Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLA.ÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 21 Þjóðminjasafnið íslenskujóla- sveinamir í heimsókn Líkt og undanfarin ár hefur verið samið við íslensku jóla- sveinana um að heimsækja Þjóð- minjasafn íslands daglega frá því að þeir fara að koma til byggða. í ár ætla þeir að gefa sér enn betri tíma en áður til að hitta krakka í safninu, því að á virkum dögum koma þeir í safnið bæði fyrir og eftir há- degi, kl. 11.15 og 13, en um helgar, á Þorláksmessu og á aðfangadag jóla vinnst þeim ekki tími til að koma nema einu sinni hvern dag, kl. 11.15. I fréttatilkynningu segir að heimsóknir þeirra verði eftirfar- andi: Þriðjudag 15. desember kemur Þvörusleikir kl. 11.15 og 13. Miðvikudag 16. desember kem- ur Pottasleikir kl. 11.15 og 13. Fimmtudag 17. desember kemur Askasleikir kl. 11.15 og 13. Föstudag 18. desember kemur Hurðaskellir kl. 11.15 og 13. Laugardag 19. desember kemur Skyrgámur kl. 11.15. Sunnudag 20. desember kemur Bjúgnakrækir kl. 11.15. Mánudag 21. desember kemur Gluggagægir kl. 11.15 og 13. Þriðjudag 22. desember kemur Gáttaþefur kl. 11.15 og 13. Miðvikudag 23. desember, Þor- láksmessu, kemur Ketkrókur kl. 11.15. Fimmtudag 24. desember, að- fangadag jóla, kemur Kertasníkir kl. 11.15. CAPUT-hópurinn. Caput-hópurinn Tónleikaferð um CAPUT-hopunnn er staddur í Amsterdam um þessar mundir við æfingar vegna tónleika í Amsterdam, Milanó, Reykjavík og Hels- inki. Fyrstu tónleikar hópsins voru haldnir í kammermúsiksal Beetho- ven-hússins í Bonn 10. desember sl. í fréttatilkynningu segir: Ýmis efnilegustu tónskáld ítala, Finna og Hollendinga hafa nýlokið við að semja tónlist fyrir CAPUT til flutn- ings í þéssari ferð. Þá verður einnig leikin tónlist eftir Hauk Tómasson og Atla Ingólfsson, sem er starf- andi tónskáld á Ítalíu. CAPUT-hópurinn var stofnaður 1987. Hann leggur sérstaka áherlu á að frumflytja verk íslenskra tón- skálda, einnig að kynna það allra nýjasta í erlendri tónlist á íslandi. í CAPUT-hópnum eru 20 ungir íslenskir hljóðfæraleikarar sem starfa ýmist á Islandi eða erlendis. Félagar í CAPUT eru allir einleikar- ar, sem leika allar tegundir tónlist- ar, en sameinast í hópnum undir merkjum nýrrar tónlistar. Þátttakendur í tónleikaferðinni í Evrópu eru Ásdís Valdimarsdóttir, lágfiðluleikari, Bijánn Ingason, fagottleikari, Bryndís Halla Gylfa- dóttir, sellóleikari, Eggert Pálsson, slagverksleikari, Gerður Gunnars- Evrópu dóttir, fiðluleikari, Guðni Franzson, klarinettleikari, Kolbeinn Bjarna- son, flautuleikari, Snorri Slgfús Birgisson, píanóleikari, Svanhvít Friðriksdóttir, hornleikari, og Guð- mundur Oli Gunnarsson, stjórnandi. Tónleikamir erlendis eru skipu- lagðir af ítölsku stofnuninni Nuove Sincronie, í samvinnu við Gaudea- mus-stofnunina í Amsterdam og Avanti-kammersveitina í Helsinki. Tónleikunum í Mílanó verður út- varpað af ítalska útvarpinu (RAI). Tónleikaferð hópsins er styrkt af menntamálaráðuneytinu, einnig hefur SPRON veitt mikilsverða að- stoð. Nýjar bækur ■ Leikskólalögin heitir bók með útsetningum Stef- áns S. Stefánssonar og myndir eftir Erlu Sigurðar- dóttur. Á baksíðu þessarar bókar segir svo: „Bókin Leikskóla- lögin hefur að geyma nótur og texta þeirra vinsælu laga sem börnin syngja og leika í leikskólunum og heima hjá sér. Þessi lög komu út á hljóm- plötu á síðasta ári og naut hún mikilla vinsælda. Utgefandi er Almenna bókafélagið. Alls eru 32 lög og textar í bókinni. Hún er 34 bls. Verð 995 krónur. ■ Sljörnur í skónum heitir bók með textum eftir Svein- björn I. Baldvinsson, útsetn- ing laga eftir Stefán S. Stef- ánsson og myndir eftir Bjarna Dag Jónsson. Þessir söngvar komu út á hljómplötu 1978 í flutningi Ljóðfélagsins. Nú er þetta ljóðverk komið út í bók þar sem er að finna alla téxtana og lögin á nótum útsett af Stefáni S. Stefánssyni. Á bókarkápu segir svo m.a.: „Má segja að sumir þessara söngva séu orðnir sígildir, ekki aðeins hjá börnunum heldur einnig meðal þeirra sem eiga það æviskeið að baki.“ Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 35 bls., prentuð í Prentbæ. Verð 995 krónur. OKMSSONHF Lágmúla 8. Slmi 38820 Sannkölluð eldhúsprýöi Við hjd BRÆÐRUNUM ORMSSON HF. bjóðum eldhúsáhóld frá frönsku jyrirttekjunum TEFAL og EMILE HENRY. Tefalpottamir ogpónnumar em með jjögurra laga PTFE húð sem hefur ótrúlega eiginUika. Matur festist ekki við ogþrifhaður er sérUga auðveldur. Engin heetta er áað húðinflagni. GUrhúð á botni tryggirjafha hitadreifingu. Leirvaran frá EMILE HENRY er þekkt fyrir að vera einstakUga sterk ogþolir vel allar hitabreytingar. Geeðavara frá BRÆÐRUNUM ORMSSON HF. í falUgum litum og áfrábteru verði. Umboðsmenn um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.