Morgunblaðið - 12.01.1993, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993
Hvers vegna stenst ekki
lagafrumvarpið um EES?
eftir Björn Þ.
Guðmundsson
Hinn 15.' desember sl. sendi ég
forseta Alþingis bréf þar sem ég
hélt því fram að ekki væri hægt
að samþykkja frumvarp til laga um
EES óbreytt. Samtímis var for-
mönnum allra þingflokka sent afrit
af bréfinu. Þar sem önnur umræða
um frumvarpið hafði byrjað daginn
áður vildi ég koma þessari skoðun
minni þegar í stað á framfæri og
bauðst ég til að rökstyðja hana
munnlega. Áður en til þess kom
hvað forsetinn upp þann úrskurð
að fraumvarpið væri „þingtækt" og
skyldi því umræðu haldið áfram.
Þetta bréf, sem var hvorki fræði-
ritgerð né álitsgerð, enda stóð það
aldrei til, hefur síðan orðið tilefni
slíks moldviðris að til ólíkinda má
telja og á Alþingi og í fjölmiðlum
hefur verið veist að starfsheiðri
mínum og persónu á þann hátt sem
ég hef aldrei orðið fyrir áður. Slík
ummæli dæma sig hins vegar sjálf
og eru ekki svaraverð.
Ég sá mig ekki knúinn til að
semja skriflega greinargerð sem ég
sendi utanríkismálanefnd Alþingis
22. desember sl. Jafnframt fór ég
þess á leit við Morgunblaðið að birta
„blaðagrein um málið sjálft". Það
boð ætla ég að þiggja. Greinargerð-
in er í tveim meginköflum, sá fyrri
um efnisatriði málsins en hinn síð-
ari um meðferð bréfs míns á Al-
þingi og það sem á eftir _ fylgdi
bæði þar og í fjölmiðlum. Ég tek
skilaboð Mbl. þannig að þeim kafla
eigi ég að sleppa, þótt þar sé ég
einungis að bera hönd fyrir höfuð
mér.
1
Umbreyting þjóðréttarsamninga
í landsrétt getur átt sér stað með
ýmsum hætti. Ríkisstjómin hefur
ákveðið að leita eftir lögfestingu
samningsins um hið Evrópska efna-
hagssvæði (EES). í samræmi við
það hefur verið lagt fram á Alþingi
„Frumvarp til laga um Evrópska
efnahagssvæðið", og er lagatexti
þess svohljóðandi:
»1- gr-
Heimilt er að fullgilda fyrir Is-
lands hönd:
1. Samning um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES-samninginn), þ.e.
meginmál samningsins, bókanir við
hann og viðauka, ásamt gerðum
sem í viðaukanum er getið, milli
Efnahagsbandalags Evrópu, Kola-
og stálbandalags Evrópu og aðild-
arríkja þessara bandalaga annars
vegar og aðildarríkja Fríverslunar-
samtaka Evrópu hins vegar, sem
undirritaður var í Óportó hinn 2.
maí 1992;
2. samning milli EFTA-ríkjanna
um stofnun eftirlitsstofnunar og
dómstóls sem undirritaður var í
Óportó hinn 2. maí 1992;
3. samning um fastanefnd EFTA-
ríkjanna sem undirritaður var í
Óportó hinn 2. maí 1992.
2. gr.
Meginmál EES-samningsins skal
hafa lagagildi hér á landi.
Sama gildir um ákvæði bókunar 1
við samninginn og ákvæði 9. tölul.
VIII. viðauka og g-liðar 1. tölul.
XII. viðauka við samninginn.
Ákvæði EES-samningsins, bók-
unarinnar og viðaukanna, sem vísað
er til í 1. mbr., eru prentuð sem
fylgiskjöl 1-4 með lögum þessum.
3. gr.
Skýra skal lög og reglur, að svo
miklu leyti sem við á, til samræmis
við EES-samninginn og þær reglur
sem á honum byggja.
4. gr.
Ráðherra, sem í hlut á, getur ef
sérstök nauðsyn krefur, sett reglur
þar sem nánar er kveðið á um fram-
kvæmd EES-samningsins.
5. gr.
Akvæði 1. gr. laga þessara öðl-
ast þegar gildi. Önnur ákvæði lag-
anna öðlast gildi að því er ísland
varðar."
4. gr. frumvarpsins hefur rétti-
lega verið felld niður, því í henni
hefði falist allt of víðtækt valdfram-
sal til handhafa framkvæmdavalds.
2
EES-samningurinn og EFTA-
samningarnir tveir fylgja frumvarp-
inu. Með því er dnnig prentaður
samningur milli íslands og Efna-
hagsbandalags Evrópu um sérstakt
fyrirkomulag í landbúnaði. Með
„samningi um Evrópska efnahags-
svæðið" er átt við meginmál samn-
ingsins og fylgiskjöl með honum,
þ.e. bókanir og viðauka svo og
„gerðir" sem vitnað er til í viðauk-
um. Meginmál samningsins er 129
greinar ásamt inngangsorðum.
Samningnum fylgja sameiginlegar
yfirlýsingar, yfirlýsingar allra
samningsaðila og yfírlýsingar eins
eða fleiri samningsaðila, en þær
geta haft áhrif á túlkun samnings-
ins. Þá fylgja samþykktir um túlkun
einstakra ákvæða samningsins, sem
eru bindandi fyrir samningsaðila.
Samningamir í heild verða birtir
með auglýsingu í C-deild Stjómar-
tíðinda.
3
Samkvæmt fmmvarpinu er gert
ráð fyrir því að önnur ákvæði lag-
anna en 1. grein taki gildi um leið
og EES-samningurinn öðlast gildi
að því er ísland varðar, þ.e.a.s.
þegar allir samningsaðilar hafa
fullgilt hann eða staðfest, skv. 129.
gr. samningsins. í þeirri grein segir
m.a. að samningurinn öðlist gildi
1. janúar 1993 að því tilskyldu að
allir samningsaðilar hafi afhent
fullgildingarskjöl til aðalskrifstofu
EB-ráðsins fyrir þann dag. Hafi
einhver samningsaðila ekki afhent
fullgildingarskjöl tímanlega frest-
ast gildistakan til fyrsta dags ann-
ars mánaðar eftir síðustu tilkynn-
inguna. Dragist fullgildingin fram
yfír 30. júní 1993 ber að kalla sam-
an ráðstefnu stjómarerindreka til
að meta stöðuna aftur. í samþykkt
vegna þessarar greinar samnings-
ins er gert ráð fyrir að um leið og
ljóst er að einhver samningsaðili er
ekki tilbúinn að fullgilda samning-
inn geti undirritunaraðilar metið
aðstæðumar, þ.e. ef ekki er komin
tilkynning um fullgildingar frá öll-
um samningsaðilum fyrir 30. júní
1993, skulu hinir samningsaðilamir
boða til ráðstefnu stjómarerindreka
til að skoða möguleika á að sam-
þykkja bókun méð nauðsynlegum
breytingum til þess að samningur-
inn geti öðlast gildi á milli þessara
samningsaðila. Slíka bókun þarf að
fullgilda á sama hátt og samninginn
sjálfan.
Ákvæði 129. gr. samningsins
varðar einungis þjóðréttarsamning-
inn sjálfan og reynir á það nú vegna
þess að Sviss felldi samninginn. í
þessu sambandi má minna á að
EB-ríkin sjálf hafa ekki öll enn
fullgilt samninginn af sinni hálfu.
4
í frumvarpi því sem nú liggur
fyrir Alþingi er hins vegar gert ráð
fyrir því að 1. gr. laganna öðlist
þegar gildi, þ.e. þegar lögmæt birt-
ing þeirra í Stjómartíðindum hefur
farið fram. Þá hefur fengist lög-
formleg heimild til að fullgilda fyrir
hönd Islands þann samning „sem
undirritaður var í Óportó hinn 2.
maí 1992“ og ekkert annað, hvorki
meira né minna.
Samkvæmt 2. gr. samningsins
merkir hugtakið „EFTA-ríki“ í
samningnum „þau ríki sem em aðil-
ar að þessum samningi sem einnig
era aðilar að Fríverslunarsamtökum
Evrópu (EFTA)“. Þessi samnings-
aðili undirritaði samninginn í Óp-
ortó. Aðilar að Fríverslunarsamtök-
um Evrópu era sjö og nefnast sam-
eiginlega „EFTA-ríkin". Aðildarríki
Fríverslunarsamtaka Evrópu eru
því áfram sjö en „EFTA-ríki“ í
skilningi samningsins era ekki leng-
ur hin sömu, þ.e. einungis orðin
sex. í 1. gr. framvarpsins er aðeins
talað um „EFTA-ríki“ og um samn-
inginn eins og hann var undirritað-
ur í Óportó hinn 2. maí 1992.
Samkvæmt 1. gr. framvarpsins
er einnig veitt heimild til að full-
gilda fyrir Islands hönd samning
milli „EFTA-ríkjanna“ um stofnun
eftirlitsstofnunar og dómstóls, sem
undirritaður var í Óportó 2. maí
1992 (svonefndan EES-samning).
Samkvæmt honum sitja í Eftirlits-
stofnun EFTA sjö eftirliitsfulltrúar,
skipaðir af „EFTA-ríkjunum" með
samhljóða ákvörðun. Samkvæmt
sama samningi eiga sjö dómarar
að sitja í EFTA-dómstólnum, einn
frá hverju „EFTA-ríki“, og eru þeir
Björn Þ. Guðmundsson
„Niðurstaða mín er því
sú að eðli máls leyfi
ekki samþykkt 1. gr.
lagafrumvarpsins í
óbreyttri mynd. Ottast
ég ekki dóm réttarsög-
unnar um þá skoðun
mína fremur en þá sem
ég haf látið uppi um
stj órnarskrárþátt þessa
máls.“
skipaðir með samhljóða samþykki
allra „EFTA-ríkjanna“.
Loks er í 1. gr. lagaframvarpsins
gert ráð fyrir að heimilt verði að
fullgilda fyrir íslands hönd samning
um fastanefnd „EFTA-ríkjanna“,
sem undirritaður var í Óportó hinn
2. maí 1992. í athugasemdum við
þann samning segir að samningur-
inn um Evrópska efnahagssvæðið
geri ráð fyrir samstarfi „EFTA-ríkj-
anna“ um ákvörðunartöku, stjóm-
un, framkvæmd og samráð vegna
samningsins. Með samningnum er
tekið fram að sett sé á fót ný nefnd
„EFTA-ríkjanna“ sem skuli sinna
samstarfi vegna aðildar að EES.
EFTA-ráðið muni hins vegar starfa
áfram samkvæmt stofnsamningi
um Fríverslunarsamtök Evrópu
(EFTA). Skrifstofa EFTA, sem
starfí fyrir EFTA-ráðið, muni einn-
ig sinna skrifstofuþjónustu fyrir
fastanefnd EFTA. Starfsmenn
fastanefndarinnar verði því form-
lega ráðnir af EFTA-ráðinu. Þá
segir að hlutverk fastanefndarinnar
verði í meginatriðum tvíþætt. Í
fyrsta lagi eigi „EFTA-ríkin“ að
hafa samráð í nefndinni varðandi
ákvarðanatöku í EES-ráðinu og
sameiginlegu EES-nefndinni í þeim
tilvikum þar sem gert sé ráð fyrir
að „EFTA-ríkin“ tali með einni
röddu, sbr. 2. mgr. 90. gr. og 2.
mgr. 93. gr. EES-samningsins.
Önnur störf fastanefndarinnar
varði hins vegar framkvæmd og
stjómun á EES-reglum í „EFTA-
ríkjunum" samkvæmt nánari til-
greiningu í samningnum. Sam-
kvæmt samningnum um fasta-
nefndina er gert ráð fyrir að hvert
„EFTA-ríki“ hafi fulltrúa í fasta-
nefndinni og hafi hver fulltrúi eitt
atkvæði. Fulltrúar „EFTA-ríkj-
anna“ geti á sama hátt og í EFTÁ-
ráðinu verið embættismenn eða ráð-
herrar. Þá segir að almennt séu
ákvarðanir fastanefndarinnar tekn-
ar samhljóða. Loks segir í athuga-
semdum um fastanefndina að aðild
að samningnum um hana falli sjálf-
krafa úr gildi ef samningsaðili aft-
urkalli aðild að EES-samningnum.
5
Hægt væri að tína til miklu fleiri
atriði sem sýna að 1. gr. framvarps-
ins ef lögfest verður óbreytt, stenst
ekki eins og hún liggur fyrir. Það
er þetta sem ég á við þegar ég segi
í bréfí mínu til forseta Alþingis að
óbreyttur lagatexti framvarpsins
standist ekki raunveraleikann.
Verði þessi lagatexti 1. gr. fram-
varpsins samþykktur óbreyttur fer
hann þannig inn í Stjórnartíðindi
og er gildandi lög á íslandi.
í stjómarskrá lýðveldisins ís-
lands nr. 33/1944 og lögum um
þingsköp Alþingis nr. 55/1991 er
ÍTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ UTSALAN HANZ UTSALAN HANZ UTSALAN HANZ UTSA
HANZ ÚT^LAN HANZ ÚTTSÁLAN HAN^ÚTSALANJ^IZ ÚTS/^N HANZ ÚTSALAN HAb
HANZ ÚTSALAN HANZ ÚT^TaN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZUKlAN HAh
ITSALAN HANZ UTSALA!
HANZ UTSALAN HANZ
ITSALAN HANZ UTSALA
HANZ UTSALAN HANZ
JTSALAN HANZ UTSALA
HANZ UTSALAN HANZ
ITSALAN HANZ UTSALAI
HANZ ÚTSALAN HANZ
ITSALAN HANZ UTSALAN HANZ UTSALAN HA
Z ÚTSALAN HANZ ÚTSí
AN HANZ UTSALAN HAt>
Z UTSALAN HANZ UTSA
LAN HANZ ÚTSALAN HAb
Z UTSALAN HANZ UTSA
AN HANZ ÚTSALAN HAF
Z UTSALAN HANZ UTSA
AN HANZ ÚTSALAN HAh
SALAN HANZ UTSALAN HANZ UTSA
HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ UTSALAN HANZ ÚTSALAN HAb
ÍTSALAN HANZ UTSÁLÁf
UMX
HANZ UTSALAN HANZ UTSALAÍI I#ANZ ÚrSfcLAN H
ÚTS/lXn Hi nXuts ^lan/anz ÚTSALAN hanz ÚTS/S
AN HANZ ÚTSALAN HAf
KRINGLUNNI
ITSALAN HANZ UTSALAN HANZ UTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ UTSALAN HANZ UTSA
HÁNZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HAh