Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992
Kristjana Alexanders-
dóttír - Minning
Fædd 14. ágúst 1910
Dáin 17. desember 1992
Sjaldan hef ég fundið eins sár-
lega til þess eins og núna hve fánýt
orð eru.
Það verður eins og hálfgert tóma-
hljóð í orðum þegar góður vinur er
kvaddur hinsta sinni.
Þeim gersemum sem minningin
um Kristjönu Alexandersdóttur,
hana elsku, góðu Jönu okkar, fylg-
ir, verður ekki með orðum lýst.
Minningin um þessa elsku tekur
sér bara bólfestu í hjartabijósti
þess sem eftir lifir og bærir jafnan
á sér þegar góðs manns er getið.
Við kvöddumst'oft, þau rúm sex-
tíu ár sem ég bar gæfu til að vera
samferða henni og þá sjaldnast með
mörgum orðum heldur öllu fremur
í hlýju faðmlagi og kossi á kinn.
Þannig kveð ég Jönu ekki fram-
ar. Hinsta kveðjan verður nokkuð
ósköp fátækleg orð.
Hún kom lítil telpa vestan úr
Dölum í vist til hennar ömmu
minnar á Vesturgötunni og var fljót
að vinna hug og hjörtu allra á því
heimili.
Börn afa og ömmu voru fimm
og allt móðurfólkið mitt naut vin-
semdar og fórnfýsi Kristjönu allt
frá því hún kom telpuhnokki á
Vesturgötuna og til síðasta dags.
Við barnabömin tilbáðum þessa
konu og bömin okkar, sem flest
bám gæfu til að kynnast henni,
elskuðu hana.
Jana varð í lifanda lífí, dýrlingur
í augum okkar allra. Bamabarnið
mitt, hún Anna litla, tilbað hana.
Lengi kom hún reglulega til
mömmu að létta undir með henni
og þegar von var á Jönu á það
heimili var eins og allir þyrftu að
líta við hjá mömmu.
Einhvem tímann sagði amma: -
Það þarf nú kannski ekki að vera
húsfylli, þó verið sé að stuva af.
En við þessu var ekkert að gera.
Allir vildu hitta Jönu. Fyrir nú utan
það hvað hún var skemmtileg, var
hún svo ljúf og góð, æðrulaus og
sönn, en þó föst fýrir þegar henni
fannst málin snúast um réttlæti og
ranglæti.
Trygglyndi hennar var við bmgð-
ið og þó hefði tilsvar stúlkunnar
með brauðið dýra getað átt svo
undurvel við Jönu: - Getur nokkur
nokkurntímann verið nokkrum trúr
nema sjálfum sér?
Kristjana fór ekki varhluta af
sorginni í lífinu. Hún missti bæði
manninn sinn og son, en bar harm-
inn í hljóði eins og hennar var von
og vísa.
Skoðanir hennar á því hvað væri
eftirsóknarvert af lífsins gæðum
ættu að vera skyldunámsgrein í
skólum.
Ámm saman kom Jana vikulega
til okkar Lilju og lagði blessun sína
á heimili okkar.
Það var gott að koma heim þeg-
ar hún hafði þar verið. Það var eins
og hún væri enn hjá okkur þó hún
væri farin.
Og nú er hún farin en samt fínnst
mér hún enn vera hér. .
Vandfundin held ég sú mann-
eskja sé sem Lilju, konu minni,
þótti vænna um en Jana, enda
huggaði hún mig með þessum orð-
um þegar við fréttum að dauðastríð-
inu væri lokið: - Minningin um
hana Jönu verður áfram hjá okkur
og er líklega besta veganesti sem
hægt er að kjósa sér.
Það var útsynningur og gekk á
með hríðarbyljum þegar við kvödd-
um hana síðast fyrir rúmum mán-
uði.
Þegar við komum inní eldhúsið
rofaði til og skammdegissólin hellti
geislum sínum yfir okkur eins og
til að leggja blessun sína á þennan
síðasta fund okkar.
Við gerðum að gamni okkar yfír
kaffibolla. Svo kvöddumst við, ekki
með orðum, heldur hlýju faðmlagi
og kossi á kinn þama í sólbjörtu
skammdeginu.
Þessa minningu geymum við
hjónin okkur til hugarhægðar og
blessunar þangað til við hittum
hana næst.
Þó við sem syrgjum hana séum
ósköp hnuggin ættum við að muna
að Jana dó sátt við guð og mann
og var hvfldinni fegin eftir þungbær
veikindi. En umfram allt skulum
við muna að hún er enn hjá okkur
í ljúfri minningu og heldur áfram
að vaka yfír velferð okkar enn sem
hingaðtil.
Flosi Ólafsson.
Hún amma Jana er dáin. Hún
háði langt stríð við erfíðan sjúkdóm,
og auvðitað hlaut að fara svo að
lokum að hann hefði betur í þessu
stríði.
Á stundum sem þessum hverflar
hugurinn til liðinna daga, minning-
amar leita stöðugt á mann. Það
vita allir sem þekktu hana ömmu
hversu gott og gaman var að heim-
sækja hana í Stigahlíðina, en þar
bjó hún ein eftir að afí dó. Þó urð-
um við bæði, og reyndar öll nema
eitt bamabarnið, þeirrar ánægju
aðnjótandi að fá að búa hjá henni
á einhveijum tímaskeiðum. Krist-
jana bjó þar eftir að afi dó, en Þor-
valdur eftir legu hennar á gjörgæsl-
unni á Borgarspítalanum 1990. Við
getum bæði sagt að hún hafí oft
verið hijúf, en að baki hinum ýmsu
aðfinnslum lá ekkert nema góðvilji
í okkar garð, hún vildi okkur aðeins
hið besta. Hún tók á móti manni
þegar maður kom til hennar eins
og hún væri að taka á móti þjóð-
höfðingja, slíkar voru móttökurnar.
Guðbjörg, unnusta Þorvaldar, og
Sæmundur, eiginmaður Kristjönu,
hafa sömu sögu að segja. Kristjana
Alexandersdóttir var ekki allra, en
þeim, sem hún kunni vel við, tók
hún ævinlega opnum örmum, og
það var einmitt raunin með þessi
tvö. Ömmu var illa við að vera að
hitta nýtt fólk og baðst reyndar
undan því, sérstaklega eftir að hún
veiktist. Þó gerði hún undantekn-
ingu með Guðbjörgu og Sæmund,
og okkur systkinunum er það til
efs að hún hafí séð eftir því, að
minnsta kosti telja Guðbjörg og
Sæmundur sig ríkari af því að hafa
fengið að kynnast henni.
Amma var þannig að hún vildi
ekkert vera að láta fólk hafa fyrir
sér, eyða einhveiju í sig hvað þá
meira. Hefði hún fengið að ráða
hefðum við sennilega ekki fengið
að skrifa neina mmningargrein.
Okkur systkinin langaði bara að
kveðja hana ömmu stuttlega, eins
og hún hefði þá helst kosið, og við
vitum að afi, Guðmundur sonur
hennar og Jóna systir hennar, hafa
tekið vel á móti henni þegar hún
kvaddi okkur og hvarf yfír móðuna
miklu. Okkur langar að lokum að
láta fylgja með þakkir til hennar
mömmu, en hún hætti í vinnunni
sinni á barnaheimilinu og fór að
hugsa um ömmu alla daga sem
húshjálp. Við vitum að það var
gott fyrir þær báðar, og sérstaklega
mikill stuðningur og öryggi fýrir
ömmu í hennar erfiðu veikindum.
Okkur fínnst viðeigandi að láta
fylgja með brot úr sálmi sem við
notuðum sem fermingarvers bæði
tvö, og amma hélt upp á:
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvilast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Guð geymi elsku ömmu okkar,
alla tíð.
Kristjana Daníelsdóttir,
Þorvaldur Daníelsson.
Á fimmtudaginn, 17. desember
sl., lést mín ástkæra amma í Borg-
arspítalanum, eftir að hafa átt við
veikindi að stríða. Ég kynntist henni
ömmu á sumrin þegar ég fékk að
gista hjá henni þegar ég kom heim
frá Lúxemborg. Sumrin voru alltaf
allt of fljót að líða þar sem manni
leið svo vel hjá henni. Aldrei vant-
aði neitt og dekraði hún amma
mikið við okkur bamabörnin. Þegar
ég ákvað að flytja til íslands og
fara í skóla fannst ömmu sjálfsagt
að ég fengi að búa hjá henni. Ömmu
fannst það vera ekkert mál að fá
ungling inn á heimilið með öllu því
sem því fylgir. Við vorum mikið tvö
saman og næstu ijögur árin urðum
við góðir vinir. Eg gat komið til
hennar þegar mér lá eitthvað á
hjarta og hún hlustaði og gaf mér
síðan góð ráð. Þótt svo að ég flutti
frá henni núna í byijun skólaárs
höfðum við daglega samband. Veik-
indin fóru að segja meira til sín en
amma reyndi hvað sem var að halda
þeirri ímynd sem gerði hana svona
sérstaka. Hún var viljasterk, dug-
leg, hlý og gerði aldrei upp á milli
manna.
Jólin nú í ár voru ekki eins og
þau hafa verið, missirinn var of
mikill til þess að þau gætu orðið
eins og áður fyrr. Ég veit að ömmu
líður núna vel, hún er hjá afa og
Gunda.
Minningar okkar um ömmu
munu ávallt lifa, en enginn getur
nokkurn tíma fyllt það skarð sem
eftir er. Ég sakna ömmu mikið, en
ég veit að hún mun ávallt vera hjá
okkur.
Biðja sem bam til þín.
Besta hjartans amma mín
eru og verða augun þín
og öli þín fagra og kæra mynd.
Vertu ljós og lýstu mér,
leiddu mig nú fáein spor,
þar tii vetur þrotinn er.
Það er bráðum komið vor.
(Páll Ólafsson)
Óskar.
Jóna Haraldsdótt-
ir - Minning
Fædd 18. júlí 1928
Dáin 18. desember 1992
Hinn 18. apríl 1959 kynntist ég
Jónu Haraldsdóttur. Örlögin höfðu
hagað því þannig tii að ég hafnaði
þann dag á barnaheimilinu Reykja-
hlíð í Mosfellsdal, 7 ára gamall,
feiminn og umkomulaus, ásamt
tveimur systkinum mínum. Þá er
Jóna tók á móti okkur ásamt öðru
starfsfólki skapaðist þegar sú vin-
átta á milli okkar sem entist ævi-
langt.
Þá er þetta átti sér stað var
Jóna þrítug að aldri og einstæð
tveggja bama móðir. Sjálf hafði
hún aiist upp við kröpp kjör austur
á Stokkseyri og snemma orðið að
hefja baráttuna fyrir tilverurétti
sínum og barna sinna við ýmis
störf uns hún hóf starfa sinn við
bamaheimilið á Kumbaravogi. Þá
er heimilið fluttist í Mosfellsdalinn
fylgdi hún með og starfaði þar uns
það var lagt niður í kringum 1970.
Fluttist hún þá til Akureyrar og
bjó þar síðan, starfaði framanaf
við iðnaðarstörf, en síðari árin við
umönnun aldraðra uns hún varð
að láta af störfum á síðastliðnu
sumri vegna sjúkdóms, sem nú
hefur sett endapunktinn fyrir líf
hennar.
Jóna var engin meðalmann-
eskja. Þrátt fyrir litla skólagöngu
var hún víðlesin og frásagnargáfa
hennar var engu lík, þó heyrði ég
hana aldrei hallmæla nokkurri
manneskju. Hún var dugnaðar-
forkur í allri vinnu, þó varð verald-
legur auður aldrei hennar hlut-
skipti. Það sem þó öðru fremur var
hennar aðalsmerki var lag hennar
á börnum og unglingum sem ávallt
hændust mjög að henni. Hún kunni
þá list að umgangast böm sem
jafningja og vera þeim samtímis
leiðbeinandi og stjórnandi. Ávallt
gátu börn leitað til hennar, hvort
heldur var til huggunar harmi eða
uppörvunar drauma sinna. Ávallt
var hún reiðubúin að hlusta, svara,
útskýra og skipti þá ekki máli
hversu önnum kafin hún var í
vinnu. Ætíð fannst stund aflögu
til lausnar þeim vandamálum sem
upp komu. Enda skipti ekki máli
hvort hún væri að störfum í þvotta-
húsinu eða við strauborðið. Ávallt
var hópur bama nærri, reiðubúin
að hjálpa til eða að njóta þekking-
ar hennar. Og á kvöldin þegar hún
sat við saumavélina og gerði við
föt af tuttugu krökkum eða stopp-
aði í sokka gafst okkur jafnframt
tækifæri til að njóta frásagnarlist-
ar hennar frá uppvaxtarárunum á
Stokkseyri eða frá síldarplaninu á
Siglufirði.
Ég tel að á engan sé hallað
þegar ég held því fram að Jóna
hafi öðmm fremur átt þátt í því
að barnaheimilið Reykjahlíð var
heimili okkar en ekki stofnun af
því tagi sem lýst er í ritum félags-
fræðinnar. Þó að hún sjálf ætti
aðeins tvo syni, vomm við öll böm-
in hennar, mismikið nákomin henni
en öll tengd henni tryggðaböndum.
Þegar við sjálf uxum úr grasi,
dreifðumst um allar jarðir, byijuð-
um eigið basl og bameignir, hélt
Jóna áfram að vera fastur punktur
í tilveru okkar. Þegar við síðar
ferðuðumst um landið ásamt fjöl-
skyldum okkar og heimsóttum
Jónu norður á Akureyri, reyndist
hún hafa sama aðdráttaraflið á
böm okkar og okkur sjálf áratug-
um áður.
Ströngu lífshlaupi mikillar konu
er lokið, konu sem aldrei lét bug-
ast þrátt fyrir erfiðleika lífsins og
átti ávallt til bros í fórum sínum
öðrum til handa, konu sem nú er
syrgð af öllum sem hana þekktu.
Fyrir hönd þeirra barna sem
nutum eðlislægrar þekkingar Jónu
Haraldsdóttur á þörfum bama og
unglinga á bamaheimilinu Reykja-
hlíð vil ég votta sonum hennar,
Lárusi og Herði Þór, ásamt tengda-
dóttur og bamabörnum, mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Megi Guð blessa minningu móð-
ur ykkar.
Kristján Kristjánsson.
Þorsteinn Magnús-
son - Minning
Fæddur 14. maí 1898
Dáinn 12. desember 1992
Mig langar í örfáum orðum að
minnast afa míns, sem í dag verður
jarðsunginn frá kirkju Óháða safn-
aðarins. Afí minn var aldamóta-
maður sem mundi tímanna tvenna.
Oft sagði hann okkur frá lífsbarátt-
unni áður fyrr og skildist manni
þá af hversu sterkum stofni, þessi
lágvaxni og fínlegi maður var. Hve-
nær sem komið var í heimsókn til
afa, lifnaði yfir honum, hann var
hafsjór af fróðleik, orðheppinn og
afar minnugur á lifíð fyrr á tímum,
óblíða veðráttu þessa lands í léleg-
um húsakynnum og vinnuskilyrðum
sem í dag hjá okkur nútímafólki
er svo fjarlægt, að nánast er óhugs-
andi að hafi verið, en var samt.
Afi lést eftir löng og erfið veik-
indi, en til hins síðasta hélt hann
reisn sinni. Hann naut umönnunar
og hlýju móður minnar, Jennýjar,
sem vék varla frá sjúkrabeði hans.
En hjá foreldrum mínum, Jenný og
Bjarna í Grindavík, bjó afí eftir lát
ömmu minnar, Brynhildar Ólafs-
dóttur, í rúm 5 ár og hjá þeim átti
afí það skjól og öryggi sem hann
þarfnaðist.
Nú þegar afi er allur sitjum við
eftir fátækari, því hvenær sem við
minnumst hans verður okkur líka
hugsað til ömmu, þau voru eitt og
hið sama. Ávallt mun ég minnast
afa míns og ömmu með virðingu
og þakklæti í huga, og veit ég að
ég tala fýrir munn okkar systkina
Gunnars, mín, Ólafar og Bjarna,
barna okkar og maka, því nú án
þeirra er tómarúm í hjörtum okkar.
Hvenær sem við komum, hringd-
um eða þau fréttu af okkur fylgdi
okkur umhyggja þeirra og hlýja.
Fréttu þau af okkur, þá eins og afí
sagði, voru jól hjá þeim.
Þau voru okkur það fordæmi sem
við bárum virðingu fyrir, aldrei
styggðaryrði, aldrei ónot, aðeins sú
festa og öryggi sem við nutum, og
síðar börn okkar, og nú í dag eru
þökkuð.
Við sitjum eftir minnug þess, að
allur er í heiminum hverfult, og
aðeins eitt öruggt, það er dauðinn,
eftir mismunandi langa jarðvist,
vitandi það að öruggt skjól þeirra
afa og ömmu bíður okkar.
Hafi afi minn þökk fyrir allt.
Brynhildur Bjarnadóttir.