Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 13
,:.MQ}jqijiýBMPH> ÞRIDJUDAqU^ 1992
í heimi dægurlaga
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Svavar Gests: Hugsað upphátt.
Æviminningar. 292 bls. Fróði hf.
1992.
Nafn Svavars Gests er einatt
tengt dægurlögum og skemmtiþátt-
um. Og víst ber hvort tveggja hátt
í þessum æviminningum hans. En
bemsku hans i Reykjavík er líka
gerð ýtarleg skil. Þau urðu örlög
Svavars Gests eins og svo margra
barna á fyrri tíð að njóta hvorki
föður- né móðurumhyggju. Fólk,
sem hafði nóg að bíta og brenna
og þar að auki. hjartarúm ærið, tók
drenginn að sér og ól hann upp.
Þetta voru krepputímar og hvorugt
taldist þá til sjálfsagðra hluta, at-
lætið né ástríkið. Ef verr hefði far-
ið er ólíklegt að efni hefði skapast
í þær minningar sem höfundur er
nú búinn að færa í letur.
Dagar drengsins liðu við þetta
venjulega, skólanám, leiki úti við
og fjölskyldulíf inni við. Svavar lýs-
ir hvoru tveggja með sömu ná-
kvæmninni, ærslum krakkanna og
uppátækjum, og veisluborðí fóstur-
móður sinnar á sunnudögum. »Mér
er nær að halda að sunnudagsheim-
sóknir hafi verið eina tilbreytingin
sem alþýðufólki bauðst á þessum
árum,« segir Svavar.
Raunar hófst ævi bamsins með
talsverðri flækju og sviptingum svo
litlu munaði að hlutskipti hans yrði
það sem olnbogabömum þjóðfélags-
ins bauðst þá verst. Það var meðal
annars góðri systur að þakka að
drengurinn bjargaðist frá þeim
hremmingum. í fyllingu tímans
gerði hann svo upp við þetta ævi-
skeið með því að klippa son aftan
af föðurnafni sínu. Þannig varð til
hinn frægi og vinæli Svavar Gests!
Sár gróa en — skilja eftir sig ör.
Og þau leyna sér ekki heldur í
sjálfsmynd þeirri sem Svavar hefur
nú dregið upp. En á misjöfnu þríf-
ast börnin best. Bam, sem kynnist
snemma dökku hliðunum, verður
varara um sig þegar það tekur að
bera ábyrgð á sér sjálft og geymir
því betur í minni að ekki em allir
viðhlæjendur vinir. Að öðm leyti
vom uppvaxtarár Svavars Gests
tími glaðværðrar og góðs samlynd-
is.
En æskuárin líða, Svavar Gests
verður tónlistarmaður, aflar sér til
þess góðrar menntunar, leikur í
hljómsveitum, stofnar hljómsveit,
kynnist bakhlið skemmtanalífsins
jafnt og glansandi framhlið þess,
tekur fljótlega að starfa fyrir út-
varp og er haft fyrir satt að þættir
hans hafí verið með alvinsælasta
efni sem útvarpið flutti meðan það
Jólatónleikar verða haldnir í
Selfosskirkju þriðjudaginn 15.
desember kl. 21 og á Borg á Mýr-
um miðvikudaginn 16. desember
kl. 21.
A efnisskrá verða: Kvartett fyrir
flautu og strengi kv. 285; Dúett fyr-
ir fíðlu og víólu kv. 423; Kvintett
fyrir klarinettu og strengi kv. 581.
Og á þessum rúmlega klukkustund-
arlöngu tónleikum gefst tónleika-
gestum tækifæri til að hlýða á
kammertónlist eftir Wolfgang Amad-
eus Mozart við kertaljós. Flytjendur,
var eini ljósvakamiðillinn. Þegar
árin færðust yfír og tónlist sú, sem
Svavar og jafnaldrar léku á dans-
leikjum, gekk ekki lengur, hélt
Svavar eigi að síður áfram að bæta
skap útvarpshlustenda með léttu
rabbi jafnframt því að rifja upp
dægurlögin frá gömlu góðu árun-
um.
Yfír heildina litið er létt yfír þess-
um æviminningum þótt ýmsa
skugga hafí borið fyrir á ævi höf-
undar. En jafnvel björtustu dagar
eiga sér upphaf og endi í myrkri
nætur. Hér eru sólskinsstundirnar
svo.miklu fleiri. Svavar Gests hefur
fengið að njóta hæfíleika sinna,
verið þjóðkunnur, vinsæll og hepp-
inn. Hann hefur verið fundvis á
samstarfsmenn og næmur fyrir
stemmningu líðandi stundar á
hverjum tíma. Hann hefur hvorki
bakað sér öfund né óvild en áunnið
sér þakklæti margra. Og hvers er
Ármann Helgason, Hallfríður
Ólafsdóttir, Hildigúnnur Halldórs-
dóttir, Gréta Guðnadóttir, Guðmund-
ur Kristmundsson og Sigurður Hall-
dórsson, eru við tónlistarstörf í Sinf-
óníuhljómsveit íslands og víðar, en
koma nú saman aftur í fyrsta sinn
eftir langskólanám í tónlistarháskól-
um erlendis.
í fréttatilkynningu segir að sömu
flytjendur verði með jólatónleika í
Sólon íslandus á Þorláksmessu.
Einnig eru fyrirhugaðir fleiri tónleik-
ar milli jóla og nýárs.
Jólatónleikar á Sel-
fossi o g í Borgamesi
Flytjendur á jólatónleikunum.
veggjum og ræðst ógjarnan framan
að þeim sem hún telur sig ekki
ráða við.
Hitt er ef til vill gleymt að Svav-
ar Gests er líka gamall rithöfund-
ur. Þó ritstörf hans hafí fallið í
skuggann af öðrum umsvifum og
sjálfur geri hann minna en lítið úr
skáldskapariðkunum sínum leynir
sér ekki að æviminningar þessar
eru í letur færðar af manni sem
vanur er að setja saman skrifaðan
texta. Að Svavar Gests hætti fljót-
lega að þenja Pegasus má hafa
helgast af því að ritstörf útheimta
í raun einveru og innilokun og hefðu
því illa samrýmst þátttöku hans í
skemmtanalífinu. Því Svavar Gests
hefur verið maður andartaksins, lif-
að fyrir líðandi stund og sem slíkur
sett svip á þjóðlífið. Að sameina
þjóðina, þótt ekki sé nema stund
og stund í senn fyrir framan út-
varpstækið, er hreint ekki svo lítið
þegar öllu er á botninn hvolft.
I skemmtiþáttunum frægu, sem
Svavar Gests stjórnaði á árum áð-
ur, talaði hann um allt nema sjálfan
sig. Hafí einhver saknað þess bætir
hann úr því nú með þessum ævi-
minningum.
Svavar Gests
þá framar hægt að óska sér? Ekki
er hann laus við að vera pólitískur,
að vísu. Og fyrir hefur komið að
púðurskotum hafí verið beint að
honum þeirra hluta vegna. Aldrei
hefur þó verið reynt að salla hann
niður. Þar hefur hann notið sinnar
almennu hylli. Pólitíkin læðist með
AUKAHLUTIR UM JOLIN
TOYOTA
GOTT ER BLESSAÐ
VERÐIÐ!
Ef ástkær maki þinn eöa elskulegir foreldrar eru í
hópi þeirra fjölmörgu sem hafa mikið dálæti á
Toyotunni sinni (þaö minntist enginn á bíladellu)
geturöu hætt að brjóta heilann um hvaö þú eigir
aö gefa þeim í jólagjöf.
• Ljóskastarasett frá.kr.'4.312
• Drullutjakkar........kr.5.782
• Verkfæratöskur 100 stk. ...frá kr.6.988
• Dráttartóg........frá kr.1.441
• Armbandsúr...frá kr.1.470 - 5.488
• Lyklakippur.......frá kr.372
• Leikfangabílar.........kr.998
• Húddhlífar........frá kr.4.675
• Ljósahlífar......frá kr. 4.635
Aukahlutur - aðalgjöfin handa
T oyotaeigandanum!
TOYOTA
Aukahlutir
NÝBÝLAVEGI6-8 KÓP. SÍMI634400