Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Fjárlög’in 1993
Fjárlögin fyrir næsta ár, sem
samþykkt voru á Alþingi
rétt fyrir jólin, einkennast af
óvenju erfiðum aðstæðum í
þjóðarbúskapnum. Efnahags-
samdrátturinn heldur áfram,
fyrst og fremst vegna niður-
skurðar þorskafla í 205 þúsund
tonn, og afleiðingin er vaxandi
atvinnuleysi. Minnkandi tekjur
þjóðarinnar hafa óhjákvæmi-
lega í för með sér rýrnandi
kaupmátt heimilanna og minni
tekjur ríkissjóðs.
Ríkisstjórnin setti sér það
markmið að halda fjárlögunum
innan þeirra marka sem sett
voru í vetrarbyijun þegar fjár-
lagafrumvarpið var lagt fram.
Það tókst, þótt það kostaði tals-
verð átök innan stjórnarliðsins,
og er hlutur meirihluta fjár-
laganefndar mikill í þeirri nið-
urstöðu. Það er afrek út af fyr-
ir sig að stjórnarliðinu tókst að
koma í veg fyrir hækkun út-
gjalda frá upphaflegu frum-
varpi í meðförum Alþingis, enda
fáheyrt.
Fjárlögin gera ráð fyrir að
heildartekjur ríkissjóðs verði
104,8 milljarðar króna á næsta
ári og útgjöldin 111 milljarðar.
Ríkissjóðshallinn verður sam-
kvæmt þessu 6,2 milljarðar
króna, eða sá sami og stefnt
var að. Af þessum halla eru 2
milljarðar króna ætlaðir til að
auka atvinnu. Heildartekjur
ríkissjóðs verða 26,8% af lands-
framleiðslu og er það óbreytt
hlutfall frá yfírstandandi ári.
Það er tvennt sem einkennir
frjárlögin fyrir 1993, annars
vegar aðgerðir til að stöðva
vöxt útgjalda og sníða þau að
efnahagssamdrættinum og hins
vegar tilfærsla á skattbyrði af
atvinnufyrirtækjunum yfir á
einstaklinga. Munar þar mestu
um afnám aðstöðugjaldsins af
atvinnuvegunum og hækkun á
tekjusköttum einstaklinga í
staðinn, svo og nýtt 14% virðis-
aukaskattþrep og hækkun
ýmissa gjalda, t.d. bensíngjalds.
Yfirlýst markmið ríkisstjórnar-
innar með þessum aðgerðum
er fyrst og fremst að styrkja
stöðu atvinnufyrirtækjanna og
treysta þar með atvinnu í land-
inu og er það í samræmi við
viðræðurnar í haust og vetur
við aðila vinnumarkaðárins.
Það fer hins vegar ekkert milli
mála að aðgerðirnar leggja
þungar byrðar á einstaklinga
og heimili, einkum fólk með
miðlungs- og hærri tekjur. Til-
gangurinn er að hlífa láglauna-
hópum svo sem kostur er, eins
og Morgunblaðið hefur ítrekað
hvatt til, og vinna gegn vax-
andi atvinnuleysi, sem er mesti
vágestur launþega.
Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra sagði í viðtali við
Morgunblaðið eftir að Alþingi
hafði afgreitt fjárlögin að tals-
vert hefði þokast í rétta átt í
ríkisfjármálum þrátt fyrir erfið-
ar aðstæður í efnahagsmálum.
Hann sagði ennfremur:
„Vandinn í ríkisfjármálunum
er fýrst og' fremst til kominn
vegna þess að ríkisútgjöldin
hafa verið að aukast samfleytt
í tíu ár og það hefur kallað á
stöðugar skattahækkanir. Frá
1987 hafa ríkisútgjöldin hækk-
að um tíu milljarða króna að
raungildi. Samkvæmt áætlun-
um fyrir árið 1992 og fjárlögum
ársins 1993 snýst þessi þróun
hins vegar við. Á árinu 1992
verða útgjöld ríkissjóðs líklega
um fjórum milljörðum minni en
árið 1991 þegar þau voru 119,5
milljarðar á verðlagi næsta árs.
Þetta gerist þrátt fyrir að út-
gjöld til atvinnuleysisbóta hafi
aukist umtalsvert. Samkvæmt
fjárlögum næsta árs verða rík-
isútgjöldin enn um fjórum millj-
örðum króna lægri en í ár, eða
átta milljörðum lægri en 1991.“
Þessi orð fjármálaráðherra
gefa góðar vonir um að ríkis-
stjórnin ætli sér að snúa við
þeirri sjálfvirku útþenslu ríkis-
útgjalda sem hér hefur verið
um langt árabil. Og þá ekki
síður sú staðfesta meirihluta
fjárlaganefndar sem hann sýndi
gegn kröfum háværra þrýsti-
hópa um aukin útgjöld við loka-
afgreiðslu fjárlaganna. Það er
hins vegar hollt fyrir ríkis-
stjórnina og stjórnarflokkana
að minnast þess að löng reynsla
er fyrir því að ríkisútgjöldin
fari fram úr áætlun íjárlaga
með tilheyrandi fjárlagahalla.
Þess vegna verður að standa
fast á þeirri stefnu sem fjárlög-
in marka, enda er nauðsynlegt
að draga úr umsvifum ríkis-
báknsins til að skapa einstak-
lingum og fyrirtækjum svigrúm
til aukinna athafna og þar með
aukins hagvaxtar og atvinnu.
Fjárlögin fyrir 1993 og þær
efnahagsaðgerðir sem í þeim
felast munu rýra kjör alls al-
mennings og metur fjármála-
ráðuneytið kjararýrnunina um
3,5%. ASI telur hins vegar að
hún verði tvöfalt meiri, eða
7,5%. Boðskapur fjárlaganna
er þess vegna ekkert gleðiefni,
en hann endurspeglar erfiða
stöðu efnahags- og atvinnulífs.
Höfuðatriði er að sigurinn yfir
verðbólgunnj haldi og að stöð-
ugleiki ríki áfram. Það er eina
raunhæfa leiðin til að skapa ný
sóknarfæri í atvinnulífinu og
vinna bug á atvinnuleysinu.
Börn af bamaheimilum Borgarspítalans sungu nokkur jólalög á samkomunni. Morgunbiaðið/Knatmn
Borgarspítalinn 25 ára í gær
Styrkjum úthlut-
að úr Vísindasjóði
Félag velunnara
gefur píanó
STYRKJUM að upphæð samtals
einni og hálfri milljón króna var
veitt úr Vísindasjóði Borgarspít-
alans á 25 ára afmæli spítalans
í gær. Egill Skúli Ingibergsson,
formaður Félags velunnara spít-
alans, færði afmælisbarninu
píanó að gjöf fyrir hönd félags-
ins.
Efnt var til hátíðarsamkomu í
spítalanum í tilefni afmælisins.
Hófst hún með því að börn af barna-
heimilum starfsmanna spítalans
sungu nokkur jólalög en að því
loknu flutti Jóhannes Pálmason,
framkvæmdastjóri spítalans, ávarp.
Næst afhenti Árni Sigfússon,
formaður stjórnar sjúkrastofnana í
Reykjavík, styrki úr Vísindasjóði
Borgarspítalans. Önnu Gyðu Gunn-
laugsdóttur hjúkrunarfræðing var
veittur 300.000 kr. styrkur til rann-
sókna á verkjum og verkjameðferð
skurðsjúklinga. Birni Zöega lækni
var veittur 150.000 kr. styrkur til
fullvinnslu á tveimur rannsóknum,
rannsókn á ræktunum sem teknar
eru í gerviliðaaðgerðum og rann-
sókn á ofbeldi í Reykjavík frá 1974-
1991. Brynjólfi Mogensen yfirlækni
var veittur 300.000 kr. styrkur til
að kanna barnaslys í Reykjavík sl.
18 ár og kanna dánarmein fólks
Árni Sigfússon, formaður sljórnar sjúkrastofnana í Reykjavík, og
þeir 7 aðilar sem fengu styrk úr Vísindasjóði.
sem látist hefur í umferðarslysum
sl. 5 ár. Guðmundi Geirssyni lækni
var veittur 70.000 kr. styrkur til
kliniskrar athugunar á notkun og
gagnsemi á svo kölluðu ísvatns-
prófi við urodynamiskar rannsóknir
hjá sjúklingum sem þjást af þvag-
leka. Gunnari Sigurðssyni yfirlækni
var veittur 200.000 kr. styrkur til
samanburðar á beintapi í hryggjarl-
iðum og framhandlegg íslenskra
kvenna. Hannesi Péturssyni yfir-
lækni var veittur 200.000 kr. styrk-
ur til rannsókna á arfgengi nýs
greiningarkerfis á geðklofa. Maríu
Kristínu Jónsdóttur sálfræðing var
veittur 180.000 kr. styrkur til að
rannsaka áhrif hálsslinks á minni
og athygli.
Að styrkveitingunni lokinni af-
henti Egill Skúli Ingibergsson, for-
maður Félags velunnara spítalans,
Borgarspítalanum píanó að gjöf
fyrir hönd félagsins og Sigfús Hall-
dórsson lék á hljóðfærið. Að lokum
var boðið upp á léttar veitingar.
Nýtt Hæstaréttarhús í undirbúningi
Kostnaður áætlaður
360-400 milljónir kr.
SAMKVÆMT frumáætlun um kostnað við byggingu nýs Hæstaréttar-
húss er gert ráð fyrir að kostnaður geti numið allt að 200 þúsund kr.
á hvern fermetra og heildarkostnaður verði á bilinu 360-400 milljónir
kr. 100 milljónum kr. er veitt til byggingar Hæstaréttarhúss á fjárlögum
næsta árs. Gert er ráð fyrir að húsið verði 1.800-2.000 fermetrar að stærð.
Dómsmálaráðherra hefur skipað
byggingarnefnd til að vera til ráðu-
neytis um undirbúning og fram-
kvæmd byggingar hússins. Formaður
nefndarinnar er Dagný Leifsdóttir,
deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu.
Aðrir í byggingarnefnd eru: Garðar
Halldórsson húsameistari ríkisins,
Hrafn Bragason hæstaréttardómari,
Steindór Guðmundsson forstöðumað-
ur framkvæmdadeildar Innkaupa-
stofnunar ríkisins, Þorleifur Pálsson
sýslumaður í Kópavogi, Þór Vil-
hjálmsson hæstaréttardómari og Þór-
hallur Arason skrifstofustjóri í fjár
málaráðuneytinu.
Að því er fram kemur í frétt frí
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu ei
til athugunar að staðsetja húsið á lóc
norðan við Safnahúsið, þar sem ní
er bílastæði, en lóðin er í eigu ríkis
ins. Hefur ríkisstjórnin samþykkt a(
dómsmálaráðherra og fjármálaráð
herra kanni afstöðu Reykjavíkurborg
ar til atriða sem tengjast lóðinni oj
nýtingu hennar.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992
29
Margar erfíðar hryggj-
araðgerðir nú fram-
kvæmdar hér á landi
Sparar um helming kostnaðar við um 50 aðgerðir árlega
Slæmt tilfelli af hryggskekkju fyrir og eftir aðgerð. Á röntgenmynd-
inni til hægri má sjá teinana sem notaðir voru til að rétta úr skekkjunni.
NÁLÆGT fimmtíu skurðaðgerðir
við hryggskekkju og öðrum mein-
semdum í baki eru framkvæmdar
á íslendingum árlega. Hingað til
hefur orðið að flytja sjúklinga til
útlanda í slíkar aðgerðir, en nú
hefur verið hafin framkvæmd
þeirra hér á landi. Mikil hagræð-
ing hefur orðið af því að færa
aðgerðirnar heim, en kostnaður
við dæmigerða hryggskekkjuað-
gerð erlendis er um 1 milljón
króna, meðan aðeins kostar um
helming þess að framkvæma hana
hér á landi, að sögn Brynjólfs
Mogensen, yfirlæknis slysa- og
bæklunardeildar Borgarspítal-
ans. „Þetta hefur snúist um að
færa kunnáttuna heim,“ sagði
Brynjólfur. „Við höfðum hér allt
nema sérþekkinguna, og það var
sáralítil fjárfesting því samfara
að hefja framkvæmd þessara að-
gerða hér á landi. Aftur á móti
sparast mikið fé og fyrirhöfn, að
ógleymdum þeim kvíða og erfið-
leikum sem hljótast af því að fara
til útlanda í stóra aðgerð."
Borgarspítalanum hefur nýlega
borist liðsauki í bæklunarlækning-
um. Ragnar Jónsson, sérfræðingur
í bæklunarlækningum með sér-
menntun í hryggjarskurðlækning-
um, er eini íslendingurinn sem hefur
þá menntun sem til þarf í aðgerðir
gegn hryggskekkju. í Gautaborg
vann hann undir handleiðslu Alf
Nachemsson, brautryðjanda á sviði
hryggskurðaðgerða í Svíþjóð, en
hefur nú hafið störf á slysa- og
bæklunardeild Borgarspítalans.
Að sögn Ragnars eru gerðar um
10-20 hryggskekkjuaðgerðir árlega
á íslenskum unglingum, auk 20-30
annarra meiriháttar bakaðgerða á
fólki á öllum aldri. „Hryggskekkjan
lýsir sér þannig, að hryggurinn
sveigist til hliðar og skekkist eða
börnin fá kryppu. Ef skekkjan fer
yfir visst stig, þarf að gera á þessu
aðgerð. Hingað til hafa börn verið
send til útlanda - til Malmö, Gauta-
borgar eða jafnvel Bandaríkjanna.
Það hefur kostað mikla peninga, því
Morgunblaðið/Kristinn
Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, og Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir
slysa- og bæklunardeildar Borgarspítalans.
bæði hefur ríkissjóður þurft að
greiða af því kostnaðinn og foreldrar
hafa þurft að taka sér frí frá vinnu.
Hryggskekkjuaðgerðir eru erfiðar
og krefjandi, og það þarf að vera
hjá börnunum allan sólarhringinn til
að byija með.“
Ragnar sagði að hryggskekkju á
vægu stigi væri reynt að meðhöndla
með belti til að fyrirbyggja að hún
versnaði. Ef aðgerðar þarf með, er
gerður langur skurður eftir öllu bak-
inu og rétt úr skekkjunni eins og
frekast er unnt með því að strekkja
á skekkta kaflanum með stálpinna
sem festur er með krókum undir
hryggjarliði að ofan og neðan. Þá
er beinið milli hryggjarliðanna sem
rétta á ýft upp, og bætt ofan á þá
beinfrauði sem tekið er úr mjaðma-
grind sjúklingsins eða úr beinabanka
Borgarspítalans. Síðan gróa hrygg-
jarliðirnir saman, og sú rétting sem
fengist hefur, verður varanleg.
Við aðgerðirnar hefur verið notað
tæki sem ekki hefur verið notað
áður á íslandi, svonefnd blóðskilja.
Tækið tekur við blóði sem rennur í
sárið, hreinsar það í sérstakri skil-
vindu og skilar svo aftur í sjúkling-
inn. Að sögn Ragnars sparar þetta
blóðgjafír sem alltaf fylgir einhver
áhætta. Þá önnur nýjung rutt sér
rúms hér á landi, því notað er bein
úr beinabanka spítalans þegar bein
úr sjúklingnum sjálfum dugir ekki
til.
Ragnar sagði að meðal annarra
aðgerða sem framkvæmdar væru
hér' á landi væri lagfæring á skriði
á hryggjarliðum, aðgerðir við hrygg-
broti, gegn þrálátum verkjum eftir
bijósklosaðgerðir, og lækningar á
slitsjúkdómum og æxlum í baki.
„Árangurinn af þessum aðgerðum
er góður ef þær eru gerðar á réttan
hátt af þeim sem hafa lært til þess,“
sagði Ragnar. „Það er þó ekki bara
á bæklunarlækninum sem eitthvað
mæðir, því þetta er þetta hópvinna,
með krefjandi svæfíngu og nauðsyn
á góðri aðhlynningu þjálfaðs starfs-
fólks á legudeild."
Að sögn Brynjólfs og Ragnars
verður næsta stig í hryggjarlækn-
ingum á íslandi að hefja lækningar
vegna afleiðinga af klofnum hrygg,
heilasköddun og ýmsum taugasjúk-
dómum í börnum og unglingum.
Aðstæður hafí ekki boðið upp á slíkt
hér á landi fyrr, en ætlunin sé að
hefja slíkar aðgerðir á næsta ári.
Doktor í bygg-
ingarverkfræði
JENS Bjarnason verkfræðingur
varði 10. desember sl. doktorsrit-
gerð í byggingarverkfræði við
Northwestern University í Banda-
ríkjunum. Ritgerðin nefnist Effect
of Substructures on the Vibration
of FIuid-Loaded Shells.
í ritgerðinni er sett fram stærð-
fræðilegt líkan sem segir fyrir um
sveiflur burðarvirkis, sem er umlukið
vökva. Líkanið tengir saman hreyfing-
arjöfnur, sem lýsa sveiflueiginleikum
burðarvirkis í tómarúmi, þ.e. án áhrifa
vökvans, hér með talin orkueyðandi
bylgjuútbreiðsla. í ritgerðinni eru sett-
ar fram nálgunarlausnir, sem taka
fullt tillit til samspils virkis og vökva,
og gilda á breiðu tíðnisviði. Hagnýtt
gildi rannsóknanna tengist hönnun
hverskonar mannvirkja, sem eru
umlukin vökva, til dæmis skip, kafbát-
ar og neðansjávarlagnir. Andmælend-
ur við vörn ritgerðarinnar voru bygg-
ingarverkfræðiprófessorarnir Jan D.
Achenbach og Takeru Igusa ásamt
vélaverkfræðiprófessomum Wing K.
Liu.
Jens Bjarnason er fæddur í Reykja-
vík 11. október 1960, sonur Bjarna
Jenssonar flugstjóra, sem nú er lát-
inn, og Halldóru Áskelsdóttur starfs-
mannastjóra Búnaðarbanka Islands.
Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1980, B.Sc.
prófi í flugvélaverkfræði (Aerospace
Engineering) frá Iowa State Univers-
ity 1983 og M.Sc. prófi í vélaverk-
fræði frá Stanford University 1984.
Að námi loknu hóf hann störf sem
verkfræðingur í tæknideild Flugleiða
og starfaði þar til ársins 1988. Þá
réðst hann til rannsóknastarfa hjá
Verkfræðistofnun Háskóla íslands
jafnframt því sem hann kenndi burð-
arþolsfræði við verkfræðideild Háskól-
ans. Árið 1989 hóf hann rannsóknir
Dr. Jens Bjarnason
sínar við Northwestem University,
sem nú er lokið með áðurnefndri rit-
gerð.
Rannsóknir Jens eru þegar orðnar
all umfangsmiklar og nokkuð fjöl-
breyttar. Hann hefur kynnt þær á
nokkrum ráðstefnum erlendis. Þá hafa
einnig birst greinar eftir hann í virtum
erlendum fagtímaritum, meðal ann-
arra: Journal of Vibrations and Aco-
ustics, Wave Motion, Journal of Aco-
ustical Society of America og Journal
of Sound and Vibrations.
Dr. Jens Bjarnason hefur verið ráð-
inn dósent við verkfræðideild Háskóla
íslands frá næstu áramótum. Hann
mun einnig starfa á Verkfræðistofnun
Háskóla Islands að rannsóknum á
sviði sveiflu- og bylgjufræði (structur-
al asoustics).
Fnðsöm jól á Húsavík
Húsavík.
FRIÐHELGI jólanna var í
heiðri höfð á Húsavík. Á að-
fangadagskvöld fjölmenntu
menn til aftansöngs í Húsavík-
urkirkju til séra Sigurðar Guð-
mundssonar, biskups, og var
kirkjan þéttsetin og áttu menn
þar virkilega hátíðarstund.
Veðrið var gott hátíðardagana
en á föstunni hefur verið allrisj-
ótt veðrátta og nokkrir erfiðleikar
með samgöngur. Flugleiðum
tókst þó að koma öilum farþeg-
um, sem þess höfðu óskað, á
áfangastað. Það var meira um
það nú fyrir þessi jól en oft áður
og flogið var með farþega í báðar
áttir. Áður fyrr var það yfirleitt
unga fólkið sem dvalið hafði í
fjarlægð sem leitaði til sinna
heimahaga en nú eru þó nokkur
brögð að því að foreldrar séu
famir að flúga suður og eiga jól
með börnum sínum búsettum í
fjarlægð.
Venjulegt opinbert samkomu-
hald um jólin fór hið besta fram
að sögn lögreglunnar, „hér voru
helg og friðsöm jól“.
—Fréttaritari