Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Fréttatengd áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í Morgunblaðinu 31. desember n.k. og verður hún þrískipt að þessu sinni, barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk. BARNAGETRAUN (ætluð öllum áaldrinum 5-11 ára) 1. íþróttagalli, skór, sokkar og taska frá NIKE. 2. Barnabækur að eigin vali að andvirði 10.000 kr.. 3.4 geisladiskar, hljómplötur eða kassettur að eigin vali frá Skífunni. UNGUNGAGETRAUN (ætluð öllum á aldrinum 12-17 ára) 1. Ferðageislaspilari, SONY D-32. 2. Ensk-íslenska orðabókin frá Erni & Örlygi. 3. 4 geisladiskar, hljómplötur eða kassettur að eigin vali frá Skífunni. FULLORÐINSGETRAUN (ætluð öllum 18 ára og eldri) 1. Alfræðiorðabókin frá Erni & Örlygi. 2. Málsverður á Perlunni að andvirði 15.000 kr. 3. 4 geisladiskar, hljómplötur eða kassettur að eigin vali frá Skífunni. Auk þess fá allir vinningshafar handklæði merkt Morgunblaðinu. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir 10. janúar. Dregið verður úr réttum lausnum 16. janúar og nöfn vinningshafa birt sunnudaginn 17. janúar 1993. JHrogtsiiHbritffr -kjarni málsins! Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langh oltskirkju. Rannveig Bragadóttir, lýrískur messósópran. Kór Langholtskirkju flytur Jólaóratóríu Bachs Rannveig Bragadótt- ir fer með hlutverk Maríu guðsmóður í KVÖLD, 29. desember og annað kvöld, 30. desember, munu Kór og Kammersveit Langholtskirkju flytja Jólaóratóríu Bachs, ásamt einsöngvurunum Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Rann- veigu Fríðu Bragadóttur, Michael Goldthorpe og Magnúsi Bald- vinssyni. Tónleikarnir eru í Langholtskirkju og hefjast klukkan 20.00. Þetta er í sjöunda skipti sem kórinn flytur þetta verk. Jólaóratórían er í sex hlutum, og hver hluti segir sinn þátt sög- unnar af fæðingu Jesú. Kór Lang- holtskirkju hefur tvisvar flutt Jóla- óratóríuna óstytta, en þá á tvelmur dögum, þar sem verkið þykir full langt til flutnings á einum tónleik- um. I þetta sinn verður óratórían flutt í styttri útgáfu. „Við flytjum fyrstu þrjá hluta - hennar óstytta og leggjum með því áherslu á jóladagana," segir Jón Stefánsson, kórstjóri. „Síðan tök- um við tvær aríur úr fjórða hluta og endum á upphafskór fimmta hluta. Jón segir að flutningur verksins sé orðin fastur liður hjá Langholtskórnum, sem fluttu Jóla- óratóríuna fyrst 1981 og síðan rúmlega annað hvert ár. - Hvert er innihald Jólaórat- óríunnar? Fæðing Jesú og dauði -jól og fasta- hefur frá upphafi kristin- dóms verið óþrjótandi yrkisefni listamanna. í máli, myndum og tónum hafa þessi tvö svið verið túlkuð. Og Bach byggir Jólaóratór- íuna á guðspjallatextunum. Guð- spjallamaðurinn stígur fram í túlk- un tenórsöngvarans og segir sög- una með orðum Lúkasar: „En það bar til um þessar mundir...“ Fyrsti hlutinn endurómar spá- dóminn um komu Krists og eftir- væntinguna fyrir komu hans. Orð biblíunnar standa hrein og ómeng- uð og Bach telur að þau standi fyrir sínu. Aðeins fáir hljómar org- els og sellós styðja söngvarann. Kórinn fer í hlutverk safnaðarins og syngur sálminn: „Hvernig tek ég á móti þér.“ Fyrsta þætti lýkur á vögguvísu (Kórall nr. 9) þar sem kórinn túlkar ósk safnaðarins, að Jesúbarnið fái bólstað í hjarta hvers manns. „Og sjá í þeirri byggð voru fjárhirðar í haga“ í öðrum þætti erum við færð út á Betlehemsvöli. Bach kallar á fjór- raddaðan óbókór, hljóðfæri fjár- hirðanna. Himinn og jörð mætast í sinfóníunni (nr. 10). Óbókór og strengjasveitin með flautunum tal- ast við. Guðspjallamaðurinn segir söguna: (Resitatív nr.ll) „Og sjá í þeirri byggð voru fjárhirðar..." boðskapur engilsins og himneskar hersveitir flytja hinn fyrsta jóla- sálm: „Dýrð sé guði í upphæðum.“ Aríur, resitatív og sálmar skipt- ast á. Hver þáttur undirstrikar þann næsta á undan og leiðir til umhugsunar. Höfuðstefín þtjú „Ehre sei Gott“, „und Friede auf Erden" og „und den Menschen ein Wohlgefallen" eru spunnin saman í stórkostlegan tónvef sem meistara Bach er einum lagið. „Þið munuð finna ungbarn, reifað og liggjandi í jötu“ Þriðji hluti óratóríunnar segir frá, þegar fjárhirðarnir fóru og fundu Jesúbarnið og veittu því lotn- ingu. Lofsöngur hljómar í trompet- um og pákum. Bach túlkar á meist- aralegan hátt, hvernig fjárhirðarnir tygja sig í skyndi: „Við skulum fara rakleitt til Betlehem og sjá þennan atburð sem orðinn er og Drottinn hefur kunngjört oss.“ Ólöf Kolbrún Harðardóttir syng- ur hina þekktu Bergmálsaríu, þar sem hin guðhrædda sál, full af efa- semdum, leitar svara. Og bergmál- ið svarar - frelsarinn hughreystir hina kvíðafullu, kristnu sál. „Texti jólaguðspjallsins myndar beinagrind í Jólaóratóríunni,“ segir Jón, „síðan fléttar Bach inn hug- leiðingum og sálmum, sem eru mjög þekktir. Og kórinn fer ýmist i hlutverk hinna himnesku her- sveita eða hins kristna safnaðar. Segja má að Jólaóratórían sé út- legging og hugleiðing um þennan biblíutexta, sem kór og einsöngvar- ar flytja." Það er Michael Goldthorpe sem syngur Tenóraríuna „Ég vil lifa þér til dýrðar" sem er þekkt fyrir glæsi- leik. Ólöfu Kolbrúnu og Michael Goldthorpe er óþarft að kynna. Þa'u hafa svo oft sungið með Kór Lang- holtskirkju í Jólaóratóríunni og öðr- um verkum. Magnús Baldvinsson syngur við óperuna í San Frans- isco. Hann hefur undanfarin ár verið að syngja hlutverk í óperun- um Toscu, Boris Goudunov og Fid- elio. Hann söng bassahlutverkið í flutningi Kórs Langholtskirkju á H-moIl messunni eftir Bach árið 1990. í hlutverki Maríu guðsmóður Hin unga lýríska messósópran- söngkona, Rannveig Fríða Braga- dóttir, syngur nú í fyrsta sinn með kórnum. Rannveig lærði við Tón- listarháskólann í Vínarborg frá 1982-89 og lauk prófi þaðan með sérstakri viðurkenningu frá austur- ríska menntamálaráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.