Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ VlDSKlPn/JDVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 43 Gæðamál Gæðastjórnun hjá Nóa Síríusi eftir Rúnar Ingibjartsson Eitt af markmiðum með verkefn- inu Þjóðarsókn í gæðamálum er að kynna aðgerðir ýmissa fyrirtækja og stofnana á sviði gæðamála í tengslum við faghópa Gæðastjórn- unarfélags íslands. Iðnaðarhópur félagsins hefur undirbúið þessa kynningu undir heitinu fyrirtæki vikunnar. Fyrirhugað er að kynna aðferðir fleiri fyrirtækja og stofn- ana á nýju ári. Fyrirtækið Nói Sír- íus verður kynnt að þessu sinni, en þar starfa u.þ.b. 100 starfsmenn. Gæðastjórnun í hávegum höfð Fyrirtækið hefur nú starfað í um 70 ár og það hefur löngum verið stjórnendum og starfsmönnum fyr-' irtækisins ljóst að árahgur í fram- leiðslu og sölu slíkrar vöru sem sælgæti er næst aðeins með því að vanda til hennar. Vendipunktur varð í starfseminni árið 1970 þegar ísland gerðist aðili að EFTA og tíu ára aðlögun að opnu markaðssvæði hófst. Einnig stóð fyrirtækið frammi fyrir miklum breytingum árið 1980 þegar óheft samkeppni við innflutning varð að veruleika. Þessari samkeppni var mætt með því að leggja enn meiri áherslu á vöruvöndun og vöruþróun. Önnur þáttaskil urðu síðan árið 1988, þeg- ar stjórnendur fyrirtækisins ákváðu að taka upp gæðastýringu. Samið var við Gunnar H. Guðmundsson hjá Ráðgarði um leiðbeiningar og ráðgjöf. Fljótlega þróuðust málin í þann farveg að nota ISO 9001 stað- alinn sem grunn að þeirri vinnu. Fyrirtækið mótaði gæðastefnu sem byggð er upp með það að markmiði að styrkja þá forystu sem fyrirtækið hefur áunnið sér í tímans rás í fram- leiðslu og sölu á ýmiss konar sæl- gæti. Þetta byggist á því að neytend- ur þekki fyrirtækið sem framleiðanda gallalausrar vöru sem fellur þeim í geð. Til að fylgja þessu eftir hefur verið tekin saman gæðahandbók í samræmi við staðalinn. Viðamestu þættir gæðahandbókarinnar eru: •Almenn lýsing á gæðakerfinu. •Verklýsingar um það bil eitt hundrað vörutegunda. • Eftirlitsáætlanir. •Kaflar um vöruþróun, heilbrigð- iskröfur, framleiðsluskráningar o.fl. TÆKIFÆRI OKKAR TÍMA Þær breytingar sem orðið hafa með upptöku gæðakerfisins eru einkum þær að nú er betra skipulag á eftirliti, skráningar á því sem gert er eru betri og þess er betur gætt en áður að starfsmenn viti hvernig þeir eigi að standa að fram- leiðslunni á hinum mismunandi stigum. Árangurinn lætur ekki á sér standa Besti mælikvarðinn á árangur er e.t.v. sá að á fyrstu þremur árunum sem gæðastýringunni var beitt fækkaði starfsmönnum í fram- leiðslu um 10% á sama tíma og framleiðslan jókst. Ástæðurnar eru margar. Skipulagðari framleiðslu- hættir, minni tafír vegna mistaka í framleiðslu, aukin vélvæðing og bætt starfsaðstaða. Allir þessir þættir voru skoðaðir sem verkefni til úrlausnar en ekki sem tilfallandi atburðir eins og oft vill verða. Gæðakonfekt Til að lýsa betur hvernig gæða- stýring virkar.í raun er jólakonfekt- Reykjavíkurborg Útgjöld borgarsjóðs til SVR höfðu farið vaxandi frá árinu árinu 1982 fram til ársins 1990 en markmið núverandi stjórnar SVR er að minnka kostnað borgarinnar vegna almenningsvagnanna. Sveinn Andri segir að ekki sé óraunhæft markmið að framlag borgarinnar verði 20%-30% árið 1994. Einn þáttur í bættri afkomu er tilkoma hins svo- kallaða Græna korts. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar hefur VSÓ, Rekstrarráðgjöf hf., unnið úttekt á notkun Græna kortsins sem sýnir að meðalferðafjöldi á kortið er 52 ferðir á mánuði. „Meðalfargjaldið á mánaðarkortið er því 55,6 krónur ið gott dæmi, en skipta má gæða- stýringunni í fjóra meginþætti: • Kröfur eru settar um val hráefna og umbúða. •Við móttöku hráefna er athugað hvort þau uppfylli gerðar kröfur. • Framleiðslueftirlit er nákvæmt við hveija hinna 14 tegunda af konfektmolum. •Pökkunareftirlit er í takt við kröf- ur fyrirtækisins. Gæðastýring er fyrst og fremst staðfesting og skráning á þeim vinnubrögðum sem hafa verið við lýði. Gæðastýring er einnig tæki til þess að fínna skipulega hvar skór- inn kreppir að í framleiðslunni og bæta þá hnökra sem fínnast. Oft næst þannig hagræðing sem kemur öllum til góða, ekki síst neytendum. Við gæðastýringu er einnig nauð- synlegt að horfa fram á veginn því þarfir og óskir neytenda breytast stöðugt og meginhlutverk fyrirtæk- isins er að koma til móts við þær. Af nýjungum fyrir þessi jól má nefna að útliti nær allra konfekt- kassa hefur verið breytt, dökkt og ljóst konfekt er nú boðið í sama kassa í fyrsta sinn og nýtt ódýrara kremfyllt konfekt kemur á markað undir heitinu Gullmolar. Framtíðin Næstu skref við þróun gæðakerf- isins eru að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Ljóst er þó að altækri gæðastjómun verð- ur beitt í meira mæli en verið hefur og sú aðferðafræði aðlöguð að nú- verandi gæðakerfi fyrirtækisins. Eins og gefur að skilja er svona gæðavinnu aldrei lokið, en sú gullna regla er í gildi innan fyrirtækisins að sífelldar endurbætur í smáskref- um skila meiri árangri en risastökk með löngum hléum. Höfundur er matvælafræðingur og starfar sem gæðastjóri hjá Nóa Síríusi. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Greiðsla til SVR lækkar um 27,6% FJÁRHAGSÁÆTLUN Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) hefur verið lögð fyrir borgarráð. Gert er ráð fyrir að tekjur SVR verði rúmar 672 milljónir. Þar af verði framlag borgarsjóðs um 256 mil(jónir eða um 38%. Á síðasta ári var framlag borgarinnar um 48,5% af tekjum SVR. Sveinn Andri Sveinsson stjórnarformaður SVR þakkar árangur- inn aukinni hagræðingu og kerfisbreytingu á fargjöldum. en var 50-60 krónur með gömlu afsláttarmiðunum eftir því hvort keypt væru stór eða lítil afsláttar- kort. Ég býst við að þetta muni breytast og meðalfargjaldið lækka þegar fólk lærir í auknum mæli að nota kortið," sagði Sveinn Andri. f könnuninni kom í ljós að 43% farþega SVR nota kortið og 52% farþega hjá Almenningsvögnum. Áður voru afsláttarmiðar um 50-60% af greiddum fargjöldum en það voru bæði dýrari og ódýrari miðarnir. Um 6.000-7.000 Græn kort seljast á mánuði en meðalverð- ið er 2.860. Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa HLUTABRÉF í Ámesi hf. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Kr. 35.000.000,-. Sölugengi: 1,85. Sölutímabil: 8. desember 1992 Umsjón meö útboði: Landsbréf hf. 8. mars 1993. Útboðslýsing vegna ofangreindra hiutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í Landsbanka íslands um allt land. B ARNES HF. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur meö okkur Sufturlandsbraut 24, 108 Reykjavik, sími 91-679200, tax 91-678598 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili aö Veröbréfaþingi íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.