Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 51 Ein lítil bréfsnudda til Þorsteins Gylfasonar Frá Pjetrí Hafstein Lárussyni: Heill og sæll Þorsteinn. Rétt í þessu var ég að leggja frá mér bók þína Tilraun um heim- inn, eftir að hafa lesið vangaveltur þær sem þú birtir þar undir titlin- um Er geðveiki til? Þótt ég sé sammála þeirri niður- stöðu þinni, að skýringa á geð- veiki sé fremur að leita á slóðum efnishyggju heldur en hughyggju, ætla ég ekki að gera það að um- ræðuefni hér. Þar nægja þín rök. Aftur á móti langar mig til að spjalla lítillega við þig um efni þessu tengt, sem þú víkur raunar nokkuð að í þessum skrifum þín- um. Hér á ég við markalínu heil- brigðrar skynsemi og geðveiki. Eins og þú víkur að, geta þessi mörk verið nokkuð óljós. Öllum verður það á, að gera eitthvað sem ekki getur talist skynsamlegt. Inn- an vissra marka er það líka gott, því að öðrum kosti yrðu leiðindi helsta dánarorsök mannkyns. Fyrir mörgum árum vann ég sem gæslumaður á Kleppi. Svo hagaði. til, að með mér unnu tveir myndlistarmenn og einn sérvitr- ingur úr Háskólanum. Þarna á deildinni starfaði auk þess hjúkr- unarkona sem lét okkur fara mjög í taugamar á sér. Það var raunar ekki undarlegt, því samkvæmt hennar kokkabókum, voru öll frá- vik frá lífi „venjulegs fólks“ ekk- ert annað en geðveiki. Og þetta sem hún kallaði „venjulegt fólk“, yrkir ekki ljóð, málar myndir né er það haldið sérvisku. Eitt sinn fór blessuð hjúkkan á fyrirlestur hjá einhveijum sálfræð- ingi eða geðlækni og kom þaðan alsæl. Hún hafði nefnilega fengið sönnun fyrir geðveiki okkar félag- anna. Sá sem fyrirlesturinn hélt, hafði sem sagt frætt áheyrendur sína á því, að öll afbrigði frá dag- legri hegðun hins breiða fjölda teldust til geðveiki. Máli sínu til stuðnings hafði hann nefnt tvo fræga Islendinga, þá Einar Bene- diktsson og Hannes Hafstein. Báða þessa menn taldi fyrirlesar- inn hafa staðið ofar þoma fólks hvað varðaði andlegt atgervi og þ.a.l. hefðu þeir verið „ónormal“. Skáldskapur þeirra var auk þess ekki almennt viðfangsefni og ver- aldarvafstur þeirra ekki heldur. Ergó, — þeir voru geðveikir. Eins og þegar hefur komið fram heyrði ég fyrirlesturinn ekki sjálf- ur. Ég get því ekki fullyrt að hjúkr- unarkonan hafí lagt þann skilning í orð fyrirlesarans, sem hann ætl- aðist til. Eigi að síður er hér á ferðinni skemmtilegt viðfangsefni, sem er þetta: Er það geðveiki, að lifa lífínu öðruvísi en allur þorri fólks? Spurninguna má einnig orða þannig: Er til eitthvað sem kallast getur „normal kúrfa“? Svar mitt er, að vissulega sé til „normal kúrfa“, en aðeins varð- andi daglega umgengni meðal fólks. Við getum t.d. verið sam- mála um að eðlilegt sé að fólk stöðvi bíla sína á rauðu ljósi. Það er m.ö.o. innan „normal kúrfunn- ar“. Það að aka áfram á rauðu ljósi er því utan þessarar „kúrfu“. Við getum notað ýmis orð um þá sem það gera, en tæpast mundum við kalla þá geðsjúklinga, nema þeir hefðu það að reglu að aka áfram á rauðu ljósi. En þá má líka ganga frá því sem gefnu, að sam- skiptum þeirra við fólk væri einnig ábótavant að ýmsu öðru leyti. Loks langar mig að víkja að því sem ég kýs að kalla félagslega geðveilu. Segjum að einhver sem við skul- um kalla Jón, gangi í jafnaðar- mannaflokk vegna þess að hann tekur samneyslu fram yfir óhefta einkaneyslu. Hann tekur þátt í flokksstarfinu og kynnist leiðtog- unum. Nú er kosið til þings og leiðtogarnir, sem í kosningabarátt- unni hafa lofsungið samneysluna, tylla sér í ráðherrastóla. Þegar þeir hafa komið sér notalega fyrir í ráðherrastólunum, gleyma þeir til hvers þeir voru kosnir og leggj- ast á sveif með þeim sem aðhyll- ast einkaneyslu. Eðlilegast væri að vinur vor Jón gerði annað af tvennu, segði sig úr flokknum, eða berðist gegn leiðtogunum innan hans. En setjum nú svo, að hann geri hvorugt, heldur haldi áfram að lofsyngja leiðtogana af sama kappi og hann gerði í kosningabar- áttunni. Hann veit að vísu að orð þeirra fyrir kosningar stangast á við gerðir þeirra eftir kosningar, en það breytir ekki fylgispekt hans V anskilakostnaður Frá Ingva R. Einarssyni: Hugleiðingar um breytingar á skuldastöðu fyrirtækja og einstak- linga, breytingar sem geta bjargað mörgum frá gjaldþroti. Gjaldþrot hinna mörgu fyrir- tækja eru yfirvofandi, sem leiða af sér margvíslegar afleiðingar bæði fyrir ríki og þjóð. Skuldir fyrirtækja og almenn- ings eru sprottnar. af fjármögnun við stofnun, stækkun eða öðrum breytingum hjá fyrirtækjum eða íbúðarkaupum einstaklinga. Pjármagnskostnaðurinn er og verður sá liður, sem er flestum megn. Lán fara í vanskil, sem leið- ir síðan af sér margföldun skuld- ar, vegna vanskilavaxta og inn- heimtukostnaðar. Samkvæmt lögum eru veð- skuldir, raðaðar niður í veðrétti og bókfærðar við þinglýsingu. Þá höfuðstóll og almenn lánakjör. Ef greiðslur af lánum lenda í vanskilum, bætast vanskilakostn- aður á hveija veðskuld, sem rýrir veð þeirra lána, sem eftir koma í röðum veðréttar. Eðlilega veldur það óróa hjá veðhöfum þeirra. Vanskilakostnaður er ævinlega kominn á gjalddaga sem gera greiðslu skuldara af afborgun miklu erfiðari en ella, og mörgum tilfellum óyfirstíganlega. Vanskil má oftast rekja til óvæntra og ekki síður utanaðkom- andi áhrifa. Til að koma til móts við skuld- ara og ekki síður þeirra veðhafa sem eftir koma, ber að breyta lög- um í þá veru að vanskilakostnaður vegna lána færðust á síðasta veð- rétt, en lánið sjálft sem í vanskilum er héldi sínum veðrétti. Hveijir eru kostir á slíku fyrir- komulagi? Það gengi eðlilega mun betur að semja um greiðslu á vanskilum. Veðhafar, sem eru aftar á veðrétt- arlistanum, gætu haldið ró sinni. Þetta gæfi skuldara tíma til endur- skipulags á starfsemi sinni, sem og einstaklingi til að gera tilraun til aukningu á að afla aukins fjár eða selja eign sína. Til að koma í veg fyrir að menn misnotuðu sér slíkt fyrirkomulag, yrði að koma því að vanskila-veð- réttur loki fyrir öll veðlán, sem ætlun væri að stofna til. Það er að greiðsla til losunar vanskila- veðrétti yrði að vera gerð áður en ný veðlán eru fengin. INGVI R. EINARSSON Klettagötu 8, Reykjavík við þessa menn. Við skulum segja að Jón sé dagfarsprúður maður, bæði fyrir og eftir kosningar. Hann stundar sína vinnu, er elskulegur heimilis- faðir og það mundi aldrei hvarfla að honum að keyra yfir á rauðu ljósi. En hann gónir upp í skoltin á leiðtogum sínum, jafnvel þótt þeir vinni ljóst og leynt gegn þeim hugmyndum sem urðu til þess að hann gekk til liðs við þá. Má í því sambandi einu gilda, þótt Jón telji sig enn aðhyllast samneyslu um- fram einkaneyslu. Og segðu mér nú eitt, Þorsteinn minn góður, vegna þess að þú ert heimspekingur en ég er bara skáld, — er hann Jón okkar ekki haldinn einhveijum andlegum kvilla sem kalla mætti félagslega geðveilu? PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON Drápuhlíð 6, Reykjavík. Pennavinir Frá Ghana skrifar 25 ára kona með áhuga á tónlist, ferðalögum, sundi og matreiðslu: Diana Graham Essiam, P.O. Box 774, Cape Coast, Ghana. Fimmtán ára piltur af tékknesk- um uppruna sem búsettur er á ír- landi með áhuga á tónlist, íþróttum, frímerkjum o.fl.: Sidney Tasl, 5 Loreto Crescent, Rathfarnham, Dublin 14, Ireland. Átján ára þýskur piltur með áhuga á hjólreiðum, skíðum, tón- list, efnafræði, jarðfræði og svo kveðst hann með mikinn áhuga á íslandi: Till Blum, Am Singerberg 5, D-5630 Remscheid, Germany. Tólf ára bandarísk stúlka með margvísleg áhugamál. Vinnur að ritgerð um ísland í skóla sínum og þætti vænt um upplýsingar er auð- velduðu henni þá vinnu: Charla Bettiga, 4230 Satinwood D.R., Condord, California 94521, U.S.A. Frá Ghana skrifar 24 ára kona með áhuga á bréfaskriftum, tónlist, ljósmyndun og ferðalögum: Sheila Blankson, P. O. Box 512, Cape Coast, Ghana. HANDSALK > XTVSONVH ■ HLUTABREF Fáið ráðgjöf varðandi skattaafslátt. Höfum til sölu hlutabréf í öllum helstu hlutafélögum landsins. Gerið verðsamanburð. HANDSAL HF. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI • AÐILI AÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS ENGJATEIGI 9 • 105 REYKJAVIK • SIMI 686111 • FAX 687611 m TIL SÖLU EÐA LEIGU verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Grensásveg 11. Upplýsingar í símum 78673 og 36164. Kvikmyndagerðamenn TIL SÖLU EFTIRTALIN TÆKI: SONY BV-25P BETACAM RECORDER (UPPTÖKUTÆKI) MEÐ 10 M KAPLI OG SONY DXC 3000P CAMERA (MYNDAVÉL) MEÐ FUJINON 10 - 1 20MM ZOOM LINSU. Nánari upplýsingar veita Rafn Rafnsson & SlGMUNDUR ARTHÚRSSON í SÍMA 685085 MILLI KLUKKAN 9 & 17 ALLA VIRKA DAGA. VATNAGARÐAR 4, 104 REYKJAVÍK, SÍMI 685 085 _Jil viðskiptamanna_ banka og sparisjóða Lokun 4.janúar og eindagar víxla. Afgreiðslur banka og sparisjóða verða lokaðar mánudaginn 4. janúar 1993. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og árapnót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 7. desember 1992. Samvinnunefnd bankaog sparisjóða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.