Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 gæti, ávexti og jafnvel heimatilbúið bamamauk, sem hún hafði soðið saman fyrir dóttur okkar. Amma Gunna gekk alltaf með hatt. Þegar hún setti hann upp kom á hana þessi galopasvipur sem ein- kenndi hana svo mikið. Hún var rösk til allra verka og gat stundum verið ansi fljótfær. Maður vissi allt- af hvar maður hafði hana ömmu Gunnu, því hún sagði alitaf mein- ingu sína umbúðalaust. Til marks um það man ég að rétt eftir að við Muggur byrjuðum að búa saman, ætlaði hún að gefa okkur gamla svart-hvíta sjónvarpið sitt. Kom þá í ljós að það var of stórt inn í hillu- samstæðuna í litlu íbúðinni okkar, sem amhia kallaði jafnan dúkku- húsið. Hún var nú ekki alveg á því og kom sjálf til að kanna málið, leit á hillumar og sagði: „Þið sagið bara hillurnar í sundur, svo sjón- varpið komist fyrir, þær eru hvort eð _er svo ljótar.“ A meðan ömmu entist heilsan hjálpaði hún okkar alltaf í slátur- gerðinni. Þegar hún blandaði blóð- mörinn, var handagangur í öskj- unni. Oft vildi slettast upp á veggi og var ég þá jafnan komin með tuskuna. Það fannst ömmu óþarfi og gerði grín að pjattinu í mér, þannig að ég laumaðist til að þurrka slettumar þegar hún sá ekkí til. Á þessum ámm bjuggum við á fjórðu hæð í lyftulausri blokk. Ekki lét hún það aftra sér frá að koma til okkar þótt hjartveik væri. Hún hljóp hálf- partinn upp stigana, geystist svo inn um dymar hjá okkur, settist í hengistólinn, tók tungurótartöfl- una, bað um vatnsglas og eftir stundarkom lék hún á als oddi. Afí og amma eignuðust þijú börn. Þau em Jón Bjami kaupmað- ur í Reykjavík, Guðmundur vélstjóri á Akranesi og Jóhanna ijósmóðir á Selfossi. Samband ömmu Gunnu og bama hennar var alla tíð einstak- lega gott og til mikillar fyrirmynd- ar. Samt sem áður talaði hún alltaf um það, að þegar hún yrði ófær um að sjá um sig sjálf vildi hún komast á elliheimili, hún vildi ekki liggja upp á neinum. Síðustu árin sem amma lifði, var hún vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Þar var hún mikið veik, en allt til hinstu stundar héit hún sinni andlegu reisn og fylgdist vel með. Að leiðarlokum viljum við Mugg- ur og börnin okkar þakka ömmu Gunnu fyrir allt það sem hún hefur fyrir okkur gert og fyrir þá lífssýn sem hún kenndi okkur og'við von- umst til að geta farið eftir. Lóló. Elskuleg tengdamóðir mín, Guð- rún Jónsdóttir, lést 16. þ.m. á Hrafnistu í Reykjavík. Guðrún fæddist á Ólafsvöllum á Akranesi 26. júní 1906 og var því á 87. ald- ursári þegar hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Ólafsson frá Ólafsvöllum og kona háns Ágústa Hákonardóttir. Jón fórst með skút- unni Geraldínu 27. nóvember 1908, þannig að hún varð föðurlaus að- eins tveggja ára gömul. Stóð Ágústa móðir hennar þá uppi, ekkja með tvær dætur, þær Friðmeyju, f. 14. september 1904, og Guðrúnu. Má nærri geta að útlitið hefur ver- ið dökkt hjá ekkjunni með dætumar sínar tvær. Var Guðrún þá tekin í fóstur af föðjjrbróður sínum Bjarna Ólafssyni á Ólafsvöllum og konu hans Guð- rúnu Eyjólfsdóttur, en Friðmey varð eftir hjá móður sinni. Hjá þeim Ól- afsvallahjónum dvaldi Guðrún fram að fermingu. Leit hún á þau sem sína aðra foreldra og var ætíð mjög kært með henni og systkinum frá Ólafsvöllum. Næstu árin eftir ferminguna var hún með móður sinni á ýmsum stöð- um en þurfti þó að vinna fyrir sér. Ágústa var ákaflega dugleg kona og tók alla þá vinnu sem hún komst yfir, var hún t.d. í síld á Siglufírði í 25 sumur. Voru þær mæðgur m.a. á Kirkju- sandi í fískvinnu. Minntist Guðrún þess hve kulsamt hefði verið að vinna þar, því oft þurfti hún að byija daginn á að bijóta ísinn á keijunum. Má nærri geta hvað þetta reyndi á unglingsstúlku. Eitt sumarið var hún í síld með móður sinni en oftast var hún þó í sveit á sumrin sem kaupakona. Að sjálfsögðu var ekki um neina skólagöngu að ræða því vinnan gekk fyrir öllu. Sagðist hún oft hafa grátið yfír því að hafa ekki getað lært eitthvað meira, en skóla- göngunni lauk um fermingu. 24. maí 1930 giftist Guðrún Þórði Bjamasyni, ættuðum frá Skelja- brekku. Þórður hafði ungur misst foreldra sína og þurfti að standa á eigin fótum frá 16 ára aldri. Stund- aði hann sjómennsku eins og títt var um unga menn á Akranesi á þessum tíma. Þau fengu lóð úr landi Ólafsvalla og reistu sér þar sitt eig- ið hús þótt kreppa væri í landi. Þau Guðrún og Þórður eignuðust þrjú börn en þau eru: Jón Bjami, f. 1932, kaupmaður í Reyjkavík, kvæntur Áslaugu Bemhöft; Guð- mundur Alfreð, f. 1934, vélfræðing- ur á Akranesi, kvæntur Málfríði Björnsdóttur og Jóhanna María f. 1941, ljósmóðir á Selfossi, gift Steingrími Ingvarssyni. Þórður fór í land 1938 stofnaði ásamt fleirum verslunina Andvara árið 1941, sem hann veitti forstöðu þar til þau hjónin fluttu til Reykja- víkur 1964. Þar starfaði Þórður við verslun Jóns Bjarna sonar síns. Þórður lést 11. mars 1972. Þannig að Guðrún lifði mann sinn í rúmlega tuttugu ár. Hún hafði lag á að láta sér aldr- ei leiðast og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Var dugleg að heim- sækja ættingja og vini auk þess sem henni féll aldrei verk úr hendi enda vön vinnu eins og fleiri af hennar kynslóð. Vann hún síðustu starfsár- in við verslun sonar síns. Hin síðari ári var heiisunni hins vegar tekið að hraka og var svo komið að hún gat ekki lengur séð um sig sjálf. Fluttist hún inn á hjúkrunardeild Hrafnistu árið 1987, þar sem hún dvaldi til æviloka, oft sárþjáð. Kynni mín af Guðrúnu hófust þegar ég var unglingur á Akra- nesi, þar sem ég bjó í næsta húsi og voru foreldrar mínir og þau Guðrún og Þórður vel kunnug. Nánari urðu kynnin að sjálfsögðu þegar ég varð tengdasonur hennar. Það sem mér er hugstæðast nú að leiðarlokum er, fyrir utan fádæma dugnað og vinnusemi, hennar ein- staka fómfýsi. Hún hafði ákaflega gaman af að gleðja aðra á einn eða annan hátt eða hjálpa til hvenær sem hún gat því við komið. Nutu hennar nánustu þessara eiginleika hennar fyrst og fremst, þótt vandalausir væru þar engan veginn undanskildir. Hún setti sig bókstaflega aldrei úr færi að gauka að bömum sínum og barnabömum einhveiju góðu eða hjálpa til með eitt eða annað t.d. sláturgerð á haustin. Er mér minn- isstætt þegar hún var að kenna dóttur minni ungri að sauma vamb- ir. En börn mín nutu umhyggju hennar í ríkum mæli. Fór hún oft með þau í heimsóknir til vinafólks síns eða bara í strætó að skoða borgina. Þá kenndi hún þeim fjölda af bænum og sálmum, sem hún söng með þeim. Því bamatrú sína hafði hún alltaf varðveitt og ræktað vel. Síðustu árin, þegar hún var sem þjáðust, sagðist hún oft biðja þess í kvöldbænum sínum að fá nú hvíld- ina í nótt. Nú hefur hún verið bæn- heyrð. Á kveðjustund færi ég Guðrúnu hjartans þakkir fyrir alla umhyggj- una og velvildina sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Hvíli hún í friði. Steingrímur Ingvarsson. Minning Theódóra Theódóra Guðlaugs hefði orðið 93 ára í dag ef hún hefði lifað, en hún lést í október sl. Theódóra var gift Óskari Kristjánssyni föðurbróður mínum, dugmiklum, framfarasinnuð- um bónda. Þau bjuggu á Hóli í Hvammssveit í Dalasýslu 1926- 1955, en þá fluttu þau að Vatni á Höfðaströnd. Theódóra og móðir mín voru svil- konur og vinkonur og sérlega sam- taka við að vinna að félags- og menn- ingarmálum og alltaf voru þær til- búnar að lyfta huganum upp úr hversdagsleikanum og baslinu upp í hæðimar, þar sem hugsjónirnar og draumamir vaka. Theódóra kom oft að Breiðaból- stað, best man ég hana koma þeys- andi á góðhestinum Gránu, ganga í bæinn, setjast á kistuna í eldhúsinu, spjalla og hlæja hressilega. Ég sá Theódóru aldrei öðruvísi en glaða, í huga mínum geymist minning henn- ar þannig, hún er brosandi og gíöð, þannig er gott að muna samferða- mennina. Ég lít til baka um hálfa öld, jólin nálgast, um árabil var það föst venja að jólaboð voru haldin að Hóli og Breiða, nágrönnunum boðið til fagn- aðar og glaðst saman eina skamm- degisnótt. Þegar líða tók að jólum var okkur systkinunum tíðlitið inn 39 Guðlaugs eftir veginum, hvort færi nú ekki einhver frá Hóli að koma og bjóða okkur, þá var ekki sími á hveijum bæ eins og nú. Mér er það minnis- stætt hve mikið við systkinin hlökk- uðum til þessara jólaboða, það var nú ekki verið að setja það fyrir sig þótt veðrið væri vont og Hólsá illfær þegar fara átti í jólaboð inn að Hóli. En í endurminningunni er veðrið stillt og bjart, við löbbum inn veginn, fjöl- skyldan, með spariskóna undir hend- inni, stjömurnar blika á bláum himni, tunglið bjart og brosandi lýsir leiðir.a og snjórinn marrar undir fæti. Heima á Hóli var svo unað við góðar veitingar, söng, leiki og dans, uns nýr dagur rann. Theódóra spil- aði á harmonikuna sína tímunum saman, óþreytandi við að gleðja aðra, oft hlýtur hún þó að hafa verið þreytt eftir erfiðan vinnudag á mannmörgu heimili, en það skildi ég ekki fyrr en löngu seinna. Fyrir þessar björtu bemskuminningar og allt gott og glatt vil ég nú að leiðarlokum þakka Theódóm á Hóli. Tíminn líður, áratugir sem leiftur hverfa í tímans djúp - enn em jól - jólaljósin ljóma og stjömumar blika sem áður. Faðir ljósanna blessi minningu - Theódóm á Hóli. Sigurbjörg J. Þórðardóttir. LAUSN Á KROSSGÁTU í AÐFANGADAGSBLAÐI n £ u illfW *ACA Vt\m lf» t ÞAÓI LÍM* HttN ítTfT gotl SKþtl Mótu U4T ÍÉI MIIVC- INN -ríL Ú s r o K A A L ± S T í Ck U * M 5 s KUÍM- ru'iic- ua u ‘lL o L A R Tlt- t.rrí'f X 5 T K s> A N '«W« X T T iHJy SlMMI 1« 't T T A S> l R 5IC.I A* A K R i 1« N A 1 R b 4 x: r5ÍÍ Ut 'a L A <5ue> A •«- O L L 1 L 1 T A £ R tÚjOR *«iöt. 5 K A p A A L A 6. A KKKT rtAM K u N N 3KSn KtTRI É \ £> A N y T Þavc- á AtT S L u Ck S A WNO R A N A lílf\ í Wfí’ N ÍAUM INA £ R T U N A WKUMi t»o*a KMAM \ \ N N X T U K ú. T A h<e-rT UlUM Sl'lIA (líftiD R. T ú F A < u N N \ N A psr .««— L A T T \ R 4up T A WMPS R A Ck S r\ U N N “KOA hlAui R A u N £ & A L T A K. A JlÍTA N A N ■«UM- N A AMOI U Þrí A N\ O K ■ LlUKH, 3 A N T b s 3 A brrA rtAvr U Ca. Ca wX M> A XukiJ i N 0 T t E N D A W to* 1 T A T \ P *'■««*, iKÍ.Kf) A K T A Litf- M"i - NtUTI . • fOK Ck R \ f> t tiSA, F T A S A CZT r»*M • N \ £> Pv» - átlrl- 1 Ni H N O S S 1 N £ t»V ' N 1 SíDA L A K R X ! míim"-' UtUM N I o L U nv ICftJl \ L A HÚiP- Afl - «Æcm Nv U N SlDWM A L D A 2 T R lú N> A II o R A Ck A HlTA >1 O L L U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.