Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992
43
Krislján G. Jónas
son - Kveðjuorð
Fæddur 8. apríl 1918
Dáinn 29. nóvember 1992
Að morgni 29. nóvember lést í
Borgarspítalanum Kristján Jónas-
son eftir langa og hetjulega bar-
áttu. Kristján var faðir æskuvin-
konu minnar, Bjargar Kristjáns-
dóttur. Ég kynntist þessari góðu
fjölskyldu ung að árum þar sem við
bjuggum hlið við hlið, þau í Hlað-
brekku 18, Kópavogi, en við í nr.
16. Það má segja að ég hafi verið
heimagangur hjá þeim öll mín
æsku- og unglingsár. Betri ná-
granna var ekki hægt að eiga. Eftir-
lifandi kona Kristjáns er Þorgerður
Ragnarsdóttir. Þau eignuðust tvö
börn, þau eru: Þórhallur, fæddur
15. september 1954, bifvélavirki,
og Björg, fædd 22. apríl 1956,
kvensjúkdómalæknir, búsett í
Gautaborg í Svíþjóð. Björg á tvo
drengi, Magnús Þór og Kristján.
Kristján hafði sterkan og heil-
steyptan persónuleika sem ekki er
hægt að gleyma. Alla sína ævi var
hann bindindismaður á tóbak og
vín og alltaf var hann kátur og
hress, það var eins og lífsgleðin
væri honum í blóð borin. Kristján
var mikill vinnuþjarkur sem aldrei
féll verk úr hendi. Kristján átti ál-
veg ótrúlega gott með að koma
manni til að hlæja, bæði með góðri
kímnigáfu og með sínum smitandi
hlátri. Hann átti auðvelt með að
gera samræður bæði skemmtilegar
og lifandi. í einu orði sagt hann
kom fólki í gott skap. Kristján var
alla tíð mikið fyrir heimili sitt.og í
mínum huga var hann sannur fyrir-
myndarfaðir sem fyrst og síðast
hlúði vel að sinni fjölskyldu. Ég
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður.
flutti út á land í nokkur ár, þá til-
heyrði að fara suður á hverju sumri.
Alltaf var rennt fyrst í Kópavoginn
í Hlaðbrekku 18, fyrr var ég ekki
komin suður, alltaf var mér tekið
opnum örmum eins og ég væri ein
úr fjölskyldunni enda þau hjónin
bæði með afbrigðum gestrisin. Fyr-
ir þetta vil ég þakka. Ég hef átt
um dagana alveg ógleymanlegar
stundir með fjölskyldunni í Hlað-
brekku 18. Kristján var góður mað-
ur 'sem mér þótti mjög vænt um
enda talaði hann stundum um það
að honum fyndist hann eiga dálítið
í mér. Ég tel að Kristján hafi verið
vinsæll meðal þeirra sem til hans
þekktu enda maðurinn mörgum
góðum kostum búinn. Ég mun
ávallt minnast þessa manns með
virðingu og þökk.
Elsku Þorgerður, Bogga, Þórhall-
ur, Magnús Þór og Kristján. Missir
ykkar er mikill, þið eigið samúð
mína alla. Nú að leiðarlokum þakka
ég Kristjáni fyrir allar góðu sam-
verustundirnar. Hafði hann þökk
fyrir allt og allt minn kæri vinur.
Guð blessi minningu Kristjáns Jón-
assonar.
Guðfinna Gústavsdóttir.
+
GUNNAR GUÐJÓNSSON
skipamiðlari,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. desember
kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er
bent á Samtök um byggingu tónlistarhúss.
Aðstandendur.
t
Ástkær móðir okkar,
HEBA JÓNSDÓTTIR,
Garðastræti 9,
sem lést 23. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mið-
vikudaginn 30. desember kl. 15.00.
Jón Tómasson,
Ingibjörg Tómasdóttir,
Tómas Tómasson,
og aðstandendur hinnar látnu.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTJANA ALEXANDERSDÓTTIR,
Stigahlíð 36,
verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, þriðjudaginn 29. desem-
þer, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Neskirkju og Barna-
spítala Hringsins.
Alla Ó. Óskarsdóttir, Karl K. Guðmundsson,
Daníel G. Óskarsson, Guðrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma,
MÁLFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Vi'filsgötu 13,
v Reykjavík,
verður jarðsungin frá kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn þann
30. desember kl. 10.30 f.h.
Jarðsett verður á Akranesi sama dag.
ERFIDR1
Verð frá kr.!
p e R l a N sími 620200
—
FriÖfinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavfk. Sími 31099
Opið öll kvöld
tíl kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytlngar við ölltilefni.
örur.
Ævar Sveinsson, Hildur Guðbrandsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, + JÓHANNES SVEINBJÖRNSSON,
Heiðarbæ, Þingvallasveit,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 30. desem-
ber kl. 13.30. Sveinbjör'n Jóhannesson, Þórdi's Jóhannesdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
síðast til heimilis á Hríseyjargötu 16,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. desem-
ber kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast henn-
ar, er bent á Kristnesspítala.
Þengill Jónsson, Sigriður Sigurðardóttir,
Páll Jónsson, Jóhanna Þorkelsdóttir,
Rósa Jónsdóttir, Hörður Ólafsson.
+
MAGNÚSHANNESSON
múrari,
Reykjamörk 8,
Hveragerði,
verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardagihn 2. janúar
nk. kl. 14.op.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnús Kjartan Hannesson.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR,
sem andaðist aðfaranótt 22. desember, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 15.00.
Atli Ingvarsson, Ásta Gri'msdóttir
og barnabörn.
+
Útför
VALDIMARS DANIELSSONAR
Bólstaðarhli'ð 46,
fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 13.30.
Stefán Valdimarsson,
Hulda Jakobsdóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN SNÆBJÖRNSDÓTTIR
frá Bræðraminni,
Bfldudal,
Boðahlein 28,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, miðvikudaginn
30. desember nk. kl. 13.30.
Högni Magnússon,
Kristján Árnason, Unnur Pálsdóttir,
Magga Alda Árnadóttir,
Hilmar Árnason,
Snæbjörn Árnason,
Rannveig Árnadóttir,
Jóna Árnadóttir,
Auðbjörg Árnadóttir,
Bjarnfri'ður Árnadóttir,
Björg Árnadóttir,
Magnús Árnason,
Guðrún Árnadóttir,
Sigrún Árnadóttir,
Guðrún Högnadóttir,
Þorvaldur Sigurjónsson,
Guðrún Jónasdóttir,
Hrafnhildur Jóhannesdóttir,
Kópur Sveinbjörnsson,
Sólon Sigurðsson,
Ingólfur Þórarinsson,
Bragi Kristjánsson,
Kristján Ólafsson,
Erna Árnadóttir,
Guðlaugur Friðþjófsson,
David Carasquillo,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð vegna
andláts þróður okkar,
ÞORBJÖRNS MAGNÚSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Hátúni 12 með ósk um far-
sælt nýtt ár.
Systkinin.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar og afa,
KRISTJÁNS G. JÓNASSONAR
frá Sléttu,
Hlfðarhjalla 37,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A5, Borgarspítalanum fyrir
góða aðhlynningu.
Þorgerður Ragnarsdóttir,
Þórhallur J. Kristjánsson, Björg Kristjánsdóttir,
Magnús og Kristján Stephensen.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÚNAR HELGADÓTTUR,
Bólstaðarhli'ð 41,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar 14D á Landspftal-
anum fyrir frábæra hjúkrun og umönnun.
Björg Hjálmarsdóttir, Reimar Charlesson,
Helgi Hjálmarsson, María Hreinsdóttir,
Vilhjálmur Hjálmarsson, Borghildur Óskarsdóttir,
Lárus Hjálmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.