Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 í í Fjallafj ölskyldan Gestur Bjarnason rekur eigið breytingaverkstæði og notar þessa tvo jeppa til ferðalaga, Ford Econoline og Unimog. í þeim síðar- nefnda gistir fjölskyldan oft þegar farið er í vélsleðaferðir á hálendinu og hann er sérútbúinn til þess. ÚTIVERA AÐ VETRI Gunnlaugur Rögnvaldsson FJALLAFERÐIR að vetrarlagi gerast sífellt vinsælli meðal útvistarfólks, sem bæði fer fót- gangandi, á gönguskiðum, vél- sleðum eða jeppum. Síðustu ár hefur fjöldi breyttra jeppa stór- aukist og að sama skapi nýta fleiri sér kosti vélsleða til ferða- laga yfir vetrartímann. í vetur mun Morgunblaðið fylgjast með því áhugaverðasta á þessu sviði, ræða við reynda ferðalanga og fjallamenn, auk þess að skoða ýmis óvenjuleg áhugamál, sem menn stunda að vetrarlagi. Það eru ekki margar fjölskyldur jafn samhentar þegar kemur að fjallaferðum og ijölskylda hjónanna Gests Bjamasonar frá Keflavík og Sigríðar Birgisdóttur, eða Dídíar, eins og hún er kölluð. Ásdís dóttir þeirra og sonurinn Bjami hafa frá blautu barnsbeini ferðast með þeim á fjöll og öll eiga þau nú vélsleða og ferðast hveija helgi sem veður og tími leyfir. Hafa þau flakkað á flesta jökla landsins á Arctic vél- sleðanum sínum. „Það er í raun mjög þægilegt að öll fjölskyldan sé með vélsleðabakteríuna í blóðinu og skapar vissulega samheldni hjá okkur,“ sagði Gestur Bjamason í samtali við Morgunblaðið, en hann rekur bifreiðaverkstæði í Keflávík, sem m.a. sérhæfir sig í breytingum á jeppum til fjallaferða. „Það er mun algengara að eiginmenn séu einir að ferðast, þó það hafi færst í aukanna að hjón stundi ferða- mennskuna saman, enda er þetta kjörin veittvangur til að upplifa frelsi fjallasalanna að vetrarlagi.“ Nokkur þúsund vélsleðar eru til í landinu og yfir fimm hundmð meðlimir eru í félagi vélsleða- manna, sem bæði nota sleðana til ferðalaga eða í mót, þar sem menn keppa sín á-milli í akstursbrautum og spymu. „Margir nota sleðana bara í stuttar dagsferðir og við fömm oft í styttri ferðir, þó við fömm oft í helgarferðir og þá er Landmannalaugasvæðið einna skémmtilegast, en krefst þess að veður sé gott, þvi þar er villugjamt í slæmum veðmm. Við fömm lika oft á Lyngdalsheiði og þaðan upp á Langjökul. Ég var áður fyrr tals- vert í jeppaferðum að vetrarlagi, en núna ræður vélsleðinn ríkjum í okkar ferðum, þó við ferðumst á jeppa á hálendinu að sumarlagi. Bæði jeppa- og vélsleðamennskan hefur vaxið gífurlega síðustu ár, þó hefur hægst nokkuð um í ár, þar sem fólk hefur greinilega minni peninga milli handanna. Þetta em dýr áhugamál og krefjast fórna ef það á að stunda þau. En það er ekkert jafn afstressandi og þeysa um fjöllin á vélsleðum, laus við skarkala nútímans, sjónvarp, síma og annað álíka sem tmfla dags daglega,“ sagði Gestur. Hann hefur farið viðar en um hálendið á vélsleða. Hefur í þrígang farið á heimsmeistaramótið i vél- sleðaakstri í Bandaríkjunum, þar sem 30.000 manns koma árlega saman til að fylgjast með skæðustu vélsleðaköppum heims. „Það er mikið ævintýri að fylgjast með þessu móti og í janúar verður það haldið í þrítugasta skipti, væntan- lega með pompi og prakt. í heims- meistaramótinu er ekin sporöskju- laga braut og keppt er i mörgum flokkum, þar sem 6-12 sleðar keppa í einu. Hamagangurinn er oft mik- ill, þegar hópurinn kemur af fyrstu beygju og ósjaldan þeytast menn útaf. Bærinn Eagle River þar sem keppnin fer fram er þéttsetinn og næstu þorp líka og um nágrennið liggja þúsundir kílómetra af troðn- um vélsleðabrautum í skóglendi, Hér heima getum við farið beint af augum um fjölbreytt fjalllendi. Það gerir oft gæfumuninn og gefur fijálsleikatilfinningunni lausan tauminn. í vetur er líklegt að við förum m.a. á Drangjökul á Vest- fjörðum, Vatnajökul og í Landa- mannalaugar í helgarferðir auk þess að skreppa dagsferðir. Hver helgi sem veður og tími gefst verð- ur nýtt. En snjórinn er líka kominn mun fyrr en á síðsta ári,“ sagði Gestur. « ^ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Vélsleðafjölskyldan úr Keflavík. Frá vinstri: Ásdís, Gestur, Bjarni, Edda og Sigríður. Þau eiga öll Arctic vélsleða og ferðast mikið saman um hálendið. María Rúii Hafliðadótt- i ir komst ekki í úrslit Ungfrú Rússland, Julía Korotsjinka, var krýnd ungfrú heimur í Sun City á laugardagskvöld. Með henni á myndinni eru t.v. Ungfrú Stóra Bretland, Claire Smith, sem varð í öðru sæti og ungfrú Venesúela, Francis Gago, sem varð í þriðja sæti. UNGFRÚ Rússlánd, Julía Korotsjinka, var krýnd ungfrú heim- ur í borginni Sun City í Boputhatswana, einu af tíu heimalönd- um blökkumanna í Suður-Afríku. Ungfrú ísland, María Rún Hafliðadóttir, komst ekki í úrslit. Keppnin var haldin í glæsi- legri höll sem suður-afríski milljarðamæringurinn Sol Kerzner lét reisa. í öðru sæti varð ungfrú Stóra- Bretland og í þriðja sæti ungfrú Venesúela. Heiðar Jónsson snyrtir og áhugamaður um fegurðarsam- keppnir sagði í samtali við Morg- unblaðið að María Rún myndi taka þátt í fegurðarsamkeppninni ungfrú alheimur sem haldin verð- ur í Mexíkó í maí á næsta ári. Hann sagði að mikil rígur væri á milli skipuleggjenda þessara | fveggja fegurðasamkeppna og kæmi það Maríu Rún til góða. | Pólitískar deilur voru nokkrar í kringum þessa keppni sem var haldin í fyrsta sinn í Suður-Afr- >ku. Einingar innan Afríska þjóð- arráðsins vildu efna til mótmæla fyrir utan keppnisstaðinn, en stjórn samtakanna ákvað að láta sem ekkert hefði í skorist, enda fjölmargir afrískir blökkumenn á meðal keppenda og skemmti- krafta í keppninni. Þá vakti það úlfaþyt á meðal hægri öfgamanná í Suður-Afríku að þátttakandinn frá þeirra þjóð, blökkukonan Amy Kleinhans, ákvað að stíga á svið með fána fegurðarsamkeppninn- ar, en aðrir þátttakendur komu fram með fána sinnar þjóðar. Dagblað í Soweto sagði að þessi framganga stúlkunnar hefði verið táknræn mótmæli gegn ríkisstjórn Suður-Afn'ku. Formaður Sjávarútvegs- ráðs Rússlands í heímsókn VLADIMIR F. Koreljski, formaður Sjávarútvegsráðs Rúss- lands og sjávarútvegsráðherra landsins, er nú staddur í opin- berri heimsókn á íslandi í boði Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra. Sjávarútvegsráðið fer með æðsta vald í sjávar- útvegsmálum Rússlands og í fylgd með Vladimir eru embætt- is- og vísindamenn. Fyrsti fundur formannsins með Þor- steuu Pálssyni er nú árdegis Auk funda með sjávarútvegs- ráðherra mun Vladimir hitta fulltrúa íslenskra sölusamtaka og fulltrúa á sviði veiða, vinnslu, flutninga og tæknibún- aðar fyrir sjávarútveg. Hann mun halda til Akureyrar og Dalvíkur og heimsækja þar fyr- irtæki tengd sjávarútvegi. Op- inberri heimsókn formannsins lýkur á fimmtudag. í fréttatilkynningu frá rússn- eska sendiráðinu kemur fram að rætt verður um möguleika í ráðuneytinu. á samvinnu landanna í sjávarút- vegi. Meðal annars um að koma á samstarfsverkefni þar sem íslendingar aðstoðuðu við upp- byggingu rússneska fiskiðnað- arins. Rætt verður um mögu- leika á gagnkvæmum veiðum fískiskipa í fískveiðilögsögu landanna. Þá verður rætt um aukningu í sameiginlegum ha- frannsóknum og landanir ís- lenskra skipa í rússnesk verk- smiðjuskip, samkvæmt frétta- tilkynningu sendiráðsins. —ef þú spi/ar til að vinna! 50. lclkvlka - 12. desember 1992 Nr. Leikur: Röðin: 1. Aston V.- Notth. For. i - - 2. Ipswich - Man. City i - - 3. Leeds - Sheff. Wed. i -. 4. Manch. Utd - Norwich i - - 5. Q.P.R. - Crystal Palace - - 2 6. Sheff. Utd. - Everton 1 - - 7. SouthampL - Coventry - X - 8. Tottenham - Arsenal 1 - - 9. Wimbledon - Oldham 1 - - 10. Notts C. - Cambrídge 1 - - 11. Peterb. - Portsmouth - X - 12. Sunderland - Brentford - - 2 13. Swindon - Tranmere - X - HeUdarvinningsupphæðln: 158 milljónir króna 12 rtttlr: 35340 11 réttir: 2.630 1 Þ. 10 réttlr: 660 J ^ Fríverslunar- samningar við Rúmeníu og Pólland Fríverslunarsamningar hafa verið undirritaðir milli EFTA-ríkj- anna og Rúmeníu annars vegar og Póllands hins vegar og var það gert í tengslum við ráðherrafund- inn í Genf seinnihluta síðustu viku. Samkvæmt samningunum verður komið á fullri fríverslun með iðnaðar- vörur, unnar landbúnaðarvörur og físk og fiskafurðir. EFTA-ríkin munu gera þetta að mestu leyti strax en Rúmenía mun koma henni á í áföng- um á tíu árum og Pólland á níu árum. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að á sama tíma hafí verið undir- rituð samstarfsyfirlýsing Albaníu og EFTA-landanna. Með henni sé hvatt til aukinna samskipta á sviði við- skipta og þjónustu og er yfirlýsing- unni ætlað að renna stoðum undir þróun markaðsbúskapar í Albaniu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.