Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 Annáll hesta og knapa Bókmenntir Sigurjón Björnsson Guðmundur Jónsson, Þorgeir Guðlaugsson: Hestar og menn 1992 Arbók hestamanna Slyaldborg 1992, 254 bls. Þessi árbók hestamanna, sem svo nefnist, kemur nú út í sjötta sinn. Er hún því orðin nokkur rit- röð og svo sannarlega hin skemmtilegasta eign. Það er aug- ljóst að þetta ritverk er komið af erfiðustu bemskuárum og líklegt að því auðnist langlífí. Með sama sniði er árbókin og verið hefur, enda sæmir ekki annað. Brot, út- lit og uppsetning er sams konar. Efnislega er sömu línum fylgt. Greint er frá helstu hestamótum ársins. Þættir eru um hrossarækt og sögu móta. Viðtöl eru við nokkra menn og ein ferðasaga að venju. Að þessu sinni er Vesturlandið í brennidepli eins og vera ber, því Fjórðungsmót Vesturlands var á Kaldármelum í sumar. Öllum ber saman um að það hafí verið hið glæsilegasta mót. Af því er alllöng frásögn hér. Þá er stutt grein um hrossarækt á Vesturlandi, sem ber undirtitilinn Af Skuggarækt og fleiri stofnum. Það þykir mér fróð- legt og læsilegt yfírlit. Ágætis viðtal er við hinn kunna hestamann Gísla Höskuldsson á Hofsstöðum og loks er ferðasagan vestfírsk, Á hestum yfír og fyrir Breiðafjörð. Það var vissulega mikil ferð: frá Þingeyri, yfir að Brjánslæk og þaðan með bát í Stykkishólm og á Kaldármela. Til baka var farið vestur í Svínadal og Saurbæ og fylgt fjörðum vestur að Brjánslæk og þaðan sömu leið Guðmundur Jónsson vestur á Þingeyri. Mikill fjöldi manna og hesta var í þessari ferð og hefur hún án efa verið hin Með titrandi geislaspjótum Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Martin Andersen-Nexö: Pelli sigursæli 4. Dögun Þýðing: Gissur 0. Erlingsson Útg. Bókaútgáfan Slqaldborg 1992 Sagan hefst á því að Pelli er að koma úr fangelsinu en hann hafði látið að sér kveða í baráttu fyrir því að bæta aum kjör verka- lýðsins og aflaði sér óskiptrar virð- ingar félaga sinna. En vinnuveit- endur litu hann óhýru auga og með klækjum hafði hann verið fundinn sekur fyrir fölsun og stungið í steininn. Hann er ekki bugaður eftir fangavistina en óneitanlega kvíð- inn um hvað framtíðin beri í skauti sér. Hann hefur endursent bréf m.a. frá Ellen konu sinni meðan hann sat í fangelsinu og óttast að hún hafi snúið við honum baki Hann heyrir að fjölgað hafí böm- um í búi hennar og þykist sjá að hún hafí ekki verið honum trú og haldið áfram að afla sér peninga eins og hún gerði fyrr. Samt verður ekki hjá því komist að vitja heimilisins og þá verður hann þess vísari að viðbótarbamið er raunar framhjábam hans sjálfs. Þau hjónin reyna að taka upp þráðinn að nýju og Pelli fer á stúf- ana að fá sér vinnu og gengur það ekki of vel. Hægt og rólega finna þau hjón að saman vilja þau vera og Pelli kemur sér upp skósmíða- verkstæði í húsnæðinu og Ellen reynir að setja upp eins konar listamannakaffístofu. Allt gengur bögsulega og hvert sem litið er blasa erfíðleikarnir við þeim og virðast á stundum óyfjrstíganlegir. En það er seigla í báðum og þrótt- ur og kjarkur eflist. Með aðstoð vinar tekst Pella að koma upp litlu samvinnufyrirtæki og hagur þeirra vænkast, þau flytja út fyrir bæinn og allt fer að ganga betur þó Pelli megi hafa sig allan við, það nýja fyrirkomu- lag sem hann hefur mætir vita- skuld andstöðu alls konar áhrifa- manna. Sagan um Pella er mögnuð lýs- ing á baráttu fyrir réttindum sem öllum fínnst löngu sjálfsögð nú. Hún er meistaralega uppbyggð og hægur stígandinn í fráösgn Nexö með ívöfðum húmor og hlýju hitt- ir í hjartað. Persónurnar eru dregnar - upp af listfengi og spretta upp af síðunum sterkar og lifandi. Höf- undur leggur að sönnu mesta rækt við Pella og Ellen konu hans en margar ógleymanlegar manneskj- ur hafa þegar hér lýkur sögu kom- ið til skjalanna í Iífí og starfí Pella. Það er okkur mikill fengur að hafa fengið þetta listaverk nú allt á íslensku. Og þýðing Gissurs Ó. Erlingssonar er að mínu viti full- komlega samboðin frumtextanum. Og er þá ekki lítið sagt. Draumur um hest Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Perla Draumur um hest Höfundur: Sigrún Björgvinsdótt- ir. Teikningar: Þuríður Einars- dóttir, Oddgeirshólum. Setning, umbrot, prentun og hönnun kápu: Héraðsprent sf. Bókband: G. Ben. prentstofa hf. Útgef- andi: Höfundur. Undur hugljúf saga um draum lítillar telpu, sem hiotnast sú ánægja að fá að verða hluti draums- ins, stíga inn í hann, taka þátt í að breyta honum í dagmynd. Þann- ig verður hún aldrei söm eftir, því sá sem lifir slíkt ævintýr, losnar ekki við seið þess síðan. Hann get- ur eignazt gripi meiri og betri, en samt verða þeir allir, þrátt fyrir fegurð og hýruspor, aðeins skuggar þeirrar myndar er í bijóstinu býr. I þökk til lífsins, er Perlu gaf, ritar Sigrún því þessa sögu, snertir streng í brjósti ungs Islendingsins, er sama láni kynntist og kynnist sem hún. Það fékk höfundur að reyna, er sagan, 1986, barst að hlustum margra í snilldar flutningi Ragnheiðar Steindórsdóttur; já, slíkt orð fór af, að Hanni Heiler snaraði sögunni á þýzku og ári síð- ar gladdi „Eiðfaxi" lesendur sína með henni sem framhaldssögu. Hún er því marg reynd, er hún birtist á bók. Hér er saga um telpu, austur á Héraði, og jarpt merforald, sem hlaut nafnið Perla. Þær stöllur kynnast og verða óaðskiljanlegar síðan. Telpan hlýtur Perlu að gjöf, átta ára, úr hendi móður, og þar með er þykjustan orðin veruleiki. Það er erfítt fyrir unga dreng eða hnátu að bíða þess að tryppi verði mannbært, enda hófust leikir við múl og beizli snemma, og trypp- ið og hnátan léku kúnstir, sem hin- ir eldri hristu kolla yfir. Tamning? Um slíkt má deila, en þær urðu eins og einn vilji, ein sál. Stroka á belg; umhyggja í krankleika; góð- gæti við munn, allt þetta mat trypp- ið við vinkonu sína og lagði sig því alla fram um að geðjast henni. Móðir telpunnar átti draum, í Kólgu sinni, og er þær tóku að ríða út saman mæðgurnar, kom í ljós, að í Perlu bjó meir en leikfang lítill- ar stúlku. Það sönnuðu og frægir knapar síðar, er þeir höfðu lagfært sjálfræði Perlu, Ieitt' hana að kost- Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur bæði texta og mynda: Frithjof Sælen. Þýðandi: Vil- bergur Júlíusson. Offsetprentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgef- andi: Bókaútgáfan Björk. Þetta er 4. útgáfa, endurskoðuð og bætt, og það eitt segir okkur, hversu vinsæl bók er rétt hér fram, verið að svara kalli þeirra sem árangurslaust hafa leitað hennar á söluborðum í mörg ár. Söguhetjan er kópur sem engu hefir kynnst öðru en hlýju móður- ástar. Hann er þó orðinn það stór, að hann er farinn að skynja að fleiri eru í heimi hér en þau tvö ein. í ungum huga hans rúmast sakleysið um sem með henni blunduðu. Þrek hennar; ganghæfni; flýtir, allt urðu þetta skrautfjaðrir í gleðivæng þeirra vinanna. Höfundur segir söguna mjög vel, lýsir viti og kostum gæðings á lát- lausan kíminn hátt, en umfram allt af ástúð þess sem gleðin hefír snert. Ekki kemur fram, hvert Perla á ættir að rekja, en við lesturinn þótti mér margt benda á Homafjörð. Skiptir engu máli, en vakti mér samt spurn. Hér er bók sem hestelsk ung- menni munu lesa með ánægju, ekki einu sinni heldur oft, læra af, skilja sjálf sig og hestinn sinn betur eft- ir. Myndir eru mjög góðar, meira að segja Reynir þekkist á baki. Próförk vel lesin, varla hægt að amast við þó s og n hafi stolizt til að skipta um stöðu á síðu 50. Öllum er að unnu til sóma. eitt — allir hljóta að vera eins og mamma eða þá Skeggi frændi. En hann lærir, að ekki em allir viðhlæj- endur vinir. Það líka, að lífsbrautin er hál og vakir margar. Fagurgali hræsnara tælir hann að heiman, í villu, þar sem lífsháski leynist við jakahröngl og íssins brún. Þó fer allt vel að lokum, með hjálp Skeggja frænda, svo kópur og urta hittast undir „himnanna hásl í rafurloga“. Höfundur segir þessa sögu af mikilli fimi, og ekki draga myndir hans undurfagrar úr áhrifamætti bókarinnar. Hann segist vera að fara með ævintýr fyrir börn og unglinga. Víst er það sannleikur. Börn hrífast af heillandi sögu, svo saklaus hjörtu þeirra slá örar. Það er líka sannleikur, að unglingar fínna auðskilinn siðaboðskap í bók- inni. En sannleikur birtist ekki öll- Selurinn Snorri Þorgeir Guðlaugsson skemmtilegasta. Allmargar lit- myndir fylgja greininni, svo og merkt kort af leiðinni. Hins vegar mætti ferðasagan sjálf vera betur gerð. Leiðarlýsing er ófullkomin. Oþarflega langar em sumar frá- sagnir sem betur eiga heima ann- ars staðar (bautasteinninn á Hrafnseyri) eða áður hafa verið sagðar og eiga að vera flestum kunnar (Tungustapi). Viðtöl em við sex hestamenn í þessari bók. Fyrir utan nefndan Gísla Höskuldsson eru það Sveinn Jónsson, Jón Steinbjörnsson, Olil Amble, Jón Þ. Ólafsson og Johann- es Hoyos. Fróðleg eru þessi viðtöl og á marga lund áhugaverð. Fyrir utan Kaldármelamótið er hér sögð saga íslandsmóta. Frá- sögn er af íslandsmótinu í Reykja- vík og Norðurlandamótinu. Allar eru þessar frásagnir greinargóðar og læsilegar. í lok bókar er svo yfírlit yfir úrslit helstu hesta- mannamóta á árinu (sex alls). Eins og venja hefur verið er margt mynda í þessari árbók, margar hveijar í lit. Sumar þeirra era gullfallegar. Því miður eru prentvillur of margar í þessu fallega og annars ágæta riti og málfar hefði stund- um mátt vanda betur. Sigrún Björgvinsdóttir um eins. Það fékk höfundur að reýna. Það tók Þjóðveija aðeins einn mánuð, 1941, að átta sig á því, að sagan gat líka verið spegill. Morð- þyrst illskan sá sjálfa sig í mynd háskans sem Snorri selur mætti og þá þurfti ekki lærða spekinga til að breyta kópnum í fórnarlömb bijálæðis stríðsins. Þeir bönnuðu því þessa stórhættulegu bók. Þar með sáu Norðmenn sjálfa sig í seln- um Snorra. Hafa unnað honum síð- an. Þessi snilldardaga er því bók fyr- ir alla aldurshópa. Hún er ævintýr, mönnum til þroska; ádrepa; viðvör- un. Á þennan hátt geta góðir höf- undar leikið sér. Þýðing Vilbergs er meistaratök skálds, málið sparibúið. Prentun og allur frágangur íslenskri prentiðn til sóma. Villa er á síðu 80, þar sem Glefsir heimtar að fá að standa í nefnifalli. Útgáfan hefír í engu sparað við að búa bókina sem best úr garði. Nýjar bækur ■ Sögur úr Reykjavík heit- ir bók þar sem sögumaður er Ásgeir Hannes Eiríksson. Þessi bók er á bók- arkápu nefnd „sannkölluð íslensk fyndni" enda sé sögumaður þjóðkunnur fyrir kímni sína. Flestar þessar sögur em tengdar nöfnum þekkts fólks, mönnum við kaffiborðið á Hótel Borg og víðar, stjórn- málamönnum á Alþingi og utan þess, kennurum og nem- endum úr Verslunarskólanum á dögum sögumanns þar, reykvískum glaumgosum, kynlegum kvistum, fésýslu- mönnum, utangarðsmönnum. Sögumaður hefur kynnst öllu þessi fólki og orðið náinn vinur sumra. Gerð er grein fyrir at- vinnu og ættemi flestra þeirra sem koma við sögu, og jafnvel mökum sumra ef þeim er til að dreifa. „En umfram allt situr skopið hér í hásæti, furðuleg tiltæki og hnyttin tilsvör,“ eins og komist er að orði á bókarkápu. Útgefandi er Almenna bókafélagið hf. Bókin er með nafnaskrá 207 bls. Hún er prentuð í Prentbæ. Verð 2495 krónur. I Frelsa oss frá illu heitir bók eftir Gunnar Þorsteins- í kynningu segir: „í bók- inni Frelsa oss frá illu fjallar Gunn- ar Þorsteins- son um Votta Jehóva og Mormóna. Hann gerir grein fyrir uppruna og sögu þessara hreyfínga og rekur helstu kenningar þeirra og ber þær saman við kenningar Ritning- arinnar. Báðar þessar trúar- hreyfingar telja sig einar vera handhafa hins sanna kristin- dóms og boða að allir kenni- menn kristinnar kirkju séu handbendi hins illa. í bókinni leitast höfundur við að svara flestum þeim spurningum sem vakna hjá þeim fjölmörgu sem hafa fengið fulltrúa þessara hreyf- inga í heimsókn.“ Útgefandi er Ax-forlag. Verð 1790 krónur. ■ Fimmta hefti íslenskra dsejgurlaga er komið út. I bókinni em vinsæl íslensk dægurlög, útsett fyrir píanó eða hljómborð, ásamt söng eða sólóhljóðfæraleik. Magnús Kjartansson, tónlistarmaður, útsetti lögin og hafði umsjón með útgáfunni. í þessu nýja hefti eru m.a. lögin: Nei eða já, Stál og hnífur, Mýrdals- sandur, Það jafnast ekkert á við jass, Hjá þér, Láttu þér líða vel, Án þín, Ó borg mín borg og Alelda. í bókinni em samtals 25 lög og textar eftir rúmlega 30 höfunda og ennfremur eru nokkrar síður með algengum hljómborðs- og gítarhljómum. Útgefandi er Félag tón- skálda og textahöfunda. Verð 1.500 krónur. son.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.