Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 23 Arkitektúr í Hafnarfirði '2-2. désember 1992*5,* J ,/ 7 'V-^V Myndllist Eiríkur Þorláksson Það hefur fjölgað geysilega í stétt arkitekta síðustu ár, og nú eru um 145 íslendingar við nám í arkitektúr og innanhússarki- tektúr við erlendar menntastofn- anir. Það segir sig sjálft, að ein- ungis hluti þessa stóra hóps get- ur gert sér vonir um að geta starfað í þessum greinum hér á- landi í náinni framtíð; núverandi kreppuástand gerir slíkt enn ólík- legra. Samkeppnin verður því mikil, og er ekki ólíklegt að þeir sem hafa tekið hluta námsins hér á landi kunni að standa eitthvað betur að vígi á vinnumarkaðinum fyrir vikið. Arkitektafélag íslands hefur um nokkurt skeið barist fyrir að hér yrði stofnaður arkitektaskóli, og þessi menntun þannig færð inn í landið. Þetta hefur ekki fengið miklar undirtektir ennþá, en beðið er eftir að lög um Lista- háskóla íslands verði samþykkt á Alþingi, en í þeim yrði væntan- lega heimildarákvæði um kennslu í arkitektúr. En sem fyrsta skref á þessu sviði hefur Arkitektafé- lagið tekið upp samvinnu við er- lendan skóla um kennslu hér á landi. í ágústmánuði hófu sextán nemendur við Arkitektaháskól- ann í Osló vinnu hér á landi við verkefni í eina námsönn, sem nú er lokið, og er afraksturinn uppi- staðan í sýningu sem stendur yfir í Sverrissal Hafnarborgar í Hafnarfirði. I hópnum eru tíu íslenskir nemendur og sex norsk- ir, en aðalkennarar þeirra hafa verið arkitektarnir Valdís Bjarnadóttir og Steve Christer; skipulagsyfirvöld í Hafnarfírði, sem og menntamálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, borgar- skipulag og fleiri aðilar hafa stutt þetta verkefni dyggilega. Það er nokkuð þröngt um sýn- inguna í salnum, og uppsetningin auðveldar gestum ekki að skoða verkin, heldur þvert á móti. Heildarsvipurinn ber keim af inn- setningu, þar sem dót úr Rafha- verksmiðjunni (þar sem hópurinn hafði vinnuaðstöðu) er notað til skreytingar, og vinnumyndir eru hengdar niður úr lofti, en ekki á veggi. En þegar verkefnalýsing- ar hafa verið athugaðár, kemur í ljós að vinnuteikningum er rað- að skipulega, þó stundum þurfi að leita þess sem á saman. Þær hugmyndir sem nemend- ur hafa unnið úr eru eins fjöl- breyttar og þær eru margar. Þarna getur að líta félagsmið- stöðvar eða athvörf, íbúðarbygg- ingar, fæðingaheimili, glasa- Hafnfirsk verk arkitektanema. fijóvgunarstöð, stjörnu- og jarð- skjálftaathugunarstöð, verk- smiðjur og umferðaræðar; alls staðar er það byggð og landslag Hafnarfjarðarbæjar sem er ráð- andi þáttur í verkunum. Nemendur hafa útfært hug- myndir sínar á mismunandi vegu. Sumir hafa lagt fram ítarlegar teikningar, aðrir hafa byggt mód- el, en nokkrir hafa lagt meira upp úr tengslum landsins og byggingarinnar. Ýmsar hug- myndanna virðast fyrst og fremst athugun á tengslum rýmis og til- gangs bygginganna, og leggja mest upp úr ytri áhrifum, en aðrar væri forvitnilegt að sjá í framkvæmd; hér má nefna hug- myndir Sigríðar Önnu Eggerts- dóttur um íbúðir við hafið og þá kjarnatengingu sem Anna Mar- grét Tómasdóttir leggur til í verk- efni sínu, „Stiklað í hrauni". Hugmynd Þorleifs Eggertssonar um vatnsátöppunarverksmiðju við Kaldá er vel útfærð og fellur vel inn í landið, og tillaga Sissel Rúbe um stjörnu- og jarðskjálfta- athugunarstöð virðist skemmti- leg verkfræðiþraut við fyrstu sýn. Fleira forvitnilegt mætti nefna af því sem hér getur að líta, en hér skal látið staðar numið. Sú tilraun, sem hér hefur verið gerð til að færa hluta af námi arkitekta framtíðarinnar inn í landið, er allrar virðingar verð, og vel til þess failin að beina athygli að nýjum og oft óvenju- legum hugmyndum til lausnar skipulagsverkefnum. Hvort ein- hveijar þeirra hugmynda sem hér sjást eru nothæfar eða ekki skal ósagt látið, en þó kæmi ekki á óvart að hluti þeirra yrði að veru- leika í framtíðinni, þó það verði ekki alveg á næstu árum; stækk- andi bær getur alltaf notað nýjar hugmyndir. - Sýningin á hafnfirskum verk- um arkitektanemanna frá Osló í Hafnarborg stendur til þriðju- dagsins 22. desember. Jj^diMífínal^þiÖnu^a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.