Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993
17
Art-Hún
hópurinn
sýnir í
Chicago
Á SÍÐASTA ári, eða 13. nóvem-
ber síðastliðinn, opnuðu lista-
konurnar í Art-Hún, þær Elín-
borg Guðmundsdóttir, Erla B.
Axelsdóttir, Helga Armanns,
Margrét Gunnarsdóttir og Sig-
rún Gunnarsdóttir, myndlistar-
sýningu í John Almquist-gallerí-
inu í Chicago.
Á sýningunni gefur að líta leir-
skúlptúr, olíumálverk og pastel-
myndir, skartgripi úr postulínsleir
og silfri, auk kola- og krítarteikn:
inga með blandaðri tækni. í
tengslum við sýninguna hefur ver-
ið komið fyrir veigamikilli kynn-
ingu um Art-Hún, sýningarsal og
vinnustofur.
í fréttatilkynningu segir að sýn-
ingu listakvennanna hafí verið tek-
ið vel, aðsókn með eindæmum góð
og þegar hafí mörg verkanna selst.
Það er mál manna að ísland fái
góða kynningu í tilefni af þessari
sýningu. Fólki gefíst kostur á að
hlýða á fyrirlestur um landið og
myndbönd eru sýnd í anddyri gall-
erísins.
Sýningu listakvennanna lýkur
18. janúar, eri í framhaldi af sýn-
ingunni var Art-Hún-hópnum boð-
ið að taka þátt í alþjóðlegri mynd-
listarsýningu sem verður opnuð í
Saratoga Springs N.Y. 18. júní
næstkomandi.
6.-16. JANUAR
Gerið góð kaup
Ath: Útsalan slendur aðeins
6-16 januar.
wm
Stórhöfða 17, við Gullinbrú
sími 67 48 44
Listakonurnar fyrir framan útiverk eftir Dubuffet í Chicago.
Refillinn á
Mokka sett-
ur upp á ný
VEGNA fjölda áskorana hefur
Myndlistarrefillinn aftur verið
hengdur upp í Mokka við Skóla-
vörðustíg og mun sýningin á
honum standa fram til 24. jan-
úar.
Þeir sem misstu af þessu óvana-
Iega samvinnuverkefni fá þá tæki-
færi til þess að kynna sér útkom-
una, en refíllinn var aðeins til sýn-
is í eina viku eftir að vinnu við
hann lauk í desember sl.
Á þessum 18 metra langa dúk
sem spannar flestar stefnur og
stíla innan myndlistarinnar gefur
að líta verk eftir 35 af mörgum
af okkar þekktustu listamönnum.
Hugmyndasmiður og umsjóna-
maður verksins er Hannes Sig-
urðsson, listfræðingur.
(Fréttatilkynning)
Enn einu sinni fá viðskiptavinir sparisjóðanna vinninginn
7,01 % raunávöxtun
HÆSTA ÁRSÁVÖXTUN
Á INNLÁNSREIKNINGI
Hæsta ávöxtun á innlánsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum
árið 1992 kom í hlut þeirra sem skipta við sparisjóðina.
Enn einu sinni hefur reynslan sýnt að þeir sem vilja ávaxta sparifé á innlánsreikningum geta borið mest
úr býtum hjá sparisjóðunum. Hafðu þetta í huga.
n
SPARISJÓÐIRNIR
Hluti úr Myndlistareflinum á
Mokka.
M9301