Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 35
35
Norður-
deildin
vinnur á
ALLT benti til þess að aðskiln-
aðarsinnar á Norður-Italíu, Norð-
urdeildin, ynnu góðan sigur í
bæjar- og sveitarstjómarkosning-
um í gær. Kannanir sem byggð-
ust á svömm kjósenda þegar þeir
komu út úr kjörklefanum bentu
til þess að þeir fengju um þriðj-
ung atkvæða. Stjómarflokkarnir,
Kristilegir demókratar og Sósíal-
istar, töpuðu enn fylgi miðað við
þingkosningamar í apríl sl.
Myrða fimm
lögrefflumenn
í Alsír
SKÆRULIÐAR strangtrúar-
manna í Alsír gerðu árás úr
launsátri á lögreglubifreið í hverf-
inu Kouba í Algeirsborg í dögun
í gær með þeim afleiðingum að
fimm lögreglumannanna lágu í
valnum og sá sjötti særðist.
Skæruliðamir neyddu bílstjórann
til að nema staðar með því að
fleygja drasli á götuna sem bif-
reiðin ók eftir.
Litlar undir-
tektir í Irak
JOHAN Santesson, formaður
sendinefndar Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ), sem kannar eitur- og
efnavopnaframleiðslu íraka,
sagðist afar óhress með svör sem
nefndin hefði fengið í ferð sinni
til Bagdad. Fyrir aðeins viku gáfu
írakar til kynna að þeir væru
reiðubúnir til samstarfs á þessu
sviði og var talið að það kynni
að leiða til þess að efnahags-
þvingunum gegn þeim yrði aflétt.
Fokker ferst
með 34 manns
FOKKER F-27 flugvél fórst í
fjalllendi í austurhluta Zaire í gær
og var talið að allir farþegamir
30 og fjögurra manna áhöfn hefði
beðið bana. Flugvélin átti eftir
sex mínútna flug til borgarinnar
Goma við landamæri Rúanda er
hún fórst. Flugmennimir vom
belgískir.
Mitsotakis
gagnrýndur
Konstantín Mitsotakis forsæt-
isráðherra Grikklands var ákaft
gagnrýndur á þingi í gær fyrir
tilslakanir á leiðtogafundi Evr-
ópubandalagsins í Edinborg um
helgina. Þar hugðist hann reyna
að koma í veg fyrir að EB viður-
kenndi Makedoníu, sem áður til-
heyrði Júgóslavíu. Það var ekki
gert en hins vegar samþykkt að
veita ríkinu fjárhagsaðstoð að
upphæð 50 milljónir ECU, jafn-
virði 3,9 milljarða ÍSK. Andstæð-
ingar Mitsotakisar sögðu það
jafngilda viðurkenningu.
Fjöldamorð á
filippseyjum
STIGAMENN úr röðum múslima
á Filippseyjum frömdu ódæði í
borginni Zamboanga á laugar-
dag. Reiddust þeir er bæjarbúar
neituðu að borga þeim vemdar-
toll, ráku hóp þeirra inn á íþrótta-
völl þar sem þeir létu skothríðina
dynja á þeim. Þegar yfír lauk
lágu 40 menn í valnum.
Utgöngubann
á hernumdu
svæðunum
ísraelsk stjómvöld lýstu í gær
yfír útgöngubanni á hemumdu
svæðunum. Ástæðan var víðtæk
leit að skæruliðum sem tóku á
sunnudag í gíslingu ísraelskan
lögreglumann. Kreijast þeir þess
að leiðtogi skæraliðasamtakanna
Hamas, Ahmed Yassin, verði lát-
inn laus.
MORGUNBIAÐH) ÞIUDJUI)AGUK,I5. DESEMBKR 1992
Ibúar Liechtenstein samþykkja EES
Endurskoðun samninga
við Sviss nauðsynleg
A ekki að valda töfum á gildistöku EES, segir Jón Baldvin Hannibalsson
ZQrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
IBUAR Liechtenstein komu öllum á óvart á sunnudag og sam-
þykktu aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES)
í þjóðaratkvæðagreiðslu. 55,8% kjósenda greiddu atkvæði með
aðild og 44,2% á móti. Þátttaka var góð, eða 87%. Um 14.000
manns hafa kosningarétt í Liechtenstein. Island og Liechtenstein
verða hugsanlega einu EFTA-ríkin í EES eftir að Noregur, Sví-
þjóð, Finnland og Austurríki ganga í Evrópubandalagið (EB).
Sviss og Liechtenstein hafa ver-
ið saman í tollabandalagi síðan
1923. Samkvæmt samningnum
um það getur Liechtenstein ekki
gert fríverslunarsamninga við
önnur ríki óháð Sviss. Það er því
nauðsynlegt að gera breytingar á
tollasamningnum áður en þingið í
Liechtenstein getur fullgilt samn-
inginn um EES. Jean-Pascal Dela-
muraz, viðskiptaráðherra Sviss,
lýsti því yfír á ráðherrafundi
EFTA-ríkjanna í Genf á föstudag
að Sviss væri reiðubúið að endur-
skoða samninginn tafarlaust ef
Liechtenstein færi'fram á það.
Viðræður munu hefjast nú í vik-
unni.
Liechtenstein fór í áratugi að
dæmi Sviss í flestu. Svisslendingar
sjá um vamir landsins og hafa að
miklu leyti farið með utanríkismál
þjóðarinnar. En smáríkið hefur
farið eigin leiðir í auknum mæli
að frumkvæði Hans-Adams II
fursta. Þjóðin gekk til dæmis í
Sameinuðu þjóðirnar um svipað
leyti og Svisslendingar felldu til-
lögu um það.
Talið var víst að íbúar Liechten-
stein myndu fella tillöguna um
aðild að EES fyrst Svisslendingar
gerðu það. En neikvæð viðbrögð
erlendis við niðurstöðu þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar í Sviss,
óánægja í Sviss eftir að úrslitin
lágu fyrir og sjónvarpsávarp furst-
ans nokkrum dögum fyrir kosn-
ingar eru talin hafa sannfært
meirihluta íbúa smáríkisins um að
þeim væri betur borgið í EES en
með Svisslendingum utan við það.
Furstinn og ráðherrar ríkisins
sögðu fyrir kosningar að EES-
samningurinn gæti komið í stað
aðildar að EB og sambandið við
Sviss myndi ekki breytast mikið
við hann. Nágrannaþjóðirnar
þurfa nú að semja um það. Pró-
fessor í viðskiptaháskólanum í St.
Gallen sagði í gær að samninga-
viðræður gætu dregist á langinn,
jafnvel svo lengi að Sviss yrði til-
búið að endurskoða afstöðu sína
til EES þegar Liechtenstein full-
gildir EES-samninginn.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra segir að á ráðherra-
fundi EFTA í Genf í síðustu viku,
hafi forsætisráðherra Liechten-
stein lýst því yfír ásamt utanríki-
sviðskiptaráðherra Sviss, að tví-
hliða samningar landanna um
breytingar á tollabandalagi myndu
ekki valda töfum á gildistöku
EES-samningsins.
Fjallhá flóðbylgja
rústar fiskíbæjum
Maumere, Indónesíu. Reuter.
FJALLHÁ flóðbylgja lagði heilu byggðarlögin á eynni Flores í
austurhluta Indónesíu í rúst á laugardag eftir að öflugur jarð-
skjálfti skók land. í gær var vitað um l.GOO látna og var talið að
sú tala ætti enn eftir að hækka.
Embættismenn sögðu í gær að
lík 1.584 manna hefðu fundist og
hundruða væri enn saknað. Eftir-
skjálftar skækju eyna á tveggja
stunda fresti og því fylgdi mikil
hræðsla meðal þeirra sem komist
hefðu af.
Jarðskjálftinn mældist 6,8 stig
á Richterkvarða og voru upptök
hans á sjávarbotni 30 km undan
bænum Maumere, stærsta bæ
eynnar Flores. Hús og mannvirki
hrundu eða löskuðust mikið. í gær
var fólk varað við því að fara inn
í byggingar sem enn stóðu uppi.
JARÐSKJÁLFTINN í INDÓNESÍU
Látlaust brúðkaup
Brúðkaup Onnu Bretaprinsessu og Timothys Laurence, skipherra
í breska sjóhernum, fór fram í lítilli kirkju í Crathie í Skotlandi
á laugardag og er þetta í fyrsta sinn sem meðlimur í bresku
konungsfjölskyldunni giftist í annað sinn frá Hinrik VIII fyrir
flórum öldum. Brúðkaupið var látlaust eins og prinsessan hafði
óskað eftir. Amma hennar, Elísabet drottningarmóðir, foreldrar
hennar og þrír bræður voru viðstödd athöfnina. Um 500 manns
stóðu klukkustundum saman við veginn að kirkjunni og fögnuðu
brúðhjónunum þegar þeim var ekið til og frá kirkju. Hundruð
blaðamanna komust ekki að kirkjunni og ljósmyndarar blaðanna
voru á bílastæði í grenndinni en náðu ekki myndum af konungs-
fjölskyldunni vegna þess að lögreglubfl var lagt fyrir framan kirkj-
una. Anna prinsessa réð ljósmyndara og myndbandsupptöku-
manna til að taka myndir af athöfninni sem fjölmiðlarnir gátu
keypt. Á myndinni ganga brúðhjónin út úr kirkjunni, en hún var
tekin af sjónvarpsskjá.
í gær var ekkert vitað um af-
drif um 750 íbúa lítillar eyju, Babi,
undan Maures en óttast er að þar
hafí svo til allir drukknað er flóð-
bylgjan reið yfír.
Lýsingar manna sem komust
lífs af eru ótrúlegar. „Það skullu
þijár flóðbylgjur á byggðinni,"
sagði sjómaður sem bjargaðist í
útjaðri Maures. „Önnur bylgjan
var Qallhá og sjóðheit, eins og
hraunstraumur, skall á kofunum
og hrifsaði okkur með sér eins og
risastór krumla,“ bætti hann við.
Æskuvinur Clintons skrif
stofustjóri Hvíta hússins
Litlakletti. Reuter. The Daily Telegraph.
BILL Clinton verðandi Bandaríkjaforseti setti í gær tveggja daga
ráðstefnu I heimabæ sínum þar sem rúmlega 300 kaupsýslumenn,
verkalýðsleiðtogar, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar skegg-
ræddu um bandarísk efnahagsmál.
Clinton sagðist vonast til þess
að ráðstefnan yrði til þess að auð-
velda honum að auka velmegun í
Bandaríkjunum. „Ástæðan fyrir því
að við fóram út í þennan slag, fyr-
ir því að almenningur veitti mér
umboð til þess að reyna að ná land-
inu út úr erfíðleikum, eru efnahags-
málin,“ sagði Clinton í setningar-
ræðunni.
Um helgina skipaði Clinton Ron
Brown formann Demókrataflokks-
ins í starf viðskiptaráðherra. Er
hann fyrsti blökkumaðurinn sem
skipaður er í svo hátt embætti í
Bandaríkjunum. Brown er 51 árs
og er jafnframt fyrsti blökkumaður-
inn sem velst til forystu í stóram
stjómmálaflokki í Bandaríkjunum
en hann var kosinn leiðtogi Demó-
krataflokksins árið 1989.
Þá skipaði Clinton æskuvin sinn
Thomas McLarty, kaupsýslumann
í Arkansas, í starf skrifstofustjóra
Hvíta hússins. Hann er 46 ára og
kemur útnefningin á óvart þar sem
hann stjórnar stórfyrirtæki sem
skráð er í kauphöllinni í New York.
Hét McLarty því að selja hlut sinn
allann í fyrirtækinu fyrir árslok til
þess að verða ekki vændur um
hagsmunagæslu. Með því færir
hann fjárhagslegar fórnir.
Stjómmálaskýrendur þykjast sjá
að Hillary Clinton verðandi forset-
afrú hafi mikil áhrif á mann sinn
er hann velji menn til æðstu emb-
ætta. Þannig fékk hún hann til að
velja góða vinkonu sína, Donnu
Shalala, í starf heilbrigðisráðherra.
Þtjár aðrar konur hafa verið valdar
til áhrifamikilla starfa og er Hillary
Clinton sögð standa á bak við val
þeirra.
Thomas McLarty