Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 íuém FOLK ■ DAVID O’Leary var í bytjun- arliði Arsenal í gærkvöldi og Sví- inn Limpar kom inná sem vara- maður, en þeir hafa verið úti í kuld- anum að undanfömu. ■ JOHN Jensen missti stöðu sína og Tony Adams var í banni. ■ KEVIN Hitchcock var frábær í marki Chelsea í gær og bjargaði liði sínu frá tapi gegn Wimbledon. H BOBBY Robson, þjálfari Sporting Lissabon í Portúgal, þjálfaði Ipswich á árum áður. Hann seldi félaginu Búlgarann Bontcho Guentchef, sem þakkaði fyrir sig og skoraði í gær. ■ HOWARD Wilkinson er ánægður með hvemig Leeds spilar, en ekki stöðu meistaranna. ,-,Staðan endurspeglar ekki leik okkar,“ sagði hann eftir jafnteflið gegn Norwich. KNATTSPYRNA / BANDARIKIN Hilmar valinn í úr- valslið háskólanna Hilmar Björnsson í leik með KR s.l. sumar. HILMAR Björnsson, leikmaður 1. deildar liðs KR í knattspyrnu, var valinn í 18 manna úrvalslið háskólanna í Bandaríkjunum, sem tekur þátt í fjögurra liða móti í Tyrklandi strax eftir ára- mótin. Hilmar lauk BA-prófi í sjón- varps- og kvikmyndafræðum við háskóla Norður-Karólínu í Greenborough fyrir jólin, en hann hefur leikið með knattspyrnuliði skólans undanfarin ár. Á síðasta keppnistímabili var hann með flest- ar stoðsendingar allra leikmanna í 1. deild bandarísku háskólanna, alls 22, en gerði auk þess 12 mörk. „Okkur gekk ágætlega, en við töpuðum mikilvægum leik og kom- umst því ekki í úrslitakeppnina," sagði Hilmar aðspurður um árangur vetrarins. „Með það í huga er þetta val gífurlega mikill heiður, því leik- menn í úrslitakeppninni eru óneit- anlega meira í sviðsljósinu." Hann sagði að undanfarin ár hefðu 22 bestu leikmennirnir verið valdir í tvö lið í lok tímabilsins og þau leikið einn leik. Nú hefði i fyrsta sinn verið valinn 18 manna hópur, sem færi í tveggja vikna æfinga- og keppnisferð til Tyrklands, en í mótinu yrðu tvö tyrknesk lið og Spartak Moskva auk úrvalsliðsins. I liðinu eru fjórir erlendir leikmenn að sögn Hilmars, en þjálfari háskól- aliðsins í Virginia, sem hefur sigrað í keppninni undanfarin tvö ár, valdi hópinn. „Það er gaman að fá tækifæri til að ljúka háskólaferlinum á þenn- an hátt. Mikið hefur verið þrýst á mig að leika með félagsliði Norður- Kaarólínu, en ég hef ákveðið að koma aftur heim í mars og ná loks heilu keppnistímabili með KR,“ sagði Hilmar, sem fer til New York í dag. Þar verður hann með liðinu til 1. janúar, en þá verður farið til Tyrklands. KNATTSPYRNA / ENGLAND Jólasteikin fór vel í Manchester United Ryan Giggs var allt í öllu hjá Manchest- er United og átti stór- an þátt í góðum sigri gegn Co- ventry. M ANCHESTER United tók Coventry í kennslustund í gær, vann 5:0 og skaust uppí annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu, er aðeins þremur stigum á eftir Norwich, sem gerði markalaust jafntefli við meistara Leeds. Aston Villa vann Arse- nal 1:0 og er í þriðja sæti. United tók völdin þegar í fyrri hálfleik og eftir að Ryan Giggs hafði gefíð tóninn á 6. mín- útu var Ijóst hvert Frá Bob stefndi. Liðið með Hennessy Giggs í aðalhlut- ÍEnglandi verki fór á kostum og hefur nú leikið sjö leiki í röð án taps. Coventry, sem vann Aston Villa 3:0 á laugar- dag og Liverpool 5:1 fyrir rúmri viku, varð að sætta sig við tap í fyrsta sinn í síðustu fímm leikjum og Mick Quinn, sem hafði skorað í öllum sex leikjum sínum með fyoventry, komst ekki á blað. „Spilið gekk vel fyrir sig hjá okkur og við brutum ísinn, þegar á þurfti að halda,“ sagði Lee Sharpe, sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla, en gerði fyrsta mark sitt fyrir Manchester United á tímabil- inu. Eric Cantona var með eitt mark og er þar með kominn með þijú mörk fyrir United í þremur leikjum. —efþú spilar til að vinnal ’ 52. leikvika - 26. desember 1992 Nr. Leikur: Röóin: 1. Arsenal - Ipswich - X - 2. Blackbum - Leeds 1 - - 3. Chelsea - Southampton - X - 4. Coventry - Aston Vilia 1 - - 5. C. PaJace - Winibledon 1 - - 6. Everton - Middlesbro' - X - 7. Man. City - ShefT. Utd. 1 - - 8. Norwich - Tottenham - X - 9. NotL For. - Q.P.R. 1 - - 10. ShefT. Wed. - Man. Utd. - X - 11. Charlton - West Ham - X - 12. Newcastle - Wolves 1 - - 13. Tranmere - MiIIwali - X - H eildarvinnin gsu p phaeöhi: 124 milljónir króna ) 13 réttlr: 982.730 1 kr. 12 réttir: {_ 21.180 Jj kr. 41 réttir: J 1.910 j kr. 10 réttlr: 530 J kr. Norwich hefur ekki skorað í fjór- um leikjum í röð og jafnvel víta- spyma á 10. mínútu varð ekki til að koma liðinu á réttan kjöl. Mark Bowen skaut framhjá marki Leeds. Arsenal sótti Aston Villa heim, en liðið fór tómhent heim. Dean Saunders skoraði úr vítaspyrnu skömmu fyrir hlé og voru heima- menn nær því að bæta við en gest- imir að jafna. Þetta var sjöundi leikur Arsenal í röð án sigurs. Andy Sinton var með þrennu fyrir QPR í 4:2 sigri gegn Everton. Neville Southall, markvörður Ever- ton, fékk að sjá rauða spjaldið eftir 18 mínútur fyrir að handleika knöttinn viljandi utan teigs og mið- heijinn Paul Rideout braut gróflega af sér undir lok hálfleiksins og var þegar vikið af velli. Ipswich, sem er taplaust heima og hefur aðeins tapað tveimur leikj- um á útivelli, vann Blackburn 2:1 og er nú fimm stigum á eftir Norwich. Alan Shearer lék ekki með Blakburn vegna meiðsla, en Roy Wegerly tók stöðu hans og skoraði á 73. mínútu. Búlgarinn Bontcho Guentchef jafnaði með bakfallsspyrnu á 80. mínútu og Chris Kiwomya gerði sigurmarkið tveimur mínútum síðar — 13. mark hans á tímabilinu. Guentchef er fyrsti Búlgarinn, sem leikur í Eng- landi og þetta var fyrsta mark hans í deildinni. Ian Rush hefur gengið illa að skora að undanförnu og til stóð að hvíla hann, en það var ekki gert og Rush jafnaði 1:1 fyrir Liverpool gegn Manchester City. Crystal Palace vann Middlesboro- ugh 1:0. Þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð og hefur það færst úr fallsæti uppí miðja deild. Úrslitin gefa samt ekki rétta mynd af gangi leiksins, til að mynda fékk Palace aðeins eina hornspyrnu, en „Boro“ 16. Nottingham Forest situr áfram á botninum, en liðið tapaði 2:1 fyrir Tottenham. Gary Mabbutt, fyrirliði Spurs, gerði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok og var þetta fyrsta mark hans á tímabilinu. Guðni Bergsson lék síðustu tvær mínúturnar með Spurs. FÖLK ■ ALAN Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinn- ar, gerði tvö mörk fyrir Blackburn Rovers í 3:1 sigri á meisturum Leeds á heimavelli Frá á laugardag, en lék Bob ekki í gær vegna Hennessy meiðsla. Leeds er i Englandi ejna jjqjq j úrvals- deildinni sem enn hefur ekki unnið leik á útivelli og var þetta sjöunda tap liðsins í níu leikjum. ■ GUÐNI Bergsson sat á vara- mannabekk Tottenham er liðið sótti Norwich heim. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og var þetta þriðji leikur Norwich þar sem liðið nær ekki setja mark. ■ ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, var ekki ánægður með jafnteflið á útivelli g_egn Sheffield Wed- nesday. „Ég er vonsvikinn yfír að ná ekki að vinna því eftir að við jöfnuðum í lokin fengum við færi til þess. En þetta var ótrúlegur leik- ur og við sýndum að við erum með gott lið og hættum aldrei að sækja,“ sagði Ferguson. Þetta var sjötti leikur United í röð án taps. ■ LEE Sharpe átti mjög góðan leik fyrir Manchester United og lagði upp bæði mörkin sem Brian McClair gerði á 67. og 80. mínútu. Eric Cantona jafnaði fyrir United sex mínútum fyrir leikslok. „Það er ljóst að United hefur þörf fyrir mig í liðinu. Ég er ánægður og fell vel inní leik liðsins,“ sagði Cantona. ■ RON Atkinson, stjóri Aston Vilia, var argur út í sína menn eftir tapið gegn Coventry, 3:0. „Þetta er stærsti ósigur liðsins síðan ég tók við stjórninni," sagði Ron Atkinson. ■ MICK Quinn, sem var nýlega keyptur til Coventry frá New- castle fyrir 250 þúsund pund, gerði tvö mörk fyrir liðið gegn Villa og hefur því gert 10 mörk í aðeins sex leikjum. ■ ARSENAL mátti sætta sig við sjötta leikinn í röð án sigurs er lið- ið mætti Ipswich í markalausu jafntefli á laugardag. „Þeir léku mjög stífan varnarleik en við feng- um okkar tækifæri sem við náðum ekki að nýta,“ sagði George Gra- ham, framkvæmdastjóri Arsenal og bætti við: „Nú verðum við að vinna leik, hvernig svo sem við för- um að því.“ ■ IPSWICH hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu og hefur ekki tapað 13 síðustu leikjum sín- um. ■ FLÓÐLJÓSIN fóru á leik Wimbledon og Chelsea og varð að gera hlé á leiknum í 17 mínút- ur. Ekki var um bilun að ræða — rafmagnsveitan tók strauminn af fyrr en til stóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.