Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Sættir stríðs- herra í Sómalíu Mogadishu, Belet Huen. Reuter. UM 10.000 Sómalir tóku þátt í fundi sem tveir helstu stríðsherrar landsins efndu til í Mogadishu í gær til að fagna því að endi hefur verið bundinn á skiptingu borgarinnar I tvo hluta. Stríðsherrarnir, Mohamed Farah Aideed og Ali Mahdi Mohamed, tókust í hendur á fundinum við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Þeir höfðu ráðið lögum og lofum í borg- inni og átök milli liðsmanna þeirra höfðu valdið algjöru stjórnleysi. Bandarískir hermenn skutu Só- mala til bana í skotbardaga í gær eftir að hann og tveir aðrir Sómalir höfðu ráðist á sjónvarpsupptökulið fréttastofunnar Visnews við flug- völlinn í Mogadishu, höfuðborg Só- malíu. Þremenningarnir réðust á sjón- varpsmennina aðeins 50 metrum frá varðstöð hermannanna við inn- ganginn að flugvellinum. Einn þeirra miðaði byssu á höfuð mynda- tökumanns fréttastofunnar á með- an annar tók af honum upptökuvél- ina. Sá þriðji hóf skothríð á varð- stöðina með riffli og hermennirnir skutu á móti. Maðurinn sem tók upptökuvélina féll í valinn og hljóð- maður fréttastofunnar særðist lítil- lega. Að minnsta kosti átta Sómalir hafa beðið bana í átökum við fjöl- þjóðaherinn. Bandarískir og kanad- ískir hermenn komu í gær til borg- arinnar Belen Huen, um 400 km norðvestur af sómölsku höfuðborg- inni. Þar eiga hermennirnir að vemda flutningabíla og tryggja að hjálpargögn berist til nauðstaddra íbúa landsins. Átök um sjónvarpsmenn Bandarískir hermenn skjóta á vopnaða Sómala, sem höfðu ráðist á sjónvarpsupptökulið fréttastofunnar Visnews við aðalinnganginn að flugvellinum í Mogadishu. Einn Sómalanna beið bana í skotbardaganum. EGIA • t -ROÐOG REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SIBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Bandaríska dagblaðið The New York Times Bush hótar Serbum hernaðaraðgerðum New York, Sar^jevo, Genf. Reuter. GEORGE Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur varað serbneska leiðtoga við því að Bandaríkjamenn séu reiðubúnir að beita hervaldi ef stríðið í Bosníu-Herzegovínu breiðist út til Kosovo- héraðs, sem heyrir undir Serbíu en er aðallega byggt Albönum. Bandaríska dagblaðið New York Times skýrði frá þessu í gær og hafði eftir stjómarerindrekum í Genf að Bush hefði sent Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og Zivota Panic, yfirmanni júgóslavneska hersins, bréf þessa efnis. „Komi til átaka í Kosovo vegna hernaða- raðgerða Serba er Bandaríkja- stjóm reiðubúin að beita hervaldi gegn Serbum í héraðinu og í Serb- íu,“ sagði í bréfinu, að sögn New York Times. Blaðið bætti við að í bréfinu segði að Bandaríkjamenn kynnu einnig að beita hervaldi ef ráðist yrði á hersveitir Sameinuðu þjóðanna í Bosníu eða ef reynt yrði að trufla starfsemi hjálpar- Perú Sprengjuárás á sendi- ráð Japans og Kína Lima. Reuter. TVÆR öflugar sprengjur sprungu í gær við sendiráð Japans og Kína í Lima höfuðborg Perú og særðu um 25 manns. Miklar skemmdir urðu á nærliggjandi byggingum og bifreiðum. Lýstu maóísku hryðjuverkasamtökin Skínandi stígur yfir ábyrgð á verkn- aðinum. Japönsk stjórnvöld hafa stutt hugsjónir Mao Tse Tungs. ríkisstjórn Alberto Fujimoris for- A laugardag sprakk sprengja seta en hann er sonur japanskra við sendiráð Costa Rica í Lima. innflytjenda. Þá hafa hryðjuverka- _____________ samtökin fordæmt kínversk nZZZZZZZZZZZZIZZIZIIZZI stjórnvöld fyrir „endurskoðunar- stefnu“ og að hafa farið á bak við stofnana. Bush hefði ennfremur varað Milosevic við því að kynda undir frekari hernaðaraðgerðum Serba í Bosníu, sem hafa náð um 70% landsins á sitt vald. Vetur gekk í garð í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, í gær eftir til- tölulega milt veður undanfarna mánuði. Um fimm sm snjólag var í borginni og sjö stiga frost. Serb- ar hafa setið um borgina í tæpa níu mánuði og íbúarnir hafa lengi mátt búa við vatns- og rafmags- leysi, auk þess sem matvæli eru af skornum skammti. Fregnir frá Bosníu herma að hersveitir múslima séu með mikinn viðbúnað í Sarajevo og nágrenni til að undirbúa stórsókn gegn her- sveitum Serba og binda enda á umsátrið um höfuðborgina. Fred Eckhard, talsmaður Cyrus Vance og Owens lávarðar, sem hafa reynt að stilla til friðar í Bosníu fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna og Evr- ópubandalagsins, sagði í gær að þessar fréttir væru mikið áhyggju- efni. Leiðtogar múslima, Króata og Serba í Bosníu eiga að koma saman í Genf á laugardag til að freista þess að semja um frið og talsmaðurinn sagði nauðsynlegt að bardagarnir yrðu í lágmarki þang- að til. Vill vægð í kvótamálum Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. BO Ascanius lögmaður segir að danskir fiskimenn hljóti þyngri dóma fyrir brot á kvótareglum en fíkniefnasalar. í viðtali við Bersen segir Asca- nius að sé sjómaður staðinn að því að landa afla utan kvóta sé aflinn gerður upptækur og við- komandi látinn sæta sekt, sem oft sé þriðjungur af verðmætinu. Sjó- maðurinn fær því ekki kost á að greiða útlagðan kostnað við veiði- ferðina, þar á meðal laun áhafnar- innar. Þegar fíkniefnasali er tek- inn fær hann að draga kaupverðið á vörunni frá líklegu söluverð- mæti og síðan er hagnaðurinn gerður upptækur, að sögn Asca- nius. Reuter Fjall jafnað við jörðu Kínverski herinn jafnaði á mánudag fjallið Patoi við jörðu, í grennd við Macau. Þetta mun vera mesta sprenging af mannavöldum í sög- unni, þar sem ekki er notast við kjarnorku. Hún olli jarðskjálfta í Hong Kong, sem mældist 3,4 stig á Richter-kvarða. Notuð voru 12.000 tonn af dýnamíti við sprenginguna, en kjarnorkusprengjan sem varpað var á Hiroshima við lok síðari heimstytjaldar var jafngildi 11.800 tonna af dýnamíti. Ætlunin er að byggja fiugvöll á svæðinu. L 9 9 ti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.