Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Kaupþing Norðurlands Mikil sala hluta- bréfa í lok ársins Bréf í ÚA og Sæplasti eftirsótt SALA hlutabréfa hefur verið lífleg hjá Kaupþingi Norðurlands að undanförnu og búist við að svo verði það sem eftir lifir árs. Aukin eftirspurn er eftir hlutabréfum í Sæplasti og Útgerðarfélagi Akur- eyringa og þá hefur mikið selst af hlutabréfum í Hlutabréfasjóði Norðurlands. Reiknað er með að hlutabréf sem Kaupfélag Eyfirð- inga setti á markað í byrjun mánaðarins klárist fyrir áramót. Jón Hallur Pétursson fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands sagði að fjölmargir hefðu komið skömmu fyrir jól og keypt hlutabréf og eins var mikið að gera við hlutabréfasölu í gær. „Við eigum von á að það verði áfram mikil umferð hér hjá okkur þá daga sem eftir eru af árinu, en við ætlum að hafa opið til kl. 14 á gamlársdag,“ sagði Jón Hall- ur. Hann sagði að um væri að ræða einstaklinga sem væru að kaupa hlutabréf nú fyrir árslok til að fá skattaafslátt, en ef keypt væru hlutabréf fyrir 100 þúsund krónur fengju menn endurgreiddar 40 þúsund krónur í formi lækkaðra skatta næsta ár á eftir. Mikið hefur verið keypt af hlutabréfum í Hlutabréfasjóði Norðurlands að undanfömu og sagði Jón Hallur að raunávöxtun bréfanna hefði verið góð á árinu samanborið við önnur hlutabréf. Þá væri aukin eftirspurn eftir hlutabréfum í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa og Sæplasti á Dalvík, en eitthvað væri til af hlutabréfum í þessum fyrirtækjum. Gengi Sæ- glastsbréfanna er nú 3,35 og á ÚA-bréfunum 3,75, en það hefur Hvalveiðar verði hafnar næsta sumar Á AÐALFUNDI Sjómannafé- lags Eyjafjarðar sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjómvöld að taka á ný upp hrefnuveiðar svo og aðrar hvalveiðar á kom- andi sumri. Félagið vill að strax verði hafn- ar rannsóknir á hvala- og sela- stofnum í hafínu umhverfís landið og áhrifum þeirra á stofna nytja- físka okkar og í framhaldi af því verði skipulagðar veiðar á þessum stofnum. „Það er engin hemja að fískveið- ar okkar séu skertar í samræmi við fjölgun þessara stofna. Rann- saka þarf hvemig nytja má selaf- urðir, nú þegar Greenpeace-liðið virðist vera með allt niður um sig í málefnum selveiða, eftir að þeir urðu að biðja Grænlendinga afsök- unar á gerðum sínum. Einnig þarf nú þegar að rannsaka arðsemi hákarlaveiða og vinnslu þeirra af- urða með tilliti til útflutnings," segir í ályktun sem samþykkt var á fundi Sjómannafélags Eyjafjarð- ar. farið heldur hækkandi að undan- fömu. Þá sagði Jón Hallur að búist væri við að hlutabréf sem Kaupfé- lag Eyfírðinga setti á markað 1. desember síðastliðinn myndu klár- ast fyrir áramót, en samkvæmt útboði verða seld hlutabréf yfír 50 milljónir króna að nafnverði. Jón Hallur sagði að eftir væri að selja KEA-hlutabréfin fyrir á bil- inu 2 til 2,5 milljónir króna að nafnvirði eða tæpar 5 milljónir að söluverðmæti, en þau em seld á genginu 2,25. Forskot á sæluna Morgunblaðið/Rúnar Þór Þau voru að taka forskot á sæluna, börnin fyrir utan flugeldasölu Hjálparsveitar skáta í Lundi í gær og greinilegt að þau kunnu vel að meta fjölbreytt úrval ýmiss konar flugelda sem á boðstólum eru. Hjálparsveit skáta á Akureyri selur að venju flug- elda fyrir áramótin og er með útsölustaði á fjórum stöðum í bænum, en auk þess selja íþróttafélögin KA og Þór flugelda fyrir áramótin. Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar Siðleysi að draga kostnað vegna kvótakaupa frá launum sjómanna TILLAGA um að segja upp kjarasamningi frá og með 1. janúar næst- komandi var samþykkt á aðalfundi Sjómannafélags Eyjafjarðar sem haldinn var í gær og þá var stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins veitt heimild til verkfallsboðunar. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og alþingismaður, var gestur fundarins og fræddi hann fundarmenn um gang mála á Alþingi og þau mál sem þar eru til umfjöllunar um málefni sjómanna. „LIÚ hefur gert því skóna að sjómenn taki þátt í fyrirhuguðum fáránlegum álögum á útgerðina. Að því er virðist hafa verið teknar ákvarðanir um að fyrirsjáanleg gjaldþrot margra illa rekinna frysti- húsa, annarra fískverkunarfyrir- tækja og útgerða í formi aukinnar kostnaðarhlutdeildar. Þessu mót- mælir aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar alfarið og ætlast til að Sjómannasamband íslands taki til hendinni með afdráttarlausum að- gerðum, ef annað dugir ekki,“ seg- ir í ályktun sem samþykkt var á fundinum. Þá var mótmælt harðlega „því siðleysi einstakra útgerðarmanna að draga kostnað vegna kvóta- kaupa frá launum sjómanna", eins og segir í ályktun. Þar kemur einn- ig fram að félagið geri sér grein fyrir því að ástandið í íjármálum þjóðarinnar orsakist af áralangri óráðsíu stjómvalda, bæði opinber og einkafyrirtæki um landið hafí farið út í offj árfestingu. eða rangar fjárfestingar. „Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa fengið millj- arða króna á silfurfati sér til bjarg- ar hafa misnotað þetta fé á ýmsan hátt. Ekki hefur verið skipt um stjócnendur þessara fyrirtækja, sem þó ætti að teljast eðlilegt, en þessi fyrirtæki tröllríða nú sjávarútvegin- um og þar með þjóðinni allri. Þess- ir skussar ætlast nú til að sjómenn taki á sig aukakjaraskerðingu fram yfír aðra landsmenn til viðbótar þeirri kostnaðarhlutdeild sem þeir greiða nú þegar og ekki þekkist í öðmm atvinnugreinum, enda sið- laus með öllu.“ Úttekt verði gerð á vinnuaðstöðu skipverja á frystitogurum Þá var á fundinum einnig sam- þykkt ályktun þar sem mótmælt er fækkun í áhöfnum fískiskipa, hún hafi í för með sér aukið vinnu- álag og leiði af sér stóraukna slysa- hættu, sem þó sé ærin um borð i fískiskipum. Fækkun í áhöfnum gefi litlar tekjur til undirmanna og valdi auk þess umtalsverðum út- gjöldum hjá útgerðarmönnum. Tek- ið er dæmi af togara þar sem fækk- að var í 13 menn í áhöfn og afla- verðmæti miðað við 190 milljónir á ári. Ráðstöfunartekjur skipstjóra hækkuðu um hálfa milljón króna, fyrsta stýrimanns um 400 þúsund, en háseta um 136 þúsund krónur. Skorað er á yfirvöld að leyfa ekki vinnslu um borð í skipum sem ekki hafa kojur og rými fyrir alla skipvetja og.eins að ef fjölgað er kojum í slíkum skipum verði það gert í samræmi við vinnulöggjöf og heilbrigðiseftirlit. „Það getur varla talist annað en afturhvarf þegar sjómenn þurfa að deila svefnstað með öðrum í allt að 30 daga útiver- um og myndi hvergi líðast nema á sjó. Þessu verður að linna,“ segir í ályktun um þetta efni. Þá er skorað á útgerðarmenn frystiskipa að láta gera úttekt á vinnuaðstöðu skip- veija sem miði að því að fækka veikindafjarvistum vegna rangra vinnuskilyrða. Loks má nefna að á fundinum kom fram stuðningu við þá stefnu að allur fiskur verði seldur á físk- mörkuðum, en fiskverð tengt raun- hæfu markaðsverði þar sem því verður ekki við komið. Kennarar Vegna forfalla vantar kennara við Grenivíkurskóla frá ára- mótum. Aðalkennslugreinar enska og samfélagsfræði. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skólastjóri, í síma 96-33118 eða 96-33131. Oll jólatré seldust upp og fengu færri en vildu ÖLL JÓLATRÉ seldust upp á Akureyri fyrir jól og giskar fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga á að um 100 heimili hafi vantað jólatré. Auk félagsins voru fjórir aðrir sölustaðir í bænum og nágrenni hans með jólatréssölu og einnig voru seld jóla- tré i Skógrækt rikisins i Vaglaskógi. Skógræktarfélagið lagði upp með 200 fleiri tré en í fyrra. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfírðinga sagði að jólatré hafi ekki selst upp svo langt sem hann muni, en hann hefur starfað hjá félaginu um árabil. „Við reynum alltaf að vera örugg í þessum efn- um og vorum með mun fleiri tré í sölu en í fyrra, eða 200 fleiri. Á síðasta ári áttum við eftir um 70 tré þegar salan hætti og helst viljum við eiga eftir um 50 tré,“ sagði Hallgrímur. Auk þess sem Skógræktarfélag Eyfírðinga seldi jólatré á tveimur stöðum voru jólatré seld í blóma- skálanum Vín, í blómabúðunum Akri og Blómahúsinu og þá seldi íþróttafélagið Þór einnig jólatré fyrir þessi jól. Jólatrén seldust upp á öllum stöðum. Hallgrímur sagði að hér áður fyrr, þegar menn hafí séð fram á mikla sölu, hafí jólatré verið send frá Hallorms- staðaskógi til Akureyrar. Nú hafí bæði verið reynt að fá tré þaðan og eins að sunnan, en þar var hið sama upp á teningnum, enginn var aflögufær með jólatré. „Ég held að skýringin á þess- ari miklu sölu núna sé auglýsinga- herferð skógræktarinnar og við urðum mikið vör við það að fólk bað um íslensk tré. Eg trúi því að þetta hafi náð eyrum fólks og það hafi haft sitt að segja um mikla jólatréssölu. Það hafa margir keypt jólatré fyrir þessi jól sem ekki hafa gert það áður.“ Hallgrímur sagði að þegar ljóst var á Þorláksdag að trén myndu seljast upp hafi lítið verið hægt að gera. „Það var ekkert hægt að gera, það var svo mikill snjór að erfítt var að komast að trján- um, ég fór á aðfangadagsmorgun og var um hálftíma að grafa upp eitt tré.“ Sagði Hallgrímur að fyrir næstu jól yrði eflaust bætt ríflega við, það væri auðvitað ekki metn- aður félagsins að eiga einhvern lager eftir, en það vildi geta sinnt öllum sínum viðskiptavinum og því hefði verið ósköp leiðinlegt að svona skyldi hafa farið nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.