Morgunblaðið - 12.01.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 12.01.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Ævi hljómsveitar Békmenntir Kristján Kristjánsson SYKURMOLARNIR Arni Matthíasson l76- bls-.. Örn og Örlygur 1992 I fyrsta hluta bókarinnar er sagt frá aðdragandanum að stofnun sveitarinnar og er forvitninlegt að skoða hvaða hugmyndir var lagt upp með þegar sveitin varð til: „Snemma fór Einar að ámálga við Sigtrygg hugmynd hans og Þórs um að setja saman einskonar smekklaust „big- band“ sem spila ætti popptónlist og raða saman poppfrösum á sem ós- mekklegastan hátt. (...) Þegar upp var staðið skipuðu sveitina Einar Örn, Björk, Sigtryggur, Þór, Bragi, Einar Melax og Friðrik Erlingsson. (...) tók sveitin að æfa af kappi haustið 1986 með þeim formerkjum að semja popptónlist þar sem allar klisjur væru nýttar af fullkomnu smekkleysi" (bls. 18). Sveitin kom fyrst fram opinberlega í ágúst og fýrsta smáskífan kom út í nóvember og var fálega tekið. Þegar Sykurmolarnir slógu í gegn í Bretlandi síðsumars 1987 þótti mörgum sem orðatiltækið um spá- manninn og föðurlandið hefði gengið eftir einu sinni enn. Og hvort ef ekki að kolbítar hefðu risið úr öskus- tóm í leiðinni. Smáskífa með laginu Birthday var gefíð út á Bretlandi 17. ágúst 1987 og var valin smá- skífa vikunnar 23.-30. ágúst í breska tónlistartímaritinu Melody Maker. Fjölmiðlar og hlustendur tóku við sér og þar með fór skriðan af stað — og nú, rúmum fimm árum seinna, eru Sykurmolarnir sú popp- Menningarhátíðin Skottís í Geysishúsinu Sýning á verkum 26 grafíklistamanna Sýning á verkum 26 skoska grafíklistamenn stendur nú yfir í Geysis- húsinu við Vesturgötu. Sýningin er hluti af menningarhátíðinni Skottis, skosk-íslenskir menningardagar. Sýningin ber yfírskriftina Ater ego. Viðfangsefni hennar er sjálfs- mynd listamannsins og hvernig ungir myndlistarmenn líta á sjálfs- myndagerð, mitt í hringiðu þeirra íjölda listastefna sem hvarvetna gefur að líta. Myndlistarmennimir eru lfka meðvitaðir um hinn sögu- Ásmundarsalur Sýningá arkitektúr Sýning stendur yfir á loka- verkefnum nýútskrifaðra arki- tekta í Ásmundarsal við Freyju- götu. Um er að ræða lokaverk- efni sex arkitekta sem stunduðu nám í Englandi, Noregi, Dan- mörku og Bandaríkjunum. Sýningin stendur til sunnudags- ins 17. janúar og verður opin virka daga kl. 9-16, um helgar kl. 13-17. lega bakgrunn sjálfsmyndar og þá þróun sem verið hefur undanfarin 30 ár. í fréttatilkynningu segir að tvennt sé áberandi við skoðun myndanna. Annars vegar frásögn- in, sem undartekningarlítið er í flestum myndanna. Hins vegar tví- hyggjan eða andstæður mannssál- arinnar, sem eru greinilega ofarlega í hugum listamannanna. Það ætti að vera ljóst að sjálfsmyndahefðin er síður en svo dauð úr öllum æð- um, en tekur á sig nýjar myndir með nýjum kynslóðum. Sýningin er sett saman að frum- kvæði Glasgow Print Studio, sem er í senn sýningaraðstaða og vinnu- stofa fyrir grafíklistamenn. Frá Skotlandi koma tveir listamenn til að vera viðstaddir opnunina, þær Ashley Cook og' June Carey. Auk þeirra verður forstöðumaður Glasgow Print Studio, Katherine Shaw, viðstödd. Sýningin í Geysishúsinu stendur til 7. febrúar og er opin daglega kl. 10-18. ÚTSALA Verðhrun Fayette TWain Stœrðir: 128 -176, 3 - 9. Stærðlr 3-9. Verð: Áður 7^8Ú,- fullorðins, Verð: Áður 08^0,- bama, Nú 3.990,- NÚ 3.490,- Stærðin 30 - 35, 3 - 12. Verð: Áðun 0*jJÓ,- Nú 2.990,- Mallorca Sydney bolir Verð: Áður £j9(f6,- NÚ 1.490,- Húfur, liðasett, stuttbuxur, skfðagallar, sundbolir, sundskýlur. Stærðin 30 - 35, 3’A- 6. Verð: Áður Nú 1.490,- Allt á Útsalan stendur aðeins í 3 daga, mánudag, þriðjudag og ^mlðvikudag^ að seljast! Árni Matthíasson hljómsveit íslensk sem hvað frægust hefur orðið. Það sem byrjaði sem sprell í skemmu úti á Granda varð allt í einu vinsælt úti í heimi. Hvað hafði klikk- að? Höfðu ekki allir séð í gegnum platið? Meðlimir sveitarinnar lentu í einhveiju stappi við nokkra fulltrúa íslenskra fjölmiðla sem fannst sér núið um nasir að hafa ekki tekið eftir hæfíleikum sveitarmeðlima á réttum tíma. Má ségja að Sykurmol- arnir hafí frá fyrstu stundu verið vandræðaóskabörn þjóðarinnar. Bók Árna Matthíassonar um Syk- urmolana hlýtur að vera aðdáendum sveitarinnar kærkomin lesning þótt öðrum þyki kannski ekki mikill feng- ur að henni. Áhugi á tónlist Sykur- molanna er þó ekki skilyrði þess að lesandinn geti haft nokkra ánægju af lestri bókarinnar. Þótt efnið þyki sértækt þá sver bókin sig að formi til í ætt við þá tegund „sagnfræði- rita“ sem hvað vinsælust hafa verið á íslandi um nokkurt skeið. Bókin spannar allan feril hljómsveitarinnar en hún hefur starfað í rúm sex ár. Einnig er tíundað ýmislegt sem meðlimir hennar hafa tekið sér fyrir hendur á þeim tíma. í heimi dægurlaga og vinsælda- lista teljast sex ár nokkuð langur tími. Ævi sumra hljómsveita er talin í vikum eða mánuðum; þær spila sitt lag og deyja síðan drottni sínum hávaðalaust. Orðrómur hefur komist á kreik um að sveitin hyggist slíta samstarfinu en dánarvottorðið hefur ekki verið undirritað enn! Framtíð Sykurmolanna er óráðin, hlutimir eru í raun ennþá að gerast þótt í bókinni sé leitast við að gera dæmið upp: Svona var þetta! Hljóðritanir, tónleikar, plötur, uppslagstölur, vin- sældalistar, sætanúmer, samningar, sölutölur, tónleikaferðir! Einnig er sagt nokkuð ítarlega frá útgáfufyrirtækinu Smekkleysu. Smekkleysa er grein á sama meiði og Sykurmolamir og saga þess er vissulega samofín ferli hljómsveit- arinnar en hefði mátt aðgreina betur í textanum. Frásögnin verður stund- um skrykkjótt líkt og fjallað sé um tvennt ólíkt því tengslin em ekki alltaf augljós. Framan af sérstaklega er vaðið úr einu í annað svo yfirsýn- in verður ruglingsleg. Frásögnin er annars nokkuð læsi- leg. Stíllinn er einfaldur og einkenn- ist af þeim staðreyndartón sem blaðamenn temja sér gjama. Leitast er við að segja frá atvikum á sem hlutlægastan hátt þótt Árni fari ekki í felur með álit sitt ef svo ber undir og sendi þá jafnvel skeyti í ýmsar áttir. Þetta er hin opinbera ævisaga hljómsveitárinnar og er Hugleysa tm./hf., fyrirtæki Sykur- molanna á íslandi, skráð sem rétt- hafí við hliðina á höfundi bókarinn- ar. Ámi forðast yfirleitt að leggja dóm á orð eða athafnir þeirra sem hann segir frá þótt sjónarmiðum Sykurmolanna sé haldið á lofti. Fær lesandinn því nokkurt svigrúm til að vega og meta sjálfur. Margs konar „ítarefni" fær að fljóta með megintextanum, þ.á m. textar við lög, teikningar, jafnvel póstkort. Bókin er eins og búast mátti við ríkulega myndskreytt og þótti mér myndavalið dálítið hæpið á köflum. Uppsetning texta og mynda annars ágæt og annar frá- gangur góður. Nafna og myndaskrá fylgir ásamt afrekaskrá Smekk- leysu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá æfingu á Sardas-furstaynjunni. Frá vinstri: Kjartan Ragn- arsson leikstjóri, Kristín Kristjánsdóttir sýningarstjóri, Olöf Kolbrún Harðardóttir óperusljóri, Þorleifur Magnússon sviðs- stjóri, Bergþór Pálsson söngvari, Þorgeir Andrésson söngvari og Siguijón Jóhannesson kórfélagi. Islenska óperan Tólf þúsund manns sáu Luciu di Lammermoor Æfingar hafnar á Sardas-furstaynj unni SYNINGUM íslensku óperunnar á Luciu Di Lammermoor sem frumsýnd var 2. október sl. lauk nú um helgina. Alls urðu sýn- ingar 24 og sýningargestir því sem næst tólf þúsund. Æfíngar á næsta verkefni ís- lensku óperunnar, óperettunni Sardas-furstaynjunni eftir Em- merich Kálmán, eru nú hafnar af fullum krafti. Texta óperettunnar sem er upprunalega eftir Leo Stem og Bela Jenbach hafa þeir Flosi Ólafsson og Þorsteinn Gylfa- son þýtt. Flosi þýddi talað orð en Þorsteinn söngtexta. Kjartan Ragnarsson leikstýrir Sardas- furstaynjunni og Páll P. Pálsson er hljómsveitarstjóri. Siguijón Jó- hannesson gerir leikmynd, Hulda Kristín Magnúsdóttir búninga og Auður Bjamadóttir semur dansa í sýninguna. Sardas-furstaynjan var sýnd í Þjóðleikhúsinu snemma á sjöunda áratugnum og var sú sýning nokk- uð umtöluð á þeim tíma. Óperettan gerist í Búdapest og Vínarborg árið 1915 og fjallar um ástir greifasonarins Edwins af Lippert- Weylersheim og kabarettsöngkon- unnar Sylvu Varescu. Faðir Edw- ins er lítt hrifinn af þessu tildrag- elsi og þykur sonurinn ætla að taka illa niður fyrir sig. Af þess- ari togstreitu spinnst mikil flétta sem í óperettunni er sett fram á gáskafullan hátt með leikandi léttri tónlist. Signý Sæmundsdóttir fer með hlutverk Sylvu í sýningu íslensku óperannar á Sardas-furstaynjunni og Þorgeir Andrésson verður í hlutverki Edwins. Með önnur stór hlutverk fara þau Bergþór Páls- son, Jóhanna Linnet og Sigurður Björnssón. Fjöldi annarra söngv- ara og leikara kemur fram í sýn- ingunni. Meðal þeirra era Kristinn Hallsson, Sieglinde Kahmann og Bessi Bjamason auk kórs íslensku óperannar. Framsýningjn á Sardas-fursta- ynjunni er fyrirhuguð 19. febrúar nk. Hún er þó ekki næsta framsýn- ing á sviði íslensku óperannar því að á næstunni framsýnir P-leik- húsið þar Húsvörðinn eftir Harold Pinter í leikstjóm Andrésar Sigur- vinssonar. Með hlutverkin í þeirri sýningu fara þeir Róbert Amfíns- son, Amar Jónsson og Hjalti Rögnvaldsson. (Fréttatilkynning) Dansatriði æfð í Sardas-furstaynjunni. Tveir námsstyrkir til myndmenntanáms Rými, myndmenntaskóli mun veita tvo námsstyrki til ungs fólks sem hefur hug á að helga sig myndlist í framtíðinni. Um tvo styrki er að ræða. Annar verður veittur til náms í Dagskóla Rýmis, sem er undirbúningsnám- skeið fyrir þá sem hyggja á nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands á næsta vetri, segir í fréttatil- kynningu frá Rými. Námskeiðið stendur í níu vikur eða þijá eftirmiðdaga vikulega, auk þess sem nemendur geta komið og unnið sjálfstætt á öðrum tímum dags. Einnig geta þeir tekið þátt í öðrum námskeiðum sem Rými býð- ur upp á. Lögð verður áhersla á að undirbúa möppu fyrir inntöku- prófíð. Leiðbeinandi verður Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona og skólastjóri Rýmis. Hinn styrkurinn verður veittur ungling 13-16 ára, sem hefur áhuga á að sækja myndlistarskóla í framtíðinni. Styrkurinn er fólginn í námi á unglinganámskeiði Rýmis, þar sem kennd er teiknun, málun og mótun. Leiðbeinandi er Sóley Eiríksdóttir myndlistarkona. Umsækjendur sendi 3-5 teikn- ingar og stutta yfírlýsingu um framtíðaráætlanir. Umsóknir ber að senda til: Rými myndmennta- skóli, Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík. Umslagið eða mappan sé merkt „RÝMIS-STYRKIR ’93“. Skila- frestur er til 24. janúar ’93.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.