Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 9 Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E u~r | v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími r rr f 671800 Æáu& Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða TOSHIBA Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á Islandi og þeim fylgir ökeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við I Einar Farestveit & Co.hf Borgartúni 28 “S 622901 og 622900 Metsölublaó á hverjum degi! Sstojætai? ÍSBENDING rit u m viðskipti og elnahag sm á I Sveitarfélög í fjötrum ábyrgða Skuldir flestra kaupstaða eru meiri en peningalegar eignir. Að auki bera þeir, sumir hverjir, þunga bagga ábyrgða í þágu at- vinnufyrirtækja. Um þetta efni erfjallað í nýlegri grein í Vísbend- ingu sem Staksteinar staldra við í dag. V Viku Tekjustofn í stað aðstöðu- galds? Vísbending segir m.a. um tekjustofna sveitarfé- laga: „Hámarksútsvar er nú 7,5%, en meðalálagning er 7,0% árið 1992. Að- stöðugjald er nú að há- marki 1,3% veltu í öllum starfsgreinum, en al- gengt er að það sé lægra á sjávarútveg og iðnað vegna . fyrri hámarka. Meðalálagning 1992 er 1.06%. Gjaldið fellur nið- ur um áramót, en ríkið bætir sveitarfélögum skaðann á komandi ári. Sveitarfélögum verða greidd 80% af álagningu gjaldsins. Þetta samsvar- ar innheimtuhlutfallinu í stærstu sveitarfélögun- um en sums staðar hefur hlutfallið verið annað eins og gengur. Stefnt er að því á komandi ári að finna tekjustofn, sem kæmi í stað aðstöðu- galds. Tekjur af aðstöðu- gjaldi eru mjög misjafnar þannig að að afar líklegt er að tekjur einstakra sveitarfélaga eigi eftir að breytast talsvert. Húsnæðisverð er hærra í Reykjavík en á landsbyggðinni og hafði borgin því áður meiri tekjur af fasteignagjaldi en önnur sveitarfélög. Árið 1990 hækkaði gjald- stofn fasteignagjalda á landsbyggðinni og varð svipaður og í Reykjavík. Meðalálagning á íbúðar- húsnæði árið 1992 er 0.41% gjaldstofns, en 1.06% á atvinnuhús- næði.“ O Slakur fjár- hagnr sveitar- félaga Vísbending segir áfram: „Staða sveitarfélag- anna er afar misjöfn... en skuldir flestra kaup- staða eru mun meiri en eignir. Myndin verður enn svartari þegar einnig er litið á veittar ábyrgð- ir... Lífeyrisskuldbind- ingar eru til dæmis ekki taldar með. Þær hafa óvíða verið reiknaðar út en jjóst er að þær eru mjög miklar. Nefna má að talið er að lifeyris- skuldbindingar Keflavík- urbæjar hafi í lok ársins 1991 verið tæplega 650 miiyónir króná umfram það sem hafði verið greitt í lífeyrissjóð." Vísbending fjallar síð- an um ábyrgðir vegna þriðja aðila, einkum vegna atvinnufyrirtækja og segin „í Arbók sveitarfélaga 1992, sem Samband ís- lenzkra sveitarfélaga gefur út, segir að reynsl- an sýni að stóran hluta þeirra skulda sem sveit- arfélögin ábyrgist fyrir atvinnulifið þurfi þau fyrr eða síðar að greiða. Olafsvík, sem hefur versta peningastöðu allra kaupstaða, hefur einnig veitt mestar ábyrgðir... Þess má vænta að beiðnum fyrirtækja um slíka aðstoð fjölgi á næst- unni. Talsvert var um að sveitarfélög flýttu fram- kvæmdum í atvinnubóta- skyni á árinu sem er að líða. Sennilegt er að bág- borið atvinnuástand verði til þess að mörg sveitarfélög auki enn umsvif sín á næstunni. Bættur fjárhagur er ekki alls staðar forgangsverk- efni. Það er til dæmis athyglisvert að í Kópa- vogi og Vestmannaejj- um, sem hafa laka Qár- hagsstöðu, er útsvarspró- senta með þvi lægsta sem gerizt 1992, eða 6,7%.“ Eftirlit með skuldbinding- um sveitarfé- laga? Síðan segir: „Samband íslenzkra sveitarfélaga hefur kannað fjárhagslega að- stoð sveitarfélaga við at- vinnulífið á árunum 1987-1991. Niðurstaða þessarar könnunar er að þessr aðstoð fari n\jög vaxandi. Samkvæmt henni lögðu þau sveitar- félög, sem þátt tóku í könnuninni, samtals tæpa fjóra milljarða króna til atvinnulífsins á árunum 1987-1991 (á verðlagi 1992). Kaup- staðir lögðu fram 3,3 milljarða til atvinnufyrir- fa'kja á þessum tíma. Ábyrgðir eru tæplega helmingur. Um tveir þriðju aðstoðarinnar rurmu til sjávarútvegs. í Árbók sveitarfélaga kemur fram að 1991 nam aðstoð Ólafsvíkur við at- vinnulífið 154% af öllum skatttekjum þess og að- stoð Bolungarvíkur nam 79% skatttekna. Aðstoð við atvinnufyr- irtæki er ekki meðal lög- bundinna verkefna sveit- arfélaga, þótt hún sé ekki beinlínis bönnuð. Skiljan- legt er að sveitarfélög vilji ekki sitja lijá þegai' atvinna og jafnvel byggð er í hættu, en fjárhagsað- stoð við fyrirtæki getur þó vart talist eðlileg. í fyrsta lagi spillir hún samkeppni, sum fyrir- tæki njófa styrkja en önnur ekki. I öðru lagi er hún stórhættuleg fjár- hag sveitarfélaga. Eins og áður hefur komið fram standa þau sveitar- félög, sem aðstoðað hafa fyrirtæki, mjög hver iUa sjálf. Þegar staða þeirra er metin þarf að hafa í huga að skatttekjur minnka að líkindum ef fyrirtækið, sem verið er að hjálpa, leggur upp laupana. Sennilega fækk- ar íbúum i kjölfar gjald- þrotsins og skuldimar verða þeim mun verri viðureignar fyrir þá sem eftir verða. Afar Iíklegt er að þær lendi á ríkinu eða öðrum sveitarfélög- um. Hér vaknar sú spuming hvort sfjóm- völd þurfi ekki að auka eftirlit með fjármálum sveitarfélaga og þeim skuldbindingum sem þau taka á sig.“ tao»K&os5íosaí05W»a=aK^>5»i5»B5soi»oœ<«R<ií SKATTALÆKKUN VEGNA HLUTABRÉFAKAUPA Vegna lítillar eftirspurnar eftir hlutabréfum að undanfömu er verð þeirra nú sérlega hagstætt. Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur starfað síðastliðin sex ár. Hann ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum traustra atvinnufyrirtækja. Hlutabréfasjóðurinn hf. er elsti og öflugasti hlutabréfasjóður landsins. Hluthafar eru nú 2.008. Eignir em 550 milljónir og skuldir engar. Kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum em frádráttarbær frá skattskyldum tekjum upp að vissu marki. Áhættudreifing á einum stað OPIÐ GAMLARSDAG TIL KL. 13.00 1 HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. J Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík, sími 21677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.