Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTJANA PÉTURSDÓTTIR, Skúlagötu 40, er látin. Pétur Lúðvígsson, Erna María Lúðvígsdóttir, Nína Kristín Birgisdóttir, Haraldur Sch. Haraldsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hæðargardi 35, Reykjavík, lést á heimili sínu 27. desember sl. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær systir mín, mágkona og föðursystir okkar, HULDA GUNNLAUGSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum þann 27. desember. Jón M. Gunnlaugsson, Nína Markússon, Ragnhiidur Þórðardóttir, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Arnór Þórir Sigfússon, Gunnlaugur Sigfússon. t Bróðir okkar, JÓNAS ÁSGEIRSSON, lést á vistheimilinu Grund aðfaranótt jóladags. Jarðarför auglýst síðar. Einar Ásgeirsson, Guðmunda Ásgeirsdótttir. t Eiginmaður minn, fSLEIFUR PÁLSSON frá Ekru, Heiðvangi 2, Hellu, andaðist á heimili sínu aðfaranótt 26. desember. Guðrún Valmundsdóttir. t Maðurinn minn, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, Hrafnistu DAS, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefsspítala Hafnarfirði 23. desember sl. Fyrir hönd aðstandenda, Magnea Símonardóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHEIÐUR ARNÓRSDÓTTIR, Langholtsvegi 206, lést á hjartadeild Landspítalans 25. desember. Jarðarförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.30. Axel Helgason, Sigrún Axelsdóttir, Olaf ur Axelsson, Ruth Halla Sigurgeirsdóttir, Sigþrúður B. Axelsdóttir, Davíð Davíðsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir okkar, afi og tengdafaðir, ANTON BJARNASON málarameistari, lést í Landspítalanum þann 16. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 29. desember, kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðmundur Antonsson, Þorsteinn Antonsson, Eygló Antonsdóttir, Lilja Antonsdóttir, Grétar Antonsson, ívar Antonsson. Magnúsína Krístins- dóttir - Minning Fædd 1. janúar 1900 Dáin 16. desember 1992 Magnúsína Kristinsdóttir, móð- ursystir mín, er látin. Hún var fædd 1. janúar árið 1900 og hefði því orðið 93 ára nú um þessi áramót. Magga var miklu meira en móð- ursystir; hún var nánast eins og móðir okkar systkinanna eftir að við misstum móður okkar þá öll kornung. Til marks um það kölluðu börnin mín hana alla tíð Helgu-ömmu (en Helga hét móðir mín). Magga giftist Jóni Sigurðssyni, sem vann lengi á klæðaverksmiðj- unni Gefjunni sem litari og var hann mjög fær í sínu starfi. Þau höfðu ekki verið gift lengi þegar Jón slasaðist við vinnu sína það alvarlega að ekki var búist við að hann gæti notað handlegginn fram- ar. Þá dreif Magga sig til Reykja- víkur og lærði þar kjólasaum. Þar dvaldi hún á heimili móðurbróður síns, Magnúsar Benjamínssonar úrsmiðs og konu hans Sigríðar. Hún naut þessa tíma m.a. vegna þess að í næsta húsi bjó móðursystir henn- ar, Jóhanna, sem gift var síra Ein- ari Thorlacius, en þau áttu þrjár dætur, Guðlaugu, Þóru og Önnu, sem allar urðu góðar vinkonur ' hennar og entist sú vinátta til ævi- loka. Þegar frænka mín kom aftur norður til Akureyrar fór hún að sauma kjóla og kenna ungum stúlk- um saumaskap. Heimilið var stórt, því auk 4 barna, Hólmfríðar Guð- laugar, Brynleifs, Sigurðar Kristins og Helga, bjó móðir hennar, Guð- laug Benjamínsdóttir, á heimilinu og einnig bróðirinn, Ingólfur. Frænka mín var glæsileg kona, há og spengileg og það sópaði af henni. Hún var mjög söngelsk og hafði næmt eyra fyrir tónlist og siðar á ævinni minnir mig að hún hafi átt píanettu og spilað á hana sér til ánægju. Hún var mikið í félagsmálum, t.d. í kvenfélaginu Hlíf á Akureyri og starfaði þar af krafti og myndar- skap, einnig var hún í Leikfélagi Akureyrar og var fyrsta konan til að ganga formlega í það félag. Þegar ég var orðin ekkja og frænka mín flutt til Reykjavíkur sýndi hún mér ætíð móðurlega umhyggju. Þær eru ótaldar máltíð- irnar heima hjá henni í Austur- stræti, því hún hringdi iðulega í mig í vinnuna þegar hún hafði kjöt- súpu eða baunir á borðum. Magga frænka fékk augnsjúk- dóminn gláku og missti svo til alla sjón en til allrar hamingju var með fleiri en einum uppskurði hægt að gefa henni dálitla sjón. Aldrei heyrðí ég hana kvarta og þrátt fyr- ir sjóndepurðina hélt hún áfram að hekla með aðstoð stækkunarglers og þeir eru ófáir dúkarnir, sem hún m.a. sendi dóttur sinni, sem dvalið hefur langdvölum erlendis og allir dáðust að handbragði Möggu frænku, því hún kastaði aldrei höndunum til þess sem sem hún gerði. Ég þakka Möggu frænku alla hennar umhyggju fyrir mér og mín- um, hjá henni fengum við systkinin þá hlýju og ástúð, sem við ella hefð- um farið á mis við vegna missis móður okkar; það var alltaf opinn faðmurinn sem mætti okkur þegar við komum í Brekkugötii 25 og allt- af voru tárin þerruð og huggun veitt. Ég veit að það verður tekið vel á móti frænku minni hinum megin við tjaldið, því þar eru mamma og Gunna frænka og Jón eiginmaður hennar. Ég kveð frænku mína með erindi ú ljóði, sem faðir minn orti árið sem mamma dó, í desember árið 1928. Heilög nótt helgum þrótt heiminn vefðu blítt og rótt hvert einasta mannsbarn við ölturin krjúpi og alvaldsins friður og blessun þau hjúpi við bænar andvörp frá innsta djúpi. (Jónas Þór) Guðrún Ólöf Þór og börn. Magnúsína Kristinsdóttir er jarð- sungin frá Dómkirkjunni í dag. Hún lést í hárri elli á Vífilsstaðaspítala 16. desember síðastliðinn, 92 ára gömul. Með dauða hennar lýkur göfugu mannlífi, sem þó má segja að blakt hafi á skari seinustu árin er válegur sjúkdómur dró hulu fyrir veruleika- skyn hennar, sem jafnt og þétt magnaðist og bjó henni stað í bið- stofu hins óhjákvæmilega, sem allra bíður. Sú líkn var þó lögð með þraut að sjúkdómurinn deyfði hugsun hennar fyrir þeirri sálarkvöl að finna sig svo ósjálfbjarga að geta ekki orðið að neinu liði þeim, sem hún elskaði og var vön að sýna kærleika sinn í orði og verki. Þannig gekk það allmörg sein- ustu æviár hennar. Það breytti þó engu um þann kærleika sem við, sem elskuðum hana, bárum til hennar. Ekkert gat eða getur tekið frá okkur minningarnar um hana er hún í blóma lífs gekk um lífsvett- vanginn hávaxin og falleg kona, tíguleg, sviphrein og ástúðleg og gerði öllum gott, sem voru með henni. Það má hins vegar vera okkur nokkurt gleðiefni að þrautum henn- ar er nú lokið og hún fékk að deyja inn í jólin - inn í ljósið, sem nú skín í svartasta skammdeginu, til móts við látna ástvini, - foreldra, systur og lífsförunautinn, sem hún ung að árum gaf alla ást sína, tryggð og trúnað og kvikaði aldrei eitt augnablik á hverju sem gekk. Hún átti þrjú systkini: Guðrún dó 12 ára gömul, yngri bróðir henn- ar er Ingólfur, sem fylgir nú systur sinni til grafar. Helga systir hennar var 10 árum eldri. Þær voru, að vonum líkar um margt, en ólíkar um arinað. Samt var ævinlega mjög kært með þeim systrum. Nú eru liðin 64 ára síðan Helga dó, aðeins Móðir lést á okkar, elli- og t GYÐA SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Grund að morgni 2. jóladags. Margrét S. Pálsdóttir, Gunnlaugur Pálsson. t Maðurinn minn og faðir okkar, ÓLAFUR ÁRNASON, Birkimel 6a, lést í Borgarspitalanum þann 28. desember. Herdi's Björnsdóttir, Inga S. Ólafsdóttir, Sigurður G. Ólafsson. :» L: 38 ára gömul, frá 4 ungum börnum, sem voru 10, 8, 6, og 3ja ára. En því minnist ég á þetta að Helga, systir Magnúsínu, var móðir mín og ég var 6 ára barnið í hópn- um, sem ég nefndi. Elztur okkar var Arnaldur, sem nú er látinn, Guðrún var 8 ára og Kristín 3ja ára. Við fengum, að vísu, nærgætna umhyggju og ástúð hjá föðursystur okkar^sem tók að sér húsmóður- störf hjá föður okkar, fyrst í stað eftir móðurmissinn, en Magnúsína (Magga frænka, eins og við kölluð- um hana) var sú kona, sem sýndi okkur mest móðurþel á þessum við- kvæma aldursskeiði barns, sem er á milli vita og gerir sér kannski litla eða enga grein fyrir þeirri miklu raun, sem það er að missa góða móður, áður en maður hefur aldur til að kynnast henni og getur þess vegna aldrei munað eftir henni alla sína ævi. - Það verður manni fyrst ljóst á fullorðinsárum. Ég veit síðan að fullorðið fólk skildi þetta þá og margir kenndu í brjóst um okkur og voru okkur góðir. En varla var nokkur betri en Magga frænka. Enda kom hún næst því að vera sú móðir, sem okkur vantaði sáran, þó að við hefð- um kannski lítinn skilning á því fyrst í stað, að minnsta kosti. En við komumst fljótt að því að um- hyggja hennar og ástúð fylgdi okk- ur lengur en í bernsku, en þá var hún oft einasta athvarfið, sem hægt var að leita til með bernskubrek og síðar brösótt unglingsár. Hún leysti úr mörgum vanda, sem ég gat eng- um öðrum treyst til að leysa eða trúað fyrir. Hún tók þátt í gleði okkar og sorg eins og ég held að móðir ein geti. Umhyggja hennar og kærleiksþel fylgdi okkur alla tíð. Og færðist svo yfir á börnin okkar þegar þau komu til sögunnar, enda kölluðu sum þeirra hana ömmu sína. Okkur þótti mjög vænt um hana og erum henni óendanlega þakklát. Það þakklæti okkar vildum við láta í ljós nú við leiðarlok svo að allir mættu vita um eðlisgæði hennar, sem við systkinin fengum að njóta langa ævi. Magnúsína Kristinsdóttir var fædd í Samkomugerði í Eyjafírði 1. janúar 1900, og var þannig jafngömul öldinni. Foreldrar hennar voru Kristinn Jósefsson frá Krónu- stöðum í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði og kona hans Guðlaug Stefan- ía Benjamínsdóttir, fædd á Stekkj- arflötum í sömu sveit, sem bjuggu "þá í Samkomugerði. Nokkru síðar fluttu þau til Akureyrar þar sem þau settust að. Þar ólst Magnúsína upp og átti heima allan fyrri helm- ing ævi sinnar. Á uppvaxtarárum hennar var mikill þróttur í hverskonar félags- starfi á Akureyri. Bar þar mest á ungu fóki, sem gerði sig gildandi á ýmsum vettvangi með dugnaði og bjartsýni. Það hefur verið kallað „aldamótmenn" og kom mörgu góðu til leiðar. Magnúsína hreifst með þeirri framfaraöldu, sem fór um byggðina - raunar um allt land- ið - og varð virkur þátttakandi óðar og hún hafði aldur og getu til. Þannig veit ég að hún tók mik- inn þátt i starfi kvenfélagsins Hlífar og var þar í stjórn. Hún var í Leikfé- lagi Akureyrar reyndar var hún fyrsta konan sem gekk í félagið og <MMBI ^J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.