga tilvilj- un að hún hlýtur þau einmitt í ár. Það er alveg ljóst að það gefur friðarverðlaununum aukið vægi að henni eru veitt þau nú, og tilefnið er ákaflega eðlilegt, þegar haldið er upp á fund Kólumbusar á ýmsa vegu.“ - Er Nóbelsnefndin með þessu að gefa í skyn 500 ára kúgun frum- byggja Ameríku? „Nei, það gerir hún ekki. Hins vegar varpar nefndin ljósi á þá meðferð, sem indíánamir hafa mátt þola, og að friður verður einn- ig að grundvallast á eðlilegri virð- ingu fyrir réttindum þeirra." - Reyndu margir að þrýsta á nefndina til að velja Rigobertu Menchu að þessu sinni? „Já, það hafa fjölmargir reynt að beita áhrifum sínum á vai nefnd- arinnar í ár. Þeir voru einnig marg- ir, sem tilnefndu hana til friðar- verðlaunanna, og frá mörgum þjóð- löndum. Hún á sér stiíðningsmenn mjög víða, bæði hér í Noregi og annars staðar. Vissulega tók nefndin mið af þeirri alþjóðlegu breidd sem birtist í þessum stuðn- ingi.“ Geir Lundestad tekur á móti fréttaritara á skrifstofu sinni á þriðju hæð húss Nóbelsstofnunar- innar. Þaðan er innangengt í hið allra heilagasta, fundarherbergi sjálfrar Nóbelsnefndarinnar, sem velur friðarverðlaunahafann, eins og kunnugt er. Norska Nóbels- stofnunin er til húsa við eina fjölf- ömustu götu Óslóar, Drammens- veginn, skammt frá konungshöll- inni. Húsið var reist skömmu eftir miðja síðustu öld og hefur verið í eigu stofnunarinnar frá því 1905. Það lætur lítið yfir sér og fátt sem gefur til kynna hvers konar starf- semi á sér stað innan veggja þess, nema ef vera skyldi styttan af Al- freð Nóbel, sem stendur rétt við innganginn. Höfuðviðfangsefni norsku Nób- elsstofnunarinnar er að úthluta friðarverðlaunum Nóbels, og starf- rækir hún í því sambandi bóka- safn, sem er opið fyrir almenning. Stofnunin hefur einnig aðstöðu fyr- ir fræðimenn, • sem koma víða að úr heiminum til að stunda rann- sóknir í samráði við starfsmenn hennar. Auk þess stendur stofnunin fyrir alþjóðlegum ráðstefnum og málstofum í þágu heimsfriðar. Sú viðamesta hingað til var haldin í samvinnu við stofnun Eli Wiesel 1990, og voru Vaclav Havel, Francois Mitterrand, Nelson Mand- ela og Jimmy Carter meðal þátttak- enda. Hvers vegna Norðmenn? Lundestad kveður enga einhlíta skýringu til á því hvers vegna Norð- mönnum var falið að úthluta friðar- verðlaununum. Það var Alfreð Nób- el sjálfur sem ákvað að svo skyldi vera í erfðaskrá sinni árið 1895. „Hins vegar höfum við þijár vel ígrundaðar kenningar um það,“ bendir hann á. „í fyrsta lagi var Noregur í ríkjasambandi við Svíþjóð á dögum Nóbels og því ekki ósann- gjamt að „litli bróðir" bæri ábyrgð á einum verðlaunanna. I öðru lagi var Nóbel á ýmsan hátt róttækur. Hann dró ekki dul á hrifningu sína á norska Stórþinginu, sem hann taldi að mörgu leyti vera róttækara en sænska þjóðþingið og væri þess vegna betur til þess fallið að út- hluta friðarverðlaununum. Hann hefur ef til vill haft í huga, að á þeim tíma var Stórþinginu annt um að miðla málum, að leggja mál í gerð og að komast að friðsamlegri niðurstöðu í alþjóðadeilum. í þriðja lagi má vera að aðdáun Nóþels á norskum bókmenntum, einkum Bjömstjeme Bjömson, sem lét sig friðarmál miklu skipta, hafí haft sitt að segja.“ Nóbel kvað hins vegar ekki á um, hvemig nefndin skyldi skipuð, sem velja ætti friðarverðlaunahafann, aðeins að Stórþingið skipaði hana. Að sögn Lundestad er nefndinni ætlað að endurspegla styrk stjóm- málaflokkanna á Stórþinginu. Hún er skipuð fímm mönnúm, sem hver er skipaður til sex ára, og hljóta þeir oft endurskipun. Tveir nefndar- menn eru skipaðir á þriggja ára fresti og þrír við annað tilefni. Þing- inu er í sjálfsvald sett hveijir sitja í nefndinni, og gæti hún þess vegna verið alþjóðleg. „Það hefur átt sér stað ákveðin þróun í skipun nefnd- armanna. Þegar Carl von Ossietzky hlaut verðlaunin árið 1935 var ákveðið að ráðherrar skyldu ekki eiga sæti í nefndinni. Það var ekki talið æskilegt að náin tengsl væru á milli ríkisstjórnarinnar og nefnd- arinnar. A áttunda áratugnum var ákveðið að þingmenn skyldu heldur ekki skipaðir í nefndina. Nefndar- menn eru því oft fyrrverandi þing- menn, menntamenn eða aðrir sem stjómmálaflokkamir tilnefna.“ Starf Nóbelsnefndarinnar Auk nefndarmannanna fímm hefur nefndin á að skipa ritara, og er það hlutverk forstöðumanns Nóbelsstofnunarinnar. Geir Lunde- stad hefur verið ritari nefndarinnar síðastliðin tvö ár. „Mitt starf er að grafast nánar fyrir um væntanleg- an friðarverðlaunaþega, og hef ég fjölbreyttan hóp ráðgjafa mér til fulltingis. Auk íjögurra fastra norskra ráðgjafa, njótum við að- stoðar sérfræðinga út um allan heim því að nefndin leggur áherslu á að þetta eru alþjóðleg verðlaun." - Ræður þú einhveiju um val á friðarverðlaunaþega? „Formlega ræð ég engu þar um, enda er það hlutverk nefndarinnar að velja hann. Aftur á móti reyni ég í starfi mínu sem ritari nefndar- innar að undirbúa fundi hennar eins vel og unnt er. Að því leyti má segja, að ég hafí nokkur áhrif, því það skiptir miklu máli, hvers konar upp- lýsingar nefndarmenn fá í hendur.“ Á fyrsta fundi nefndarinnar eftir að tillögufrestur er runninn út í febrúarbyijun fá nefndarmenn lista yfír þá sem stungið hefur verið upp á. Þá ákveða þeir hvaða nöfn skuli standa á stutta listanum svokall- aða. Það geta verið fjögur til fímm nöfn og allt upp í 10-15. Lunde- stad vill ekki svara því hve mörg nöfn vom á stutta listanum í ár, en lætur þess þó getið að þau hafí verið tiltölulega mörg. Enda hefur fjöldi þeirra sem til greina koma við úthlutun friðarverðlaunanna aukist síðastliðin ár. Að þessu sinni voru þeir 125, og um 1.500 ein- staklingar sendu inn tillögu um verðlaunahafa. „Það eru nöfnin á þessum stutta lista sem við könnum nánar með aðstoð ráðgjafa okkar. Út frá niðurstöðum þeirra rann- sókna ijalla nefndarmenn um mögulegan verðlaunahafa, uns þeir komast að samkomulagi, þannig að einhugur ríki í nefndinni um veitingu friðarverðlaunanna. Það heyrir til undantekninga að nefndin greiði atkvæði um væntanlegan verðlaunahafa. Valið er venjulega gert opinbert um miðjan október, og sjálf verðlaunaafhendingin á sér stað 10. desember, á dánardægri Alfreðs Nóbels." - Reyna margir að hafa áhrif á störf Nóbelsnefndarinnar? „Þegar ég byijaði í þessu starfi átti ég von á því að það væru marg- ir sem reyndu að hafa áhrif á nefnd- ina. En svo er ekki. Þeir sem reyna að beita þrýstingi eru einstaklingar sem tæplega koma til greina sem verðlaunahafar. Þó get ég sagt frá því að í fyrra sendi einn þeirra sem stungið hafði verið upp á okkur sjö hundruð þúsund undirskriftir sér til stuðnings, 40 stóra pappakassa. Við opnuðum einn þeirra og endur- sendum hina. Þessi aðili var fjarri því að koma til greina sem verð- launahafí. Hins vegar má geta þess að einstaklingar hafa hlotið friðar- verðlaunin þrátt fyrir að það hafi verið reynt að beita áhrifum á val nefndarinnar fyrir þeirra hönd. En það er sárasjaldan að slíkur þrýst- ingur hafí ráðið úrslitum um val nefndarinnar, heldur er hitt nær sanni, að hún hafí komist að niður- stöðu sinni þrátt fyrir þrýstinginn. Slíkur þrýstingur er jafnvel túlkað- ur sem rök gegn því að veita við- komandi verðlaunin." Áhrif friðarverðlaunanna Forstjóra Nóbelsstofnunarinnar finnst erfitt að meta áhrif friðar- verðlaunanna. „Verðlaunin eru enginn töfrasproti, þau geta ekki breytt heiminum. Þegar sjálfír leið- togar stórveldanna eiga örðugt með að gera það, er augljóst að verðlaun sem norsk nefnd veitir geta það tæplega svo að nokkru nemi. Það sem kemur á óvart er að verðlaun- in hafa áhrif. Þau gera það að verk- um að athygli er beint að ákveðnum aðstæðum, ákveðnu landi og ákveðnum einstaklingum. Þau veita viðkomandi stuðning og opna þeim dyr, oft á mjög áhrifaríkan hátt. Um það eru margir friðarverð- launahafar til frásagnar. Sem dæmi má nefna verðlaunin til Aung San Suu Kyi í fyrra. Á því leikur enginn vafí að þau stuðluðu að því að at- hygli heimsins beindist að ástand- inu í Burma. Þau urðu einnig til þess að Sameinuðu þjóðimar sam- þykktu ályktun gegn stjómarhátt- um í Burma. Hana hafði ekki tek- ist að fá samþykkta árinu áður. Loks vöktu þau athygli á verð- launahafanum sjálfum. Hins vegar situr hún enn í stofufangelsi, og aðstæður hennar hafa lítið breyst, þó að valdhafarnir í landinu hafí gert vissar tilslakanir. Verðlaunin hafa orðið til þess að alþjóðlegur áhugi á málefnum Burma hefur aukist, og þau hafa gefíð stjómar- andstæðingum kraft og þor til að beijast fyrir málscað sínum. Samt sem áður er of snemmt að segja til um hver áhrif verðlaunaveitingin muni hafa þegar fram í sækir. Það er einnig ljóst að þau em aðeins eitt lóð á vogarskálunum, ef vem- legar breytingar eiga að verða.“ - Hafa valdhafar Burma eða Guatemala snúið sér til Nóbels- nefndarinnar með viðbrögð sín? „Jú, við höfum fengið viðbrögð frá þeim. Reyndar beindust við- brögð yfirvalda í Burma ekki beint að nefndinni sjálfri, en það fór ekk- ert á milli mála að þau vom væg- ast sagt vantrúuð á úthlutunina. Hvorki fulltrúar okkar né annarra fengu leyfí til að heimsækja verð- launahafann, og henni var ekki veitt fararleyfi með þeim skilyrðum, sem hún gat sætt sig við. Við biðum með eftirvæntingu eftir því hvemig stjómvöld í Guatemala myndu bregðast við nú í ár. Þeirra við- brögð hafa verið með nokkuð öðr- um hætti. Þó það sé ekki hægt að segja að þau hafi verið beinlínis jákvæð hafa þau verið mun opnari en við áttum von á.“ Friðarverðlaunahafar Nóbels Viðmiðunarreglurnar við val á friðarverðlaunahafa, sem er að fínna í erfðaskrá Alfreðs Nóbels era mjög almennar að mati Lunde- stads: Bræðralag milli þjóða, fækk- un heija og efling alþjóðaþinga. „Þessi atriði bera samtíð Nóbels vitni, og hefur nefndin þau í huga við störf sín. Nefndarmenn verða jafnframt að hafa pólitískan skiln- ing og almenna skynsemi til að bera við þær aðstæður sem ríkjá nú á tímum. Ef litið er á friðarverð- launahafana í sögulegu samhengi má flokka þá í fimm hópa: (1) Stjómmáiamenn, sem að mati nefndarinnar notfæra sér stöðu sína í friðsamlegum tilgangi, til dæmis Rposevelt árið 1906 og Gorbatsjov 1990. (2) Miklir húman- istar, eins og Jean Henri Dunant, stofnandi Rauða krossins og fyrsti: friðarverðlaunahafínn 1901, Albert Schweitzer 1952 og móðir Theresa 1979. (3) Baráttumenn mannrétt- inda, en þeim hefur fjölgað sein- ustu árin. Hér má nefna Martin Luther King, Andrej Sakharov, Desmond Tutu, Aung San Suu Kyi og Rigobertu Menehu. (4) Aðrir baráttumenn fyrir friði, svo sem friðarsinnar á borð við Fredric Passy, sem deildi verðlaunum með Dunant, Alva Myrdal og Garcia Robles 1982 fyrir skerf þeirra í þágu afvopnunar. (5) Loks era það trúarleiðtogar. Nýjasta dæmið er Dalai Lama 1989.“ Lundestad hefur ekki nákvæma tölu yfír Ijölda friðarverðlaunahafa frá þriðja heiminum. „En það má með sanni segja, að fram til ársins 1960 hafi friðarverðlaunin verið verðlaun handa Bandaríkjamönn- um og Evrópubúum. Eini fulltrúinn frá þeim heimshluta, sem við köll- um þriðja heiminn, var Carlos Sa- avedra Lamas, utanríkisráðherra Argentínu, en sem hlaut þau árið 1936. Þegar Albert John Luthuli frá Suður-Afríku fékk þau árið 1960 var brotið blað í sögu verð- launanna. Þá urðu þau í raun al- þjóðleg. Frá því 1960 og fram til dagsins í dag hafa fulltrúar frá heimsálfunum öllum hlotið verð- launin." Rétt til að stinga upp á friðaverðlaunahafa Nóbels hafa eftirfarandi einstaklingar og hópar: (1) Norska Nóbelsnefndin og fyrrverandi nefndarmenn hennar ásamt ráðgjöfum norsku Nóbelsstofnunarinnar. (2) Þingmenn og ráðherrar þjóðríkja ásamt félögum Alþjóð- lega þingmannasambandsins. (3) Dómarar Alþjóðadómsfólsins og Alþjóðagerðardómstóls- ins í Haag. (4) Stjónarfulltrúar föstu Alþjóðafriðarskrifstofunnar. (5) Fulltrúar Þjóðréttarstofnunarinnar. (6) Háskólaprófessorar í lögfræði, stjómmálafræði, sögu og heimspeki. (7) Friðarverðlaunahafar Nóbels. Norska Nóbelsnefndin úthlutar friðarverðlaunum Nó- bels. 1 henni eiga sæti: Francis Sejersted, fæddur 1936, prófessor í félags- og hagsögu, formaður nefndarinnar. Gidske Anderson, fædd 1921, rithöfundur og blaðamaður, varaformaður nefndarinn- ar. Odvar Nordli, fæddur 1927, endurskoðandi, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður, fylkisstjóri. Hafa öll þijú átt sæti í nefndinni frá því 1985. Hanna K. Kvanmo, fædd 1926, fyrrverandi þingmaður. Kare G. Kristiansen, fæddur 1920, fyrrverandi ráðherra og þingmaður. Bæði skipuð í nefndina 1991. Ritari nefndarinnar og fostöðumaður Nóbelsstofnunarinnar er Geir Lundestad, prófessor í stjómmálafræðum. í ár nema Nóbelsverðlaunin 6,5 milljónum sænskra króna. Verðlaunaupphæðin er háð ljárhagslegri afkomu Nóbelsstofnunarinnar árin á undan. Tíu hundraðshlutar af ágóða sjóðsins eru ávaxtaðir. Verðlaunaupphæðin er það sem eftir stendur af ágóða sjóðsins að frádregnum kostnaði við val á verðlaunahafa. Þeirri upphæð er skipt jafnt á milli Nóbelsverðlaunahafanna fímm í eðlisfræði, efnafræði, lífeðlis- eða læknisfræði, bók- menntum og friðarstarfí. Frá því árið 1968 hafa einnig ver- ið veitt verðlaun í hagfræði til minningar um Alfred Nóbel. Það er sænski ríkisbankinn sem stendur á bak við þau.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.