Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 49
49 . seei aaaMaaaa .01 auoAauTMMia aiaAjavíuoHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DÉSEMBER 1992 Gídeonfélög í 156 löndum starfar þar sem hinir innfæddu félagsmenn geta ekki staðið undir kostnaði sjálfir. Jafnvel ekki þótt þeir leggi yfír 70% af árstekjum sínum til þess að kaupa Biblíur og Nýja testamenti. eftír Sigurbjörn Þorkelsson Gídeonfélagið sem er alþjóða- samtök kristinna manna úr ýms- um stéttum þjóðfélagsins er nú starfandi í 156 löndum. í Gídeonfélaginu eru menn sem tilheyra hinum ýmsu kirkjudeild- um kristinnar. Gídeonfélagar eru menn sem kynnst hafa Biblíunni og innihaldi hennar af eigin raun og vilja gera sitt til þess að aðrir fái að kynnast þeirri blessun sem Biblían hefur að bjóða. Gídeonfélagið var fyrst stofnað í Bandaríkjunum árið 1899. Island er þriðja landið þar sem Gídeonfé- lagi var komið á fót, en það var árið 1945 er Vestur-íslendingur að nafni Kristinn Guðnason kom til landsins í þeim erindagjörðum. Kristinn hafði ungur flust til Bandaríkjanna þar sem hann komst í kynni við Gídeonfélagið, en áður hafði hann komist til lif- andi meðvitaðrar trúar á Frelsar- ann Jesú Krist við lestur í Bibl- íunni. Kristinn langaði til þess að gera eitthvað fyrir land sitt og þá ÝMSAR uppákomur eru fyrir- hugaðar á skemmtistaðnum Tveimur vinum í desember og janúar. í kvöld, fimmtudaginn 10. des- ember, verða tónleikar með Mezzoforte ásamt saxafónleikar- anum Káre Kalve. Sálin hans Jóns míns skemmtir svo föstudags- kvöldið 11. des. og hljómsveitin Nýdönsk á laugardagskvöldið 12. des. Karaokekvöld verða fram að 16. des. en þá eru tónleikar með Orgil. 17. des. eru síðustu tónleik- ar K.K. bands á árinu og eru þeir að fara í tveggja mánaða frí eftir þá. 18. des. er komið að Stjóm- inni og 19. des. stíga á sviðið Deep Jimi & The Zep Creams með ballprógramm og eitthvað af nýút- kominni plötu þeirra. þjóð sem hann hafði alist upp hjá. Eftir nokkra umhugun komst hann að þeirri niðurstöðu að senni- lega væri það sín besta gjöf til þjóðarinnar að reyna að koma hingað til lands og reyna stofnun Gídeonfélags. Fékk hann leyfi til þess af hálfu samtakanna. Þegar hingað kom fékk hann Ólaf Ólafs- son kristniboða í lið með sér sem aðstoðaði Kristin við að kalla sam- an líklega menn til félagsmyndun- ar. Gídeonfélagið á íslandi var síð- an stofnað 30. ágúst 1945. Eins og fyrr segir er ísland þriðja land- ið þar sem Gídeonfélag er stofnað. Eftir stofnun félagsins hér á landi hefur útbreiðsla félagsins í heimin- um orðið mikil og hröð því nú starfa Gídeonfélög í 156 löndum. Starf félagsins byggist algerlega á þátttöku innfæddra manna í hveiju landi fyrir sig og er sjálf- boðastarf. Misjafnar aðstæður Gídeonfélög eru aðeins stofnuð í þeim löndum þar sem leyfí fæst hjá yfírvöldum hvers lands fyrir sig. Samt sem áður starfa félags- menn í hinum ólíku löndum við Á Þorláksmessu, 23. desember, verða hinir árlegu jólablústónleik- ar Vina Dóra og Blúsfélags ís- lands og má búast við mörgum gestahljóðfæraleikurum og söngv- urum þetta kvöld. Annan í jólum er dansleikur með Síðan skein sól til kl. 3 og á gamlárskvöld verður eitt af stóru böndunum en það verður kynnt síðar. Nýjársdag er opið til kl. 3 en þá skemmtir Sniglabandið ásamt gestum og búist er við ýmsum uppákomum þetta kvöld sem verða kynntar síð- ar. 2. janúar er einnig opið til kl. 3 og þá stíga á sviðið Bogomil Font og Milljónarmæringarnir. 9. janúar skemmtir Nýdönsk og 15. janúar Síðan skein sól. Vinir Dóra og vinkonur verða 16. janúar og Sálin hans Jóns míns 22. janúar. Sigurbjörn Þorkelsson „Um leið og ég hvet þá fjölmörgu Islendinga sem lifa bænalífi að minnast Gídeonfélags- ins og starfs þess í bæn- um sínum, bið ég Guð að halda áfram að blessa þjóðina og þjóð- irnar.“ afar misjafnar aðstæður eins og menn geta ímyndað sér. í öllum þessum löndum eru Gídeonfélagar að gefa fólki við hinar ýmsu þjóðbrautir lífsins Bibl- íuna eða Nýja testamentið. Nem- endum í skólum er gefíð Nýja testamentið, það er lagt inn á hótelherbergi, við sjúkrarúm, við rúm alldraðra sem dvelja á elli- og dvalarheimum, í fangaklefa og víðar. Friðarhreyfing Starf Gídeonfélagsins fer ekki hátt. Þó má líta á félagið sem mjög útbreidda friðarhreyfíngu. Félag fólks sem vill færa mönnum varanlegan frið, sem enginn getur boðið upp á annar en Frelsarinn Tveir vinir Ýmsar uppákomur framimdan Quallofil sæng TjSfiörJfyT 8.835,- kr. stgr. Heilsukoddi 2.779,- kr. stgr. Hollofil sæng 6.698,- kr. stgr. Hollofil koddi 2.066,- kr. stgr. Igloo svefnpoki J23186p3£r 10.990,- kr. stgr. Hugsaðu hlýtt til þinna nánustu - Gefðu ajnngilak. IFAI'H _______MDSBRAUT 8 • SlMI: 81.46 70 • FAX: 68 58 84 UTIBÚ: MJÓDD ÞARABAKKA 3 • SIMI: 67 01 00 -SWmK fKAMlSR SNORRABRAUT 60 • SÍMAR: 1 20 45 OG 62 41 45 Jesús Kristur. Jesús sagði: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfíst ekki né hræðist.“ (Jóh. 14:27). 50% í alþjóða Biblíusjóð Til margra ára þurfti Gídeonfé- lagið á íslandi að fá aðstoð úr al- þjóða Biblíusjóði Gídeonfélagsins til þess að geta staðið undir kostn- aði við kaup á þeim Biblíum og Nýja testamentum sem gefín voru hér á landi. Nú hin síðari ár hefur þetta breyst og hefur okkur tekist með Guðs hjálp og góðra manna að standa undir kostnaði við kaup- in á þeim eintökum sem við nú dreifum. Á aðalfundi félagsins fyrr á árinu ákváðum við að reyna að senda 50% þess fyár sem safnast í Biblíusjóð Gídeonfélagsins á ís- landi til alþjóða Biblíusjóðs félags- ins. Viljum við með því þakka fyr- ir hjálp fyrri ára, sem hefur orðið þjóð okkar til blessunar, og einnig viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að börn, menn og konur annarra þjóða megi fá Guðs Heilaga og lifandi orð í hendur sér til styrktar og blessunar eins og íslensk börn hafa fengið svo áratugum skiptir. Alþjóða Biblíusjóður Gídeonfé- lagsins sér um að útvega Biblíur og Nýja testamenti sem dreift er á meðal hinna fjölmörgu þjóða heims þar sem hinir innfæddu fé- lagsmenn ná ekki að standa undir kostnaði við kaupin nema að hluta, oftast mjög litlum hluta. Að öllum líkindum eru á milli 130 og 140 lönd af þeim 156 þar sem félagið Austur-Evrópa Um er að ræða lönd í öllum heimsálfum. T.d. Afríkuríkin, Asíuríkin, Suður-Ameríkuríkin og lönd Austur-Evrópu. í Austur- Evrópu var Biblían bönnuð bók í um 70 ár eða á meðan harðstjórn kommúnista réði þar ríkjum. Nú hafa verið stofnuð Gídeonfélög í löndum Austur-Evrópu og hefur Guðs orði verið dreift þar svo millj- ónum eintaka skiptir. Hungrið eft- ir hinu lifandi orði Guðs er ólýsan- legt í þessum löndum. í löndum Austur-Evrópu og í mörgum hinna fátækari ríkja veraldar er Nýja testamentið ekki látið rykfalla upp í hillu. Það er lesið af heilu fjöl- skyldunum og dæmi eru þess að heilu fjölskyldurnar hafí komist til trúar á Jesú Krist vegna lesturs í einu litlu Nýja testamenti. Biblían, orð Guðs, verður til blessunar hvar sem orðið fer. Þakka ber hinum mörgu velunnur- um og fyrirbiðjendum Gídeonfé- lagsins í gegnum árin. Þakka ber kirkjunni, söfnuðunum fyrir vel- vilja og skilning á hinu mikilvæga starfi félagsins. Þakka bar lands- mönnum góðar móttökur á okkar litlu gjöf. Um leið og ég hvet þá fjölmörgu Islendinga sem lifa bænalífí að minnast Gídeonfélags- ins og starfs þess í bænum sínum, bið ég Guð að halda áfram að blessa þjóðina og þjóðirnar." „En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ (Jóh. 17:3.) Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á íslandi. RElAISt CHATEAUX. SIMI: 2S700 aí/e(ji,s'oe/*<$tif+ á f/lolef S/Cofti I desember bjóðum við sérstakan jólamatseðil í hádeginu. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur að vild. Þríréttaður hádegisverður sem verður lengi í minnum hafður. • Andar-terrine með lifrar-mousse og salati • Reyksoðin bleikja með Juliennegrænmeti • Rjómasúpa með fersku grænmeti • Sjávarréttur á brauðkænu • Gljáður hamborgarhryggur með rauðvínssósu • Steiktur búri með vínediksósu • Grillað heilagfiski með pasta í spínat-ostasósu • Hreindýrasmásteik með berjasósu • Lundabringur í púrtvínssósu Q/lirré/ttr • Súkkulaðikaka Buche de Noél og vanilluís • Hrísgrjónabúðingur með hindberjasósu • Jólapúns Forréttur, aðalréttur og eftirréttur 1.395 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.