Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Annríkt hjá lög- reglu á Akranesi Aðg’erð- ir gegn skemmd- arvörgum LÖGREGLAN á Akranesi átti fremur annríkt um jólin og að kvöldi laugardagsins var talsverður mannfjöldi saman kominn í bænum. 15 ára piltur beitti hnífi í átökum við jafn- aldra sinn. Sá skarst á hendi en ekki alvarlega. Rúður voru brotnar á nokkrum stöðum í borginni og segir yfirlög- regluþjónn á Akranesi að lög- reglan muni grípa til þess ráðs að taka líklega skemmdar- varga úr umferð ef þeir sjást övlaðir á almannafæri. Að kvöldi annars í jólum handtók lögreglan á Akranesi ungan mann sem brotið hafði tvær rúður í verslun í bænum og reyndist hann vera með hass og hasspípu í fórum sínum. Rúður voru brotnar í tveimur öðrum versluniim á Akranesi aðfaranótt sunnudagsins og brotist var inn í þá þriðju og stolið þaðan skiptimynd. Svanur Geirdal yfirlögreglu- þjónn á Akranesi segir að rúðu- brot og skemmdarverk hafi verið algeng í bænum í haust og að lögreglan hyggist nú grípa á það ráð að handtaka unglinga sem þekktir eru að skemmdarverkum um leið og þeir sjást ölvaðir á almannafæri. „Þetta eru fyrir- byggjandi aðgerðir, sem okkur er leyfilegt að grípa til, gang- vart unglingum sem sjást ölvað- ir á almannafæri. Því miður hafa það helst verið unglingar sem átt hafa þátt í þessum eignar- spjöllum og þeir sem í þessu standa reynast sjaldan borgun- armenn fyrir því tjóni sem þeir valda,“ sagði Svanur Geirdal. Hermaður var skor- inn á háls 19 ÁRA bandarískur hermað- ur var skorinn á háls fyrir utan veitingastaðinn L.A. Café við Laugaveg um klukk- an hálf fjögur aðfaranótt sunnudagsins. Bræður af jú- gósavneskum uppruna eru grunaðir um verknaðinn en þeir höfðu ekki verið yfir- heyrðir eða handteknir vegna málsins í gær. Til átaka hafði komið milli mannanna og lauk þeim þannig að annar bræðranna hélt her- manninum föstum meðan hinn braut flösku og beitti henni síðan til að skera Bandaríkjamanninn á háls og andlit. Maðurinn var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið og þar var gert að sárum hans en að því loknu var honum leyft að fara. Maðurinn mun ekki hafa komist í teljandi lífshættu en litlu mátti muna að slagæð í hálsi hans skærist í sundur. Hjón meidd- ust í bílveltu HJÓN slösuðust er bíll þelrra valt á Reykjanesbraut við Voga að kvöldi jóladags. Meiðsli þeirra voru ekki talin lífshættuleg, að sögn lögreglu Leiðinlegt veður var á þessum [ slóðum þegar slysið varð, að t sögn Iögreglu; dimmt yfir, | skyggni slæmt og krap á vegin- ( um. Okumaðurinn missti vald á bíl sínum, sem valt. Hjónin sem voru ein í bílnum og á suðurleið voru flutt á Borgarspítalann með sjúkrabíl til aðhlynningar. Tröllvaxinn Toyota Gunnlaugs Björnssonar er einn öflugasti landsins. Hér hleypir hann úr 44 tommu dekkjunu um í 2-3 pund. Slíkt gefur aukna drifgetu í snjó Dekkjagaldrar og snjóbúskapur Útivera að vetri Gunnlaugur Rögnvaldsson HÖRÐUSTU jeppamenn eru hreinir galdramenn í notkun dekkjanna, sem þeir koma und- ir öfluga jeppa sína. Þau stærstu eru á 38 til 44 tommur eða um einn metri á hæð, sem gefur jeppunum aukið flot í snjó séu þau notuð rétt, en til að nýta þau sem best þarf bæði reynslu og þekkingu. Gunn- Iaugur Björnsson er með reynd- ustu jeppamönnum landsins og ekur á mikið breyttum Toyota Double Cab. Hann kann sitt- hvað fyrir sér í dekkjagöldrum. Jeppamenn lenda í allskyns snjólagi, púðursnjó, krapa, harð- fenni, þunnri skel meðsnjó púðri undir og allt þetta krefst þess að menn viti hvemig nota á dekkin stóru. í venjulegum akstri á þjóð- vegum eða í bæjum er loftþyngd- in 20 pund, en í fjallaferðum hleypa menn duglega úr, til að auka flatarmál og grip dekkjanna á snjónum. „Ég hef stundum far- ið undir eitt pund í 44 tommu dekkjunum, en það að hleypa úr dekkjunum þýðir að jeppinn sekk- ur minna í snjó, en það fer eftir færinu hve mikið er hleypt úr hverju sinni. í einni ferð getur verið nauðsynlegt að hleypa úr og pumpa í aftur mörgum sinn- um,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Morgunblaðið. „Reynslan kennir manni hve mikið á að vera í hveiju sinni og menn verða að prófa sig áfram til að læra kúnstina, það er ekki sama hvort ekið er í harðfenni eða púðursnjó, svo er allt þar á milli til. Margir halda að dekkin fari mjög illa á þessu, en snjórinn gefur mikla kælingu, en fyrir þá sem ferðast mikið á þennan hátt má áætla að dekkjagangur endist í þijá vetur, þá er hliðarnar yfir- leitt orðnar lasnar. Ég man eftir því að Dick Cepek, sem framleiðir stór dekk í Ameríku fór eitt sinn í jeppaferð með okkur. Honum leist ekkert á aðfarimar í byijun og trúði ekki að dekkin þyldu svona notkun. En hann var sann- færður um það eftir ferð á jökul.“ Annað bragð er líka í hávegum haft hjá jeppamönnum varðandi dekkin. Ef þau affelgast, þá er kveikt í þeim ef svo má að orði komast. „Við brennum þau nú ekki alveg, en notum engu að síð- ur eld til að koma þeim á sinn stað á felgunni. Þá e'r startúða sprautað inn í dekkinn og menn standa dálítið frá með brúsann, setja kveikjara fyrir framan og úða eldinum að dekkinu. Þá springur dekkið af felgunni um leið og eldurinn kviknar inn í því. Hann slokknar á augabragði við hvellinn sem kemur. Þetta er þjóðráð og fljótlegt, síðan pumpa menn í dekkin, ýmist með hand- pumpu eða reim eða rafmagns- drifnum dælum, sem oftast eru um borð í vel útbúnum fjallatækj- um.“ Gunnlaugur er þegar farinn að þeysa á ijöll í vetur, en hann hef- ur farið yfir hundrað ferðir á há- lendið að vetrarlagi. „Það verður mikið um að vera hjá jeppamönn- um í vetur, það er þegar kominn meiri snjór en var í febrúar í fyrra,“ sagði Gunnlaugur, sem bæði er búinn að ferðast á Lang- jökul og fljúga yfir hann í vetur, Galdrar á fjöllum. Startúða er sprautað inn í dekk til að það smelli aftur rétt á felguna, eftir að hafa affelgast. Slíkt getur gerst þegar menn hleypa úr og aka kannski utan í gijót. Oftast nægir að Ijakka jeppann upp og framkvæma þessa aðgerð. en hann er nýbúinn að taka einka- flugmannspróf. Toyota jeppi hans er einn sá öflugasti á landinu, er lengdur Double Cab jeppi með sæti fyrir fímm og með 150 hest- afla Chevrolet vél í vélarsalnum í stað hefðbundinnar vélar. Þá hefur bæði drif og fjöðrunarbún- aði verið breytt. „Ég er nýbúinn að setja gormafjöðrun í jeppann að framan, sem gerir hann mun betri og auk þess búinn að setja í hann tvöfaldan millkassa frá Benna. Hann virkar ótrúlega vel, jeppinn kemst mun hægar yfir, sem gefur aukið flot í snjónum og hann krafsar sig nánast yfir hvaða hindrun eða yfirlag sem er. Þá eru í jeppanum rafmagnslæs- ingar að framan og aftan sem er góður kostur og hefur reynst vel.“ Þó Gunnlaugur hafi margsinnis farið á jökla landsins segist hann aldrei fá leið á því að aka jeppa á fjöllum. „Jafnvel þó maður fari svipaða leið, þá er hún aldrei eins, snjórinn er aldrei eins, ferðafélag- arnir mismunandi og veðrið sí- breytilegt, frá sólskini í vitlausan byl. Svo er alltaf gaman að bera sig saman við aðra jeppamenn, sjá hvort breytingarnar skila árangri þegar á fjöll er komið. Menn eyða miklum peningum í jeppana og vilja að þeir skili sínu og drifgetan aukist með hverri breytingu." I ferðum væsir ekki um Gunn- laug og ferðafélaga. í jeppanum er kynding til að hita upp yfir- byggðan pallinn, bílasími, lóran, talstöð og allur búnaður þannig að hægt sé að hafst við í jeppan- um ef veður er vont, of vont til aksturs. En með lóran til taks, er fátt sem stoppar reynda jeppa- menn, jafnvel ekki blindbylur þekki menn landsvæðið sem þeir aka um. En hendi það Gunnlaug eru um borð 320 watta hljóm- tæki, sem nægja til að láta tónlist- ina óma um fjallasali ef því er að skipta. Sem sagt allt til alls, nema sófasett og sjónvarp, enda ekki fyrir íjallamenn að spá í svoleiðis í ferðum. Húsnæðisstofnun hefur aðeins selt tæplega 2/3 skuldabréfa sinna á árinu Hnekkir fyrir stofnunina - segir Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur einungis selt 40% þeirra hús- næðisbréfa sem áætlað var að selja í ársbyrjun. Það sem af er árinu hefur stofnunin selt húsnæðisbréf fyrir 1.150 miljónir króna á almenn- um markaði, en að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar, forstjóra Hus- næðisstofnunar, var áætlað að selja húsnæðisbréf fyrir um 2.500 millj- ónir á árinu, aðallega hinum ýmsu lífeyrissjóðum, og vantar því um 1.400 milljónir að það takmark náist. Ennfremur var stefnt að því að selja lífeyrissjóðum samkvæmt samningum, sérskuldabréf fyrir um 2.4 milljarða króna í viðbót við sérskuldabréf fyrir 5.5 milljarð sem búið er að selja þeim, en sýnt er einnig að það takmark náist ekki fyrir áramót. Sigurður segir að þrátt fyrir að þetta sé Húsnæðisstofn- un þungur baggi þá muni hún geta staðið við skuldbindingingar sínar við alla aðila að undanskildum ríkissjóð, og verði stofnunin að fresta greiðslu á 1.500 milljón króna láni frá ríkissjóði um óákveðinn tíma. m.a. lífeyrissjóðir ættu kost á að kaupa. Þrátt fyrir bjartsýni virðist Sjöunda útboð húsnæðisbrefa á. árinu fór fram fyrir viku síðan hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka. „Húsnæðisstofnun fór út í þessi út- boð því Iífeyrissjóðasamtökin óskuðu eftir því að hún aflaði fjár með sölu bréfa á almennuin markaði sem árið aðeins ætla að skila liðlega 40% af þeirri sölu sem við bjuggumst við, er veldur okkur gífurlegum hnekki," sagði Sigurður. Hann segir að andvirði húsnæðis- bréfanna hafi verið ætlað að anna fjórðungi af lánsfjárþörf stofunar- innar á þessu ári, og áætluð sala á næsta ári hafi átt að fullnægja 50% af þörf stofnunarinnar fyrir lánsfé.„Við munum athuga stöðu mála og hugsanleg úrræði eftir ára- mót í samráði við lífeyrissjóðina, en þótt samningsbundna skuldabré- fasalan sé miklu hægari en búist var við og sala húsnæðisbréfa ekki í samræmi við væntingar okkar, stendur Húsnæðisstofnun þetta af sér. Þetta er þó vissulega þungur baggi og veldur því að við verðum að draga við okkur uppgjör á ýmsum öðrum vígstöðvum. Fyrst og fremst verður skuld okkur upp á 1.500 milljónir við ríkissjóð að bíða um sinn. En við munum samt sem áður geta staðið við skuldbindingar við alla okkar lántakendur." Sigurður minnir á að lífeyrissjóð- irnir hafi á undanförnum árum gjarnan keypt bréf fyrir háar fjár- hæðir á síðustu dögum ársins, og telur ekki loku fyrir það skotið að það sama gerist nú. „Við höfum selt sérskuldabréf fyrir 5.5 milljarð á þessu ári, og vonum að okkur tak- ist að selja sérskuldabréf fyrir um einn milljarð nú í desemberlok,“ seg- ir Sigurður, „en þá stendur eftir 1.4 milljarður í ófrágegngnum kaupum frá fyrri árum. Heildarmismunur miðað við áætlanir myndi því nema um 2.8 milljörðum króna." Hús- næðisstofnun hefur því selt rúm 68% af sérskuldabréfum sínum miðað við áætlaða sölu, og þegar miðað er við um 46% sölu húsnæðisbréfa, þýðir þetta að um 63% af þessum skulda- bréfum stofnunarinnar muni hafa selst á árinu að meðaltali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.