Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 33
Fyrirhuguð breyting á ríkisbönkum í hlutafélagsbanka
Rfldsábyrgð verði í tvö ár frá
stofnun þeirra l.júlí 1993
Ríkissjóður yfirtaki áfallnar lífeyrisskuldbindingar bankanna
NEFND sú sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra skipaði til að gera
tillögur um hvernig standa beri að breytingum á ríkisbönkunum,
Landsbanka og Búnaðarbanka, yfir í hlutafélagsbanka hefur skilað
áliti sinu í skýrslu til ráðherra. Nefndin leggur til að hlutafélagsbank-
arnir Landsbankinn hf. og Búnaðarbankinn hf. taki til starfa og yfir-
taki starfsemi ríkisbankanna 1. júlí 1993 og jafnframt að ríkisábyrgð
verði á innistæðum þeirra og innlendum skuldbindingum i tvö ár frá
stofnun. Einnig leggur nefndin til að áfallnar lífeyrisskuldbindingar
rikisbankanna vegna stjórnenda og annara starfsmanna miðað við
30. júni verði yfirteknar af ríkissjóði. Þá leggur nefndin til að ítarleg
kynning fari fram á næstu mánuðum meðal starfsmanna, viðskipta-
vina og annara hagsmunaaðila.
Nefndin var skipuð þeim Ágústi
Einarssyni prófessor sem var for-
maður, Brynjólfi Helgasyni aðstoð-
arbankastjóra Landsbankans,
Hreini Loftssyni lögmanni og Sveini
Jónssyni aðstoðarbankastjóra Bún-
aðarbankans. Nefndinni var falið
að gera tillögur um aðgerðir sem
kynnu að vera nauðsynlegur und-
anf ari þess að stofnuð verði hlutafé-
lög um rekstur ríkisbankanna, svo
sem kynning málsins meðal starfs-
manna og viðskiptamanna. Einnig
var nefndinni ætlað að leggja mat
á væntanleg áhrif breytinganna á
íjárhagsstöðu bankanna. í áliti sínu
sér nefndin ástæðu til að undir-
strika að hlutverk hennar var ekki
að færa rök fyrir því hvenær eða
hvernig hlutabréf ríkissjóðs í hluta-
félagsbönkunum skyldu seld.
í helstu niðurstöðu nefndarinnar
þar sem m.a. er rætt um tímasetn-
ingu, ríkisábyrgð og lífeyrisskuld-
bindingar segir einnig að skattaieg
réttindi og skyldur ríkisbankana
verði yfirfærðar til hlutafélags-
bankanna. Ekki verði sett á fót
sérstök matsnefnd, eða matsnefnd-
ir, til að meta efnahagsliði ríkis-
liankanna á yfirtökudegi heldur
yfírfærist allar eignir og skuldir
ríkisbankanna til hlutafélagsbank-
anna á bókfærðu verði miðað við
30. júní 1993. Hlutafé verði ákveð-
ið lægra en eigið fé bankanna.
Sem fyrr segir er kveðið á um
ríkisábyrgð á innstæðum og inn-
lendum skuldbindingum en nefndin
leggur einnig til að ríkisábyrgð
verði á erlendum skuldbindingum
hlutafélagsbankanna í samræmi við
ákvæði um ríkisviðskiptabanka í
lögum um viðskiptabanka í tvö ár
frá stofnun þeirra 1. júlí 1993. Rik-
isábyrgð haldist á skuldbindingum
sem ríkisbankamir hafa stofnað til
fram að þeim tíma.
Starfsmannamál
Hvað starfsmannamál í tengslum
við breytinguna varðar leggur
nefndin áherslu á að hún skerði
ekki áunnin réttindi starfsmanna
bankanna. Verði þess ekki gætt
má búast við mikilli andstöðu þeirra
sem getur hæglega spillt málinu.
Bæði era starfsmenn margir, eða
um 1.600 stöðugildi, auk þess að
neikvæð afstaða þeirra getur haft
veraleg áhrif á afstöðu viðskipta-
vina og almennings.
Varðandi lífeyrismál og starfsör-
yggi leggur nefndin eftirfarandi til:
„Þeim starfsmönnum ríkisbank-
anna sem þiggja laun samkvæmt
kjarasamningum bankanna og
Sambands íslenskra bankamanna
verði boðið að yfirfæra ráðningar-
samning sinn með öllum þeim rétt-
indum og skyldum sem honum
fylgja, svo sem varðandi launalq'ör,
til hlutaðeigandi hlutafélagsbanka
í stað þess að vera sagt upp og
boðin endurráðning. Kjósi starfs-
maður að taka ekki við starfí hjá
hlutaðeigandi hlutafélagsbanka yf-
irfærir hann ekki ráðningarsamn-
ing sinn og verður litið á það sem
uppsögn af hálfu starfsmannsins
sem taki gildi að loknum uppsagn-
arfresti hans. Skýrt verði tekið
kveðið á um það að starfsaldur hjá
ríkisbankanum flytjist óskertur yfir
til hlutafélagsbankans þannig að
ekki verði um að ræða skerðingu á
ýmsum réttindum sem tengjast
starfsaldri."
Hvað bankastjóra, aðstoðar-
bankastjóra, útibústjóra og for-
stöðumenn endurskoðunardeilda
varðar, sem allir era ráðnir af bank-
aráðum ríkisbankanna, gildi sama
og greint er hér að framan. Hins-
vegar leggur nefndin einnig til hvað
þennan hóp varðar að í framvarpinu
um breytinguna verði kveðið á um
að þrátt fyrir ákvæði í ráðningar-
samningum þessara manna gildi
tólf mánaða gagnkvæmur uppsagn-
arfrestur nema kveðið sé á um
skemmri uppsagnarfrest í ráðning-
arsamningum. Þessi regla þurfi að
gilda þótt ekki sé fyrir hendi skrif-
legur ráðningarsamningur.
Ríkisábyrgð
Nefndin telur að án efa hafí
eignahald ríkisins á ríkisbönkunum
og ábyrgð þess á skuldbindingum
Doktor í haffræði
SIGRÚN Huld Jónasdóttir varði doktorsritgerð sína í haffræði 3. sept-
ember sl. við State University of New York í Stony Brook, Bandaríkjun-
um. Sigrún sérhæfði sig í sjávarlíffræði, en ritgerð hennar nefnist
„Chemical composition of food and the reproductive success of the
copepods Acartia tonsa, Acartia hudsonica and Temora longicomis".
Dómnefnd skipuðu Dr. Elizabeth M. Cosper og Dr. Cindy Lee frá State
University of New York, Dr. Michael R. Roman frá University of
Maryland og Dr. William T. Peterson frá National Marine Fisheries
Service-NOAA. Aðalleiðbeinandi var Dr. Darcy J. Lonsdale.
Markmið rannsókna Sigrúnar var
að kanna hvort efnasamsetning svif-
þörunga gæti skýrt stofnstærðar-
sveiflur krabbaflóa í sjó, en krabbaf-
lær (áta) era ein mikilvægasta fæða
seiða og margra smáfiska. Sigrún
mældi m.a. magn eggjahvítu, sykra
og fitusýra í þörungum og fylgdist
með eggjaframleiðslu þriggja
krabbaflóategunda og klaki eggj-
anna. Rannsóknin var framkvæmd
bæði á sjó og í rannsóknarstofu. Góð
fylgni fannst milli eggjaframleiðslu
og magns eggjahvítu og hlutfalla
nokkurra fitusýra í svifþörungum.
Gæði fæðunnar höfðu líka mikil áhrif
á klakárangur eggjanna. Rannsókn-
irnar leiddu einnig í ljós að þörunga-
blómar í sjó leiða ekki alltaf til auk-
innar eggjaframleiðslu, en efnasa-
metning þörungablómans hefur meg-
ináhrif á stjórnun krabbaflóastofn-
anna.
Sigrún Huld er dóttir hjónanna
Guðrúnar Vilborgar Guðmundsdótt-
ur og Jónasar Eysteinssonar, kenn-
ara. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð vor-
ið 1979, B.S. prófi í líffræði frá
Háskóla íslands vorið 1983, „honor“
þeirra átt þátt í að byggja upp það
traust sem Landsbankinn og
Búnaðarbankinn njóta. Nefndin
telur ekki rétt að tefla í tvísýnu
hvað þetta varðar og að lögbundið
verði að innistæður og skuldabréf
og víxlar sem gefin verða út af
hlutafélagsbönkunum í tvö ár frá
stofnun þeirra verði með
ríkisábyrgð. Með tilliti til þess að
lagt er til að ríkisábyrgð haldist á
öllum innstæðum í tvö ár telur
nefndin ekki ástæðu til sérákvæða
að öðra leyti varðandi bundið og
óbundið sparifé. Þó þurfi að taka
tillit til húsnæðissparnaðarreikn-
inga sem byggist á allt að 10 ára
bindingu og skattafslætti.
Hvað varðar ríkisábyrgð á er-
lendum skuldbindingum bendir
nefndin á að afnám hennar geti
haft þau óæskilegu áhrif að draga
úr framboði á erlendu lánsfé og
stytta lánstíma á þeim erlendu lán-
um sem standa til boða. Meirihluta-
eign ríkisins á bönkunum kynni þó
að draga úr þeim áhrifum. Til við-
bótar má nefna að bankar annars-
staðar á Norðurlöndunum hafa far-
ið í gegnum þrengingar á síðustu
misseram og ríkissjóðir landanna
þurft að koma þeim til aðstoðar.
Þetta ástand leiðir til þess að er-
lendir aðilar verða varkárari en ella
í viðskiptum við íslenska banka. í
ljósi þessa telur nefndin rétt að
fara varlega í þessum efnum og
leggur til að lögbundið verði að
hlutafélagsbankamir njóti ríkis-
ábyrgðar á erlendum skuldbinding-
um í tvö ár frá stofnun þeirra.
Fjárhagsstaðan bætt
um 3,7 milljarða
í umfjöllun nefndarinnar um ijár-
hagsstöðu bankanna segir m.a. að
nefndin leggi til að ríkissjóður yfir-
taki lífeyrisskuldbindingar ríkis-
bankanna. Með þessu móti vinnist
tvennt, í fyrsta lagi er eytt óvissu
starfsmanna og í öðru lagi styrkir
þetta ijárhagsstöðu ríkisbankanna.
I árslok 1991 hafði Landsbankinn
lagt til hliðar 1.765 milljónir kr. til
að mæta áætluðum lífeyrisskuld-
bindingum að upphæð 2.538 millj-
ónir kr. Á sama tíma hafði Búnaðar-
bankinn lagt til hliðar jafnháa upp-
hæð og nam skuldbindingum hans
eða 1.176 milljónir kr. Verði farið
að tillögum nefndarinnar og ríkis-
sjóður yfírtaki þessar lífeyrisskuld-
bindingar mun það bæta fjárhags-
stöðu ríkisbankanna sem nemur
rúmlega 3,7 milljörðum króna mið-
að við stöðuna í árslok 1991.
Við mat á ijárhagsstöðu ríkis-
Sigrún Huld Jónasdóttir
prófi í vatnalíffræði frá Háskóla ís-
lands haustlð 1984 og M.Sc. prófi í
haffræði frá School of Oceanograp-
hy, University of Washington í Se-
attle Bandaríkjunum í desember
1986.
bankanna leggur nefndin ekki til
að skipuð verði sérstök matsnefnd
þar sem ætla megi að ársreikningur
og árshlutauppggjör gefi rétta
mynd af fjárhagsstöðunni. Við
breytinguna 1. júlí 1993 leggur
nefndin til að til grandvallar verði
lagt endurskoðað árshlutauppgjör
30. júní 1993 og að hlutafé verði
ákveðið lægra en eigið fé bank-
anna. „Með því móti er myndaður
nokkur varasjóður auk þess sem
arðgreiðslur verða lægri heildarfj-
árhæð en ef hlutaféið samsvaraði
öllu eigin fé,“ segir í áliti nefndar-
innar. „Það gerir hlutafélagsbönk-
unum betur kleift að styrkja fjár-
hagslega stöðu sína ef stefnt er acf
því að efla starfsemina eða ef hagn-
aður er ekki nægjanlegur til að við-
halda eiginfjárhlutfalli. Þegar kem-
ur að sölu hlutabréfa í hlutafélags-
bönkunum verði þau verðmetin rétt
eins og gert hefur verið við sölu á
eignarhlut ríkissjóðs í öðram fyrir-
tækjum.“
Sala hlutabréfa
Nefndin telur afar biýnt að reynt
verði að skilja á milli breytingarinn-
ar í hlutafélagsbanka annarsvegar
og sölu á hlutabréfum í eigu ríkis-
sjóðs hinsvegar. Til að undirstrika
þetta leggur nefndin til að aðskilin
framvörp verði flutt um þessa tvo
þætti. I öðra þeirra verði einungis
ljallað um breytingu á ríkisbönkum
í hlutafélagsbanka og það væntan-
leg lagt fram í upphafí næsta árs
og í hinu síðara, sam lagt verði
fram á Álþingi þegar stjórnvöid
telja að aðstæður hafi skapast til
að selja hlutabréfin, verði ráðherra
veitt heimild til að selja hlutabréfin
og kveðið á um skilyrði ef um slíkt
verður að ræða.
Þrátt fyrir tvískiptingu málsins
telur nefndin afar mikilvægt að í
athugasemdum með framvarpinu
um breytingu á ríkisbönkum í hluta-
félagsbanka komi fram megin-
drættir í stefnu stjórnvalda um sölu
á hlutabréfunum. í því sambandi
nefndir nefndin einkum eftirfarandi
atriði:
„Aðgerðir til að koma í veg fyrir
samþjöppun fjármálavalds, svo sem
með reglum um að einstakir aðilar
eða íjárhagslega tengdir aðilar
megi ekki kaupa nema tiltekið há-
mark af hlutum í bönkunum.
I samþykktum hlutafélagsbank-
anna verði kveðið á um að einstak-
ir innlendir eða erlendir aðilar eða
fjárhagslega tengdir aðilar megi
ekki fara með nema tiltekið hlut-
fall af atkvæðum á hluthafafund-
um. Að mati nefndarinnar mætti
þetta hlutfall ekki vera hærra en
20%.
Starfsfólki bjóðist hlutabréf á
sérstökum greiðslukjöram eins og
gert hefur verið við sölu á hlutabréf-
um ríkissjóðs í öðrum fyrirtækjum
að undanförnu.“
Greinargerð Sveins Jónssonar
Með skýrslu nefndarinnar fylgir
sérstök greinargerð frá einum
nefndarmanna, Sveini Jónssyni,
sem m.a. telur að tillögur nefndar-
innar um áætlaða sölumeðferð
hlutabréfanna gangi of skammt og
hann telur af þeim sökum ekki tíma-
bært að festa tímasetningar um
framvindu málsins eins og gert er
í skýrslu nefnarinnar.
Sveinn varpar fram eftirfarandi
spurningum:
„Verður stefnan í sölu hlutabréfa
miðuð við að ná sem mestri sam-
stöðu um málið meðal starfsmanna,
viðskiptamanna og annarra hags-
munaaðila í bönkunum þannig að
viðskiptatrausti bankanna og mark-
aðsstöðu verði ekki teflt í tvísýnu?
Munu fjárþörf ríkissjóðs og að-
£33
stæður á hlutabréfamarkaðinum
ráða ferðinni í þessu efni fremur
en framangreind sjónarmið?
Kemur til greina að beina sölu á
bréfum ríkissjóðs, að minnsta kosti
í fyrsta áfanga, að ákveðnum mark-
hópum meðal viðskiptavina bank-
anna um allt land?
Kemur til greina að auk starfs-
manna fái tilteknir aðrir markhópar
sérstök greiðslukjör við kaup hluta-
bréfanna? ~
Verður þess jafnan gætt að sala
á hlutabréfum ríkisins raski ekki
áformum væntanlegra hlutafélags-
banka um útboð nýs hlutafjár þegar
slík útboð teljast nauðsynleg?"
Það er álit Sveins að á þessu
stigi málsins eigi ekki að festa tíma-
setningar í þessu máli, þ.e. að fram-
varp verð lagt fram strax í upphafi
næsta árs og að breytingin taki
gildi 1. júlí 1993, fyrr en það liggur
betur fyrir. Tímasetning eigi að
ráðast af nauðsynlegum undanfar-
andi þáttum eins og að hefja kynn-
ingu meðal starfsmanna ekki fyrr
en skýr stefnumörkun liggi fyrir
um sölu hlutabréfa í bönkunum.
Ekki eigi að skipta máli hvort fram-
varp verður lagt fyrir Alþingi í jan-
úar 1993 eða mars 1993. Það eigi
heldur ekki að skipta máli hvort
hlutafélagsbankar yfirtaki starf-
semi ríkisbankanna til dæmis 1.
janúar 1994 eða 1. júlí 1994 í stað
1. júlí 1993 eins og mælt er með í
nefndarálitinu.
Ath. Mikið úrval góðra bif-
reiða á lágmarksverði.
Greiðslukjör við allra hæfi.
Nissan Pick Up diesel '87, VSK-bíll, 5 g.,
ek. 90 þ. Gott eintak. V. 495 þús. stgr.
Honda Legend V-6 '88, sjálfsk., m/öllu,
ek. 56 þ. V. 1350 þús. stgr.
Isuzu Trooper LS '88, 5 g., ek. 109 þ.f 7
manna, rafm. í öllu of.l. V. 1150 þús.,
skipti.
VANTAR GÓÐA BÍLA
Á STAÐINN
Nissan Prairie 4x4 '88, 5 g., ek. 59 þ.,
2 dekkjag. o.fl. Gott eintak. V. 850 þús.
Mazda 323 LX ’89, 5 g., ek. 52 þ. V. 490
þús. stgr.
Mazda 929 GLX '87, steingrár, sjálfsk.,
ek. 56 þ., ABS, rafrúöur o.fl. V. 890 þús.,
sk. á ód.
G.M.C. Jimmy S-15 6.2 diesel '84,
sjálfsk., óvenju gott eintak. V. 980 þús.
Nissan Sunny GTi 2000 '91, 5 g., ek. 30
þ. Fallegur bíll. V. 1040 þús.
Chevrolet Crew Cap Stepside „Z-71
4x4 '92, hvítur, 8 cyl. (350), sjálfsk., ek.
26 þ. Mikiö af aukahl. V. 2.5 millj. (sk. á ód).
Suzuki Samurai Hi Roof '88, rauöur, 5
g., ek. 62 þ., mikið breyttur (lækkuð hlut-
föll, heitur knastás, flækjur o.fl.). Gott ein
tak. V. 790 þús.
Ford Explorer Eddi Bauer '91, sjálfsk.,
ek. 21 þ., m/öllu. V. 2.8 millj., sk. á ód.
Toyota Corolla Touring GLi 4x4 ’91, 5
g., ek. 31 þ. V. 1320 þús.
Lada Sport '88, 5 g., léttistýri, ek. 41 þ.
Gott útlit. V. aðeins 270 þús. stgr.
MMC Colt GL ’91, grásans, 5 g., ek. 19
þ. V. 750 þús. stgr.
MMC Lancer GLX 4x4 station ’91, 5 g
ek. 40 þ. V. 1050 þús. sk. ód.
MMC Pajero langur '88, bensin, 5 g., ek.
84 þ. Gott eintak. V. 1490 þús., sk. á ódN
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut,
Kópavogi, sími
671800
Mazda 323 1.5 GLX Sedan '87, blár,
sjálfsk., ek. 72 þ. Toppeintak. V. 390 þús.
Nissan Sunny SGX Coupé '87, rauður, 5
g., ek. 95 þ. V. aðeins 390 þús. stgr.
Nissan Patrol 6 cyl., '87, hvítur, 5 g., ek.
56 þ., 33“ dekk o.fl. V. 1080 þús. stgr.