Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 59
Minning MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 59 Guðný Arnadóttir Fædd 30. júU 1917 Dáin 5. desember 1992 Það er svo skrýtið að maður heldur alltaf að þeir sem manni þykir vænst um verði alltaf hjá manni; verði eilífir og alltaf í kall- færi. Maður veit að vísu að sú er ekki raunin, en maður leiðir þessa vitneskju hjá sér. Nú þarf ég að kveðja elsku ömmu mína og veit ekki hvemig ég á að koma orðum að því, frek- ar en fyrir nokkrum árum þegar hún tók utan um mig á spítalanum og þakkaði mér fyrir allt og alla daga. Ég hefði frekar átt að þakka henni en gat ekkert sagt. Nú koma upp í hugann minningar um langt sumar, þar sem sólin skein á hveij- um degi og við fórum saman í sund og flatmöguðum í þessari endalausu sól. Við lögðum drög að ferðalagi út í heim þegar við yrðum hundrað ára og þá yrði nú gaman að lifa. í barnslegum ákafa mínum trúði ég þessum framtíðar- horfum, svona hálft í hvoru að minnsta kosti, og enn sé ég fyrir mér í huganum þá staði sem við ætluðum að heimsækja. Onnur minning sem skýtur upp kollinum er þegar hún stóð inni á gólfi hjá mér fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan með taubleiu eins og skýluklút um hárið til að ekki myndi falla kusk á fyrsta langömmubarnið hennar, nýfætt. Hún var komin til að passa, hvað sem tautaði og raulaði, þótt liðag- igtin gerði henni erfitt fyrir að taka þetta litla kríli upp. Ekki væsti um kútinn hjá langömmu sinni þrátt fyrir það. Hún kunni uppvaxtarár allra barnanna og barnabarnanna utan að og lagði sitt af mörkum, og vel það, til að mennta okkur og koma okkur til þroska. Það er sárt að hugsa til þess að geta ekki lengur fengið góð ráð hjá ömmu sinni um allt milli him- ins og jarðar. Ótaldar eru stundin- ar þegar ég fékk að sitja í hásæti inni í eldhúsi hjá ömmu og afa, borða bananabrauðsneið og segja frá viðburðum dagsins og vita að alltaf var hlustað af athygli. Hvernig á maður að þakka fyr- ir allt lífið með henni og horfa fram á veginn án hennar? Kannski með því að muna hana eins og hún var þessi ár sem við áttum Komið er að kveðjustund. Æskuvinkona mín Guðný Árna- dóttir lést 5. þessa mánaðar eftir löng og erfið veikindi. Hún var fædd 30. júlí 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Finnbjörg Kri- stófersdóttir og Árni Pálsson, pró- fessor, sem bæði eru látin. Stella, eins og hún var alltaf kölluð, átti fjögur systkini. Tvö þeirra eru látin, þau Dagmar og Guðmundur, en eftir lifa Karen og Skúli. Leiðir okkar Stellu lágu fyrst saman á Grettisgötunni þar sem við áttum báðar heima. Heimili foreldra Stellu stóð mér alltaf opið og þangað fannst mér gott að koma í heimsóknir. Móðir hennar var svo ljúf og góð og öll fjölskyld- an tók mér alltaf einkar val. Áhugamál og lífsviðhorf okkar voru að mörgu leyti lík. Stella var alltaf svo glaðlynd, sérstaklega prúð og vönduð. Brosið hennar var svo hlýtt og bjart. Það var engin furða að ég laðaðist að þessari stúlku. Við vorum ungar, hraustar og glaðar þrátt fyrir kreppuna sem blasti við. Við nutum þess að vera saman þegar færi gafst og horfð- um glaðar og bjartsýnar fram á við. Eitt aðaláhugamál okkar á þessum árum var leikfimi í fim- leikadeild Ármanns en þar stund- uðum við fimleika í nokkur ár. Á sumrin fórum við út úr bænum og skoðuðum landið okkar. Á vet- urna voru það skautarnir. Við syntum, dönsuðum og spjölluðum um heima og geima. Við vorum svo miklar „samlokur" eins og oft er um stúlkur á unglingsárum. Já allt var svo skemmtilegt og lífið svo létt þegar við gátum verið saman. Þetta eru minningar sem ég á um hana, svo margar, dýr- mætar og ljúfar. Ég er henni inni- lega þakklát fyrir þær allar. Stella varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alltaf fannst mér að hún hefði átt að ganga menntaveginn áfram því að hún var miklum námshæfileik- um gædd og sérstaklega list- hneigð. Eftir að Stella lauk gagnfræða- prófi fór hún að starfa í Gler- augnaversluninni Týli. Þar kom sér vel nákvæmni hennar og sam- viskusemi. Á þessum árum kom ungur maður til starfa við verslun- Minning Pétur Jónsson Gamall heimilisvinur, Pétur Jónsson, lést 7. desember sl. Pétur var fæddur 28. febrúar 1912 og varð því liðlega 80 ára. Pétur ólst upp að .mestu á Reyni- stað hjá foreldrum sínum sem þar voru í vinnumennsku, ungur að árum missti hann föður sinn. Hann fluttist síðan til Reykjavíkur á unglingsárum og tók bílpróf fljót- lega eftir að hann kom suður. Pétur réðst í vinnumennsku að Korpúlfsstöðum og var m.a. bíl- stjóri á staðnum, sá um að aka mjólk til borgarbúa meðan það var heimilt og einnig sá hann um margvísleg innkaup fyrir búið og Ðlóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20___________ Thor Jensen og hans fjölskyldu. Þegar starfi hans á Korpúlfsstöð- um lauk hóf hann rútubifreiða- akstur, síðan réðst hann til vinnu hjá Stilli hf. og hjá Vita og hafnar- málastofnun við vélaviðgerðir. Þegar Vélaverkstæðið Kistufell var stofnað fyrir 40 árum varð Pétur einn af fyrstu starfsmönnum verkstæðisins og vann þar uns hann lét af störfum fyrir um 8 árum. Pétur var traustur og góður starfsmaður. Hann bjó hjá foreldr- um mínum í mörg ár og var sem einn af fjölskyldunni. Pétur hafði gaman af söng og starfaði í mörg ár með kirkjukór Langholtskirkju og kynntist þar góðu fólki sem hann hafði lengi samband við. Pétur hafði mikinn áhuga á stjómmálum og þótti honum gam- an að ræða stjórnmál og hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum. Pétur var barn- góður þó ekki hafi hann eignast sjálfur börn. Þótti honum vænt um börnin í fjölskyldunni og var duglegur að spila við þau og raula ÁíÍMmUstUboð! sem gildir út desember! Slípivélar - borvélar! Slípi- og bónvél TXE150 Verð áður: 20.774 kr. Verfi nú: 16.498 kr. Verð áður: 10.416 kr. Verfi nú: 7.998 kr. ina. Þar voru örlög þeirra ráðin. Hamingjan vitjaði þeirra beggja, þau felldu hugi saman. Þessi ungi maður var Þorsteinn Davíðsson. Steini, eins og ég kallaði hann alltaf, og Stella voru samhent hjón og hamingjusöm. Þegar Steini hafði verið verslunarstjóri í Týli um árabil stofnuðu þau hjónin eig- in verslun, Snyrtivöruverslunina Mirru. Stella og Steini áttu yndis- legt heimili í Faxaskjóli 16 í Reykjavík. Þar uxu og döfnuðu börnin þeirra þrjú í öryggi og hlýju. Börn þeirra eru: Björg, myndlistarmaður, Davíð Örn, menntaskólakennari, ög Halldóra, bókavörður. Eftir að við Stella giftumst báð- ar og fómm að sinna heimilum og börnum urðu samverustundirn- ar okkar ekki eins margar og áður hafði verið. Aldrei slitnaði þó sam- band okkar, til þess var það of sterkt. Fjölskyldur okkar áttu margar ánægjulegar stundir sam- an. Alltaf var jafn gaman að heim- sækja Stellu og Steina í Faxaskjól- ið eins var með heimsóknir þeirra til okkar hjóna og vel fór á með mönnum okkar enda báðir öðlings- menn. „Gína mín,“ þannig ávarpaði Stella mig alltaf með sérstakri áherslu. Þetta ávarp finnst mér ég ennþá heyra hana segja með sinni mjúku rödd. Já, margs er að minnast og margs er að sakna. Að lokum sendi ég innilegar samúðarkveðjur til Steina, barna þeirra, tengdabarna og barna- bama, systkina hennar og annarra aðstandenda. Vinkonu minni bið ég fararheilla á nýrri vegferð. Blessuð sé minning hennar. Regína Rist. með þeim og höfðu þau gaman af heimsóknum hans. Með Pétri er genginn ljúfur og traustur heimilisvinur. Þökkum við honum sámfylgdina og vottum skyldmennum hans samúðar. Lilja Guðmundsdóttir og fjölskylda. Borvél SBE 500 R Verð áður:9.562 kr. Verð nú: 7.998 kr. Verð áður:30.353 kr. Verð nú: 25.498 kr. BRÆÐURNiR .___________________ Lágmúla 8-9. Sími 38820 MOTTAKA SORPS um jól og óramót Móttökustöð SORPU í Gufunesi verður opin sem hér segir!9. des.-2 jan.: opið: gjaldskrá: 19. des. 21. des. 22. des. 23. des. 24. des. 25. des. 26. des. 27. des. 28. des. 29. des. 30. des. 31. des. 1. jan. 2. jan. laugardag 7:30 mánudag 6:30 þriðjudag 7:30 Þorláksmessu 7:30 aðfangadag jóladag annan dag jóla sunnudag mánudag þriðjudag miðvikudag gamlársdag nýjársdag laugardag 6:30 7:30 7:30 7:30 -17:00 m. 20% álagi -19:00 venjuleg * ■19:00 venjuleg * ■ 19:00 venjuleg * lokaö lokaö lokaö lokaö -19:00 venjuleg * -19:00 venjuleg * -19:00 venjuleg * lokað lokað -17:00 m.20%álagi Gámastöðvar SORPU verða opnar sem hér segir um jól og áramót: 24. des. aðfangadag, opið 10:00-14:00 25. des. jóladag, lokaö 26. des. annandag jóla, opið 12:00-18:00 31. des. gamlársdag, opið 10:00-14:00 1. jan. nýjársdag, lokaö Alla aöra daga veröa gámastöðvarnar opnar eins og venjulega frá kl. 10:00 til 22:00 * Venjuleg gjaldskrá= tfmastýrö gjaldskrá: Tímastýring gjaldskrár, allir flokkar nema eyðing trúnaðarskjala. 80% af gjaldskrá gildir til kl. 10:00,100% gjaldskrá kl. 10:00 -15:30 120% gjaldskrá gildir frá kl. 15:30 - lokunar. S0RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, 112 Reykjavík, sími 67 66 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.