Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 ■ VEITINGAHÚSIÐ Sex bauj- an, Eiðistorgi, býður upp á nýjung fyrir hópa eða einstaklinga fyrir jólin. í staðinn fyrir jólahlaðborð er boðið upp á jóladisk sem inniheld- ur svipaða rétti og boðnir eru á jólahlaðborðum á mörgum veitinga- stöðum. Munurinn á þessu er sá að gestum er þjónað til borðs, bæði með mat og drykk. Nafnið Sex baujan er sótt í eina merkustu bauju Faxaflóans sem hefur oft verið viðmiðun sæfarans um ánægjuríka heimkomu. Frá veitingahúsinu Sex baujunni. M SVARTI markaðurinn í JL- húsinu hefur ákveðið að vera með opið alla daga fram að jólum. Hing- að til hefur markaðurinn aðeins verið opinn um helgar en með þess- ari nýbreytni er reynt að koma til móts við þá sem ekki geta verslað um helgar. Laugardaginn 12. des- ember verður haldið uppboð í Svarta markaðinum. Þar gefst al- menningi kostur á að koma með ýmiskonar stærri hluti t.d. raf- magnsvörur og húsgögn. Hug- myndin er sú að setja lágmarksverð á hlutinn og á endanum verður hann sleginn hæstbjóðanda. Ef góð þátttaka fæst verður þetta endur- tekið um hveija helgi. Uppboðið hefst kl. 16 stundvíslega. ■ VIKULEGA eru samveru- stundir hjá félagsskapnum Heims- Ijós. Fundirnir eru haldnir í hús- næði félagsins í Skeifunni 19, 2. hæð, og standa frá kl. 20.30-22. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Dag- skráin á fundunum byggist á ýmis- konar vinnu tengdri sjálfsrækt og þá aðallega út frá kenningum jóg- ans Amrit Desai (Gurudev). Rósa Björg kemur 10. desember í heim- sókn og kynnir hreyfílist byggða á kenningum Rudolfs Steiner. KENNSLA Enskunám Er ekki rétt að bæta við enskukunnáttuna? Skólinn, English 2000, School of English, í Bournemouth, býður þig velkominn til náms. Upplýsingar gefur Páll G. Björnsson, sími 98-75888, heimasími 98-75889. ÝMISLEGT Fyrirtæki - fjárfestar. Innflutnings- og þjónustufyrirtæki, sem starf- að hefur á Reykjavíkursvæðinu í 42 ár, óskar eftir samvinnu og/eða sameiningu við fyrir- tæki, sem styrkti báða aðila. Stórt og rúm- gott eigið húsnæði á mjög góðum stað er fyrir hendi ásamt góðum umboðum. Fjárframlag nauðsynlegt. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlega leggi inn tilboð á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. desem- ber nk. merkt: F - 105/10. Farið verður með allar upplýsingar sem ber- ast sem 100% trúnaðarmál. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Selfossi skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöld- um, sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjaíddaga fyrir 15. ágúst 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreindum inn- heimtumanni að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignaskattur-, sérstakur eignaskattur, slysa- tryggingagjald vegna heimilisstarfa, trygg- ingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. laga nr. 87/1971, slysatryggingagjald atvinnurek- enda skv. 38. gr., atvinnuleysistrygginga- gjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanna, þungaskatt- ur skv. ökumælum, þungaskattur fast ár- gjald, viðbótar- og aukaálagning sölu- og launaskatts vegna fyrri tímabila og skemmt- anaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur, virðisaukaskattur af skemmtunum, trygg- ingagjald af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum, skoðunar- og vitagjöld, vinnueftir- litsgjald, vörugjald af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, verð- bætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar, einnig staðgreiðsla opin- berra gjalda fyrir 1.-10. tímabil 1992, svo og vanskilafé ásamt álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 og ógreiddum virðis- aukaskatti fyrir tímabil 08-40 1992, svo og skipulagsgjald álagt 1991 og fyrr. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá dagsetningu áskorunar þessarar. Selfossi, 8. desember 1992. Sýslumaðurinn á Selfossi. Til sölu Til sölu eru neðangreindar eignir þrotabús Flóka hf., Brjánslæk, Barðaströnd. I. Fiskvinnsluhús að Innri Grundartanga, Brjánslæk II (Hrefnustöð A). Fasteignin er 914 fm og samanstendur af neðangreindum einingum: a) 134 fm tvílyft stálgrindarhús á steyptum grunni, byggt 1983. (Fiskvinnsluhús og starfsmannaaðstaða.) b) 122 fm stálgrindarhús á steyptum grunni, byggt 1978. (Frysting og pökkun.) c) Frystiklefi 48 fm. Byggður 1979, stendur á steyptum undirstöðum. d) 244 fm stálgrindarhús frá Héðni á steypt- ,um undirstöðum, byggt 1981. (Móttöku- hús.) e) 366 fm stálgrindarhús frá Héðni á steypt- um grunni, byggt 1985. (Fiskvinnsluhús.) f) Steypt plön eru framan við hús, alls 260 fm. Húsunum fylgja ýmis tæki og áhöld til fisk- vinnslu, svo sem 2 Laitram rækjupillunarvél- ar, skelblásari, skelhreinsivél, skelhristari, flokkunarvél, vogir, frystivélar, frystiblásarar, lausfrystar, Ijósaborð, færibönd, kæliblásar- ar, afþíðingarvél, loftpressur, rafstöð, lyftari. II. Fasteignin Skálholt að Krossholti, Birki- mel, Barðastrandarhreppi. Um er að ræða 152 fm íbúðarhús á einni hæð, byggt úr timbri 1986. III. Fasteignin Bjarkarholt að Krossholti, Birkimel, Barðastrandarhreppi. Um er að ræða 196 fm steypt íbúðarhús á einni hæð, byggt 1979. IV. 40 fm íbúðarhús að Brjánslæk, byggt úr timbri 1980. V. Ford Econoline 1986, E 250. (11 farþega.) Allar upplýsingar um ofangreindar eignir veitir undirritaður skiptastjóri þrotabúsins og verða tilboð í eignirnar að berast eigi síð- ar en 18. desember nk. Almenna lögfræðistofan hf., Þorsteinn Einarsson, hdl., Suðurlandsbraut 4a, Reykjavík. Til sölu og leigu Til leigu er 150-160 fermetra trésmíðaverk- stæði að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. Áhöld, sem nú eru f húsnæðinu, eru tii sölu á til- boðsverði. Meðal þeirra eru: Fræsari, þykkt- arhefill, bandsög, slípivél, loftpressa, afrétt- ari, límpressa (þvingari) og sogkerfi. Leigugjald er kr. 50.000 á mánuði fyrir hús- næðið. Það er þurrt og gott og góð að- keyrsla er að því. Allar nánari upplýsingar gefur Rúnar S. Gísla- son hdl., skiptastjóri Reisis sf., Suðurlands- braut 52, Reykjavík, sími 682828. Ljósaperur fyrir ríkisstofnanir Tilboð óskast í ýmsar gerðir af Ijósaperum til notkunar í opinberum stofnunum. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri í Borgar- túni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.30 f.h. 17. desember 1992 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFIMUIU RÍKISINS ____BORGARTUNI 7. 105 REVKJAVIK_ SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN F H l. A (i S S T A R F Aðalfundur Landsmála- félagsins Varðar 1992 Boðað er til aðalfundar Landsmálafélagsins Varðar I dag, fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 20.30. Fundarstaður er í Valhöll v/Háaleitisbraut. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum fálagslns. 2. Guðmundur Magnússon, þjóðminja- vörður, flytur ræðu: Kjölfestan í umrótinu. 3. Umræður og kaffiveitingar. Landsmálafélagið Vörður. St.St. 5992121019 VIII I.O.O.F. 11 = 17412108'/z = M.A. I.O.O.F. 5 = 17412108V2 = Jv. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma í kvöld kl. 20.30.'Allir hjartanlega velkomnir. Takið eftir: Bóksalan er opin alla virka daga 13-18 og laugar- daga 10-16. 10% afsláttur af öllum bókum forlagsins til jólal Hvítasunnukirkjan Völvufelli Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. W >» Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Jólafundur Sálarrannsóknafé- lags (slands verður haldinn á Sogavegi 69 kl. 20.30 þann 10. desember nk. Gestur fundarins veröur hinn kunni útvarpsmaður Jónas Jónasson. Fólagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Stjórnin. I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúðum. Mikill söngur. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. \„7 KFUM V AD KFUM, Holtavegi Aðventusamvera i kvöld kl. 20.30 í umsjá dr. Sigurbjörns Einarssonar, biskups. Allir karlar velkomnir. KR-konur Munið okkar árlega jólafund föstudaginn 11. desember kl. 20.00. Gestur kvöldins verður Guðjón Sigurðsson. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. §Hjálpræðis- herinn I kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma, flokksforingi Thor Narve Kvist. Vertu velkomin(n)! f flóamarkaðsbúðinni í Garða- stræti 2 fást keypt ódýr föt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.