Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 61
aldri en eldri kærði hún sig ekki um að verða. Amma fór í fyrsta skipti til út- landa þegar hún varð 80 ára. Fékk ferðina í afmælisgjöf. Ég var þá að flytja búferlum til Lúxemborgar ásamt eiginmanni og sonum. Það var mikill styrkur fyrir mig og ánægjulegt fyrir okkur öll að fá að hafa hana hjá okkur í 6 vikur. Þetta var mikill dýrðartími, við sýndum henni alla fallegustu stað- ina í Lúxemborg. Fórum með hana til Frakklands, Þýskalands og Belg- íu. Það var verulega ánægjulegt, því hún var svo glöð yfir öllu sem fyrir hana var gert, hún var Iíka svo létt á sér og hljóp alltaf við fót. Fimm árum seinna heimsótti hún okkur svo aftur og á ég margar dásamlegar minningar frá þessum heimsóknum. Þessi kona var hetja. Hún tók því mótlæti sem hún varð fyrir í lífinu með sama æðruleysinu. Dvalarheimilið Höfði á Akranesi var heimili hennar frá 1984—1990. Þar undi hún hag sínum vel, og var mjög hamingjusöm. Ég man þegar ég kom fyrst í heimsókn og hún sýndi mér her- bergið sitt með stóra fína fata- skápnum, hvað hún var glöð. En stoltust var hún yfir útsýninu sem var út á sjóinn. Hún hafði mjög gaman af að fylgjast með ferðum Akraborgarinnar. Mikið var yndislegt að heim- . sækja hana í litla, notalega herberg- ið og fínna öryggið og hlýjuna frá henni. Og ekki sakaði að kímni- gáfan var í góðu lagi hjá henni líka. Hún elskaði fallega tónlist og ljóð, þau voru mörg ljóðskáldin sem hún hélt upp á, en Davíð Stefáns- son var númer eitt hjá henni. A Höfða byijaði mín kona að njóta lífsins, 92 ára gömul, geri aðrir betur. Hún tók upp á því að byija að sauma út, og það var al- deilis tekið markvisst eins og hörku- vinna. Hún. mátti hvorki vera að því að borða né sofa, svo mikill var spenningurinn. Hún lætur eftir sig ca. 100 hluti (púða, klukkustrengi, myndir). Það eiga flestir afkomend- ur eitt eða fleiri verk eftir hana. Svo lagðist hún í ferðalög á milli púða. Heimsótti vini og vandamenn í Reylq'avík og víðar. Hún var við mjög góða heilsu og hljóp um allt, þar til hún fékk fóta- sár síðasta árið á Höfða. Sárið greri seint og eftir það fór að halla und- an fæti hjá henni. Hún var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi og var þar uns yfir lauk. Mig langar að lokum að þakka fyrir þessi yndislegu ár sem hún átti á Höfða. Bestu þakk- ir til allra sem önnuðust hana þar. Einnig vil ég þakka sérstaklega fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk á E-deildinni á sjúkrahúsinu, starfsfólkið þar er til fyrirmyndar. Nú er elsku amma komin til afa, Dísu sinnar, barnabamanna og annarra ástvina og þar hafa orðið miklir fagnaðarfundir. Þeir himin erfa er himin þrá þar helgar vonir allar rætast. Hver góðu ann mun guðs dýrð sjá, þar góðra sálir aliar mætast. (Steingr. Th.) Guð blessi hana ömmu mína. Minning hennar lifir í hjarta mínu. „Konný litla“ - Petrína Konný Arthúrsdóttir. Erfidrykkjur Glæsileg kaífi- hlaðborð fallegir salir og mj(M> þjónustiL Upplýsingar í súna 2 23 22 FLUGLEIDIR hítgl LtruemK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 61 Hulda B. Lárus- dóttir - Kveðjuorð Fædd 17. maí 1937 Dáin 2. desember 1992 Kveðja frá mágkonu Það er oft þannig í lífinu að innri maður hvers og eins kemur best í ljós við mótlæti. Sumir bogna, aðrir brotna og gefast upp og við því er ekkert að segja. Aðrir eflast og verða sterkari og sýna jafnvel mun meiri styrk en áður. Hulda Lámsdóttir var ein þeirra. Hún tók veikindum sínum af slíku æðmleysi að það var mikill lærdóm- ur fyrir okkur sem eftir lifum. í september greindist hún með krabbamein og tók hún þeim tíðind- um af slíku æðruleysi að undmn sætti. Hún kvartaði ekki heldur tók því sem að höndum bar og gerði það besta úr aðstæðum sínum. Margt flýgur í gegnum hugann og minningamar hrannast upp er ég minnist Huldu. Alltaf var hún boðin og búin að veita aðstoð í stóm og smáu þegar þess þurfti með. Sam- vemstundirnar í sumarbústöðum okkar. Það vom yndislegar stundir þegar verið var að gróðursetja og hlúa að gróðri. Það var eins með gróðurinn og mannfólkið hjá Huldu minni, öllu þurfti að hlúa vel að. Eitt af því síðasta sem hún sagði við mig, ég verð tilbúin að gróður- setja í vor. Ég vil trúa því að Guð hafi ætlað henni gróðursetningu á æðri stöð- um. Elsku Siggi, Brynjar, Bryndís og systkini, megi Guð styrkja ykkur á sorgarstundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Guðrún. Bjami P. Jónas- son — Kveðjuorð Fæddur 9. desember 1920 Dáinn 3. desember 1992 Hann elsku afi okkar Bjarni Pét- ur Jónasson er dáinn. Um hann langar okkur að skrifa nokkur kveðjuorð. Hann var ætíð góður við okkur krakkana, sýndi áhugamál- um okkar áhuga, jafnt á skóla- göngu og flestu öðm sem við tókum okkur fyrir héndur. Það er skrýtin tilhugsun að eiga ekki eftir að heim- sækja „afa Bjarna í Engihjalla" oftar. Trúlegast eiga jólin eftir að vera skrýtin þegar afi er ekki að borða með okkur jólamatinn og opna gjafimar. Síðustu ævidaga afa Bjarna sáum við hve góðan og ást- kæran afa við væmm að missa. En af öHu okkar hjarta vonum við að afa llði vel þar sem að hann er núna hjá góðum Guði. Aldrei mun- um við gleyma elsku afa okkar og alltaf mun vera tóm í bæði hugum okkar og hjörtum fyrir afa sem við munum alltaf sakna mjög mikið og muna eftir. Líði honum vel hjá góð- um Guði og blessuð sé minning hans. Rósa, María Kristín og Bjarni Valgeirsbörn. t Ástkser sonur okkar, bróðir og sonar- sonur, JÓHANN SEBASTIAN KJARTANSSON, lést á heimili sínu þann 12. desember. Jarðarförin fer fram í París, Frakklandi, miðvikudaginn 16. desember. Einar Kjartansson, Helga Einarsdóttir, Noelle Naudot Kjartansson, Kjartan Guðmundsson, Grégory Kjartansson. t Hjartkær dóttir okkar, systir, mógkona og frænka, KATRÍN ÞÓRISDÓTTIR, sem lést í Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 6. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 15. desember, kl. 13.30. Þórir Hilmarsson, Kolbrún Þórisdóttir, Stefán Þórisson, Helga Þórisdóttir, Halla Þórisdóttir, Snorri Þórisson, Þórhildur Helgadóttir, Jón B. Guðlaugsson, Ragnhildur B. Traustadóttir, Kristinn Ó. Ólafsson, Björgvin Bjarnason, og systkinabörnin. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN JÓNSSON frá Neskaupstað, Boðahlein 9, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 16. desember kl. 10.30. t Útför móður okkar, SIGRÍÐAR SIMONARDÓTTUR, sem lést á elliheimilinu Grund 9. desember, fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 18. desember kl. 10.30. Margrét Ólafsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Friðrik Ólafsson. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, JAKOBS GUNNLAUGSSONAR, Móabarði 6, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 13.30. Sigríður Jakobsdóttir, Þóra Jakobsdóttir, Bjarni Ellert Bjarnason, Sigrún Jakobsdóttir, Þórdis Jakobsdóttir, Stefán Gylfi Valdimarsson, Gunnlaug Jakobsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, EINARS GUÐJÓNSSONAR járnsmíðameistara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði. Guðborg Einarsdóttir, Þuríður Einarsdóttir, Sigurberg Einarsson. t Alúðar þakkir fyrir sýnda vináttu og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU ÞÓRÐARDÓTTUR, Skipasundi 86. Haukur Ingimarsson, Ása Hjálmarsdóttir, Þorkell Ingimarsson, Grethe Ingimarsson, Martha Ingimarsdóttir, Alexander Goodall, • barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ÁSTRÁÐS INGVARSSONAR veiðieftirlitsmanns. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E, Landspítala. Steinunn G. Ástráðsdóttir, Magnús Gunnarsson, Agúst Ástráðsson, Guðbergur Ástráðsson, Margrét Brandsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRHILDAR HÓSEASDÓTTUR, , áður til heimilis á Hverfisgötu 58, Hafnarfirði. Jóhannes Hallgrirnsson, Sigþór Jóhannesson, Aðalheiður Jónsdóttir, Hallgrímur Jóhannesson, Vilborg Jóhannesdóttir, Benóný Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför HALLGRÍMS GEORGS BJÖRNSSONAR, Reykjavíkurvegi 33, Hafnarfirði. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Þórunn Jakobsdóttir, Grétar Sveinsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Margrét Þorvaldsdóttir, Þorvaldur S. Hallgrímsson, Svanhildur Leifsdóttir, Guðbjörn Hallgrfmsson, Hreinn Sumarliðason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.