Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 33 Evrópa Svíþjóð Bílafram- leiðendur birta saman- burðarverð innan EB BÍLAFRAMLEIÐENDUR hafa samþykkt að birta tvisvar á ári samanburðarlista yfir valin ný ökutæki þar sem bornir verða saman eiginleikar og verð innan Evrópubandalagsins. Krafan um birtingu slíks lista er komin frá nefnd Evrópubanda- lagsins sem fjallar um samkeppn- ismál. Krafan kom fram í kjölfar þess að Neytendasamtök Evrópu bentu á að munað gæti allt að 40% á verði nýrrar bifreiðar eftir því hvar í Evrópubandalaginu hún er keypt. Sir Leon Brittan, formaður nefndarinnar um samkeppnismál, telur að birting listans muni auð- velda neytendum að gera hagstæð bifreiðakaup. Hann telur ennfrem- ur að framleiðendur neyðist nú til samræma verð innan Evrópu. Samkvæmt samkomulaginu um útgáfu listans verða allir bifreiða- framleiðendur sem selja bíla sína innan Evrópubandalagsins að velja einn bíl úr hveijum framleiðslu- flokki og gefa upplýsingar um grunnverð, auk verðs á fimm al- gengra tegunda aukabúnaðar. Einnig verða að koma fram upp- lýsingar um ábyrgðir, þjónustu og afhendingarkostnað. Verðið á að gefa upp bæði í innlendum gjald- miðli og 'ECU, og bæði með og án skatta. Listinn verður gefinn út tvisvar á ári, í maí og nóvember, og nær til 10 landa Evrópubandalagsins, en Danmörk og Grikkland eru undanskilin vegna gífurlega hárra skatta á bíla þar. Fjarskipti Ericson og Hewlett- Packard hefja sam- starf SÆNSKA símafyrirtækið Eric- son og bandaríska tölvufyrir- tækið Hewlett-Packard hafa stofnað fyrirtæki saman til að vinna að tækniþróun í tölvusam- skiptum. Hið nýja fyrirtæki er að 60% hluta í eigu Ericson og verða aðal- stöðvar þess í Stokkhólmi. Einnig verða skrifstofur í Gautaborg og í Grenoble í Frakklandi þar sem tölvusamskiptadeild Hewlett- Packard er staðsett. Fyrirtækið hefur fengið nafnið Ericson Hewlett-Packard Telecommunications AB og er ætlunin að starfsemin hefjist þeg- ar á fyrsta ársfjórðungi 1993. Talsmenn Ericson og HP neituðu að gefa upp áætlanir um tekjur hins nýja félags en upplýstu að áætlaður starfsmannafjöldi væri 350. Báðir aðilar tóku fram að hér væri um að ræða umtalsverða fjár- festingu fyrir félögin. Markmið fyrirtækisins er að þjónusta hinn ört vaxandi hóp við- skiptavina sem leita að tölvukerf- um sem bæði bjóða upp á hefð- bundna notkun netkerfa við stjórn- un og rekstur, og nýtast ennfrem- ur beint við þjónustu og samskipti við viðskiptavini. Mikil fækkun starfa hjá hinu opinbera Á NÆSTU árum mun störfum hjá hinu opinbera fækka gífurlega í Svíþjóð. Talið er að fækkunin muni nema um 100.000 stöðugildum, til viðbótar við fækkun um 15.000 störf sem þegar hefur komið til framkvæmda. Þessi fækkun stöðugilda mun skiptast nokkurn veginn jafnt milli ríkis og sveitarfélaga. Óhjákvæmi- legt er að í kjölfarið aukist atvinnu- leysi enn, en í dag eru um 300.000 manns atvinnulausir í Svíþjóð. Að auki er talið að vandræði geti skap- ast á fasteignamarkaði þar sem stærsti hluti þeirra sem missa vinn- una séu starfsmenn á opinberum skrifstofum og eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði í miðbæjum muni því stórlega dragast saman. Mest verður fækkun starfa hjá Símanum, Póstinum og Jámbraut- unum. Nú þegar hafa um 10.000 manns misst vinnu sína hjá þessum stofnunum. Aftur á móti fjölgar störfum nokkuð hjá Endurmennt- unarstofnun atvinnulífsins og hjá utanríkisþjónustunni. íslenski hlutabréfasjóðurinn hf.; GÓÐ LEIÐ TIL AÐ LÆKKA SKATTANA ÞÍNA í ágúst síöastliönum fengu mörg hundruð hluthafar í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. ánægjulega sendingu frá skattinum, eöa um 37.000 króna endurgreiðslu á tekjuskatti. í ár eiga einstaklingar sem fjárfesta í hlutabréfum* einnig kost á um 37.000 króna skattaafslætti. Kaupa má hlutabréf fyrir hvaöa fjárhæö sem er en hámarksafsláttur miöast viö 94.000* króna kaup. Þannig getur skattaafsláttur hjóna numiö tæpum 75.000 krónum. Fjárfestingar í hlutabréfum geta verið áhættusamar. Hlutabréf eru í eðli sínu langtímafjárfesting og skattaafsláttur miðast viö tveggja ára eignarhaldstíma. Arðsemi af hlutabréfaeign veröur því fyrst og fremst metin eftir a.m.k. tveggja ára eignartíma. íslenski hlutabréfasjóðurinn dreifir áhættu meö kaupum á hlutabréfum margra félaga í ólíkum atvinnugreinum og stuölar aö auknu öryggi hluthafa meö kaupum á skuldabréfum. Islenski hlutabréfasjóöurinn dreifir áhættu í hlutabréfaviðskiptum Heildar- áhætta Ahætta tengd einstöku fyrirtæki EIGNASAMSETNING íslenska hlutabréfasjóösins 11. desember 1992 4% Bankainnstæður Hlutabréf 48% Skuldabréf 38% 1 5 Fjöldi hlutabréfa 5% Hlutdeildarskírteini á erlendum grunni 5% Hlutdeildarskírteini á innlendum grunni Landsbréf eru viðskiptavaki hlutabréfa íslenska hlutabréfasjóðsins og tryggja að ávallt sé markaður fyrir hendi með hlutabréf félagsins. Leitaöu upplýsinga hjá ráögjöfum okkar og umboösmönnum í Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. *Hlutabréf viðurkennd af ríkisskattstjóra og frádráttarbær til skatts skv. núgildandi skattalögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.