Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR
--------------------------------------------------------— .. . ___sl_________________________;_______________________________________________________
296. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Yfirmaður
rannsókna
handbendi
mafíunnar
Róm. The Daily Telegraph.
EINN af yfirmönnum rannsókna
á glæpum ítölsku mafíunnar hefur
verið handtekinu, sakaður um að
vera handbendi samtakanna.
Fimm félagar í mafíunni sem
gengu lögreglunni á hönd hafa
borið vitni um að Bruno Contrada,
yfirmaður rannsóknardeildar inn-
anríkisráðuneytisins, hafi um ára-
bil selt samtökunum upplýsingar.
Contrada var áður háttsettur
rannsóknarlögreglumaður á Sikiley
og aðstoðarmaður Domenico Sica
rannsóknardómara. Fimmmenning-
arnir segja að Contrada hafi varað
marga höfðingja í mafíunni við þegar
lögreglan ætlaði að láta til skarar
skríða gegn þeim. Hann mun til
dæmis eiga ríkan þátt í því að
Salvatore „Toto“ Rina, einum ill-
ræmdasta glæpamanni Ítalíu, hefur
tekist að sleppa úr greipum yfírvalda
hvað eftir annað.
Tildrög lest-
arslyss óljós
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
ÓLJÓST er hvað olli því að nýleg
farþegalest dönsku járnbrautanna
fór af sporinu skammt frá Hróars-
keldu í gærmorgun með þeim af-
leiðingum að lestarstjórinn beið
bana og tveir slösuðust.
Lestin var á leið frá Friðrikshöfn
á Norður-Jótlandi til Kaupmanna-
hafnar. Er hún var stödd um 30 kíló-
metra frá Hróarskeldu klukkan 6:15
að staðartíma í gærmorgun fór eim-
reiðin og nokkrir fremstu vagnanna
út af sporinu.
Palestínsku útlagarnir af hernumdu svæðunum þjáðir af kulda
Beðið í útlegð
Særður palestínskur útlagi stendur á meðan félagar hans liggja á i ræðunum um Mið-Austurlönd, þrátt fyrir að Israelar neiti enn að hleypa
bæn. Fulltrúar Palestínumanna ætla ekki að hætta þátttöku í friðarvið- I útlögunum, sem haldast við í tjaldbúðum í Suður-Líbanon, til baka.
FuUtrúp* Palestínumanna
áfram í friðarviðræðum
Líbanir meina sendimanni Sameinuðu þjóðanna að heimsækja útlagana
Reynt að sökkva norskum hvalveiðibáti
Sea Shepherd hót-
ar frekari aðgerðum
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
PAUL Watson, leiðtogi umhverfishreyfingarinnar Sea Shepherd,
sagðist í gær bera ábyrgð á tilraun til að sökkva norska hval-
veiðibátnum Nybræna á annan í jóluni. Báturinn lá við bryggju
í bænum Steine og þegar áhöfnin brá sér á jólafagnað fóru
menn um borð og fylltu vélarrúmið af sjó. Eigandi Nybræna,
Olav Olavsen, varð skemmdarverksins var snemma á sunnudags-
morgun en þá var báturinn að sökkva. Slökkviliði bæjarins tókst
þó að dæla úr bátnum í tæka tíð.
Síðdegis í gær hringdi maður
til lögreglunnar í Lofoten og Vest-
erálen, kynnti sig á ensku sem
Paul Watson og sagði samtökin
Sea Shepherd bera ábyrgð á
verknaðinum. „Maðurinn sagðist
sjálfur hafa verið í Lofoten og
framið verknaðinn. Hann ætlaði
að taka flug frá Amsterdam til
Bandaríkjanna eftir hádegi á
mánudag," sagði Elisabeth Kaas,
lögreglufulltrúi.
Watson hefur fyrr á árinu hótað
því í viðtölum við norsk dagblöð
að hann myndi grípa til aðgerða
gegn norskum hvalveiðibátum.
„Við viðurkennum fúslega að hafa
brotið norsk lög og erum reiðu-
búnir að snúa aftur til Noregs til
að svara til saka. Þetta var jóla-
gjöf okkar til Atlantshafsins og
barna heimsins og mun stuðla að
því að hvalir verði áfram til í fram-
tíðinni,“ sagði Watson við Reut-
ers-fréttastofuna í gær. Hann tók
einnig fram að tilraunin til að
sökkva Nybræna væri einungis
upphafíð að nýrri herferð gegn
norskum hvalveiðum og hótaði
áframhaldandi spellvirkjum.
Kanadamaðurin Paul Watson
stofnaði samtökin Sea Shepherd
eftir að hafa verið rekinn úr Green-
peace sökum ofstopa. Sökktu sam-
tökin tveimur hvalveiðiskipum í
Reykjavíkurhöfn árið 1986.
Morgunblaðið/Nordlands Framtid
Skipi bjargað
Nybræna skömmu eftir að vatninu
hafði verið dælt úr vélarrúminu.
Túnisborg, Jerúsalem, Marj-Az-Zohour í Líbanon. Reuter.
TALSMENN róttækra hópa Palestínumanna lýstu í gær
vonbrigðum sínum vegna þeirrar ákvörðunar æðstu ráða-
manna þjóðarinnar, er hafa aðsetur í Túnis, þess efnis að
ekki verði hætt þátttöku í friðarviðræðum við ísraela.
Hamas, öflugasta hreyfing róttækra Palestínumanna á
hernumdu svæðuiium, vildi að viðræðunum yrði hætt vegna
deilnanna um 415 útlaga af hernumdu svæðunum sem rekn-
ir voru frá ísrael. Útlagarnir hafast við í tjaldbúðum í
Suður-Líbanon en þarlend stjórnvöld neita að taka við þeim.
Sendimaður Sameinuðu þjóð-
anna, James Jonah, hefur rætt
málið við fulltrúa ísraela undan-
farna daga. Er Jonah hugðist fara
um líbanskt landsvæði til að heim-
sækja útlagana var honum meinað
um ferðaleyfí af hálfu yfirvalda í
Beirút. Jonah var sagt að hann
yrði að fara um landsvæði sem ísra-
elar hafa hernumið í Suður-Líban-
on. Líbanir segja að ísraelum beri
skylda til að annast mennina og
leyfa þeim að snúa heim. Talsmað-
ur Palestínumanna í friðarviðræð-
unum, Hanan Ashrawi, átti fund
með Jonah í gær og krafðist þess
að mönnunum burtreknu yrði tafar-
laust leyft að snúa heim. Hún sagði
að ísraelum hefði alltaf verið liðið
ýmislegt sem aðrar þjóðir kæmust
ekki upp með; öryggisráð SÞ hefur
lýst því yfir að brottvísun mann-
anna'sé skýlaust brot á alþjóðalög-
um. Palestínumenn vilja að Israelar
verði þvingaðir til að láta undan.
Snjókoma hefur verið í Suður-
Líbanon undanfama daga, útlag-
arnir eru illa haldnir af kulda en
lítið um nothæfan eldivið, einnig
hefur matur verið af skornum
skammti. Einn af mönnunum sagði
að félagar úr Hizbollah-hreyfingu
shíta í Líbanon, er njóta stuðnings
Irana, hefðu notað múlasna til að
færa mönnunum mat að næturlagi
en líbanskir hermenn reyna að
hindra alla birgðaflutninga.
Stjórnvöld í ísrael hafna öllum
kröfum um að endurskoða þá
ákvörðun að vísa mönnunum á brott
en þeir vom sakaðir um stuðning
við Hamas. Sendiherra ísraels í
Frakklandi sagði í gær að ísraels-
stjórn myndi ef til vill leyfa frönsk-
um læknum að hlynna að útlögun-
um. Talið er að sex útlögum verði
leyft að snúa aftur heim þar sem
þeir hafi verið reknir úr landi vegna
mistaka. Heimildarmenn í ísrael
sögðu að úm 40 manns að auki
fengju sennilega gefnar upp sakir.