Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 mmhnn Ást er... ... að óska sér að fá koss í stað eftirréttar. TM Rog. U.S Pal Ott.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate 1045 Já, sonur minn. Bráðum verður þetta allt þitt — BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hvern varðar um þyngd á deigi? Frá Jóhannesi Gunnarssyni: Haukur Leifur Hauksson bakari hefur gert athugasemdir við gerð verðkönnunar Neytendasamtakanna á brauðum og kökum og birti Morg- unblaðið athugasemdir hans hér á þessum vettvangi síðastliðinn laugardag. Bréf bakarans ber það allt með sér að tilfinningarnar hafa borið skynsemi hans ofurliði, en okk- ur þykir þó óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við allmörg atriði í skrifum hans. 1. Bakarinn heldur því fram að hann hafi gefið starfsmanni Neyt- endasamtakanna upp þyngd á deigi en ekki brauði og að starfsmannin- um hafi verið ljóst að um hafi verið að ræða þyngd á deigi. Starfsmaður Neytendasamtakanna kannast alls ekki við þetta. Þær upplýsingar sem stuðst var við eru skriflegar, undir- ritaðar af starfsmanni Neytenda- samtakanna og nefndum bakara sjálfum. Þar er hvergi minnst á deig, þótt rúm hafi gefist til athugasemda. ' 2. Bakarinn staðhæfir að í könn- unum Verðlagsstofnunar hafi ætíð verið miðað við deigvigt. Þetta er alrangt. Könnun Neytendasamtak- anna var framkvæmd með sama hætti og kannanir Verðlagsstofnun- ar hafa verið gerðar til margra ára. I könnunum Verðlagsstofnunar hef- ur ávallt verið miðað við þyngd brauðs. Hvað varðar neytendur enda um deigvigt? Neytendur kaupa brauð af bakaranum og hefðu ekki hið minnsta gagn af könnun sem miðað- ist við þyngd á deigi. Haukur bendir réttilega á að brauð rýrnar verulega við bakstur. í þessu sambandi má minna bakarí á að þeim er skylt að gefa upp þyngd brauða og verð þeirra miðað við þyngd svo neytendur geti gert verð- samanburð. I því sambandi dettur engum í hug að spyija um þyngd deigs. 3. Bakarinn skrifar að Ódýri brauða- og kökumarkaðurinn og Borgarbakarí geti „ekki setið undir ásökunum Neytendasamtakanna" um að þyngd brauða frá þessum bakaríum nemi aðeins 87 hundraðs- hlutum þeirrar þyngdar sem gefin er upp. Hér er vitaskuld ekki um ásakanir að ræða, heldur niðurstöður könnunar sem framkvæmd var með viðurkenndum hætti, í viðurvist nefnds Hauks. Sem fyrr segir hefur hann stað- fest með undirskrift sinni að þær upplýsingar sem stuðst er við séu réttar. Við höfum þó fullan skilning á því að honum skuli hafa orðið Frá Ingimundi Gísiasyni: Bandaríkjamenn á nitjándu öld gáfu heiminum þjóðgarða. Fyrstum manna varð þeim það ljóst að hluti hins ónumda lands yrði að varðveita, ósnortinn og um ókomna tíma. Fyrir skömmu leikstýrði Michael Mann nýjustu kvikmyndinni um síð- asta móhíkanann eftir sögu James Fenimore Coopers1. Hann vildi kvik- mynda í villtu og óspilltu skóglendi, líkast því sem var á bökkum Hudson- ár á átjándu öld. Háspennulínur og steyptir vegir máttu ekki sjást í víð- áttudölum hvíta taldsins. Hann var heppinn að fínna rétta landið í fjöllum Norður-Karólínu. Mann og leikarinn Day-Lewis (Fálkaauga) dvöldu þar einn mánuð og lærðu að komast af við svipaðar aðstæður og voru á söguslóðum Coopers. Þetta var þeim nauðsynelgt til að átta sig á mann- gerð Fálkaauga. íslendingar verða að skilja að ósn- ert víðemi eru ekki einungis ætluð fáeinum öfgafullum áhugamönnum um útivist; né heldur til að lokka fleiri erlenda ferðamenn til landsins. Eyði- hverft við þegar niðurstöðurnar komu fyrir sjónir almennings. Hins vegar geta Neytendasam- tökin með engu móti unað ásökunum bakarans uym meint óvönduð vinnu- brögð og finnst heldur lítilmannlegt af honum að ausa skömmum yfir Neytendasamtökin í stað þess að bæta ráð sitt. Ásakanir hans eru alvarlegar, en eiga við engin rök að styðjast. Hafi einhvers staðar orðið mistök, ber að skrifa þau á reikning bakarans. Að öðru leyti sjáum við ekki ástæðu til að elta ólar við málflutn- ing hans, en áskiljum okkur allan rétt til þess að veita honum eins og öðram það aðhald sem skyldan býð- ur okkur að veita fyrir hönd félags- manna okkar og annarra neytenda. JÓHANNES GUNNARSSON, formaður Neytendasamtakanna. byggðir íslands og óbyggðir era menningarverðmæti. Þær eiga einnig að verða menningararfur komandi kynslóðar eins og Islendingasögurn- ar og handritin era vissulega. Nú er brýnt að taka þegar frá stórar landspildur á íslandi og frið- lýsa þær með öllu. Ferðamönnum ætti ekki að beina inn á svæðin en umferð skal leyfði eftir vissum regl- um. Mannvirki skulu því aðeins reist að þau séu nauðsynleg til að hlífa náttúranni við átroðning. Þar ætti ekki að gróðursetja framandi jurtir. Tíminn er að renna út. Kvikmynd komandi tíðar um Eyvind og Höllu hans Jóhanns Siguijónssonar á ekki að taka í Abisko Natikonalpark2. 'David Ansen. 1992. Mann in the Wilder- ness. Newsweek, December 7:50-51. 'Bo Heurling. 1985. Berg-Ejvind och hans hustru. Bra Böckers Film och TV Lexikon. 1:40. Útg. Bra Böcker, Höganes. Sænski leikstjórinn Victor Sjöström gerði kvikmynd um Fjalla-Eyvind eftir leikriti Jóhanns Sigurjónssonar árið 1918. Þá fóru útimyndatökur fram í fjöllum Norður-Sví- þjóðar og vöktu mikla athygli. INGIMUNDUR GÍSLASON, Rauðagerði 29, Reykjavík. E-leið Landsvirkjunar í Odáðahrauni og síðasti móhíkaninn HOGNI HREKKVISI „ EG SÉ UPPT12EWCTA MÓS, KLÓRUPRlK, BANPHNYKIi*/ MIPORSOPIWN H>NFISIC*«« Víkverji skrifar Nýlega lenti Víkveiji í því að komast ekki út úr bíla- geymsluhúsinu að Vesturgötu 7. Tölvan, sem átti að opna, var biluð einu sinni sem oftar. Þessi tölva, sem á að hleypa viðskiptavinum bílastæð- isins út og inn hefur eflaust verið framleidd á mánudegi, því að hún er nánast aldrei í lagi. Stæðaverðir borgarinnar þurfa og að sinna hjálp- arbeiðnum hvenær sólarhringsins sem er, því að fastir viðskiptavinir stæðisins eiga að geta komist bæði út og inn allan sólarhringinn. En eitt k\ öld rétt fyrir jól, klukkan var um kl. 18.30, vora um 10 bílar lokaðir inni og komust ekki út, hvern- ig sem menn reyndu. Stæðisverðirnir á Bakkastæði, sem svara alla jafna, þegar ýtt er á hjálparhnappinn, vora famir heim eftir vinnudag og þessum 10 hræðum, sem biðu eftir að kom- ast út, voru allar bjargir bannaðar, uns einum viðstöddum hugkvæmdist að skrúfa slána, sem takmarkar útakstur af. Þá komust viðstaddir loks leiðar sinnar. Víkveiji var frelsinu feginn og ók sem leið lá austur Hverfisgötu. Þeg- ar hann ók fram hjá Traðarkoti, hinu nýja og glæsilega bílastöðuhúsi gegnt Þjóðleikhúsinu, sá hann að við innaksturinn í húsið er stórt glerbúr og þar sat vörður og virtist hafa harla lítið að gera, enda umferð ekki mikil þá stundina að minnsta kosti. Bílastæðishúsið að Vesturgötu 7 er eitt dýrasta stæðishúsið í borg- inni. Hins vegar er og hefur verið frá opnun Traðarkots ókeypis í það hús. Víkveija fínnst því skjóta nokk- uð skökku við, þegar þjónustan við Vesturgötu er á núllpunkti á meðan vörður situr í Traðarkoti og þjónust- ar þá, sem þurfa ekkert að borga. Það er eitthvað skrítið við slíka þjón- ustu. XXX Kunningi Víkveija fór í eina af útsölum ÁTVR rétt fyrir jólin og þurfti að kaupa áfengi fyrir rétt rúmlega 30 þúsund krónur. Þegar kom að því að borga og hann tók upp ávísanaheftið, sagði maðurinn á kassanum, að hann þyrfti að skrifa fjórar ávísanir, þijár upp á 10.000 krónur og hina fjórðu fyrir því sem á fjórða tuginn var. Kunninginn mótmælti og spurði, hvort afgreiðslu- maðurinn vildi ekki hringja í bankann til þess að kanna, hvort ein ávísun væri ekki í lagi, en allt kom fyrir ekki og svo langt gekk í stappinu, að afgreiðslustjórinn var kallaður til, sem engu breytti. Nú hefur kunningi Víkveija, sem vinnur í banka sagt honum að fjórar ávísanir sem í þessu tilfelli gildi sem ein. Þegar bankinn tekur eftir að úr sama hefti koma þijár 10.000 króna ávísanir og hin fjórða einnig á sama handhafa og stimpluð síðan í sama kassa á sama tíma, sé augljóst að verið sé að fara á bak við reglur bankans og því séu slíkar ávísanir teknar sem ein ávísun á fjórða tug þúsunda. Með öðrum orðum slíkar ávísanir veita þeim, sem þær era stílaðar á enga tryggingu fyrir inn- lausn, ef þær reynast innstæðu- lausar. Því er þessi regia ÁTVR að krefjast þess að menn- eyði fjóram ávísanaeyðublöðum, sem líka kosta peninga, gjörsamlega ástæðulaus. Hún er aðeins til þess að auka kostn- að viðskiptavina ÁTVR, gjörsamlegar að ástæðulausu. •" 1 ■-. I i «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.