Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992
25
Morgunblaðið/Þorkell
Fjölmenni sótti messur jólahátíðarinnar. Hér eru kirkjugestir að kveðja sr. Miyako Þórðarson,
prest heyrnarlausra, að lokinni messu í Hallgrímskirkju á annan I jólum.
Kirkjusókn með almesta móti
- segir herra Ölafur Skúlason biskup
KIRKJUSÓKN á landinu var með mesta móti yfir hátíðirnar, að
sögn hr. Ólafs Skúlasonar, biskups. Hann kvaðst hafa merkt aukinn
áhuga íslendinga á kirkjusókn um jólin á undanförnum árum. Því
væri meðal annars um að þakka auknu starfi presta á aðventunni
hin siðari ár, svo og nýbreytni í kirkjustarfinu. Miðnæturmessur á
aðfangadag nytu einnig síaukinna vinsælda, bæði vegna aukinnar
aðsóknar á hefðbundnum messutíma og einnig þar, sem prestar
þjónuðu tveimur byggðarlögum.
„Aukið starf presta á aðventunni
bytjaði fljótlega að skila sér í enn
betri kirkjusókn," sagði biskup.
„Hér á árum áður var alltaf fullt
út úr dyrum á aðfangadag, en
kirkjusókn á jóladag og annan í
jólum var áður miklu lakari."
Biskup sagði að bryddað hefði
verið upp á ýmsum nýjungum að
undanförnu, sem eflaust ættu hlut
í aukinni kirkjusókn. Til dæmis
væri boðið upp á friðarstundir í
hádeginu í fimm kirkjum á höfuð-
borgarsvæðinu, og helgihald var i
Kringlunni. „Helgihald í Kringlunni
'er algjör nýjung. Jón Ásbergsson
lét þegar í té herbergi fyrir þessa
starfsemi, og hefur verið mjög
hjálplegur. Þarna eru prestar við-
staddir og bjóða upp á þjónustu
sína, og þeir eru margir sem sest
hafa þarna niður í innkaupaannrík-
inu og þegið smávegis uppbygg-
ingu.“
„Fólk vill ekki láta jóiin drukkna
í umbúðum", sagði biskup. „Kaup-
æðið hefur verið mikið, og kirkj-
unni var ýtt til hliðar. Fólk áttar
sig á því að það þýðir ekki að láta
svona — það er að ræna sjálft sig
jólunum ef það leyfir ekki boð-
skapnum að koma að.“
Minni fjárveitingnm mótmælt
STJÓRN Verkfræðingafélags ís-
lands lýsir áhyggjum sínum vegna
samdráttar í fjárveitingum til
verkfræðideildar Háskólans og
Iðnskólans í Reykjavík.
Með þátttöku í Evrópsku efna-
hagssvæði og auknu frelsi til starfs
hvarvetna innan svæðisins verður
enn meira áríðandi en áður að mennt-
un íslendinga sé fyllilega jáfngild
menntun annarra þjóða. Samkeppnin
fer vaxandi.
Stefna ber að því að verkfræði-
deild Háskólans sé í röð fremstu
verkfræðiháskóla. Eftirgjöf á því
markmiði getur reynst háskaleg þeg-
ar til lengdar lætur. Iðnskólinn í
Reykjavík sér um nær helming af
iðnmenntun landsmanna. Að honum
hefur verið þrengt um áraraðir. End-
urnýjun tælq'akosts og verkfæra hef-
ur verið lítil. Niðurskurður nú teflir
iðnmenntun í hættu, segir m.a. í
ályktun.
Málarekstur gegn fyrrverandi eigin-
manni Sophiu Hansen í Tyrklandi
Þyngstu lagalegrar
refsingar krafist
Halim A1 flutti mál sitt sjálfur
ÁKÆRANDI fór fram á þyngstu refsingu samkvæmt lögum, eða
sex mánaða fangelsi, þegar sakamál saksóknara gegn Halim A1
fyrrum eiginmanni Sophiu Hansen, vegna brota hans á umgengnis-
rétti Sophiu við dætur þeirra tvær, var þingfest á aðfangadag.
Dómari tók sér frest til 28. janúar til þess að kveða upp úrskurð
í málinu.
Gunnar Guðmundsson, lög-
fræðngur Sophiu, sagði að dómar-
inn hefði spurt Halim hvers vegna
hann hefði ekki leyft Sophiu að
hitta dætur sínar. Hefði hann svar-
að því til að ekkert hefði staðið í
veginum fyrir því að hún hitti
þær. Feðginin hefðu verið í sum-
arfríi í fjallaþorpi í austurhluta
Tyrklands og henni hefði verið
frjálst að koma hvenær sem var.
Halim kom einn til réttarins og
flutti rrtál sitt sjálfur. Gunnar sagði
að það þætti veikleikamerki og
menn hefðu getið sér þess til að
lögfræðingar hans hefðu neitað að
koma þar sem þeir hefðu verið
mótfallnir því að hann bryti gegn
umgengnisréttinum.
Eftir réttarhöldin ræddi Hasíp
Kaplan, lögfræðingur Sophiu, við
Halim og spurðist fyrir um stúlk-
urnar. Hann sagði að þeim liði vel
og þær væru enn í sama skólanum
og í haust. Þegar Hasíp spurði
Halim hvort hann myndi koma í
veg fyrir að Sophia væri með dætr-
um þeirra í júlí í sumar, eins og
umgengnisréttur hennar kveður á
um, fór hann undan í flæmingi og
svaraði spurningunni ekki beint.
Annað sakamál vegna hluta
brota Halims á umgengnisrétti
Sophiu verður þingfest í febrúar
en öll áhersla verður nú lögð á að
flýta því að forræðismálið verði
tekið fyrir af hæstarétti í Ankara
m.a. með þrýstingi á stjómvöld.
Hasíp Kaplan.lögmaður Sophiu,
fer í þeim tilgangi til Ankara á
næstunni.
Þröstur Ólafsson, aðstoðarmað-
ur utanríkisráðherra, sagði að þeg-
ar hefði verið unnið mikið í málinu
af hálfu ráðuneytisins, m.a. með
því að þrýsta á forseta og dóms-
málaráðherra Tyrklands. Um þess-
ar mundir væri minna gert en ráðu-
neytismenn væru reiðubúnir til
þess að gera það sem í þeirra valdi
stæði hvenær sem þeir sæju tilefni
til þess.
------------
Útboð á ríkisvíxlum
Meðalvext-
ir 11,86%
MEÐALÁVÖXTUN þeirra til-
boða, sem tekið var í fimmta
útboði ríkisvíxla í gær, er
11,86%. Það samsvarar 11,09%
forvöxtum. Þetta eru lítið eitt
hærri vextir en í síðasta útboði
ríkisvíxla 16. desember, en þá
var meðalávöxtun 11,23%, sem
svarar til 10,75% forvaxta.
Alls bárust ríkissjóði 49 tilboð,
alls að upphæð 2.295 milljónir
króna, í ríkisvíxla til tveggja mán-
aða. Tekið var 28 tilboðum að fjár-
hæð 1.746 milljónir króna. Hæsta
ávöxtun var 12,09% og lægsta
10,62%.
Meðalávöxtun í þremur síðustu
útboðum á ríkisvíxlum hefur verið
rúmlega 11%, en í fyrstu tveimur
útboðunum var hún 9,3% og 9,4%.
í gær voru einnig opnuð tilboð
í ríkisbréf til sex mánaða. Ekki
náðist lágmarksfjárhæð sam-
kvæmt útboðsskilmálum, 100
milljónir kr., og fellur útboðið því
niður að þessu sinni.
Lækkaðu skattana þína og láttu hjól
atvinnulífsins vinna fyrir þig.
Með kaupum á hlutabréfum í almenningshlutafélögum geta einstaklingar lækkað
tekjuskattsstofn sinn um 94.357 kr. Endurgreiðsla á tekjuskatti er því um 37.500 kr.
Ef um hjón er að ræða eru tölurnar 188.714 og endurgreiðslan um 75.000 kr.
Viö hjá FJÁRFESTINGARFÉLAGINU SKANDIA höfum til sölu hlutabréf
í traustum félögum, s.s.: EIMSKIP, FLUGLEIÐUM, SKEUUNGI,
OLÍS, GRANDA, SKAGSTRENDINGI, ÚTGERÐARFÉLAGI AKUREYRINGA
auk annarra félaga.
Upplýsingar um hlutabréf og hlutabréfamarkaöinn veita ráögjafar
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS SKANDIA í síma 619700 í Hafnarstræti,
689700 í Kringlunni og 96 - lllOO á Akureyri.
Skandia
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
SKANDIA HF.