Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 59
ekki fyrir nokkum mun fundið neina ástæðu til þess. Kannski er hún fúl yfir því að mér gengur sæmilega vel að hafa sönginn að lifibrauði, án þess að hafa minnstu hugmynd um undirstöðuatriði „faglegs" söngs. Hún skilur að sjálfsögðu ekki baun í því að ég skuli syngja að vemlegum hluta í Þýskalandi, því að þar „gilda t.d. strangar regíur um framburð orða í söng“, reglur sem ég og allir íslenskir söngvarar (að einni söng- konu undanskilinni vestur á fjörðum) hafa þverbrotið. Nú langar mig, gamlan og tregan nemanda þinn, að forvitnast um nokkur atriði: 1) Hvað er átt við með setning- unni: „Smiðir og kjötmangarar (!) tóku af sér svunturnar og skinu eins og sólir í hópi andagtugra lærisveina sinna.“ Að vísu veit ég um einn smið sem líka kennir söng, en það mun vera okkar ágæti Halldór Vil- helmsson. Ég hef ekki haft spumir af fleiri smiðum við söngkennslu. Hvað er kjötmangari? Orðið er frek- ar ógeðfellt. Gefur til kynna að þar fari óþrifalegur maður sem reynir að pranga skemmdu nautahakki eða grænu ærkjöti inn á saklaust fólk. Eg ætla bara að vona að ekkert slíkt eintak leynist í okkar góða „kunn- ingjahópi". 2) Hún frú Ágústa nefnir að Vladimir Ashkenazí skrifí „um þá sem sjálfir hafa ekki getið sér orð á tónleikapalli en ætla sér samt þá dul að kenna öðrum“. Inntu hana nú eftir því, ef framhald verður á bréfaskriftum ykkar, hversu marga tónleika hún haldi á ári (ekki bara f stofunni í Holti) og hvað hún hafí sungið á sínum íjölmörgu tónleikum vítt og breitt um heimsbyggðina. 3) Hún spyr, hvað það sé „sem kemur ungu fólki til að halda að „söngkennari“ sem dvaldi hálfan vetur í útlöndum fyrir aldarfjórðungi en lagði svo sönginn á hilluna geti kennt söng svo vel sé“. Mér finnst að við eigum heimtingu á að vita hver þessi maður er. ) Hver var söngkonan sem „kom sprenglærð heim frá Þýskalandi eft- ir fjögurra vetra söngnám þar í landi? og „söng: Ó blessuð vertu sumarsoll...“ Hvaða glæpakvendi var þetta? Guðmundur minn, ég treysti á þig. Reyndu að komast að því. 5) Við þurfum að komast að því hver hann var þessi „karlmaður ís- lenskur [sem] hóf að kenna söng við tónlistarskóla. Enginn vissi áður að hann gæti yfirleitt sungið." Guð- mutidur: Vissir þú að hann gat ekki sungið? Ég hafði ekki hugmynd um það. Hver var hann eiginlega þessi dularfulli lagleysingi sem fór að kenna ungu og saklausu fólki að syngja? Ágústa veit svarið. 6) Einu sinni las ég viðtal við Ágústu þar sem hún útlistaði tækni sem hún kennir við prófessor Hanne- Lore Kuhse. Mér þótti þetta forvitni- legt viðtal, sérstaklega fyrir þær sakir að hér virtist um að ræða ein- hverskonar tækninýjungar sem ekki væru almennt í notkun, enda var hér sérstaklega rætt um Kuhse- tæknina (nei, þetta á ekki skylt við hjálp í viðlögum, heldur söngtækni). Það sem mér þótti áhugaverðast var stuðingstæknin. Þar skildist mér að stuðningurinn ætti að vera sem allra | neðst. Helst í lærunum (!). Þetta I finnst mér svo spennandi vísindi, að ég bókstaflega verð að fá nánari útlistun á þeim. Ég haf aldrei sung- ið með lærunum en ég brenn í skinn- inu eftir því að fræðast frekar um þetta stórbrotna stílbragð. Ég vona að þú fáir góð svör við þessum spurningum. Eg vil samt biðja þig fyrir alla muni að vera kurteis við blessaða prestsfrúna. Hafðu það hugfast að skammdegið á Vestfjörðum er þungt og dimmt. Þó að nú séu erfiðir tímar í íslensku sönglífi getum við alveg treyst því að með tímanum breytist þetta allt til batnaðar, sérstaklega þegar við getum notið jákvæðra og uppbyggj- an'di leiðbeininga frú Ágústu Ag- ústsdóttur prestsfrúar, söngkonu og söngkennara (í Holti og Lúbeck). Vertu nú sæll að sinni Guðmundur 1 minn. Ég hef aftur samband við þig 1 eftir áramótin. Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. KRISTINN SIGMUNDSSON söngvari Wiesbaden, Þýskalandi seer aaaMagaa HUOAUUTMÍ. I'I GKIAJa/UOHOM 9. DESEMBER 1992 8Ö 59 ^ ____________ Itrekun um EES Frá Hlöðver Þ. Hlöðverssyni: í samtali við Dag 17. október 1992 sagði ég meðal annars um EES- samningagerð: „Ef það gerðist að þeir þingmenn, sem ég hef stutt til kjörfylgis, létu sér verða það á að samþykkja þennan samning, þá er það mitt mat að þeir hafí sýnt dóm- greindarleysi um svo þýðingarmik- inn grundvallarhátt, að ég tel ekki hægt að lána þeim atkvæði áfram." Við atkvæðagreiðslu 3. desember sátu 7 af 11 viðstöddum þingmönn- um Framsóknarflokksins hjá við afgreiðslu eins viðsjárverðasta fylgifrumvarps EES. Eigi þetta að verða æfingaganga þess sem koma skal við lokafrágang málsins, þá er þama blautur hanski í andlit fjöl- margra kjósenda, trúnaðarbrot og lítilsvirðing þeim sýnd. Formlega svara ég aðeins fyrir sjálfan mig, en margir — mjög margir — munu hugsa eins: „Þessa þingmenn kýs ég ekki oftar.“ Enginn skal ætla að þessi orð séu ekki af fullri alvöru sögð. HLÖÐVER Þ. HLÖÐVERS SON Björgum, S-Þingeyjasýslu Heilbrigðisráðherra heimilar læknum og skyldar lyfjafræðinga til að bijóta lög Frá Hauki Ingasyni: HEILBRIGÐISRÁÐHERRA sendi frá sér reglugerð nýlega þar sem hann heimilar læknum og skyldar lyfjafræðinga til að bijóta lög um vörumerki og lög um verðlag, sam- kepþnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti. Reglugerð um 11. breytingu á reglugerð gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu í reglugerð þessari heimilar ráð- herra læknum og skyldar lyfja- fræðinga til að afhenda sjúklingum önnur lyf en þau vörumerki sem læknir skrifar á lyfseðilinn að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. í lögum um vörumerki segir svo: „Vörumerkjaréttur veitir eig- anda vernd gegn því að aðrir noti heimildarlaust í atvinnuskyni vöru- merki, er villst verður á og merki hans. Á þetta við um hvers konar notkun, hvort sem hún er sett á sjálfa vöðruna eða umbúðir henn- ar, notað í auglýsingum, verslunar- bréfum eða á annan hátt.“ í lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti segir svo: „Óheimilt er að nota í atvinnustarfsemi fir- manafn, verslunarmerki eða því líkt, sem sá hefur ekki rétt til, er notar eða rekur atvinnu undir nafni, sem gefur villandi upplýs- ingar um eignarrétt eða ábyrgð atvinnurekanda." Ofangreind lög eru sett m.a. til að hindra misnotkun á verðmæti (goodwill) vörumerkja (verslunar- merkja). Lögbrot Eins og sést af ofangreindum lögum brýtur ákvæði reglugerðar- innar á rétti vörumerkja með notk- un á þeim fyrir aðrar vörur. Lög- brjótarnir eru stjómvöld, læknar, lyfjafræðingar og framleiðendur. Stjórnvöld eru að bijóta lög með því að setja reglugerð sem brýtur í bága við gildandi lög. Læknar eru að brjóta lög með notkun vörumerkja á lyfseðlum fyrir vöru frá öðrum en eiganda vörumerkisins. Lyfjafræðingar eru að brjóta ofangreind lög með því að afgreiða aðrar vörur en tiltekin vörumerki segja til um. Framleiðendur eru að brjóta lög með misnotkun á verðmæti vöru- merkja sem aðrir framleiðendur eiga. Ótæk vinnubrögð Vinnubrögð heilbrigðisráðu- neytisins við setningu reglugerða hefur keyrt um þverbak á undan- fömu ári og er ofangreind reglu- gerð dæmi þess. Annað grátbros- legra dæmi er dreifibréf ráðuneyt- Okeypls IPofræðiaðstoú ó hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, félog laganema. isins til apóteka um framkvæmd reglugerðarinnar, én þar stendur að ekki beri að taka mark einu ákvæði hennar. í reglugerðinni er kveðið á um að lyfseðlar séu ógild- ir ef læknir gleymir að skrifa hvort heimilt sé eða ekki að afgreiða annað vörumerki en það sem á lyfseðlinum stendur, en í dreifi- bréfinu segir að í þeim tilvikum sé lyfjafræðingi heimilt að afgreiða annað lyf en vörumerkið segir til um. Þama er enn og aftur verið að bijóta á rétti vömmerkja og nú með dreifíbréfí sem er í ósamræmi við lög og reglugerðina sjálfa. Úrbóta þörf Þörf er breyting á ofangreindri reglugerð þannig að hún verði lög- leg. Lög landsins eru rétthærri en reglugerðir framkvæmdavaldsins og því ber lyfjafræðingum að hundsa reglugerð þessa og fara að lögum með því að afgreiða þau vömmerki sem á lyfseðlum standa. HAUKUR INGASON lyfjafræðingur, Reykási 21, Reykjavík Pennavinir Finnskur símkortasafnari sem getur ekki um aldur: Hannu Jarvinen, Tytöntie 6 as 30, SF-21200 Raisio, Finland. Nítján ára Nígeríupiltur með áhuga á knattspymu, ferðalögum og bókalestri: Okéchukwu Diala, 42 Bale Street, Olodi Apapa, Lagos, Nigeria. LEIÐRETTING Rangt nafn I frétt Morgunblaðsins um mannaráðningar íslendinga hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli, sem birtist sl. sunnudag, var rangt farið með nafn yfirmanns flota- stöðvarinnar, en hann heitir Charles T. Butler, kapteinn. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um. Wterkurog kl hagkvæmur auglýsingamiðill! | EINSTÆÐAR OG ÞROSKANDI VÖRUR - ► TILVALDAR TIL JÓLAGJAFA I ► i ► I ► I Ný sendino aí hugleiðslusnældum frá Sanaya Roman: ★ Reprogramming at Celiular Level ★ Age Regression ★ I am loved, I am Lovable ★ Losing Weight, Looking Younger ★ Feeling Energetic ★ Creating Money — Mognetizing Yourself ★ Creating Money - Aura Cleoring ★ Creating Money - Success ★ Creating Money — Abundance ★ Creating Money - Clearing Old pattems & beliefs ★ Creating Money - Releosing Doubts and Fears ★ Creating Money staðfestingaspjöldin i litlum kössum HUGLEIOSLU- UG SLÖKUHARTONLIST í MIKLU ÚRVALI M.e. tónlist fró Michael Hammer sem semur fyrir Sonayo Roman ★ Awakening ★ Soul's Light ★ Luminescence/Higher Consciousness Einnig tónlist fró Mike Rowlond, Aeoliah, David Sun, Robert Gass og mörgum fleiri - yfir 100 titlor I ◄ I ◄ I ◄ I HÝJU ÍSLENSKU BJEKURNAR UM ANDLEB 06 ÞROSKANDI MÁL FÁST HJÁ OKKUR „LÁTUAA STEINANA TALA" ný íslensk handbók um notkun orkusteina og kristolla - sú fyrsta sinnar tegundar. „RÆKTAÐU HUGANN 0G HEILSUNA" „NÁTTÚRULÆKNIR HEIMILANNA" „BOÐBERAR UÓSSINS" bók um tengsl okkar við engla. jSLENSKAR LÆKNINGAJURTIR" og margor fleiri ■A i, k t u M S T E 1 N A N A T A X. A 1 l l l l ORKUSTEINAR OG KRISTALAR í MIKLU ÚRVALI ★ Egglaga lapis lazuli, ródokrosit, malakit og tinna ★ Rósakvars- og kvarskristalskúlur ★ Nóttúrulegir óslipaðir pýrítsteinar, súlfúr, hematit, citrin, ametyst, peridót o.fl. ★ Mikið úrval af slípuðum orkusteinum ★ Bergkristalar (kvars) í miklu úrvali í mismunondi stærðum ★ Strombolit, „fljúgondi diskar” ★ Orfóir sérlega fallegir leipidolitsteinar fró Kaliforniu ★ Tanzanít, donburit, amblygonít, moldavít og fleiri sjoldgæfir steinar ★ Hólsmen og hringir með nðttúrusteinum - gott úrval Persónuleg þjónusta og ráðgjöf I ◄ I ◄ I ^ Við veitum g persónulega þjónustu Greiðslukorta- | og póstkröfuþjónusta becRaÁic'' Laugavegi 66, ' | símar 623336 & 626265^^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.