Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 24
24 seei (iruy MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 15. DESEMBER 1992 hefur verið mest áberandi innan kennarastéttarinnar. En það er ekki bara eiginhagsmunasjónarm- ið og það er rangt að setja hlutina þannig fram. Þetta er ákall stéttarinnar um að geta sinnt starfi sínu sem best, því gott fag- legt starf felst í meðal annars í rýmri tíma til að sinna því og færri nemendum í bekkjardeild- um.“ Skólastjóranum er mikið í mun að allir nemendur fái kennslu við sitt hæfí. „Mér finnst sá möguleiki vel athugandi að flokka í 9. og 10. bekkjardeildir í námshópa eft- ir frammistöðu," segir Ragnar, og tekur skýrt fram, að frammistaða sé ekki endilega það sama og geta. „Það er oft orðinn nokkuð mikill munur á frammistöðu innan bekkja þegar komið er fram undir 9. og 10. bekk. Til þess að allir geti notið sín sem best gæti þetta að mínu mati verið athugandi lausn, og hefur til dæmis skilað árangri í Garðaskóla og Víðistaða- skóla í Hafnarfírði," sagði hann. Uppeldi, fræðsla og gæsla í lieilsdagsskóla Ragnar segir að skólinn í dag þurfi í raun að sinna þríþættu hlut- verki; uppeldi, fræðslu og gæslu. „Við í Foldaskóla erum tilbúin til að sinna þessu þríþætta hlutverki, og ég persónulega hef hug á að sækja um að hér verði heilsdags- skóli, eins og skólamálaráð hefur nýlega samþykkt að gefa skólum í Reykjavík kost á að undirbúa. í heilsdagsskóla fengju nemendur vistun í skólanum allan daginn. Þar fengju þeir líka aðstoð við heimanám, sem í raun er bara meiri skóli en í fijálsara formi, og boðið yrði upp á námskeið til að fullnýta skólahúnæðið. Ég vil einn- ig stefna að því að öllum verði boðið upp á skólamáltíðir.“ Þegar talið berst að hinu hefð- bundna hlutverki skólans segir Ragnar að alltaf eigi að gera full- ar kröfur um námsárangur, og slaka í engu á þeirri stefnu, að krakkanir eigi að læra í skólanum. „Fyrir nemendurna í Foldaskóla á það ekki að vera nein spurning að hingað eru þaú komin til að læra. Með því að gera námskröfur til nemenda leysum við til dæmis uppeldishlutverkið á sama hátt og gerist í venjulegri vinnu — nem- endur læra að vinna, skipuleggja sig og skila árangri. Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi, og fræðslu- og uppeldishlutverkið fer sarnan." Fiskur rekinn úr skólanum Þar sem við stöndum og virðum fyrir okkur „miðrýmið" svonefnda í yngri deildinni rekur blaðamaður augun í myndarlegt fískabúr sem stendur á miðju gólfí. Ragnar rifj- ar upp sögu um atvik sem átti sér stað í haust. „Þannig var, að í haust tóku að berast kvartanir frá áhyggjufullum nemendum vegna óþægs físks, sem gerði sér það að leik að narta í uggana á þessum þarna," segir hann og bendir á myndarlegan flatfisk með stóra, fallega ugga, sem báru merki átaka. „Við urðum ásátt um, að reka þyrfti þenna óknyttafisk úr skólanum, enda sýndi hann engin merki þess að hann hygðist bæta ráð sitt. Ég kom svo méð háf, veiddi fískinn í krukku og kom honum í fóstur hjá góðu fólki. Krakkamir vildu samt vera vissir um að hann lenti í góðum höndum, og ég varð að fullvissa þau um að honum liði vel á nýja staðnum.“ Atvikið með óþæga fískinn leið- ir tal okkar að agamálum. „Þama verður skólinn að bera hönd fyrir höfuð sér. Við emm oft að glíma við vandamál sem líka em utanað- komandi, bæði í félagslegu tilliti og jafnvel vegna heimilisað- stæðna. Skólinn hefur svo marg- þættu hlutverki að gegna að það er ekki hægt að dæma einhliða, en skóli sem sinnir engum þessara þátta er vondur skóli. Grafar- Ragnar Gíslason, skólastjóri, ásamt níu ára bömum úr 4. ÞG í Foldaskóla. Morgunblaðið/Kristinn Góðan dag, skólastjóri í heimsókn hjá Ragnari Gíslasyni, skólastjóra í Foldaskóla RAGNAR Gíslason tók við starfi skólastjóra Foldaskóla 1. ágúst siðastliðinn. Ragnar, sem áður var kennari við Garðaskóla í Garðabæ, kveðst hlakka til að fást við mörg og margvísleg ný verkefni í nýja starfinu. „Auðvitað þarf nýr starfsmaður að sýna sig og sanna. Ég held að ég geti fullyrt að nemendur og ég höfum kynnst það vel að við vitum hvaða kröfur við gerum hvert til ann- ars. Nemendur og foreldrar þeirra krefjast þess að hér sé boðið upp á góða þjónustu og gott andrúmsloft, en á móti ætlast ég til þess að krakkamir nýti tímann vel og séu dugleg og stillt,“ segir Ragnar. Ragnar hóf kennsluferil sinn í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði árið 1971, en hefureinnig starfað sem námsefnishöfundur og við Menntamálaráðuneyti og Náms- gagnastofnun. „Ég kem hér að skóla, sem mér finnst bjóða upp á mjög marga möguleika. Þetta er stór skóli — sumir segja reyndar að hann sé allt of stór. Það er auðvitað rétt að það væri of mikið að hafa 960 nemendur í einum bekk, og þess vegna þarf að hugsa dæmið öðruvísi. Við erum hér með 960 einstaklinga, sem við þurfum að sinna hveijum og einum eftir bestu getu,“ sagði Ragnar. Hann kveðst hafna því sem nokkru lög- máli, að stór skóli sé verri en lít- ill. „Krakkamir í Foldaskóla eru upp til hópa stilltir og vel upp ald- ir. Auðvitað eru frávik eins og gerist og gengur, en ég held þau séu örugglega ekki meiri hér en annars staðar. Vöxtur byggðar- innar hefur ef til vill verið hraðari en vöxtur skólans, og það hefur háð skólanum. Nú ættu ýmis skipulagsmál að vera komin í lag — meðal annars hafa bæst við skólar í Grafarvogi — sem gerir að verkum að við getum eytt meiri tíma í innra starf skólans og skipu- lag.“ Börnin kumpánleg við skólastjórann Þegar Ragnar tók á móti blaða- manni lét hann það verða sitt fyrsta verk að veita ítarlega leið- sögn um skólahúsið. Athygli vekur hversu vel skipulagt húsnæðið er, ' en eftir að nýjasta byggingin af þremur var tekin í notkun er loks orðið sæmilega rúmt um nemend- ur og kennara. „Það getur engum liðið vel í þrengslum,“ sagði Ragn- ar og hniprar sig saman í lát- bragði. „Það er einfaldlega í mann- legu eðli að vilja hafa svolítið pláss í kringum sig.“ Alls staðar þar sem við Ragnar göngum fyrirhittum við krakka sem augljóslega þekkja skólastjór- ann sinn og heilsa honum margir kumpánlega — lítill strákur með gleraugu segir virðulega „góðan dag, skólastjóri." Samskiptin virð- ast ganga hnökralaust fyrir sig, og bömin augljóslega ósmeyk við þennan snaggaralega og vingjam- lega mann. Ur einni stofunni berst hávær og glaðlegur söngur. Við lítum inn í 10 ára bekk sem er í óða önn að lita jólaskraut, syngj- andi við raust við undirleik kennar- ans. „Viljið þið ekki heyra jóla- lag?“ spyr kennarinn, og bömin hrópa á okkur „slökkvið ljósin, slökkvið ljósin". Koldimmt varð í stofunni og jólastemmningin fyllti loftið þegar krakkamir sungu „Heims um ból“. Á eftir lýsir Ragnar fyrir mér hugmyndum inn- an skólans um að sameina söng- og smíðakennslu að nokkru leyti; börnin myndu þá smíða sín eigin hljóðfæri, sem þeim yrði síðari kennt að leika á. Sérkennslan tekin alvarlega Næst verða á vegi okkar sér- Einstaklingurínn er sérstaklega mikilvægur í stórum skóla. kennslustofur, sem eru sjö í skóla- húsinu. í smærri stofunum eru böm við störf í ýmsum námsgrein- um undir handleiðslu kennara, en skólinn ráðstafar tæplega 200 kennslustundum á viku til sér- kennslu. Eru þar meðtaldir tímar, sem notaðir eru við kennslu tveggja sérdeilda við skólann. „Sérkennslam er mikilvæg, og við skólann starfa mjög duglegir sérkennarar sem taka starf sitt alvarlega. Skipulag kennslunnar er til fyrirmyndar, en okkur finnst okkur alltaf vanta meiri tíma til að geta gert betur,“ segir Ragnar, og lýsir þeirri skoðun sinni að skól- inn eigi að vera sem mest fyrir sem flesta. Ekki þýði að ýta vanda- málunum á undan sér eða láta þau fram hjá sér fara — þau kottii bara í bakið á manni með meiri þunga síðar. „Allir góðir kennarar gera mikl- ar kröfur til sjálfra sín,“ segir Ragnar. „Umræða um kjaramál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.