Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Guðrún Jónsdótt- ir - Minning Fædd 26. júní 1906 Dáin 16. desember 1992 16. desember lést á Hrafnistu, tengdamóðir mín, Guðrún Jónsdótt- ir, eftir erfið veikindi. Guðrún fædd- ist á Akranesi 26. júní 1906. Hún var dóttir hjónanna Ágústu Hákon- ardóttur og Jóns Ólafssonar. Faðir hennar drukknaði þegar hún var tveggja ára gömul. Þá stóð ekkjan ' uppi með tvær dætur, en fyrir var eldri systir Guðrúnar, FYiðmey, tveimur árum eldri. Fór Guðrún þá í fóstur til föðurbróður síns Bjama Ólafssonar og konu hans Guðrúnar Eyjólfsdóttur á Ólafsvöllum. Var hún þar til fermingaraldurs. Fór hún þá aftur til móður sinnar. Eft- ir fermingu fór hún með móður sinni til Reykjavíkur þar sem þær fóru í fiskvinnu á Kirkjusandi. Var Guð- rún ýmist í fískvinnu eða kaupa- vinnu fram að þeim tíma er hún giftist Þórði Bjamasyni sjómanni og síðar kaupmanni á Andvara, 24. maí 1930. Þau reistu sér hús að Kirkjubraut 12 og bjuggu þar, þangað til þau fluttust til Reykja- víkur 1964. Þau eignuðust þijú böm, Jón Bjarna kaupmann giftan Áslaugu Bemhöft og eiga þau tvo syni, Guðmund vélfræðing giftan Mál- fríði Bjömsdóttur og eiga þau fjög- ur böm en fyrir átti Guðmundur dóttur, Jóhanna María ljósmóðir gift Steingrími Ingvarssyni og eiga þau fjögur böm. Bamabömin em ellefu og barnabamabömin tíu. Á þeim áram, áður en Guðrún giftist, var ekki allra að ganga menntaveginn. Fann hún til þess, og minntist oft á það hve hún hafði óskað jjess að læra og nema tungu- mál. Á Kirkjubraut 12 var heimili þeirra þegar ég trúlofaðist Jóni Bjama. Ég man hvað ég var spennt og kannski smákvíðin að hitta tengdamömmu í fyrsta sinn. En þegar hún tók á móti mér með opinn faðminn og knúsaði mig var allt svo indælt og gott. Það era 39 ár síðan þetta var og alltaf hefur Gunna mín verið mér yndisleg og góð. Hún var hress og kát og alltaf sístarfandi. Hún fór í síld og aðra fískvinnu sem til féll. Hún pijónaði háleista og vettl- inga og sendi út um allt, eða fór með það sjálf til bamanna sinna og annarra ættingja og systir mín Lára sem búsett er í Ameríku fékk Minning Fæddur 5. ágúst 1900 Dáinn 14. desember 1992 Bjöm Guttormsson frá Ketilsstöð- um í Hjaltastaðaþinghá er látinn, 92 ára að aldri. Ég minnist þessa góða manns með einstökum hlýhug. Hjá honum og Þórínu konu hans var ég í sveit í fjögur sumur sem strákur. Veturinn eftir að foreldrar mínir fluttust til Egilsstaða, þar sem faðir minn tók við starfí kaupfélagsstjóra, atvikaðist það að móðir mín og Bjöm hittust í langferðabíl á leiðinni frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar. Bjöm var að fara á stjómarfund hjá Kaup- félagi Héraðsbúa. Henni fannst þessi maður svo hlýr og góðlegur að hún hugsaði með sér að honum mundi hún treysta fyrir 10 ára gömlum syni sínum. Faðir minn kom að máli við Bjöm og það varð úr að ég fékk sumarvist á Ketilsstöðum þá um vor- ið. Ég minnist þess glögglega hve eftirvæntingafullur ég var þennan maí morgun árið 1962 þegar ég steig upp í mjólkurbílinn og lagði af stað marga vettlinga á sín böm. Einnig starfaði hún við verslun okkar um árabil. Hún naut þess að hafa böm og bamaböm í kringum sig. Þau Þórð- ur vora samstillt hjón þótt þau væri ólík. Hún var létt og hress, en Þórður hægur og rólegur. Hann lést í Reykjavík 11. mars 1972. Fyrir sex áram fór heilsan að bila og var hún mikið á sjúkrahúsum, þar til hún fór á Hrafnistu í Reykja- vík. Var hún þar í fímm ár. Þar lést hún 16. desember. Kveð ég ástkæra tengdamóður mína sem var mér svo kær. Hvíl hún í friði. Áslaug. Amma mín Guðrún Jónsdóttir sem lést þann 16. desember síðast- liðinn dvaldist á Hrafnistu í Reykja- vík síðustu fímm árin. Hún var orð- in óskaplega gömul og þreytt undir það síðasta og þráði það að ,fá að deyja. Hún var að mestu leyti rúm- föst þann tíma sem hún var á Hrafnistu, því að þrekið og kraft- amir vora búnir, og hún kunni því illa að geta lítið hreyft sig, því það var hennar líf og yndi að ferðast og flakka um. Amma mín Guðrún eða amma Gunna eins og við bamabörnin köll- uðum hana var borin og bamfædd Akumesingur. Hún og afí minn Þórður Bjamason kaupmaður þar í bæ, kenndur við verslunina Ánd- vara, byggðu sér þar húsið við Kirkjubraut nr. 12 og þar bjuggu þau lengst framan af. Þau eignuðust þijú böm: Jón B. Þórðarson, kvæntur Áslaugu Bem- höft, Guðmund Á. Þórðarson, kvæntur Málfríði K. Bjömsdóttur, og Jóhönnu M. Þórðardóttur, gift Steingrími Ingvarssyni, og bama- bömin og bamabamabömin eru orðin tuttugu og eitt. Þegar ég nú lít yfír farinn veg og rifja upp mínar fyrstu bemsku- minningar þá var það þegar ég var að stelast niður í bæ til að heim- sækja afa í búðinni og ömmu niður á Kirkjubraut 12. En amma mín var af þeirri kynslóð íslenskra kvenna sem era nú sem óðast að hverfa af sjónarsviðinu, þ.e.a.s. hún var ein af þeim sem klæddust í ís- lenska peysufatabúninginn við há- tíðleg tækifæri. Og þegar maður kom í heimsókn til hennar þá var með Adda frá Sandi áleiðis í sveitina mína. Eftirvænting mín óx í hvert sinn sem Addi stoppaði og skildi eft- ir tóma mjólkurbrúsa og póst. Loks voram við komnir að hliðinu heima að Ketilsstöðum. Bærinn sést ekki frá veginum en rétt neðan við hann af dálítilli hæð blasir bærinn við með túni á báða vegu. Selfljótið bugðast rólyndislega miklu neðar en upp af því á hægri hönd teygir sig stór tún- slétta, augnayndi bóndans á Ketils- stöðum. I íjarska blasir við Beina- geitaríjall og Dyrfjöll sem meistari Kjarval valdi sér að viðfangsefni. Heimilisfólkið heilsaði mér vin- gjamlega og okkur Adda var boðið upp á smurt brauð og bakkelsi í notalegu eldhúsinu og ég fann strax hve andrúmsloftið var létt og þægi- legt. Bjöm var ekki hár maður en kraftalegur og talaði hægt og yfír- vegað. Þórína var brosmild með sítt og fallegt dökkt hár. Auk þeirra var á heimilinu uppkomin dóttir þeirra, Sigurlaug, kölluð Gógó, sem átti eft- ir að verða mér kær. Fljótlega var ég settur í ýmis störf og naut þess oft boðið upp á heimabakaðar flat- kökur og heimabakað brauð. Einnig gerði hún töluvert mikið af því að prjóna ullarvettlinga og ullarsokka handa okkur bamabörn- unum. Mér fannst hún einmitt vera þessi dæmigerða íslenska amma eða eins og ömmur eiga að vera. En uppúr 1965 flytjast þau afí og amma til Reykjavíkur þar sem afí var orðinn sjúklingur en hann lést árið 1972. Þegar ég kom í heim- sókn til Reylqavíkur og seinna þeg- ar ég var þar í námi kom ég oft við hjá ömmu Gunnu og þar fékk ég alltaf hlýjar og góðar móttökur og oft á kvöldin var amma að segja mér gamlar sögur af Skaganum og hvemig lífíð og tilveran var í gamla daga. En nú er komið að leiðarlok- um hjá ömmu Gunnu og ég mun ávallt hugsa með hlýju og þakklæti til þeirra stunda sem ég átti með ömmu Gunnu. Blessuð sé minning hennar. Björn Guðmundsson. Nú hefur amma mín, Guðrún Jónsdóttir, kvatt þennan heim og farið yfír í annan. Ég sakna hennar sárt, enda átti ég margar góðar stundir hjá henni á Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem hún bjó. En síðustu fímm ár ævi sinnar dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík. Aldrei sat maður auðum höndum hjá henni heldur voram við alltaf á ferðinni og nóg var fundið til að gera. Hún kenndi mér að pijóna, en hún pijónaði sjálf mikið og saum- aði út. Ennþá á ég fyrsta pijóna- verkið mitt sem er appelsínugulur trefíll. En það sem er mér eftir- minnilegast við þennan tíma vora að geta orðið að gagni. Á hveijum morgni fór ég með kýmar að beitar- húsum sem era í u.þ.b. tveggja kíló- metra fjarlægð frá bænum. Kýmar fóra hægt yfír og því góður tími til að skoða og athuga margt sem býr í náttúranni. Þegar heim var komið fór ég oft- ast með Birni að aðstoða hann við ýmiss konar útivinnu svo sem að lagfæra girðingar, setja niður eða taka upp kartöflur, gera við vélar og tæki, bera á tún eða vinna við heyskap. Yfirleitt töluðum við Bjöm ekki mikið saman en allt sem hann sagði fannst mér merkilegt. Hann kenndi mér m.a, eftirfarandi spak- mæli: „Tvisvar sinnum verður sá feg- inn sem á steininn sest. Fullir kunna flest ráð. Römm er sú taug er rekka dregur föður túna til.“ Einnig kom fyrir að hann rifjaði upp það sem hann hafði lært á Alþýðuskólanum á Eiðum. Mig furðaði t.d. að hann skyidi enn þá muna öll jarðsögutíma- bilin í réttri röð. Þá kenndi hann mér margt gagn- legt varðandi heilbrigt líf svo sem að forðast ofreynslu og að ætla sér nægan tíma til svefns og hvíldar. Þó að Björn væri mjög vinnusamur og ynni ævinlega langan vinnudag þá hélt hann alltaf þeim góða sið að leggja sig eftir hádegismatinn. Ég naut þessarar hvíldarstundar ýmist við lestur á Vikunni og öðru tiltæku lesefni eða við spjall um heima og geima við þær mæðgur í eldhúsinu. Þær gerðu góðlátlegt grín að mér kvöldin, rétt áður en við fóram að sofa. Þá sat amma mín á rúm- stokknum hjá mér og við fórum með faðirvorið saman og fleiri bæn- ir. Svo sofnaði ég út frá því að horfa á mynd af Jesú sem var uppi á vegg þarna í herberginu. Þetta voru yndislegir tímar og margs að minnast sem ég mun aldr- ei gleyma hjá okkur báðum. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um, um ævistig. Ég reika oft á rangri leið sú rétta virðist oft aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ drottinn minn. (Höf. ókunnur.) Gunnþóra Steingrímsdóttir. Ég vil í örfáum orðum þakka henni ömmu minni samfylgdina. Það er erfítt að kveðja ömmu sem alltaf var svo dugleg og sterk. Fyr- ir sex áram lagðist hún inn á sjúkra- deild Hrafnistu í Reykjavík þá í fyrsta skipti þurftu aðrir að sjá fyrir henni en ekki hún fyrir öðram það þótti henni erfitt að sætta sig við. Amma hafði aldrei fyrr legið á sjúkrahúsi eða verið veik. Það eru tuttugu ár síðan afi dó, amma stóð sig frábærlega vel og hélt fallegu heimili alveg þangað til hún fluttist í litla herbergið sitt á Hrafnistu með örfáa persónulega muni Sína. Hún, eins og svo margt samtíma- fólk hennar, átti aldrei bíl. Amma hafði unun af því að ferðast sitja í bíl og keyra upp í sveit og heim- sækja ættingja og kunningja. Ófáar ferðir hefur hún komið með okkur fjölskyldunni í ferðalag og oft tók hún mig með sér í heimsóknir til ættingja og vina. Eftir að ég flutt- ist á Selfoss fór ég oft til Reykjavík- ur og dvaldist hjá henni, alltaf vildi hún allt fyrir mann gera bauð mér í bíó og mest þótti henni gaman að fara með okkur systkinin í strætóferð hring um Seltjamarnes- ið og sjá ljósin eftir að rökkva tók. Jólin voru jú alltaf eitthvað sem við krakkamir hlökkuðum hvað mest til einnig líka vegna þess að amma dvaldist þá hjá okkur, það tilheyrði að ná í ömmu á rútuna fyrir jólin, það vora því tómleg fyrstu jólin sem amma gat ekki verið með okkur sökum veikinda. Ennþá tómlegra að geta nú þessi jól ekki heimsótt ömmu sína. fyrir það hvað ég vitnaði oft í Vikuna. Björn ávann sér virðingu allra fyr- ir vandaða framkomu. Hann var ævinlega hlýr og góður við mig og skammaði mig aldrei. Einn daginn í þokusudda fann ég ekki kýmar þrátt fyrir langa leit. Þegar ég kom heim heldur sneyptur brosti Bjöm blíðlega til mín og sagði hlæjandi: „Ekki eru allar ferðir til fjár þó famar séu“ og fór sjálfur og fann kýrnar. Bjöm smíðaði ýmislegt sem kom Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hana ömmu, én glaðværð og dugnaður er það sem amma átti alltaf til og það sem ég minnist helst. Vil ég fyrir hönd systkina minna þakka henni fyrir allt sem hún kenndi okkur og var okkur. Hvíli elsku amma í friði. Linda Björk. Elsku amma Gunna er dáin. Amma sem alltaf var svo kát og kímin. Þegar ég hugsa til baka koma mér í hug ferðimar sem ég fór sem barn með móðurömmu minni, upp á Akranes að heim- sækja ömmu Gunnu og afa Þórð. Á þeim áram vora þau í mínum huga persónurnar í vísunni „Afi minn og amma mín úti á Bakka búa“. Enn þann dag í dag koma þau upp í huga minn er ég heyri þessa vísu. Amma og afi voru bæði innfædd- ir Akurnesingar og bjuggu þar til ársins 1964. Afi var sjómaður og rak síðar verslunina Andvara í 25 ár, eða allt þar til þau fluttust bú- ferlum til Reykjavíkur. Afi dó árið 1972 en eftir það bjó amma ein. Hún keypti sér þá litla íbúð á Háa- leitisbraut 117 og tók með sér þang- að þá muni sem henni voru kærast- ir, hitt lét hún frá sér. Hún sagði að það væri dauðir hlutir sem hún ætlaði ekki að láta þvælast fyrir sér það sem eftir væri. Á Háaleitisbrautinni var amma mjög sjálfstæð. Hún vann hjá Jóni syni sínum í Breiðholtskjöri en þess á milli var hún mikið á ferðinni. Það var oft erfitt að hitta á hana heima. Eitt sinn er við hjónin kvört- uðum yfír því við hana sagði hún: „Verið þið bara fegin að ég skuli ekki sitja heima í einhveiju volæði. Á meðan ég get flandrað um þá líður mér vel og þarf ekki að vera upp á aðra komin.“ Hún flandraði víða hún amma Gunna. Ár eftir ár fór hún til Mallorca. Hún sagðist ætla að nota þessa aura sem hún ætti. hún ætlaði ekki með þá í gröf- ina. í þessum ferðum sínum versl- aði hún mikið og var orðin leikin í að prútta þótt hún skildi lítið í er- lendum málum. Eftir að ég kynntist manninum mínum, sem er frá Akranesi, efld- ust kynni mín við ömmu Gunnu mjög mikið. Þau höfðu um margt að tala og áttu margt sameigin- legt. Hún hafði verið í vist hjá ömmu hans þegar mamma hans fæddist. Amma Gunna varð fljót- lega amma hans, hún tók honum sem sínu eigin barnabarni. Amma Gunna kom oft í heimsókn til okkar og við til hennar og alltaf gaukaði hún einhveiju að okkur. Ýmist gaf hún okkur sultu, heimatilbúið sæl- að gagni við búskapinn, m.a. allar hrífur, og ég fann hve hann naut þeirra stunda sem hann stóð við hefil- bekkinn. Ég man vel það augnablik þegar Bjöm rétti mér brosandi mína fyrstu hrífu sem var sérsmíðuð fyrir mig en sérhver hrífa á heimilinu var miðuð við burði hvers og eins. Bjöm hafði ailtaf haft mun meiri áhuga á smíðum en búskap en gerði það fyr- ir föður sinn að taka við búinu. Eft- ir að Björn og Þórína hættu búskap og fluttust til Egilsstaða í nágrenni bama sinna þriggja, vann Björn í all mörg ár við smíðar. Hann smíð- aði m.a. forláta mjólkurfötur og trog úr viði eins og hann hafði gert á sín- um yngri árum. Hann gaf mér tvo smíðisgripi sína sem mér eru afar kærir. Við Lára kona mín höfum á liðnum árum oft komið í heimsókn til Bjöms og Þómíu á notalegt heimili þeirra á Egilsstöðum. Alltaf hafa þau tekið innilega á móti okkur og ég hef haft gaman af að ræða við Bjöm um fom fræði, búskaparhætti o.fl. Einu sinni voru tvær konur í heimsókn hjá þeim þegar við komum. Þegar þær voru famar sagði Björn: „Ætli sé ekki best að ég nái í heyrnartækið mitt“. Þá sagði Þórína kankvís: „Hvað er þetta góði minn, varstu ekki með heyrnartækið þitt meðan þær voru hérna“. Elsku Þórína. Við Lára sam- hryggjumst þér og óskum þér góðrar heilsu og hamingju á komandi árum. Björn Björnsson. Bjöm Guttormsson frá Ketilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.