Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992
I I
10
Af prófessor Higgins og EIísu
Leiklist
Súsanna Svavarsdóttir
Þjóðleikhúsið
MY FAIR LADY
Söngleikur, byggður á leikrit-
inu Pygmalion eftir George
Bernard Shaw
Texti: Alan Jay Lerner
Tónlist: Frederick Loewe
Þýðing: Ragnar Jóhannesson,
endurskoðuð af Stefáni Bald-
urssyni
Þýðing söngtexta: Þórarinn
Eldjárn
Leiksljóri: Stefán Baldursson
Leikmynd: Þórunn S. Þorgríms-
dóttir
Búningar: Maria Roers
Tónlistarstjóm: Jóhann G. Jó-
hannsson
Dansar: Ken Oldfield
Lýsing: Bjöm B. Guðmundsson
Hljóðblöndun: Sveinn Kjartans-
son
Stéttamismunur og kynjamis-
munur er óumdeilanlega sá efnivið-
ur sem unnið er með í My Fair
Lady og þótt tónlistin í þessum
klassíska söngleik sé grípandi og
sérlega falleg, mundi það þó líklega
duga skammt ef verkið fjallaði
ekki um málefni sem hefur alltaf
og mun alltaf brenna á okkur. Við
fyrstu sýn getur það virst fjalla
Jóhann Sigurðarson sem Higgins og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elísa.
um valdabaráttu litlu blómasöl-
ustúlkunnar, Elísu Doolitle, og pró-
fessors Higgins; vera einskonar
ævintýraför fátækrar stúlku til
auðæva. En í rauninni er verkið
mun dýpri og stærri „stúdía,“ á
hlutskipti kvenna og samskiptum
kynjanna en svo að hægt sé að
líta á My Fair Lady (eða Pygmali-
on) sem einfalda, léttvæga ástar-
fikiEÍM ŒíáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Bókmenntir eru sameign
þjóðarinnar, og gott er meðan
ósérfróðir menn velta fyrir sér
vandamálum á sviði þeirra. Olaf-
ur Stefánsson bóndi á Syðri-
reykjum í Biskupstungum sendir
mér skemmtilegt bréf um
Hulduljóð Jónasar. Margur hef-
ur glímt við þau. Sjálfum þykir
mér kvæðið með hinum dular-
fyllstu eftir listaskáldið. En ekki
ætlar umsjónarmaður að orða
það frekar, heldur birta hér loka-
kaflann úr bréfi Ólafs:
„Til er líka vísa sem Efggert
Ólafsson] á að hafa ort í Þing-
vallahrauni:
Hér eru gjár, og í þeim ár
auka fár þeim reisa.
Undir stár þar dökkur dár,
djöfullinn grár og eisa.
Sumum hafa þótt Hulduljóð
ólík öðru hjá Jónasi vegna
spennu og óróleika í textanum
og margra dramatískra upp-
hrópana. Eg minntist áður á
sviðsetningu. Jónas á að hafa
skrifað tvö leikrit (sem nú eru
týnd) á þeim árum sem hann
var að glíma við Hulduljóð. Það
mætti segja mér leikrænna
áhrifa gæti verulega í ljóðabálk-
inum af þeim sökum.
Þegar árið 1847, tveimur
árum eftir dauða Jónasar, gáfu
þeir Konráð og Brynjólfur út
kvæði hans og þar á meðal
Hulduljóð. Þeir nefndu það brot
af tillitsemi við skáldið, því að
kvæðið var ekki til í hreinriti
Jónasar. Síðan hefur kvæðið
verið gefíð út á sama hátt, þar
til nú nýlega í heildarútgáfunni
frá ’89 sem kennd er við „Svart
á hvítu“. Þar er röðun erinda
nokkuð breytt, og annar svipur
kemur á ljóðaflokkinn. Við þetta
er eg ekki alsáttur. Fyrst er
það, að Jónas tölusetur aðeins
20 erindi í bálkinum og alls ekki
vísur Eggerts og ekki vísur
smalans.
Ritstjórar útg. ’89 hafa kosið
að töiusetja allt kvæðið upp í
30. Eg held að best fari á að
hafa enga tölusetningu, eins og
tíðkast hefur í þeim útgáfum
sem eg þekki. Síðan er það röð-
unin á síðustu erindunum. í útg.
’89 eru vísur smalans settar síð-
astar og detta þannig úr sam-
hengi við kvæðabálkinn og
missa stöðu sína og kraft. Verða
eiginlega sjálfstætt smákvæði
um sama efni. Og það sem verra
er: Eggert dagar þarna uppi í
túninu, af því að sólin er að
koma upp og Jónas er að kveðja
Huldu, og það er eins og hver
önnur dauðans vandræði allt
saman. Nei, eigum við ekki held-
ur að trúa því, að smekkmenn-
imir Konráð og Brynjólfur, sem
voru Jónasi svo nánir (og hann
tók mikið mark á eins og mörg
dæmi eru um) hafi farið nærri
um réttan skilning á samhengi
kvæðisins.
Má eg bæta því við að eg get
varla fallist á að orðið „niðurlag"
standi fyrir ofan 25. erindi eins
og víða kemur fram. Miklu frem-
ur stendur það til hliðar vinstra
megin og er með litlum staf;
svona eins og til minnis, en alls
ekki sem millifyrirsögn. Það er
vafalítið rithönd Jónasar.
Kannske setur hann þetta þarna
til að minna sjálfan sig og aðra
á að þessi þijú erindi eigi að
koma síðast, þrátt fyrir fræga
lokalykkju á eftir vísum smal-
ans. Enda eru þessi þrjú erindi
kveðjuorð, um það er ekki að
villast.
Og hér ætla eg líka að kveðja.
Vil aðeins bæta því við, að mér
þykir í heild mikill fengur að
þessari heildarútgáfu frá ’89.
Það er ómetanlegt að hafa þetta
mikla efni á einum stað þó að
ekkert sé alveg gallalaust eins
og gengur. Og þeir sem stóðu
að þessari útgáfu munu eiga
góðan þátt í því að spádómur
Jónasar sjálfs:
veit eg að stuttri stundar bið
stefin mín öngvir finna,
672. þáttur
muni ekki rætast um langa
framtíð.
Með bestu kveðjum.“
★
Úr „Laxdælu“:
1. „Hún [Guðrún] var gædd
hroka, viti, kænsku og ásjónu
u
2. „Guðrún þótti kvenna best.
Hún var ákveðin, frek og jafn-
vel gáfuð.“
3. „Hún var dóttir Ósvífurs
sem kominn var af Bjama flat-
katli.“
4. „Höskuldur og Hrútur áttu
sama faðirinn en sína hvora
móðirina."
Sigríður Aradóttir í Máskoti
hafði eitt og annað að athuga
við mál fjölmiðla. Hér í blaðinu
hafði hún séð þann fróðleik um
konu, að hún væri „ókvænt", og
í útvarpi hafði hún heyrt að svín
„lágu afvelta“ í Húsdýragarðin-
um í sólskininu. Þarna hefði
náttúrlega átt að vera að svínin
flatmöguðu. Þá er S.A. lang-
þreytt á ruglingi með orðmynd-
irnar eitthvað og eitthvert, og
hefur nokkrum sinnum verið
gerð grein fyrir því hér í pistlun-
um. Ennfremur er Sigríði í nöp
við orðið „kortér“ og kann því
vel eins og fleiri, þegar Sigvaldi
þulur segir að klukkuna vanti
fjórðung í sjö.
★
í 663. þætti birtist rímglens
á enskri tungu, en með íslensk-
um bragarhætti. í ljós hefur
komið, eins og gengur í munn-
legri geymd, að vísan hefur
varðveist nokkuð breytileg.
Kannski er húri „réttust“ svona:
In the hall upon the wall
is a tail and mighty fly.
Smoking Raleigh, after all,
is Macaulay dirty guy.
★
Umsjónarmaður óskar ykkur
gleðilegs árs og þakkar liðna
árið. Næsti þáttur kemur 5. jan-
úar 1993.
sögu — og því engin furða að við
erum að tala um vinsælasta söng-
leik aldarinnar.
Einhvem veginn fannst mér það
þó enginn stórviðburður, að setja
ætti My Fair Lady upp sem jóla-
sýningu Þjóðleikhússins í ár. Aftur
á móti var það stórviðburður árið
1962 og kannski dálítið þrekvirki
að Leikfélag Akureyrar skyldi setja
þennan söngleik upp árið 1984.
En það er nú einu sinni svo með
My Fair Lady eins og önnur góð
verk, að það getur aldrei orðið leið-
inleg sýning úr því.
Það er líf og fjör á sviðinu í
upphafi. Elísa selur blómin sín,
hittir Henry Higgins, sem er pró-
fessor í málvísindum og tekur hana
í læri. Hann veðjar við vin sinn,
Pickering ofursta, að hann getir
breytt þessari „götudræsu" í hefð-
arkonu á sex mánuðum — og það
gerir hann. Henry Higgins er karl-
remba af Guðs náð og sér Elísu
eingöngu sem viðfang og ef hún
hefur skoðun á einhveiju, finnst
honum hún vera tilfinningalaus.
Hann er auðvitað lítið eitt ýktur,
en engu að síður hefur hann sann-
færandi lítinn skilning á allri
mennsku. Pickering situr svo eins
og brú á milli Higgins og Elísu og
fylgist með kennslunni. Hann lítur
á Elísu fyrst og fremst sem mann-
eskju og kemur fram við hana sem
slíka og þessir tveir ólíku karlmenn
verða henni kannski mikilvægasta
lexían þá sex mánuði sem hún
dvelur í húsi Higgins.
En þar sem My Fair Lady er
svo þekkt verk, held ég að óþarfi
sé að tíunda atburðarásina eða
leggja út í langdregnar túlkanir á
henni. í sýningunni sameinast góð
tónlist, mikill dans og hreyfing,
árans góður efniviður og texti.
Sýning Þjóðleikhússins rennur vel;
í henni er góð framvinda og sæmi-
legur hraði, en töluvert vantar þó
á að hún uppfylli þær væntingar
sem maður kemur með í leikhúsið
og þær kröfur sem maður gerir,
þegar unnið er úr stykki í þeim
gæðaflokki sem My Fair Lady til-
heyrir.
Þar á útlit sýningarinnar stærst-
an hlut. Leikmyndin er of hrá, að
mestu teiknuð og máluð og rýr
sýninguna algerlega þeim „klassa“
sem mér finnst henni bera. Hún
er fátækleg og eins og gerð af
vanefnum, sem þyrfti ekki nauð-
synlega að vera ókostur — ef hún
væri unnin af ríku ímyndunarafli,
útsjónarsemi og nýtingu á þó þeirri
tækni sem til er á sviði Þjóðleik-
hússins. En svo er ekki. Sýningin
er öll leikin á sama plani, á sama
ferningnum fyrir miðju sviði og
dregnir eru fram og til baka ámál-
aðir flekar sem ýmist eru innan-
dyra eða utandyra, hjá Higgins,
hverfi fátæklinganna, gata blóma-
sölustúlkunnar, veðreiðavöllur og
danssalur. Þetta útlit er eins og
drög að leikmynd, skyssur sem á
eftir að vinna úr.
Búningarnir voru sömuleiðis
fremur óspennandi, virkuðu eins
og samtíningur héðan og þaðan
úr ýmsum leikritum. Ég gat ekki
séð neinn heildstæðan svip í þeim,
nema hvað þeir voru helst til of
tilgerðarlegir í þeim atriðum þar
sem „fína fólkið“ var á íjátli. Ekki
veit ég hvort það átti að undir-
strika tilgerð og raunverulega
lágkúru hins svokallaða aðals, en
ef svo er finnst mér það ekki vera
hlutverk búningahönnuðar að
leggja dóm á líf persónanna —
áhorfandinn á að hafa fullt frelsi
til að taka afstöðu til þeirra og
þess lífsstíls sem þær búa við. Mér
fannst búningar flestra kvennanna
„gróteskir" í sniðum og litum og
að því Ieyti „harmónera" við leik-
myndina í skorti á „klassa.“
Hinsvegar var leikurinn að
mörgu leyti góður, þótt persónu-
sköpun væri stundum fremur óljós.
Jóhann Sigurðarson er trúverðug-
ur í harðlínukarlrembunni sem
Higgins. Mér fannst hann eiga í
basli með að fylla út í þennan kar-
akter í fyrri hlutanum og vera
óöruggur í hlutverkinu, en í seinni
hlutanum var eins og Jóhann
hrykki í gang og næði ágætu sam-
bandi við Henry Higgins — og
hann náði mæta vel að vinna úr
togstreitu hans í lokin, þegar hann
áttar sig á því að án Elísu getur
hann ekki lifað, þótt hann vilji
engan veginn viðurkenna það.
Söngur Jóhanns fannst mér aftur
á móti ekki eins góður og oft áður.
Það er eins og raddsvið hans hafi
minnkað og orðið mattara frá því
hann söng í „Vesalingunum" fyrir
nokkrum árum. Raddbeitingin er
ekki eins leikandi og örugg og
músíkölsk útgeislun er minni en
21150-21370
LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasau
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Nýleg og góð í vesturborginni
3ja herb. íbúð á 1. hæð um 80 fm. Ágæt sameign. Góð geymsla í
kjallara. Skipti möguleg á minni íbúð.
Skammt frá gamla Kennaraskólanum
Efri hæð 3ja herb. í reisulegu timburhúsi. Rishæð fylgir. Góð geymsla
í kjallara. Bílskúr með sérbílastæði. Sameign mikið endurnýjuð. Tilboð
óskast.
Sérhæð - íbúð - hagkvæm skipti
6 herb. efri hæð um 150 fm á útsýnisstað í austurborginni. Allt sér.
Bílskúr. Selst í skiptum fyrir 3ja-4ra herb. nýlega ibúð með bílskúr.
Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Góðar eignir óskast
Einbýlishús 180-220 fm nýlegt og gott í borginni eða nágrenni.
Ennfremur lítið einbýli eða raðhús í austurhluta borgarinnar eða Mos-
fellsbæ.
• •
Upplýsingar um viðskiptin
á árinu birtum við að venju
á gamlársdag.
ALMENNA
FASTEIGHASAtAH
LAUGAVEG118 SIMAR 21150 - 21370