Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 í Matthíasarborg [ Matthíasarborg. Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur — Borg- arleikhús RONJA RÆNINGJADÓTTIR Höfundur: Astrid Lindgren Tónlist: Sebastian Leikgerð: Annina Pasonen og Bente Kongsböl Þýðing: Þorleifur Hauksson Söngtextar: Böðvar Guðmunds- son Leikstjóri: Asdis Skúladóttir Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Brúðugerð: Helga Arnalds Tónlistarstjóri: Margrét Pálma- dóttir Dansahöfundur: Auður Bjarna- dóttir Lýsing: Elvar Bjarnason Það er óhætt að segja að Leikfé- lag Reykjavíkur sé að sækja f sig veðrið hvað listræn gæði varðar. Heldur hefur mér þótt gæta þar öryggisleysis og óvissu frá því félagið flutti í Borgarleikhúsið, en nú virðist hylla undir breytingar. Skemmst er að minnast frumsýn- ingar á „Sögum úr sveitinni," eft- ir Tsjekov, sem í mínum huga er eftirminnilegasta uppfærsla ársins sem er að líða og til að reka smiðs- höggið á þá fínu vinnu, hefur ver- ið lagt í jólasýninguna í ár, bama- leikritið Ronju ræningjadóttur, af slíkri aiúð og fagmennsku að til sóma er fyrir Borgarleikhúsið. Leikritið um Ronju fjallar um litla stúlku sem elst upp í Matthí- asarskógi, hjá ræningjanum föður sínum og hann heitir Matthías og móður sinni Lovísu, ásamt ræn- ingjahirð fjölskyldunnar, þeim Skalla-Pétri, Litla-Skratta, Styrk- ári, Kráki, Bersa og Breka. Matt- hías er svo voldugur ræningi að við hann er skógurinn kenndur og kastalinn þar sem hann býr, sem klofnar nóttina sem Ronja fæðist, svo Helvítisgjáin liggur á milli helminganna. Auðvitað er Matthías hundeltur af fógeta og hans mönnum, en það er nú ekki það versta, því versti óvinurinn er Borki í Borka- skógi, annar ræningi og fyrrum vinur Matthíasar. Matthías hefur ekki miklar áhyggjur af Borka og hans hyski, því hann hefur ekki frétt að Borka hafi tekist að eign- ast afkomendur... Það er að segja, hann fréttir það ekki fyrr en Ronja er orðin nógu stálpuð til að fara ein út í skóginn - þar sem hún hittir Birki Borkason. Smám saman tekst djúp og sönn vinátta með þeim, foreldrum þeirra til hrellingar. Þau eru sammála um margt, en fyrst og fremst það að þegar þau verði stór, ætli þau ekki að verða ræn- ingjar. Þetta er ekki vænleg af- staða til vinsælda hjá þursunum, feðrum þeirra, en krakkamir standa saman og þar kemur að Matthíasi er svo misboðið að hann afneitar dóttur sinni. Ronja og Birkir flytja út í Bjarnarhelli, burt úr kastalanum, þar sem væring- arnar halda áfram vegna þess að Borki hefur flutt inn — hinum megin við Helvítisgjána. Skap Ronju er ekki ólíkt ofsan- um í föður hennar og það er sama hvemig hún er beðin að koma aftur, heim fer hún ekki fyrr en faðir hennar biður hana. Þau Ronja og Birkir lenda í ýmsum ævintýrum — og hættum. Þau verða oft hrædd, en sem bet- ur fer sjaldnast bæði í einu, það reynir oft á vináttuna, en það er sama hvað gerist, þau meta líf hvors annars ofar öllu. Það þarf varla að taka það fram að Ronja ræningjadóttir er eitt af þessum fullkomnu verkum Astrid- ar Lindgren og líklega er sagan tH á flestum barnaheimilum lands- ins. Það er oft vandi að vinna leik- gerð upp úr góðum skáldverkum, en í þessu tilfelli hefur tekist ein- staklega vel til. Grunnforsendur verksins um heiðarleika, vináttu og kærleika em vel ofnar inn án þess að verða að prédikun, persón- ur era vel skrifaðar og þótt sýning- in sé nokkuð löng, tæpir þrír tímar með hléi, er aldrei dauður tími, engar endurtekningar — heldur markviss framvinda, með góðri dramatískri byggingu og skemmtilegum texta. Úrvinnsla Leikfélags Reylqa- víkur á þessum góða efnivið er framúrskarandi góð - að flestu leyti. Það eina sem mér fannst að sýningunni, var hversu fámennur ræningjaflokkur Matthíasar var og fannst mér hópsenumar í kastalanum eilítið skorta kraft. Hinsvegar var mikil og skemmti- leg hreyfmg í þeim senum, kostu- legar æfmgar upp um alla veggi og þær kættu augað. Óll umgjörð og útlit sýningar- innar er með því besta sem ég hef séð hér í leikhúsi. Leikmyndin er stórfenegleg; ekki bara hinn hrikalegi klettur sem kastalinn Matthíasarborg stendur á, heldur allt umhverfí hans, með stokkum og steinum, og blómum og tijám. Tæknimöguleikamir á Stóra svið- inu era vel nýttir og landslagið er síbreytilegt fyrir augunum á áhorfandanum. Búningarnir era skrautlegir og harmónera vel á móti því umhverfí sem rænin- gjamir búa í, gervi skógarnorn- anna og grádverganna var mjög gott, en punkturinn yfír i-ið í þess- ari sýningu era leikbrúðumar, litlu Rassálfarnir sem búa niðri í jörð- inni, svo skrítnir og skemmtilegir og umfram allt, raunveralegir. Með hlutverk Ronju fer Sigrún Edda Björnsdóttir. Hún er sann- færandi ræningjadóttir, lipur og full af ærslum, án þess að verða kjánaleg, textameðferðin skýr og öll líkamstjáning og svipbrigði vel unnin. Sigrún Edda kemur því ótta Ronju (í skóginum), reiði hennar (við Matthías), þvermóðsk- unni og síðan lífsgleðinni, ein- lægninni og heiðarleikanum ánægjulega til skila og mér þykir meira en líklegt að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi eigi lengi vel eftir að líta á Sigrúnu Eddu sem hina einu sönnu Ronju, rétt eins og mín kynslóð lítur á Bessa sem hinn eina sanna Mikka ref og Árna Tryggvason sem hinn eina sanna Lilla klifurmús. í hlutverki Birkis er Gunnar Helgason. Gunnar vinnur hlut- verkið vel að öðra leyti en því að stundum örlar á því í textameð- ferðinni að hann sé meðvitaður um að hann sé að leika bam. Sem betur fer er það sjaldgæft, en þyrfti að alveg að hreinsast út. Margrét Helga Jóhannsdóttir og Theodór Júlíusson leika for- eldra Ronju, Matthías og Lovísu, og fara ágætlega með þau hlut- verk. Mér fannst Margrét Helga aðeins of temprað og ekki koma til skila því mikla skapi sem rænin- gjaflokkur Matthíasar hræðist svo mjög, þannig að þegar einn þeirra lýsir því yfir að Borka stafi meiri ógn af Lovísu en mönnum fógeta, þá verður það illskiljanlegt. Sömu- leiðis er Matthías heldur til baka, þannig að valdatogstreitan milli hans og Ronju verður fremur máttlaus. Matthías lifnar aldrei í sýningunni sem hættulegur ræn- ingi og það, hvað hann er í raun- inni mikið merarhjarta, missir marks. Þetta dregur ennfremur úr kraftinum í atriðunum sem eiga sér stað í Matthíasarborg, en ég held að átökin milli Matthíasar og Ronju séu forsendan fyrir spennu í sýningunni. Onnur hlutverk eru lítil og í rauninni aðeins til að gera nán- asta umhverfi Ronju skemmtileg. Ræningjarnir á heimilinu eru inn- byrðis fremur líkir, nema Skalla- Pétur og Guðmundi Ólafssyni tekst ágætlega að skapa sérstæð- an karakter úr. Tónlistin er falleg og grípandi og söngurinn almennt góður. Sýn- ingin er ákaflega áferðarfalleg og skemmtileg, skógarnornir og grá- dvergar hæfílega ógnandi og víst er að þótt mér þyki hana aðeins skorta kraft, að hún gengur full- komlega upp sem „grand teater" fyrir börn og víst er að hún hélt athygli þeirra. Dætur mínar eru þeirrar skoðunar að Ronja ræn- ingjadóttir sé besta leiksýning sem þær hafi séð. Um það eru þær sammála og ætla aftur og aftur. DAGATÖL List og hönnun Bragi Ásgeirsson Á borð mitt hafa borist tvö daga- töl frá Litbrá, og er annað þeirra með myndum af þekktum málverk- um Kjarvals, en hitt ljósmyndum af Iandinu eftir Rafn Hafnfjörð og er hvoratveggja í lit. Bæði almanökin eru mjög vel úr garði gerð, prentun upp á hið besta og ljósmyndir Rafns mjög góðar eins og vænta mátti. Þessi útgáfa varð mér tilefni nokkurra hugleiðinga um slíka út- gáfu almennt hér á landi. Málið er að á sl. hausti tyllti ég tá á bókastefnunni í Frankfurt, og skoðaði eingöngu þann hluta er sneri að listaverkabókaútgáfu. Jafnframt listaverkabókum leggja útgefendur einnig mikla rækt við útgáfu dagat- ala og hef ég ekki í annan tíma séð eins mikið úrval óviðjafnanlegra dagatala og þessa dagstund er ég dvaldi þar. Þetta voru dagatöl með litmynd- um af málverkum, vatnslitamynd- um, teikningum, ljósmyndum af fögrum stöðum eða einfaldlega list- rænum ljósmyndum. Að sjálfsögðu voru þau í öllum stærðum og sum mjög stór. Þótt margt sé mjög vel gert í út- gáfu dagatala hér á landi, eru þau yfírleitt á vegum fyrirtækja sem þar með auglýsa starfsemi sína. Mun minna ef þá nokkuð er um að þau séu gefín út af bókaforlögum í því BREFABINDI OG MÖPPUR fæst í öllum betri ritfangaverslunum ■■■■■■■ Uppstreymi. augnamiði að kynna íslenska lista- inenn, einn eða fleiri, og dagatal þeirra Kristínar Þorkelsdóttur og Harðar Daníelssonar með litljós- myndum af íslensku landslagi e,r t.d. einstakt í sinni röð. Ýmis góðgerðar- samtök hafa gefíð út dagatöl með listaverkum íslenskra listamanna, en það er ekki það sama og útgáfan getur seint orðið jafn hnitmiðuð og glæsileg. Engum ætti að ‘blandast hugur um það hvílíkt auglýsingagildi slík útgáfa hefur og þá ekki eingöngu fyrir ljósmyndarann eða listamann- inn, heldur einnig hönnuðinn en þó fremur öllu landið sjálft, því að da- gatölin kynna menningu okkar, sem fólk heima sem erlendis hefur þá fyrir augum dags daglega. Þá eru dagatöl mun ódýrari en t.d. listaverkabækur, en litgreining og prentun þeirra er iðulega með mjög miklum ágætum og tekur því jafnvel stundum fram sem við sjáum best í veglegustu listaverkabókum. Með hverri mynd fylgir iðulega um- fjöllun um myndina auk þess sem sagt er frá tilorðningu hennar og viðkomandi listamaður kynntur. Um ókannaða möguleika er þann- ig að ræða hér á landi hvað lista- verkadagatölin snertir, en væri ekki hugmynd að gera hér markverða tilraun og kynna um leið það besta sem hefur verið gert, og gert er í íslenskri myndlist í samtímanum? Kannski er dagatalið frá Litbrá með myndum Kjarvals spor í þá átt, en hér mega menn vara sig á því að kynna ekki alltaf sömu myndirn- ar, eins og að listamennirnir hafi ekki málað neitt annað um dagana, en það er nú alþjóðlegt fyrirbæri, sem fer í fínu taugarnar á mörgum. Vek ég hér athygli á þessari út- gáfu Litbrár og bið viðkomandi að hugleiða málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.