Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ MMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannesseh, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þingræði og þingræður Enn einu sinni kemur sú staða upp, skömmu fyrir þinghlé, að óvissa ríkir um afgreiðslu mik- ilvægra mála frá Alþingi. Langt er liðið á desember, en enn eru eftir önnur og þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið og önnur og þriðja umræða um staðfestingar- frumvarpið varðandi Evrópska efnahagssvæðið. Það á einnig eft- ir að afgreiða tekjuöflunarfrum- vörp ríkisstjórnarinnar, lánsfjár- lög, frumvarp til samkeppnislaga og fleiri viðamikil mál. Þótt þing fundaði dag og nótt, fram til 19. desember, en þá ger- ir starfsáætlun ráð fyrir þinghléi, er vandséð hvemig takast á að afgreiða öll þessi frumvörp. Samt virðist þingmönnum ekki liggja á. Af hveiju kemur þessi staða upp aftur og aftur ár eftir ár? Hluti skýringarinnar er eflaust hversu seint stjórnarfrumvörp koma fram, og skiptir þá engu máli hvaða stjórn á í hlut. Það er auðvitað óviðunandi fyrir Al- þingi að þurfa að taka flókin mál fyrir og afgreiða á skömmum tíma. Þetta er hins vegar einungis hluti skýringarinnar. Vandi Al- þingis er mun djúpstæðari og ligg- ur fyrst og fremst í starfsháttum löggjafarstofnunarinnar. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði fyrr á árinu að þing- störf einkenndust af málæði ákveðinna þingmanna og það af litlu viti. Jón Baldvin Hannibals- son utanríksiráðherra segir í Morgunblaðinu á þriðjudag, að- spurður um hvort takist að af- greiða EES fyrir jól: „Ég get ekk- ert fullyrt um það hvað tekst og hvað tekst ekki í þessari stofnun. Það má alveg eins spyija um önn- ur stórmál, frá fjárlagafrumvarpi til efnahagsaðgerða. Tekst að ljúka þeim? Það vill svo til, að óbilgjörn stjórnarandstaða, sem vill fyrst og fremst skáka í skjóli þingskapaleysis hér, getur auðvit- að talað fjandann ráðalausan, um allt og ekkert daginn út og daginn inn, í því skyni að tefja mál. Það er ekkert nýtt - það hefur verið daglegt brauð í þessari sam- kundu.“ Þegar tveir helstu forystumenn ríkisstjómarinnar láta, með skömmu millibili, ummæli af þessu tagi frá sér fara, er ástæða til að staldra við. Nú situr þriðja löggjafarþingið frá því Alþingi var breytt í eina málstofu og ætti því einhver reynsla að vera komin á nýtt starfsfyrirkomulag og starfs- reglur. Allt virðist hins vegar sitja við það sama. Ekkert hefur breyst. Enn eru mál afgrerdd á elleftu stundu með flausturslegum vinnu- brögðum og pólitískum hrossa- kaupum. Afgreiðsla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er at- hyglisverð að því leyti til að við getum í þessu máli borið okkur saman við starfshætti annarra þjóðþinga, sem eru að afgreiða nákvæmlega sama samninginn. Hver er niðurstaða þess saman- burðar? ísland er eina ríki Frí- verslunarbandalags Evrópu, að Liechtenstein undanskildu, sem enn hefur ekki tekið afstöðu til málsins! Jafnvel í Noregi, þar sem andstaða við samninginn var, ef eitthvað er, meiri en hér, tókst Stórþinginu að ljúka málinu á örfáum dögum. Þegar umræður á Alþingi eru bomar saman við umræður á öðr- um þjóðþingum vekur það annars vegar athygli hversu langt mál margir þingmenn telja sig þurfa að flytja og hins vegar hversu efnislitlar og ómarkvissar hinar orðmörgu ræður eru. Sorglegustu dæmin um starfhætti Alþingis eru hinar sífelldu „þingskaparumræð- ur“ sem í raun hafa gert hugtak- ið „þingsköp" marklaust. Það eru algeng viðbrögð þing- manna, þegar þeir eru gagniýndir fyrir málþóf, að með því sé verið að vega að rótum þingræðisins. Auðvitað á Alþingi að vera helsti umræðuvettvangur þjóðarinnar um þjóðmál. Það þýðir hins vegar ekki að þingmenn eigi að tala eins og þeim sýnist, enda er í þingsköp- um margra þjóða að finna sérstök ákvæði til að binda enda á mál- þóf. Það er eitt meginhlutverk stjómarandstöðu hvers tíma að veita sitjandi ríkisstjórn málefna- legt aðhald. Þegar þingmenn hins vegar nota málfrelsi sitt beinlínis til að koma í veg fyrir að mál, sem meirihluti er fyrir á þingi, nái fram að ganga, er verið að tefja fram- gang þingræðis í landinu með bolabrögðum. í nefndum þingsins gefst þing- mönnum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og reyna að ná fram breytingum á frumvörpum. Takist það ekki geta þeir gert grein fyrir sjónar- miðum sínum úr ræðustól. Það þarf hins vegar ekki að gera oftar en einu sinni, né heldur í lengra máli en nauðsynlegt er, skipti við- komandi þingmaður ekki um skoðun í millitíðinni. Virðing Alþingis hefur oft borið á góma á undanförnum árum og hafa margir haft af því áhyggjur, að hún fari þverrandi. Ef svo er geta þingmenn engum nema sjálf- um sér um kennt. Á meðan vinnu- brögðin eru eins og raun ber vitni er ekki von á öðru. Sú breyting á starfskipulagi þingsins að það starfaði í einni málstofu átti ekki síst að einfalda störf Alþingis og gera þau skil- virkari. Það hefur ekki gengið eftir og því er alvarlegt íhugunar- efni hvort ekki sé tilefni til að taka þingskaparlög til endurskoð- unar til að tryggja framgang þing- ræðis í landinu. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Sameinaðir verktakar á almennan hlutabréfamarkað Miklar eignir en óvissa ríkir um framtíðarafkomu I fyrsta sinn mögnleiki á viðskiptum með hlutabréf Sameinaðra ÓÁNÆGJA sú sem gaus upp á aðalfundi Sameinaðra verktaka í septembermánuði í haust af hálfu þeirra sem sem vildu leysa upp félagið og fá greiddan eignarhlut sinn, kann að réna til muna á næstunni, jafnvel hverfa. Ástæður þessa eru þær að sljórn Samei- naðra verktaka hf. hefur fengið Verðbréfamarkað íslandsbanka hf. til að vinna fyrir sig verðmat á hlutabréfum í Sameinuðum verktökum, til þess að skilyrði skapist fyrir viðskiptum hluthafa með hlutabréf félagsins á almennum markaði. Að vísu er ekki sjálf- gefið að óánægjan hverfi eins og dögg fyrir sólu, þar sem verðmat- ið gerir ráð fyrir að raunhæft sé að miða við 7,2 falt gengi á hluta- bréfunum, en nafnverð hlutafjár félagsins er 310 milljónir króna. Samkvæmt þessu mati væru öll hlutabréf félagsins metin á rúma 2,2 milljarða króna en það samsvarar því að verðmætin séu um 80% af hreinni eign félagsins, og 85% af bókfærðu eigin fé félagsins þann 30. september síðastliðinn. Vel má vera að þeir sem vildu Ieysa félagið upp í haust, telji að hér séu verðmæti bréfanna of lágt metin og að þeirra hagur hefði verið betur tryggður með upp- lausn. En þegar grannt er skoðað, er líklegt að þeir hafi ekki svo ýkja mikið til síns máls, þar sem það tæki umtalsverðan tíma að leysa upp félag af þeirri stærðargráðu sem Sameinaðir verktakar eru og koma eignum þess í verð. Hér er vissulega um markverð tímamót að ræða, því hér skapast í fyrsta sinn í sögu Samei- naðra verktaka möguleiki á að eiga viðskipti með hlutabréf, því hingað til hafa ársreikningar Sameinaðra verktaka ekki verið öllum aðgengi- legir. Þó svo að Sameinaðir verk- takar hafí hlutafélagalögum sam- kvæmt verið almenningshlutafélag, frá því að hluthafatala félagsins fór yfir 200, þá hefur svo ekki verið í reynd, því upplýsingar um stöðu félagsins hafa ekki verið opinberar og kaupendur og seljendur hafa þar af leiðandi ekki getað myndað sér skoðun á verði. Vegna kröfunnar um ákveðna upplýsingagjöf, hefur markaðurinn ekki getað annast neina milligöngu um kaup og sölu, þar sem sú krafa hefur ekki verið uppfyllt fyrr en nú með ofangreindu verðmati. Líklegast er að stjórn félagsins hafi nú stigið þetta skref, og óskað eftir verðmatinu, til þess að þeir sem vilja kaupa eða selja hlut í Sameinuðum verktökum, hafi að minnsta kosti slíkt verðmat til hlið- sjónar og jafnvel leiðbeiningar, þeg- ar bréfín fara að koma á markað. En það verður auðvitað markaður- inn sjálfur, framboð og eftirspurn, sem mun mynda hið raunverulega markaðsverð á hlutabréfum í Sam- einuðum, hvenær sem það svo verð- ur. Nú liggur allavega ljóst fyrir að hægt er að fara að skrá inn hjá verðbréfafyrirtækjunum kaup- og sölutilboð og opna þannig tilboðs- markað. Skýrsla sú sem Verðbréfamark- aður Islandsbanka hefur unnið fyrir stjóm Sameinaðra verktaka um verðmatið er mjög ítarleg. Hún er undirrituð af þeim Ásgeir Þórðar- syni og Svanbirni Thoroddsen. Hér á eftir verður drepið á því helsta úr skýrslunni. í inngangi segir að tekjur Sam- einaðra verktaka hf. sem eingöngu séu eignatekjur skiptist í þijá hluta: húsaleigutekjur, arðs- og vaxtatekj- ur og hlutdeild í hagnaði íslenskra aðalverktaka, sem hefur frá upp- hafi verið langmikilvægasti tekju- liður Sameinaðra verktaka. Orðrétt segir: „Pjárhagslegur styrkur Sam- einaðra verktaka byggir raunar á þeim tekjum sem eignarhlutur [fyr- irtækisins] í Islenskum aðalverk- tökum hefur skilað. Mikil óvissa ríkir um afkomu íslenskra aðal- verktaka í framtíðinni, en ljóst er að fyrirtækið mun ekki hafa jafnhá- ar tekjur af framkvæmdum fyrir er rekið sem eignarhaldsfyrirtæki og felst starfsemin í eignaumsýslu og rekstri fasteignarinnar að Höfðabakka 9, en þar á félagið 75% hlut. Aðrar eignir, eru samkvæmt skýrslu VÍB 32% eignarhlutur í ís- lenskum aðalverktökum og inneign hjá sama félagi að upphæð um 1.350 milljónir króna. Eins og menn rekur líklega minni til, er sú inneign tilkomin vegna breytinga á eignar- aðild að íslenskum aðalverktökum, sem Sameinaðir áttu helming í, áður en ríkissjóður varð meirihluta- eigandi með samningum við Sam- einaða og Regin. Inneignin er verð- tryggð og ber 7% vexti og kemur til greiðslu eigi síðar en 1. ágúst 1995. Þá eiga Sameinaðir hlutabréf í Eimskipum, Eignarhaldsfélögum Iðnaðar- og Verslunarbanka og Fjárfestingarfélagi íslands. Hluta- bréfin eru bókfærð á nafnverði sem er um 132 milljónir króna, en mark- aðsverð þeirra þann 30. september sl. var áætlað um 263 milljónir króna. Sjóðir félagsins, sem voru verkum fyrir Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli, þótt Áðalverk- takar hafi fjárhagslegan styrk til þess. 32% eignarhlutur Sameinaðra í Aðalverktökum er bókfærður á 489 milljónir króna, en skýrsluhöfundar telja að eignarhluturinn sé vanmét- inn um 175 milljónir króna, vegna þess að vinnuvélar og stór tæki hafi verið vanmetin í ársreikningi íslenskra aðalverktaka. Steinsteypan við Höfðabakka Sameinaðir verktakar eiga 75% húseignarinnar að Höfðabakka 9, sem er tæplega 25 þúsund fermetr- ar. Þar eiga Sameinaðir því um 18.750 fermetra í steinsteypu. Hús- eignin er að mestu í útleigu, en samkvæmt skýrslunni standa leigu- tekjur ekki undir viðhaldskostnaði, afskriftum og eignarsköttum. Mikið framboð sé af atvinnuhúsnæði um þessar mundir en eftirspum lítil. Eignarhluturinn var bókfærður 30. september sl. á 552 milljónir króna, en fasteignamat eignarhlutans var í ársbyijun 563 milljónir króna, sem Morgunblaðið/Sverrir Sameinaðir verktakar eiga 75% húseignarinnar að Höfðabakka 9, sem er tæplega 25 þúsund fermetr- ar. Þar eiga Sameinaðir því um 18.750 fermetra í steinsteypu. Húseignin er að mestu í útleigu, en samkvæmt skýrslu VÍB standa leigutekjur ekki undir viðhaldskostnaði, afskriftum og eignarsköttum. Bandaríkjaher á Kelfavíkurflugvelli eins og hingað til. Sú staðreynd að ríkissjóður á nú meirihluta í íslensk- um aðalverktökum skapar jafn- framt þá hættu að fjármunum fyrir- tækisins verði beitt með önnur markmið í huga en það að hámarka hagnað og arðsemi hluthafa ... Það virðist ljóst að afkoma Sameinaðra verktaka á næstu árum verður ekki jafngóð og undanfarinna ára. Því er ekki hægt að byggja verðmat á tekjum undanfarinna ára. Ennfrem- ur er ógerningur á þessu stigi að áætla tekjur og afkomu næstu ára. Þannig byggir verðmat þetta frem- ur á núverandi efnahag Sameinaðra verktaka en rekstri fyrirtækisins." Fram kemur að ekki liggur fyrir árshlutauppgjör íslenskra aðalverk- taka og hefur því ekki verið tekið tillit til hlutdeildar Sameinaðra verktaka í afkomu íslenskra aðal- verktaka á árinu. Starfsemi Sameinaðra verktaka Fyrirtækið Sameinaðir verktakar digrir, hafa að mestu þegar verið greiddir hluthöfum með niðurfærslu hlutafjár, þannig að einungis standa eftir á bankabókum félags- ins 32,5 milljónir króna. Heildar- eignir Sameinaðra verktaka voru samkvæmt árshlutareikningi 30. september 1992 2,6 milljarðar króna og eigið fé var tæpir 2,5 milljarðar króna. Óvissan liggur í eignarhluta í Aðalverktökum Skýrsluhöfundar benda réttilega á að stærsti óvissuþátturinn í eign- um Sameinaðra verktaka er eignar- hlutinn í íslenskum aðalverktökum, þar sem ekki sé hægt að reikna með sama góða hagnaði af starf- semi Aðalverktaka í framtíðinni og verið hefur undanfarin ár. Ljóst sé að tekjur Aðalverktaka muni drag- ast saman á þessu ári og enn frek- ar á næstu misserum. Ekki sé hægt að segja til um hvort fyrirtækinu takist að hasla sér völl á öðrum starfsvettvangi, til þess að svara þeim samdrætti sem orðið hefur í jafngildir því að fermetrinn er met- inn á um 30.500 krónúr, sem skýrsluhöfundar telja raunhæft mat á verðgildi eignarinnar. Þeir benda jafnframt á eftirfarandi: „Vegna stærðar eignarinnar að Höfðabakka 9, sem er alls 25.000 fermetrar, myndi sala hennar vera erfið og líklegt að hún hefði áhrif til lækkun- ar á markaðsverði." Þeir sem kaupi fái umbun Um helmingur eigna Samei- naðra er samkvæmt árshlutareikn- ingi Endurskoðunar peningaleg in- neign hjá íslenskum aðalverktök- um, og telja skýrsluhöfundar það vera einn helsta styrkleika félags- ins. Óvissan ríki um afkomu Aðal- verktaka, eins og að framan grein- ir, og þar með arðsemi eignarhlut- ans í því félagi. Ennfremur sé af- koma vegna Höfðabakka 9 léleg og markaðsverð fasteigna nú lágt. Þeir telja í ljósi þessara aðtriða eðlilegt að þeir sem kaupi hlutabréf í Sameinuðum fái umbun fyrir að kaup nú og verð hlutabréfa verði því lægra en sem nemi hreinni eign félagsins. Þeir meta það svo að raunhæft sé að miða við að verð- mæti hlutabréfa í Sameinuðum verktökum samsvari um 80% af hreinni eign félagsins eins og þeir hafi metið hana. Þetta jafngildi 85% af bókfærðu eigin fé þann 30. september 1992. Þannig telja þeir raunhæft að gengi hlutabréfa í Sameinuðum verktökum hf. sé um 7,2-falt nafnverð. Þessa skoðun sína styðja skýrsluhöfundar með eftirfarandi rökum: „Ef gert er ráð fyrir því að rekstur íslenskra aðalverktaka Skili Sameinuðum verktökum eng- um hagnaði næstu 3 árin, en viðun- andi hagnaði eftir þann tíma, er áætlað að árlegur hagnaður Samei- naðra verktaka af öðrum eignum verði um 48,5 milljónir króna eftir skatta. Með því að gera 10% arðse- miskröfu til hlutabréfa í Sameinuð- um verktökum miðað við þessar forsendur samsvarar það því að verðmæti fyrirtækisins sé um 80% af hreinni eign, eins og við höfum metið hana.“ Höfundar nefna einnig til samanburðar að markaðsverð hlutabréfa í þeim eignarhaldsfélög- um sem skráð séu á innlendum hlutabréfamarkaði (Eignarhaldsfé- lög Alþýðu-, Iðnaðar-, og Versl- unarbanka) hafi í lok nóvember í ár verið að meðaltali um 84% af bókfærðu eigin fé þessara félaga. Sama hlutfall fyrir 10 stærstu fyr- irtækin á innlendum hlutabréfa- markaði hafi í lok nóvember verið 94%. Raunar er erfitt að segja til um það nú, hvort líklegt sé að markað- ur myndist með bréfin, þ.e.a.s. hvort kaupendur séu að bréfum þeirra sem vilja selja, en hitt liggur þó fyrir að í fyrsta sinn er mögu- legt að eiga í slíkum viðskiptum. Raunar virðast slík viðskipti og hvort þau verða að einhveiju ráði, mikið undir framtíð íslenskra aðal- verktaka komin. Takist Aðalverk- tökum að hasla sér völl á nýjum sviðum og koma sér út úr þeim hremmingum sem félagið er nú í, gætu veruleg verðmæti falist í framtíðareign í Sameinuðum, en við þetta verða menn á þessu stigi að minnsta kosti að setja stórt spurningarmerki. Á hinn bóginn ætti þessi 1.350 milljóna króna peningainneign Sameinaðra í Aðal- verktökum að geta virkað aðlað- andi fyrir fjárfesta, svo fremi sem þeir hefðu einhveija tryggingu fyr- ir því að þeir fjármunir yrðu vel ávaxtaðir. Skattlagning - I lok skýrslu sinnar segja þeir Þórður og Svanbjöm: „Sameinaðir verktakar hafa nú þegar nýtt sér þær heimildir sem félagið er talið hafa til útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Því má gera ráð fyrir að til fullrar skattlagningar komi af söluhagnaði hlutabréfa i Samöinuðum verktök- um. Þannig yrði skattur af hluta- bréfí að nafnverði 1.000 krónur, sem selt yrði á genginu 7,2 um 2.470 krónur og seljandi héldi því eftir um 4.730 krónum." í ljósi þessa er líklegt að margir þeir sem á annað borð hyggja á sölu eignarhlutar síns, haldi að sér höndum, að minnsta kosti fram yfir áramót, þvi einstaklingar munu þurfa þegar á næsta ári að greiða skatt af hlutabréfasölu sinni, ef hún fer fram á árinu 1992. Bíði þeir með sölu bréfanna fram yfír ára- mót, þurfa þeir ekki að greiða skatt- inn af söluhagnaðinum fyrr en á árinu 1994. Oðru máli kann að gegna um félög og fyrirtæki sem eiga eignarhlut í Sameinuðum verk- tökum og vilja selja sinn hlut. Sé um það að ræða að viðkomandi fyrirtæki og/eða félög eigi uppsafn- að tap, þá jafnast það út í bókhald- inu á móti söluhagnaðinum, og þessir aðilar losna við að greiða skatt af söluhagnaði. Því kynnu slíkir aðilar þegar að vilja selja, eða að minnsta kosti að þreifa fyrir sér hjá verðbréfafyrirtækjum og fela þeim að skrá fyrir sig sölu- og kauptilboð. Salan á Gylli frá Flateyri Fyrirtækið betur í stakk búið til að tak- ast á við verkefni sín - segir Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hjálms hf. EINAR Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flat- eyri segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi undanfarin misseri verið að huga að ýmsum leiðum til að minnka skuldir fyrirtækisins og endurfjármagna það. Niðurstaðan hafi orðið að selja togara fyrirtækisins, Gylli IS 261, með hluta aflaheimilda og kaupa línubát- inn Val. í gær var gengið frá kaupunum á Val. Einar Oddur segir að eftir þessa breytingu væri Hjálmur hf. traust og skuldlítið fyrir- tæki sem væri mun betur í stakk búið til að takast á við verkefni sín en áður. Hann segir hráefnisöflun þess trygga og næg vinna yrði áfram fyrir Flateyringa. Einar sagði að stóru útgerðarfyr- irtækin í landinu hefðu verið að styrkja stöðu sína með því að fara út á hlutabréfamarkaðinn. Staða minni og lokuðu fyrirtækjanna, eins og Hjálms hf., hafí aftur á móti verið að versna. „Við höfum átt ýmissa kosta völ til að bæta stöðu okkar og höfum undanfarin misseri verið að fara yfir möguleikana. Þetta varð niðurstaðan. Við seldum Gylli og keyptum stóran yfírbyggð- an línubát í staðinn," sagði Einar Oddur. Hann lagði á það áherslu að með þessu væru stjórnendur fyr- irtækisins sjálfír að grípa inn í at- burðarásina á meðan þeir hefðu vald á henni, þeir hefðu ekki verið beittir utanaðkomandi þrýstingi af neinu tagi. Hann sagði að eftir þessi við- skipti væri fyrirtækið mun betur í stakk búið til að takast á við verk- efni sín en áður. Eftir stæði traust fyrirtæki sem skuldaði lítið. Og það hefði trausta hráefnisöflun. „Ég treysti því að næg vinna verði áfram fyrir fólkið á staðnum. Það er aðal- atriðið þegar til lengri tíma er lit- ið,“ sagði Einar. Hann sagði að engar uppsagnir væru ráðgerðar í fiskvinnslunni. Hins vegar hefði mikið verið af aðkomuverkafólki á Flateyri á undanförnum árum og væri hugsanlegt að því fækkaði eitt- hvað. Einar Oddur sagði að nú breytti Með 2.200 tonna þorsk- ígildi eftir kaupin á Gylli BIRTINGUR hf., sameigínlegt hlutafélag Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað og Seyðfirðinga hefur nú til umráða botnfiskkvóta, sem svarar til 2.200 þorskígilda. Hluta- félagið hefur fest kaup á Togaran- um Gylli frá Hjálrni hf. á Flateyri með 1.140 þorsígildistonnum. Fyr- ir átti Birtingur rúmlega 1.000 þorskígildi, sem haldið var eftir er fyrirtækið seldi togara sinn Birting án kvóta til Suður-Afríku. Hlutafélagið Birtingur var stofnað á þessu ári um útgerð togarans Birt- ings, sem áður var í eigu Síldarvinnsl- unnar, og er hlutafé þess um 250 milljónir króna. Birtingur er sjálf- stætt hlutafélag og eiga Síldarvinnsl- an í Neskaupstað og Dvergasteinn á Seyðisfirði kauprétt á helmingi afla togara þess hvort um sig. Birtingur mun gera hinn nýja togara út og verður áhöfn á honum að mestu sú sama og var á Birtingi. Skipstjóri verður Birgir Sigurðsson, Jón Einar Jóhannsson, fyrsti stýrimaður og fyrsti vélstjóri Þór Hauksson. Finn- bogi Jónsson, einn forráðamanna Birtings, vildi hvorki gefa upp kaup- verð á skipinu né á hve háu verði meðfylgjandi kvóti þess væri reiknað- ur inn í kaupin. fyrirtækið um útgerðarhætti, hætti með togaraútgerð og sneri sér alfar- ið að línuútgerð. Það væri ekki meiri breyting en oft áður hefði átt sér stað á Flateyri. Sterkt fyrirtæki gæti síðan keypt skip, veiðiheimildir eða físk eftir því sem hagkvæmt þætti. „Við gerum okkur grein fyrir því að menn hafa ákveðnar tilfínningar til skipa. Gyllir hefur verið einstak- lega farsælt skip og gegnt þýðingar- miklu hlutverki í atvinnulífí staðar- ins. Því fylgja ákveðin sárindi að selja það í burtu,“ sagði Einar Odd- ur. Þá sagði hann að vissulega hefði verið óheppilegt að geta ekki skýrt heimafólki frá málinu áður en það komst í hámæli. Hins vegar hefði verið óhugsaridi annað en að vinna að þessum viðskiptum í kyrrþey. Éinar Oddur sagði að kaupcndur og seljendur Gyllis og Vals hefðu orðið ásáttir um að gefa ekki upp kaup- og söluverð skipanna og afla- heimilda. Eiim af fyrstu tognrun- um kom til Flateyrar GYLLIR ÍS 261 var smíðaður í Nor- egi og kom nýr til Flateyrar 1976. Þá hafði í hartnær tvo áratugi ein- göngu verið byggt á bátaútgerð á Flateyri. Flateyringar komu sneriima við sögu togaraútgerðar á Íslandi. Þeir áttu þátt í að kaupa Frey 1908 en hann var einn af fyrstu togurum Ís- lendinga, að sögn Ásgeirs Jakobsson- ar rithöfundar. Freyr var gerður út frá Flateyri en lagði upp á Bíldudal. Hann komst fljótlega í eigu Milljóna- félagsins. Ásgeir segir að Flateyring- ar hafi verið mikilir togaramenn í upphafí aldarinnar og hafí síðar kom- ið nokkrum sinnum við sögu togaraút- gerðarinnar en bátaútgerðin þó geng- ið betur. Á kreppuárunum var togarinn Hafsteinn gerður út frá Flateyri um tíma. Á árunum milli 1950 og 1960 voru togaramir Guðmundur Júní og Gyllir gerðir út frá staðnum. Frá 1959 og til ársins 1976, að nýr Gyll- ir kom til Flateyrar, var eingöngu stunduð bátaútgerð á Flateyri. Útgerðarfélag Flateyrar hf., sem var dótturfélag Hjálms hf., lét smíða Gylli í Noregi. Útgerðarfélagið hefur nú verið sameinað móðurfyrirtækinu og er Hjálmur hf. því eigandi skipsins Formaður verkalýðsfélagsins Skjaldar Gæti fækkað um 30- 50 manns á staðnum STJÓRN verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri hefur ekki tekið afstöðu til sölu togarans Gyllis frá staðnum, meðal annars vegna þess að formaður félagsins er úti á sjó, en hann er skipverji á Gylli. Guðmundur Sigurðsson varaformaður félagsins segir að ekki þurfi að hafa um það mörg orð hvaða áhrif salan hefði á atvinnu- líf staðarins því með skipinu færu 40% aflaheimilda í botnfiski. Guðmundur sagði að málið yrði Guðmundur sagði að það hefði skoðað fyrir eða um helgina og verið lágmarks kurteisi hjá stjórn- bjóst hann við að það yrði gert í samvinnu við hreppsnefndina. Hann sagði að við sölu togarans fækkaði sjómönnum og fískverka- fólki. Taldi hann að þetta gæti haft í för með sér að það fækkaði um 30-50 manns á Flateyri. Einn línubátur breytti litlu þar um. endum fyrirtækisins að kynna áform sín fyrir áhöfninni á togar- anum. Það hefði ekki verið gert og sjómennirnir heyrt um sölu skipsins í útvarpi þegar skipið var að leggjast að bryggju í fyrra- kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.