Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 51 Tungnmálavandi í norrænu starfi eftirEggert Asgeirsson í samstarfi Norðurlandaþjóða er tækifæri sem óvíða gefst ann- ars staðar að koma góðu til leið- ar. Þeir sem hafa trú á starfinu leggja sig fram og gera sitt besta verða þjóð sinni, Norðurlöndum og veröldinni að gagni. Norðurlandamál eru ólík. Fjórð- ungur íbúanna þarf að kunna ann- að en móðurmálið til að hafa gagn af starfinu. Til að beita áhrifum verður að kunna dönsku, norsku og sænsku. Auk íslendinga eru það fínnskumælandi Finnar, Sam- ar, Færeyingar og Grænlendingar. Danir, Norðmenn og Svíar þurfa að leggja sig fram ef sam- skiptin eiga að takast vel. Á því er misbrestur. Þeim verður samt æ ljósara, að ef þeir gera það ekki bitna erfiðleikar á Finnum og íslendingum, svo þeir séu nefndir er mjög taka þátt í starf- inu. Heildarárangur verður lítill. Ráðstefnur, námskeið og fundir koma ekki að fullu gagni. Miklu kostað til lítils. Norrænt samstarf er ekki mik- ils virði ef jafnræðis er ekki gætt. Eftir fund er ég átti hlut að kom upp óánægja vegna þess að árang- ur varð ekki sá sem vænst hafði verið. Var það í fyrstu rakið til ólíkra tungumála. Kom síðar í ljós að fleiru var um að kenna. Erfíð- leikar komu niður á Finnum og Islendingum. Tungumálavandi hefur verið ræddur á Norðurlandafundum, rannsóknir gerðar, stofnanir sett- ar til að sinna málinu og rit gefin út. Nýlegt endurmat á samstarf- inUj gerir þessari hlið ekki skil. Á stjórnmálasviðinu hafa heyrst óskir um ensku á fundum. Kannski til að allir hafi sama tunguhaft! Er það bein afleiðing þess er skóla- fólk á um kosti að velja í námi sínu. Þetta hefur mikil áhrif t.d. á sémám. Enska er samnefnarinn og enskar bækur einu fagbækurn- ar, utan móðurmálsins, sem allir þykjast geta notað. íslenskt náms- fólk leitar til margra heimshluta, sækir jafnvel nám á ensku meðal frönsku-, þýsku- og norrænu mælandi þjóða. Sameiginleg menning og bræðralag Norðurlanda heldur þeim saman. Enska smýgur, eins og fyrr var drepið á, inn um gátt- ir og óvíst hvenær ístöðulausir gefast upp fyrr sókn enskusinna. Til að halda tengslum og norrænni menningu þarf norræna að hafa nokkum forgang. Krafa um norrænt mál getur leitt til þess að fundir verði einhæf- ir ef við útilokum með því annað hæfileikafólk. Hið sama á að sínu leyti einnig við um fundi sem haldnir eur á öðrum tungumálum. Ekki þarf að orðlengja að enska er gott mál. Þeir er ensku hafa að móðurmáli standa að sjálfsögðu vel að vígi, ásamt öðmm er hafa tök á málinu. Geta þeir komið ár sinni fyrir borð á enskumælandi fundum. í Evrópustarfí sækir franska og þýska á og þurfa þeir sem ætla sér hlut þar að kunna málin. Rannsóknir sýna að meðal þeirra sem taka þátt í Norður- landastarfi em fáir sem kunna ensku vel. Enskan er því ekki ein- hlít lausn. Margir hafa tileinkað sér það sem kalla mætti sólar- stranda- eða hótelmál („the key please“) og sýna enn að auðlærð er ill enska, svo gamalt orðtak sé fært til nútíma. Erfítt er að ræða að gagni og eiga fjölbreytt samskipti við þá er ekki tala gott mál. Fyrir þá sem tala annað mál en sitt eigið er gott að eiga viðmælanda er talar ljóst og fagurt mál. Em það rök fyrir því að við reynum að eiga skipti við Skandinava á þeirra máli fremur en að ætlast til að þeir tali ensku. Ég reikna ekki með að neinn ætlist til að tekin sé upp spænska þótt sá kunni hana. • Furða er hve lítt Norðurlanda- samtök hafa sinnt þessu. Norður- lönd hafa ekki markvissa stefnu. Sendiherrar Norðurlanda ávarpa fundi hér á lélegri ensku. Okkur hættir til að leggja mikið upp úr hvaða tungumál er notað í starfínu. Gleymum gjama því sem mikilvægt er, að leggja okkur fram á fundum, undirbúa okkur og velja rétta fulltrúa; gera kröfur til þeirra um að þeir standi sig og komi upplýsingum á framfæri við aðra er heim kemur. Leggjum vinnu í málefni fremur en tung- ulipurð í tíma — eða ótíma! Að sjálfsögðu em tungumál erf- ið og geta verið hindmn í sam- skiptum, hvort sem er á Norður- löndum eða annars staðar. Margt má gera til að draga úr erfíðleik- unum. Velja auðveld orð o.s.frv. Algengt er að ræðumaður setji sér að tala hægt'Og skýrt. Fáir halda lengi út að breyta talsmáta og gleyma sér. Einfalt ráð hefur nýst vel. Ræðumenn velja sér rullu. Fara úr eigin hlutverki og leika. Ráðið hefur vakið athgyli — og kæti. Við gætum hugsað okkur að Dani setji sér að tala eins og uppá- haldsleikarinn, t.d. Poul Reumert, með áherslum sem gera dönsku sérkennilega, fallega og skýra. Svíi gæti valið Jarl Kulle. Aðferðin kemur okkur að notum er við leggjum okkur fram um að tala önnur tungumál vel. Algengt er að lesa kvæði upp undir áhrifum frá Davíð eða Jóni Helgasyni. Vandi margra þjóðtungna er að ungt fólk, eða þeir sem það tekur sér til fyrirmyndar, talar áherslu- Eggert Ásgeirsson „Við eignm að halda okkur við norræn mál í Norðurlandastarfi. Mikilvægt er að und- irbúa fundi vel, stjórna þeim og skipuleggja af kostgæfni, vanda val á ræðumönnum. Tryggja að efni sé vel fram sett.“ lítið, óskýrt og hratt. Talfærin slakna og fólk beitir ekki tungu og rödd svo sem áður var talið að allir gerðu. Þetta kemur niður á áheyrendum sem eiga erfítt með að fylgjast með. Ekki ætti að velja til ræðuhalds eða fyrirlestra aðra en þá er uppfylla lágmarkskröfur. Nú orðið er fólk óhrætt við að koma fram. Fleiri gera en geta. Espólín-nafnið er útdautt hér á landi. í Noregi er Gísli Espólín Jónsson, frændi okkar í 5. lið, frægur rekstrarfræðingur. Hann hefur sett fram kenningu sem gengur gegn gæðablóðinu í stjóm- un. Hann rekur margan vanda, m.a. í ráðstefnuhaldi, til góðhjart- aðra stjórnenda sem undirbúa fundi illa, láta viðgangast að hver sem vill sæki fund án þess að hafa til þess unnið, undirbúi sig, geri þar gagn eða gefíst tími til þess. Kenningar hans eiga ekki síst við fjölþjóðlegar ráðstefnur. Gísli neftiir að óstundvísi og hyskni verði samt aldrei til þess að menn missi af flugi á fundi í útlöndum! Er norrænir menn koma á al- þjóðlega fundi rekur þá í roga- stans yfír hve fulltrúar stórþjóða ráða þar miklu og láta að sér kveða. Telja menn gjaman að það megi rekja til kunnáttu í frönsku, þýsku eða ensku. Ef að er gáð' sýnir sig að þeir koma undirbúnir til funda enda til þess ætlast að þeir vinni og skili árangri. Er mik- il upphefð talin að því að vera valinn til funda enda koma fáir á hvem í stóru löndunum, eins og sagt var. Vegna fámennis norrænna þjóða koma margar stefnur á lítinn hóp sem ekki skilar neinu af sér vegna þess að þeir hafa hvorki tíma til undirbúnings eða þrek til að fylgja málum eftir. Eini mæli- kvarðinn á sókn er stundum hvort menn koma fölir eða sólbrenndir heim! Niðurstaðan er sú, að vanda í norrænu starfí megi leysa með því að undirbúa fundi vel og mark- visst. Huga þarf að skipulagi funda til þess að þeir er verst eiga með að skilja það sem fram er fært fái stuðning. Ekki síst er val manna á stefn- ur stundum ómarkvisst. Menn era valdir stöðuheitis vegna, ekki vegna þess að líklegt sé að þeir hafí tök á efninu, skilji það sem fram fer eða skili því frá sér aft- ur. Er eins líklegt að til funda' veljist fólk sem ekki hefur vald á tungumálum. Þetta á bæði við fundi á Norðurlöndum og öðrum heimshomum. Niðurstaðan er að við eigum að halda okkur við norræn mál í Norðurlandastarfi. Mikilvægt er að undirbúa fundi vel, stjóma þeim og skipuleggja af kostgæfni, vanda val á ræðumönnum. Tryggja að efni sé vel fram sett. Og þátttakendur hæfír. Árangur funda er sem sé undir fleira kominn en því hvort notuð er danska, sænska eða norska. Þátttakendur þurfa að gera kröfur til sín og annarra. Þá fyrst er árangur tryggður er þátttak- endur nota sjálfsagðan rétt sinn og fínna að því sem fram er borið ef þeir telja ástæðu til. Slæmur fundur er dýr, reyndar verri en enginn. Höfundur er skrifstofustjóri. Nýtt tilbob í ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 16. desember Næstkomandi miðvikudag fer fram nýtt tilboð í ríkisvíxla. Um er að ræða 4. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til 3 mánaða, með gjalddaga 19. mars 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomu- lagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tilteknu tilboðs- verði er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miövikudaginn 16. desémber. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, 1 síma 62 60 40. a ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.