Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992
55
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Gunnar og Marit við útigönguskýlið sem hrossin nota á vetrum og
eins í miklum hitum á sumrin þegar flugan angrar þau.
sem þjóna einhverjum sérþörfum.
Ég tel skynsamlegt að rækta fyrir
markaðinn, ekki þó endilega pen-
inganna vegna heldur þarfarinnar
vegna,“ segir Marit með áherslu-
þunga.
Lullarar í minnihluta
Því næst barst talið að ræktun-
inni í Danmörku og sagði Gunnar
að það dómkerfi sem notast væri
við stuðlaði að ræktun fimmgangs-
hesta. „95% af öllum stóðhestum í
Danmörku eru fimmgangshestar og
þar af leiðir að hross fædd í Dan-
mörku eru að meira eða minna leiti
fimmgangshross. Það góða við
ræktunina hér í Danmörku er að
allir danskfæddir íslendingar geta
tölt og lullarar eru í miklum minni-
hluta. En svo virðist vera sem við
séum að glata þessum stóra, mynd-
arlega og hágenga fjórgangshesti.“
Marit bætir við: „Þjóðveijar leggja
mikla áherslu á ræktun fjórgangs-
hesta en ég held að ef við leggjum
of mikla áherslu á slíka hesta sé
hætta á að útkoman verði of klár-
gengir hestar sem kannski tekur á
annað ár að gangsetja og móta á
tölti. Gunnar Bjarnason sagði eitt
sinn að ræktun íslenskra hrossa
væri líkt og að ganga á hnífsegg.
Það er mikil jafnvægislist að rækta
gott tölt.“
En hvernig er staðan í danskri
hrossarækt að mati þeirra Gunnars
og Maritar?
Varast ber tiskubólur
„Ég tel að staðan hér sé góð,“
segir Marit. „Við höfum að sjálf-
sögðu ekki eins margar ræktunar-
hryssur og þið á íslandi og ekki
heldur eins góðar hryssur. Þið seljið
ekki það besta og tel ég það mjög
gott fyrir ykkar ræktun. Við verð-
um því að sætta okkur við það
næst besta miðað við íslenskan
mælikvarða og ég tel það nógu
gott fyrir okkur. Þið munuð alltaf
vera í forystu ef rétt verður á mál-
um haldið. Þá þurfa ræktunarmenn
að varast tískubólur í ræktuninni.
Sem dæmi um það get ég nefnt að
fyrir nokkrum árum, stuttu eftir
að myndbandið um Kikijubæjar-
hrossin var gefið út vildu allir eign-
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
A JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁDHÚSTORGI
ast rauðglpfext hross með blesu eða
stjörnu. Ég fékk örugglega yfir
hundrað símtöl þar sem fólk spurði
hvar það gæti keypt svona hross
og nú síðustu tvö árin eru það
skjóttu hrossin sem mestra vin-
sælda njóta. Að sjálfsögðu eiga
ræktunarmenn að vera opnir fyrir
því sem gerist í kringum þá en þó
er ekki skynsamlegt að menn hlaupi
eftir tískusveiflunum hveiju sinni,“
segir Marit. Hún segir að í Dan-
mörku hafi verið haldið uppi öflugu
fræðslustarfi og að reglur þar séu
strangar og dómarar strangir,
sennilega fullt eins strangir og ís-
lenskir dómarar. „Það er jafnvel
erfiðara að koma hrossi í 1. verð-
laun hér í Danmörku en á íslandi,"
segir hún. „Hér í Danmörku fram-
kvæma menn ekki úrval sem öll
ræktun byggist á, og þess vegna
þurfa dómarar að dæma mjög
strangt en það veitir að hluta gott
aðhald í ræktuninni. Það koma ekki
mörg úrvalshross út úr ræktuninni
hér en það koma heldur ekki mörg
léleg hross. Meirihluti þeirra 1.000
folalda sem fæðast hér í Danmörku
verða ágætir töltarar sem eru vel
nothæfir til útreiða. Sönnun þess
er mikill áhugi hrossakaupmanna í
nágrannalöndunum fyrir hrossum
frá Danmörku. Kaupa þeir að heita
má allt sem er falt,“ segir Marit.
Þau Gunnar og Marit telja að flutt
séu út milli tvö og þijú hundruð
hross árlega.
BLUP-ið er gott
leiðbeiningarkerfi en
mannshugurinn mun alltaf
ráða ferðinni
Og þar með vorum við komin að
BLUP-inu en þau hjón hafa all
nokkra þekkingu á því og ákveðnar
skoðanir. Þau eru sammála um að
BLUP-ið sé vel nothæft kerfi og
benda á að það hefur verið notað
á aðrar búgártegundir með góðum
árangri. „Ég tel þetta mjög gott
leiðbeiningarkerfi en vandamálið
hefur verið að fólk virðist ekki vita
hvernig ber að nota það. Það var
FÓTANUDDTJEKID
VIÐ SJÓNVARPIÐ
Á SKRIFSTOFUNA
PUNKTANUDD SEM
EYKUR BLÓÐSTREYMIÐ
VINNURGEGN ÞREYTU
OG FÓTAKULDA
Fæst hiá: Heilsu. Kringlunni, Fiarðar-
kaupum, Heilsuvali, Brænu línunni,
Heilsuhorninu Akureyri n.(l.
SENDUMIFÖSTKRÖFU.
BIO-SELEN UMBODIÐ
SÍMl 76610
Gunnar með tvær hryssur Lipurtá og Ljósku úr ræktun þeirra hjóna
en reiðhestur hans Skeggur frá Ölvaldsstöðum stendur til hliðar við
þær en hann er kominn út af Nökkva 260 frá Hólmi en er undan
Viðari frá Viðvík.
ekki nógu vel að kynningu þess
staðið á sínum tíma. Kerfið var allt
í einu komið fram á sjónarsviðið
og fólk hvatt til að nota það en
kynninguna vantaði. Þótt doktor
Þorvaldur Árnason sé mjög snjall
kynbótafræðingur og hafi unnið
frábært starf þá er hann ekki að
sama skapi góður áróðursmaður.
Það er auðvitað ekki fyrir almenn-
ing að skilja kerfið til hlítar en það
er nauðsynlegt að menn skilji
hvernig það vinnur í grundallaratr-
iðum. Ég tel að BLUP-ið veiti ör-
uggari upplýsingar en t.d. einkunn-
arkerfið sem það byggir á,“ segir
Marit og Gunnar bætir við: „Það er
í rauninni enginn grundvallar mun-
ur á BLUP-inu og dómkerfinu sem
það byggir á. Það eru dómararnir
sem gefa einkunnirnar sem niður-
stöður BLUP-sins byggjast á. Ýms-
ir hafa sagt að það vanti fleiri leið-
réttingarstuðla í kerfið eins og t.d
fyrir reiðmenn en ég bendi á að það
eru engir leiðréttingarstuðlar í
sjálfu dómkerfinu. Niðurstöður
BLUP-sins eru notadrýgri að okkar
mati en einkunnir eftir einstaklings-
dóm,“ segir Gunnar og hann bætir
við að það sé nokkuð útbreiddur
misskilningur að menn missi mögu-
leikann á ákvarðanatöku í ræktun-
inni styðjist þeir við BLUP-ið en
það sé öldungis fráleitt. „Það er
mannshugurinn sem alltaf mun
ráða ferðinni," segir Gunnar.
ViðsmV'
Vönduð
vinnubrögð
SMURSTOÐ
LAUGAVEGI 174
SÍMI695500
SIMI695670
'lí) 1
toc ■ Hrciurst ftS