Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992
Islensk bók-
menntasaga
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
íslensk bókmenntasaga I eftir
Guðrúnu Nordal, Sverri Tómas-
son og Véstein Olason. (625 bls.)
Mál og menning 1992.
Mál og menning hefur með þess-
ari bók ráðist í það stórvirki, að
gefa út íslenska bókmenntasögu frá
upphafi til okkar daga. Hér er um
að ræða fyrsta bindið í fjögurra
binda heildarverki sem mun birtast
á allra næstu árum.
Til eru nokkrar útgáfur af ís-
lenskri menningar- og bókmennta-
sögu sem hafa byrjað með voldugu
I. bindi og góður hugur fylgt um
framhald sem ekkert varð síðan úr.
Útgefendur íslenskrar bókmennta-
sögu gefa í formála fyrirheit um að
hér hafi dæmið verið hugsað lengra.
Annað bindi er fullsamið og kemur
út á næsta ári. Ekki er tilgreint
hvenær von er á 3. og 4. bindi, ein-
göngu sagt að þau „munu fylgja
fast á hæla 2. bindis“. Það er skyn-
samlegt að lofa ekki ákveðnu út-
gáfuári enda skiljanlegt að 4. bind-
ið, þar sem gerð er grein fyrir ís-
lenskum nútímabókmenntum, krefj-
ist lengri tíma og meiri yfirlegu en
hin bindin. Þar þarf að leggja af
mörkum frumvinnu sem hefur verið
unnin um íslenskar bókmenntir fyrri
alda.
í bindinu, sem hér er tii umfjöll-
unar, er greint frá upphafi bók-
mennta í landinu sem nær raunar
langt aftur fyrir eiginlegar „bók“-
menntir. Meginhlutar bókarinnar
snúast um eddukvæði, dróttkvæði,
veraldlega sagnaritun (íslendinga-
bók, Landnámu, konungasögur,
Sturlungu og biskupasögur), kristn-
ar trúarbókmenntir og ýmsan er-
lendan vísdóm og forn fræði. Þetta
er býsna mikið efni og þó ekki allt
talið sem vænta mætti að ætti hér
heima. Um íslendingasögurnar verð-
ur fjallað í 2. bindi, ásamt fornald-
ar- og riddarasögum, trúarlegum
lausamálsbókmenntum á 14. og 15.
öld. í lokakafla þess bindis verður
fjallað um íslenskar bókmenntir frá
siðaskiptum til upphafs 18. aldar.
Samkvæmt þessu er sláandi að um-
Qöllun um 250 ára tímabil íslenskrar
bókmenntasögu skuli eiga að rúmast
í einum kafla.
Fyrir hvern er þessi nýja bók-
menntasaga miðuð? Er hún skrifuð
fyrir kennara og fræðimenn, eða
fyrir það meðaltal sem nefnt er „al-
menningur“? Ritstjórar verksins í
heild, þeir Halldór Guðmundsson og
Vésteinn Ólason, svara þessum
spurningum svo: „Megináherslan er
lögð á að lýsa bókmenntunum og
segja sögu þeirra með þeim hætti
að skiljanlegt sé og örvandi fyrir
hvern sem áhuga hefur, án tillits til
skólagöngu eða fræðilegrar þekk-
ingar.“ Þetta verður óneitanlega að
teljast háleitt markmið. Það er gleði-
legt að sjá að bókinni er ekki ein-
göngu ætlað vera við hæfi sem
flestra heldur skal hún vera „örv-
andi“. Þetta hlýtur að eiga að skilj-
ast svo að áhersla verði lögð á að
framsetning, stíll og frágangur laði
að. Freistandi er að binda meginsjón-
arhornið í þessum blaðadómi við
þessa afstöðu ritstjóranna.
Höfundar þessa bindis bók-
menntasögunnar eru þrír: Guðrún
Nordal./Sverrir Tómasson og Vé-
steinn Ólason. Vel má búast við að
samleikur þeirra þriggja hafi þurft
að ganga gegnum visst þróunar-
ferli, bæði hvað varðar stíl, efnistök
og byggingu. Óhætt er að fullyrða
að ósamkvæmni í þessum þáttum
verður ekki vart svo til vánsa sé.
Maður tekur þessa bók í hendur sem
eina heild og les hana sem slíka,
ótruflaður af þeirri vitneskju að höf-
undar eru þrír.
Þótt ekki verði vart ósamkvæmni
í stíl höfundanna þriggja má þó full-
yrða að hann sé fjölbreytilegur. All-
ir eru höfundar háskólakennarar og
ber framsetning bókarinnar slíku
bæði jákvætt og neikvætt vitni. Um
fræðileg tök á efninu þarf ekki að
efast. Alla jafna eru einstökum bók-
menntagreinum gerð jafn ýtarleg
skii og rammi bókarinnar leyfir.
Stíllinn er allt í senn: fræðilegur og
alþýðlegur, vekjandi og svæfandi,
liðugur og stirður. Lítum á dæmi
þar sem stfllinn er örvandi. í inn-
gangj um Eddukvæði segir m.a.:
„Hvaða augum eigum við þá að líta
kvæðin eins og þau eru til okkar
komin? Menn hafa spurt hvort þau
séu íslensk eða norsk, jafnvel dönsk
eða þýsk. Menn hafa einnig spurt
hve gömul þau séu, og reynt að
skipta þeim í aldursröð frá 9. öld -
Guðrún Nordal
sumir vilja þó fara enn lengra aftur
- og fram á þá 13. Þá er einatt
eins og menn hafi séð fyrir sér
ákveðið skáld, sem einn góðan veð-
urdag, t.d. á þorra árið 900, reis úr
rekkju sinni og hafði ort kvæði sem
hann þuldi yfir nærstöddum..."
Þetta smábrot sýnist mér hafa
alla burði til þess að krækja í at-
hygli þess sem hefur þó ekki sé
nema snefil af áhuga á fornum fræð-
um. Skiptir þá ekki máli hvort hann
hafí eitthvað velt fyrir sér eddu-
kvæðunum eða ekki. Það eitt að
setja fram spumingu í upphafi efnis-
greinarinnar lofar strax góðu. Svið-
setningin á skáldinu sem reis úr
rekkju á þorra árið 900 undirstrikar
einnig að verið er að tala um raun-
verulegt fólk, raunveruleg skáld, en
ekki eingöngu endalausar tilgátur
um óhlutbundin efni.
Dæmi um það þegar stíll og efni-
stök beinlínis fæla lesandann er þeg-
ar fjallað er um bragfræði fornkvæð-
anna. Hér dettur frásögnin niður og
verður helst til fræðileg til að geta
haft almenna skírskotun, en samt
tæpast nógu fræðileg ýil að þjóna
fræðilegum tilgangi: „í fornu máli
var lengd sérhljóða ekki stöðubundin
eins og hún er í nútímamáli, og voru
áhersluatkwæði því ýmist löng eða
stutt. Löng voru atkvæði sem í voru
löng sérhljóð - á, é, í, ó, ú, ý, æ...“
(bls. 63). Hætt er við hinn „almenni
lesandi“ fái hér þokukennda hug-
mynd um það sem er verið að ræða.
Hve margir væntanlegir lesendur
bókmenntasögunnar vita hvað
„stöðubundin lengd sérhljóða" er?
Hér sýnist mér hefði þurft að gera
annað tveggja: að sleppa því að
reyna að útskýra hluti sem lítill hluti
væntanlegra lesenda hefur forsend-
ur til að skilja, eða fara dýpra í efn-
ið og skilja það frá megintexta, t.d.
með smærra letri eða skyggðum
Sverrir Tómasson
ramma (eins og víða er gert í bók-
inni). Allir kennarar, jafnt grunn-
skólakennarar sem háskólakennar-
ar, koma sér upp ákjósanlegustum
tjáningarhætti fyrir sinn nemenda-
hóp. Kennara, sem hefur farið oftar
í tiltekið efni en hann kann tölu á,
er hætt við því að tala fram hjá
nýjum viðtökuhóp. Eðlilega er erfitt
- en eigi að síður nauðsynlegt -
að renna sér úr viðteknu tjáningarf-
ari þegar fræða skal nýjan viðtöku-
hóp sem í ofanálag er harla sundur-
leitur.
Fyrir kemur að skýringar á bók-
menntagreinum séu fastar í fari
hefðarinnar. T.d. er lýsingin á forn-
um bragarháttum bæði þurr, gam-
aldags og beinlínis fráhrindandi.
Fjallað er um bragarhættina á svip-
aðan hátt og fiðlu væri lýst sem
samblöndu af hrosshári og timbri
en því mikilvægasta sleppt, sjálfum
tónunum sem úr henni koma. Á bls.
64 fær lesandinn að sjá upphafið
að snilldarlegri siglingavísu Egils
sem hefst á orðunum: „Þéi höggr
stórt fyr stáli / stafnkvígs á veg
jafnarí' þá eingöngu í tengslum við
bragfræðiútskýringar. Að öðru leyti
er honum vísað á bls. 235; vísan
birtist fyrst í heild sinni þar sem
fjallað er um skáldskap Egils. Nú
spyr önugur lesandi og stúrinn kenn-
ari: Hefði ekki verið vænlegra að
brjóta upp staðnaða hefð og kynna
einstök kvæði í heild, búta þau síðan
sundur eftir efni þeirra, orðskipan
og bragarháttum? Er ekki eðlilegra
að virða listaverkið fyrir sér í heild
(að svo miklu leyti sem það er hægt)
áður en farið er að sundurgreina
það? Sá sem hér ritar þykist gera
sér grein fyrir því að það er bæði
óhemju erfitt en um leið fádæma
ögrandi að útskýra og túlka íslensk
fornkvæði fyrir ungum Islendingum.
Auk þess að leiða skýringarnar frá
Vésteinn Ólason
heild til hluta hefði komið til álita -
þótt slíkt sé aukaatriði - að beita
nútímatækni í prentun og uppsetn-
ingu til að auðvelda frekar viðtöku
á flókinni orðlist.
Frágangur bókarinnar er í heild-
ina til sóma. Oft er hluti úr þeim
bókmenntatexta, sem um er rætt
hveiju sinni, tekinn út í skyggðan
ramma. Slíkir rammar eru alltaf
álitamál; sé þeim komið fýrir öðru
hveiju geta þeir verið mikilvægir
sem eins konar „lesönglar", fengið
lesandann til að staldra við á ákveðn-
um stöðum til að lesa.
Bókin er ríkulega myndskreytt og
er myndaval til sóma. Þótt hér sé
ljallað um orðsins list er það einu
sinni svo að mynd getur lýst hug-
myndum og hlutum betur en mörg
orð. T.d. er vel til fundið að sýna
mismunandi hugmyndir myndlistar-
manna um mótsagnakennda heims-
sýn Snorra Eddu og Völuspár. Allar
myndirnar eru svart-hvítar sem út
af fyrir sig setur persónulegt mark
á bókina á tímum litagleði og sund-
urgerðar. í eintakinu, sem þessi les-
andi hafði undir höndum, voru samt
einstaka myndir fulldökkar og
ógreinilegar (bls. 310, 405, 407).
Ýtarleg skrá yfir heimildir og
skýringar er aftarlega í bókinni og
aftast er nafnaskrá.
í þessum takmarkað blaðadómi
hefur aðeins gefist tækifæri til að
staldra við fáeina þætti verksins,
vonandi tekst að fjalla nánar um
aðra þætti í næstu bindum.
Ekki verður skilist við fyrsta bindi
nýrrar íslenskrar bókmenntasögu án
þess að fullyrða að hér er um að
ræða metnaðarfullt og löngu tíma-
bært verk sem væntanlega gefur
núlifandi og upprennandi kynslóðum
tækifæri til þess að nálgast þjóðar-
arfinn á aðgengilegan máta.
Varðveisla gxillkorna
_________Bækur______________
Valdimar Kristinsson
Fjörið blikar augum í
Samantekt: Albert Jóhannsson.
Teikningar á kápu: Pétur Behr-
ens. Prentum Steinholt. Utgef-
andi: Orn og Orlygur, 184 síður
Kveðskapur og hestamennska
hafa löngum átt samleið. Sá er
þékkir til kosta hestsins og töfra
hans þarf ekki að undra að hann
verði hagyrðingum og skáldum
áleitið yrkisefni. Þau hughrif sem
íslenski hesturinn veldur eru vel til
þess fallin að skapa stöku eða heil-
an kvæðabálk. Þær eru margar vís-
urnar sem hafa verið gerðar í gegn-
um tíðina, misgóðar að sjálfsögðu,
en þó ótrúlega margar vel kveðnar.
Hlutskipti þeirra margra er að falla
í glatkistuna og gleymast. Nokkrar
verða fleygar og velkunnar meðal
almennings eða hestamanná. Um
árabil var í tímaritinu Hesturinn
okkar vísnaþáttur þar sem birtar
voru hestavísur úr ýmsum áttum,
oftast lofgjörð tii hestsins. Albert
Jóhannsson frá Skógum, fyrrver-
andi formaður Landsambands
hestamannafélaga, hafði umsjón
með þessum þætti um árabil og
sinnti honum vel og dyggilega, enda
mikill áhugamaður um kveðskap
og hestamennsku og vel hagmæltur
sjálfur.
Af þessu leiddi að Albert hóf
söfnum á hestavísum og var kominn
með mikinn fjölda vísna þegar yfir
lauk, en í formála segir Albert að
þegar ekki þótti lengur svara kalli
tímans að hafa hestavísnaþátt í
málgangi LH hafí hann setið uppi
með safnið og ekki vitað hvað hann
ætti við það að gera. Þá hafi þeirri
hugmynd skotið upp í kollinum að
velja úr því til útgáfu í bók. Þetta
hefur allt gengið eftir og er bókin
„Fjörið blikar augum í...“ komin út
fyrir sjónir manna með hátt í þús-
und vísur innanborðs. Vafalítið
verða margir þakklátir Alberti fyrir
að bjarga þessum gullkornum, sem
fullyrða má að langflestar vísumar
séu. Bókin er í brotinu A5 og fer
vel í hendi. Sjálfsagt munu einhverj-
ir lestrarhestar lesa bókina frá byij-
un til enda í einni lotu en líklegt
má telja að hún verði þaulsetin á
náttborði margra hestamanna.
Hvað er notalegra áður en lagt er
á hinar víðu lendur draumlandsins
á draumafáknum eina og sanna en
að taka bók Alberts sér í hönd og
ná flugí með innblæstri frá vísum
eins og þessari, sem er eftir Hall-
grím Jónasson:
Hófatak og fáksins fjör
finn ég vaka í svörum
Létt á baki i fleygi-för
flýgur staka af vörum.
Aftast í bókinni er bókarauki þar
sem Albert birtir nokkrar vísur eft-
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Albert Jóhannsson.
ir sjálfan sig. Hann segir reyndar
að það kunni að verða talið sér til
fordildar að tína í lokin saman vísur
úr eigin smiðju, en eðlilegt ef haft
er í huga að hann hefur bæði áhuga
á hestum og vísnagerð og er vel
hægt að fallast á það. Fer vei á
ljúka umfjöllun um þessa ágætu bók
með vísum eftir Albert sjálfan:
Hlaupaiipur, hugumstór,
höfðingssvipinn ber ’ann.
Stígur lipurt stæltur jór,
stólpagripur er ’ann.
inn’ í sinni átti draum,
einn að finna svona.
Hugarkynni, heitan straum,
- hestinn minna vona.
Bók um Millu
Bókmenntir
Eðvarð Ingólfsson
Gunilla Bergström:
Milla getur ekki sofið.
Þýðing: Sigrún Árnadóttir.
Mál og menning 1992.
Bækur Gunillu Bergström hafa
notið mikilla vinsælda hjá yngstu
kynslóðinni hérlendis. Einar Áskell
er orðinn þjóðkunnur — en nú er
komin út sjálfstæð bók um bestu
vinkonu hans, Millu.
Sagt er sagt frá því þegar Milla
verður andvaka eitt kvöldið og líður
illa. Við fáum að fylgjast með um-
brotunum sern eiga sér stáð í sálar-
tetri hennar. Dregnar eru upp
sterkar andstæður dags og nætur,
séðar frá sjónarhóli barns: Það er
voða, voða langt á salernið í myrkr-
inu, gatan fyrir utan er afskaplega
einmanaleg og Milla sér móta fyrir
ýmsum dýrum í fatahrúgu á stóln-
um.
Bergström hefur það fram yfir
marga listamenn að vera jafnvíg á
texta og myndir, auk þess sem hún
er einkar næm á hugarheim barna.
Hún notar liti mjög hugvitssamlega
til að tákna líðan Millu. í síðustu
opnunni, þegar hún vaknar til nýs
dags, birtir skyndilega yfir öllu og
skærgulur litur veldur nánast of-
birtu í augum. Sögulokin eru því
Gunilla Bergström
áhrifamikil. Þessi saga hentar vel
til að uppörva myrkfælin börn. ■
Letrið er stórt og setningamar
stuttar eins og vera ber í bók fyrir
yngstu kynslóðina. Orð lítils snáða
á fjórða aldursári, sem ég las bók-
ina fýrir, eru kannski bestu með-
mæli sem hægt er að gefa henni:
„Pabbi, lestu hana aftur!" - Allur
frágangur er til mikillar fyrirmynd-
ar.