Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 72
Nefnd viðskiptaráðherra um ríkisbanka skilar áliti Morgunblaðið/Ingvar Rannsókn á vettvangi Bíll mannsins fannst á svæði Björgunar. Óljóst var um atvik málsins í fyrstu og kannaði lögreglan hvort fleira fólk væri þar að finna. I hættu út af kælingu MAÐUR fannst blautur og hætt kominn vegna ofkælingar inni á skrifstofu Björgunar við Sævarhöfða í Reykjavík í gærkvöldi. Þangað inn virtist maðurinn hafa brotið sér leið til að hringja eftir aðstoð. Að sögn lögreglu var í gær- Samkvæmt upplýsingum Morg- kvöldi ekki ljóst hvað komið hafði unblaðsins var líkamshiti manns- fyrir manninn, en bifreið í eigu ins 29 gráður við komu á slysa- hans fajinst á svæðinu og virtist deild en ekki fengust aðrar upplýs- henni hafa verið ekið niður bratta, ingar um líðan hans gærkvöldi en grýtta hlíð sem liggur milli svæðis þær að hann væri talinn í lífs- Björgunar og Eldhöfða. hættu. Málningarmálið Fjögurra ára fangelsi HÉRAÐSDÓMUR ReyKjavík- ur dæmdi í gær tvo menn, Hallgrím Ævar Másson, 49 ára, og og Stefán Einarsson, 43 ára, í 4 ára fangelsisvist hvom fyrir að hafa í samein- ingu staðið að innflutningi á 65,5 kg af hassi í málningar- fötum. I dómi Sverris Einarssonar héraðsdómara kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi verið tekið tillit til þess hve lengi dróst að dæma í málinu en brot mann- anna voru framin á árunum 1985 til 1987. Sjá miðopnu DAGAR TIL JÓLA Ríkisbönkum breytt í hlutafélög í sumar NEFND sem viðskiptaráðherra skipaði til að gera tillögur um hvern- ig standa eigi að breytingu á ríkisbönkunum í hlutafélög leggur til að Landsbanki íslands hf. og Búnaðarbanki íslands hf. taki til starfa og yfirtaki starfsemi ríkisbankanna 1. júlí 1993. Telur nefndin rétt að ríkisábyrgð verði á innstæðum og innlendum og erlendum skuld- bindingum í tvö ár frá stofnun bankanna. Einnig leggur nefndin til að áfallnar lífeyrisskuldbindingar rikisbankanna vegna stjórnenda og annara starfsmanna miðað við 30. júní verði yfirteknar af ríkissjóði. Nefndintelur að án efa hafi eign- arhald ríkisins á ríkisbönkunum og ábyrgð þess á skuldbindingum þeirra átt þátt í að byggja upp það traust sem Landsbankinn og Bún- aðarbankinn njóta. Ekki sé rétt að tefla í tvísýnu hvað þetta varðar. Þá er bent á að afnám ríkisábyrgð- ar af erlendum skuldbindingum geti haft þau óæskilegu áhrif að draga úr framboði á erlendu lánsfé og stytta lánstíma á þeim erlendu lánum sem standa til boða. Rétt sé að fara varlega í þessum efnum. í árslok 1991 hafði Landsbank- inn lagt til hliðar 1.765 milljónir kr. til að mæta áætluðum lífeyris- skuldbindingum að upphæð 2.538 milljónir kr. Á sama tíma hafði Búnaðarbankinn lagt til hliðar jafn- háa upphæð og nam skuldbinding- um hans eða 1.176 milljónir kr. Verði farið að tillögum nefndarinn- ar og ríkissjóður yfirtaki þessar líf- eyrisskuldbindingar mun það bæta fjárhagsstöðu ríkisbankanna sem nemur rúmlega 3,7 milljörðum króna miðað við stöðuna í árslok 1991. Varðandi stefnu ríkisins um sölu á hlutabréfum í bönkunum er lagt til að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir samþjöppun fjár- málavalds, svo sem með reglum um að einstakir aðilar eða fjárhags- lega tengdir aðilar megi ekki kaupa nema tiltekið hámark af hlutum í bönkunum. Sjá einnig bls. 33. Loðmundarfirði Fundust heil á húfi í Húsavík „Það var verst að geta ekki lát- ið vita af sér heim,“ sagði Jón Sveinsson bóndi á Grund á Borgar- firði eystra í gær. Menn af varð- skipinu Tý sóttu hann og Danielu Liöchte, svissneskan dýralækna- nema, í gærmorgun en þau höfðu leitað skjóls í eyðibýlinu Húsavík norður af Loðmundarfirði aðfara- nótt sunnudags. Þar voru þau að vitja hrossa á vetrarbeit þegar gerði slæmt veður. Leit hafði stað- ið yfir í tæpan sólarhring, með þátttöku björgunarsveita frá Borgarfirði, Egilsstöðum og Seyð- isfirði, auk Landhelgisgæslunnar. Jón sagði þó að aldrei hafi ver- ið tvísýnt með þau enda væri hann kunnugur á þessum slóðum. Sjá nánar á miðopnu. Sólarhrings leit að karli og konu sem saknað var í FÓlkÍð sÓtt Morgunblaðið/Árni Jónasson Varðskipsmenn hjálpa Jóni Sveinssyni og Daniellu I Jón segir að þau hafi aldrei verið í hættu þar sem Liöchte um borð í gúmmíbát í fjörunni í Húsavík. | hann væri kunnugur á þessum slóðum. Glórulaus norðlensk stórhríð, snjóflóðahætta og skip yfirgáfu miðin og leituðu vars Hús rýmd á Siglufirði ALMANNAVARNANEFND Siglufjarðar ákvað á fundi í gærkvöldi að rýma sex hús í bænum vegna snjóflóðahættu. Hús þessi eru annars vegar sunnarlega í bænum und- ir svokölluðu Strengsgili og hins vegar mið- svæðis í bænum undir Gimbraklettum. Að sögn Erlings Óskarssonar, formanns al- mannavarnanefndar, var einnig ákveðið að helstu leiðum innanbæjar yrði lialdið opnum i alla nótt. Nefndin fundar aftur árdegis. Erlingur Óskarsson segir að fólk sem á heima í þessum húsum hafi fengið gistingu hjá ætt- mennum, vinum og kunningjum í bænum. Sumt þeirra hafði þegar ákveðið að rýma húsin áður en nefndin tók ákvörðun í málinu. „Norðvestan áttin er hættulegust hérna hvað snjóflóðahættu varðar og fólkið veit það,“ segir Erlingur. Engin skip voru á miðunum fyrir norðan og vestan land í nótt og þau skip sem voru á Vestfjarðamiðum höfðu annaðhvort leitað vars í ísáfjarðarhöfn eða undir Grænuhlíð og í Dýra- fírði. Sex togarar og flutningaskipið Búrfell lágu við stjóra undir Grænuhlíð. Jóhannes Þor- varðarson, skipstjóri á rækjutogaranum Mar- gréti EA, sem verið hafði undir Grænuhlíð í tvo sólarhringa í gærkvöldi, segir að togarar hafí leitað vars á þessum slóðum frá ómunatíð og raunar hefði staður þessi hlotið viðumefnið „Hótel Grænahlíð" af þeim sökum. „En það er lítil þjónusta á þessu hóteli," segir Jóhannes. í gærdag voru 14 skip í vari undir Grænuhlið en helmingur þeirra sigldi inn til ísafjarðar. Einar Sveinbjömsson veðurfræðingur segir að lýsa megi veðri jiessu sem „glórulausri norð- lenskri stórhríð". I dag er svo reiknað með að veður þetta nái yfir allt land en að vindhraðinn verði minni sunnanlands, eða 8-10 stig, og að snjókoman verði einnig minni en hún varð á Norðurlandi í nótt. Reykvíkingar verða áþreif- anlega varir við veður þetta í dag því Veðurstof- an áætlar að vindhraðinn i borginni verði um 9-10 stig á hádegi. Björgunarsveitir áttu að vera í viðbragðststöðu í borginni frá um klukk- an fimm í morgun. Sjá einnig fréttir á bls. 4 og 41. Sex togarar og eitt flutningaskip leituðu vars vegna norðvestan óveðurs undir Grænuhlíð í gær og nótt og nokkur skip leituðu vars inni á Dýrafirði. Látra- bjarR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.