Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992
45
SJONVARP
Morðhótanir
á hendur Murphy
Bandaríkjamenn kunna ekki
gott að meta. Þrátt fyrir mikl-
ar vinsældir myndaflokksins um
Murphy Brown, sem sýndur var
hér fyrir fáeinum árum, hefur efni
hans jafnframt valdið miklu
fjaðrafoki. Eins og kunnugt er
afréðu höfundar þáttanna að láta
söguhetjuna eignast barn án þess
að búa með bamsföðurnum. Tal-
aði Dan Quayle, fráfarandi vara-
forseti Bandaríkjanna, fyrir munn
margra þegar hann mótmælti
stuðningi Candice Bergen, sem fer
með hlutverk Murghy, við málstað
einstæðra mæðra. í kjölfarið fylgdi
svo fjöldi morðhótana til leikkon-
unnar, sem ekki kemst ferða sinna
án þess að vera í fylgd lífvarða.
Þá hefur öryggisgæsla í sjónvarps-
verinu verið stórhert, enda aldrei
að vita hvar andstæðingar ein-
stæðra mæðra og Candice Bergen
leynast.
Candice Bergen styður einstæð-
ar mæður.
Stefanía ógreidd og Daníel órakaður klukkan tíu að morgni.
KONGAFOLK
Morgxtnfúlir
foreldrar
VESTMANNAEYJAR
Jólasögnr
á bóka-
safninu
Vestmannaeyjum.
Bókasafnið í Eyjum hefur staðið
fyrir sögustundum á fimmtu-
dögum fyrir þriggja til sex ára börn.
í vikunni var sérstök jólasögustund
í bókasafninu. Lesin var jólasaga
og jólasveinn kom í heimsókn.
Börnin hlýddu spennt á jólasöguna
en þegar jólasveinninn birtist beind-
ist athyglin fljótt að honum. Krakk-
arnir skemmtu sér vel og kunnu
greinilega að meta þetta framtak
bókasafnsins.
Grímur
Morgnarnir geta reynst býsna erfíð-
ir, eins og árvökull ljósmyndari
komst að nýlega. Hann var að mynda
langhlaup í Monakó, þar sem Albert
prins var meðal þátttakenda, þegar
morgunfúlt par birtstist á nálægum
svölum. Þar voru komin Stefanía prins-
essa af Mónakó og barnsfaðir hennar,
Daniel Ducruet, heidur stúrin en þau
munu hafa rifið sig upp til að fylgjast
með stóra bróður í hlaupinu. Hætt er
við að þeim gefist minni tími til svefns
nú þegar frumburðurinn, Loðvík er
fæddur og mun án efa láta í sér heyra.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Það fór vel á með krökkunum í Eyjum og jólasveininum.
Gamlárskvöld:
UNCUNCAEAU.
16 ára/kl. 23-04
JET BLACK JOE
KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI
Diskótek
Verð kr 2000.-. Forsala aðgöngumiða kl. 11-18.
KAMELJÓNIÐ
á Hótel íslandi, sími 687111
NYARS-
DANSLEIKUR
Föstud. I.janúarog
laugard. 2. janúar
HUÓMSVEIT HÚSSINS
RAGNAR BJARNASON
OG EVA ÁSRÚN
Allar veitingar á sama
verði og venjulega!
Borðapantanir
í síma 686220
QLEÐILEGT AR
ÞÓKKUM LIÐIÐ!
Aðgangseyrir kr. 1000,- Snyrtilegur klæðnaður.
Opið frá kl. 22-03.
BREYTT OG BETRA DANSHÚS
aralds töfrar