Morgunblaðið - 12.01.1993, Page 32

Morgunblaðið - 12.01.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Vegagerð- in býður út flutninga Sæfara STARFSMENN Vegagerðar rík- isins hafa unnið að undirbúningi lokaðs útboðs á flutningum Eyja- fjarðarferjunnar Sæfara að und- anförnu. Hannes Már Sigurðsson, viðskiptafræðingur, segir að stefnt sé að því að nýr rekstraraðili taki við flutningunum í byijun apríi. Vegagerðin yfirtók rekstur ferja 1. janúar s.l. Hannes sagði að um lokað útboð væri að ræða og hefði verið talað við helstu hagsmunaaðila, s.s. Akur- eyringa, Grímseyinga, Hríseyinga og Dalvíkinga og þá rekstraraðila sem til greina þættu koma. Mætti þar nefna Samskip og Eimskip. Ætlunin er að halda kynningar- fund með þessum aðilum á Akureyri á miðvikudag. Stefnt er að því að útboðsgögn verði tilbúin strax í næstu viku og áætlað að gögnum verði skil- að í byijun febrúar. Búist er við að nýr rekstraraðili taki við flutningun- um, þ.e. vöru og fólksflutningum til og frá Grímsey og vöruflutningum til og frá Hrísey, í byijun apríl. Vegagerðin rekur 7 feijur, Heijólf, Akraborgina, Baldur, Fagranes, Sæf- ara, Sævar og Anní. Hinnes sagði að það væri stefna vegagerðarinnar að bjóða reksturinn að sem mestu leyti út. Vegagerðin hygðist sjálf ekki standa í feijurekstri í framtíð- inni. Súkkulaðiverksmiðjan Linda bauð greiðslu 25% krafna Kröfu hafarnir sam- þykktu nauðasamning Mikill léttir að málið skuli vera komið í höfn, segir Sigurður Arnórsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins SAMÞYKKT hefur verið meðal lánardrottna og kröfuhafa súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu frumvarp til nauðasamn- inga, en boðin er greiðsla 25% samningskrafna eins og þær voru 21. ágúst I fyrra. Landsbanki Islands hefur keypt fasteign verksmiðjunnar við Hvannavelli og er stefnt að því að flytja starfsemi hennar í hentugra húsnæði um mitt þetta ár. „Það er mikill léttir að málið skuli í höfn, þetta hefur verið endalaust puð í tvö ár á meðan fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins hefur staðið yfir. Við erum ánægð með þennan árangur, það að geta haldið fyr- irtækinu hér í bænum og varið þau störf sem hér eru er mikill áfangasigur,“ sagði Sigurður Arnórsson, framkvæmdastjóri Lindu, en hann sagði að reynt hefi verið að fá fyrirtækið keypt burtu úr bænum. Markmiðið hefði verið að halda þeirri at- vinnu sem það skapaði á Akur- eyri og það hefði tekist. Landsbanki íslands hefur keypt fasteign Lindu við Hvannavelli og sagði Sigurður að viðræður myndu væntanlega hefjast fljótlega um kaup á nýju húsnæði undir starfsemina, en stefnt væri að kaupum á húsi á einni hæð. Hlutafé Lindu er nú 30 milljónir króna og sagði Sig- urður að einnig væri stefnt að því að auka hlutafé í fyrirtæk- inu, en ákvörðun þar um yrði tekin á aðalfundi þess. Frumvarp til nauðasamninga var samþykkt með um 93% at- kvæða eftir höfðatölu og um 76% eftir kröfufjárhæð og verð- ur það tekið fyrir í héraðsdómi Norðurlands eystra 4. febrúar næstkomandi til staðfestingar fyrir dómi. Samkvæmt frum- varpinu er lánatdrottnum boðin greiðsla 25% samningskrafna eins ogþærvoru 21. ágúst 1992. Við innköllun krafna samþykktu 65 aðilar nauðasamningafrum- varpið með samtals tæplega 79 milljóna króna kröfur, en tveir aðilar með kröfur upp á tæplega 25 milljónir króna höfnuðu frumvarpinu. Aflaverð- mætiUA 1.460 millj. AFLAVERÐMÆTI togara Útgerð- arfélags Akureyringa var um 120 milljónum króna minna á nýliðnu ári en árið 1991 og afiamagnið var um 2.000 tonnum minna. Verð- mæti aflans á liðnu ár var um 1.460 milljónir króna, en var árið á und- an um 1.579 milljónir króna. Heild- araflinn var um 21.600 tonn á síð- asta ári, en 23.600 árið á undan. Aflaverðmæti ísfisktogara ÚA var 755.5 milljónir á liðnu ári, en var 790,8 milljónir árið á undan. Frysti- togararnir tveir komu með afla að verðmæti 704,1 milljón á síðasta ári, en aflaverðmæti þeirra árið á undan var 788 milljónir króna. Kaldbakur EA var með mest afla- verðmæti ísfisktogara, 170 milljónir, en hann landaði 25 sinnum á síðasta ári, samtals um 3.387 tonnum. Afla- verðmæti Svalbaks var 162 milljónir króna og landaði skipið einnig 25 sinnum, samtals 3.448 tonnum. Þá landaði Hrímbakur 2.678 tonnum eftir 27 veiðiferðir, að aflaverðmæti 149,2 milljónir, og Harðbakur EA landaði 17 sinnum, samtals um 2.700 tonnum, en verðmæti aflans var 136.6 milljónir. Verðmæti afla Ár- baks var um 118 milljónir á síðasta ári og var aflinn 2.258 tonn í 20 veiðiferðum. Afli frystitogarans Sléttbaks var á síðasta ári 4.177 tonn og aflaverð- mætið 443,5 milljónir króna, en Sól- bakur EA 307 fékk 2.569 tonn af verðmæti 260,6 milljónir króna. Erill í ófærð Okumenn lentu márgir í vandræðum á leið til vinnu í gærmorg- un, en götur voru víða ófærar. Strax upp úr kl. 7 var farið að ryðja strætisvagnaleiðir og var reynt að halda þeim opnum yfir daginn, en ekki reyndist tóm til að hreinsa götur í hverfun- um. Lögreglumenn komu fjölda fólks sem starfar hjá heilbrigð- isstofnunum til vinnu í gærmorgun og óku þá næturvaktafólki heim. Þá aðstoðaði lögregla ökumenn sem fest höfðu bíla sína í ófærðinni. Ófært var út frá Akureyri, mikill skafrenningur gerði að verkum að blint var og vont að aka. Það gekk á með éljum fram eftir degi, en undir kvöld var heldur farið að lægja, í mestu vindhviðunum mældust um 10 vindstig. Formaður Verkalýðsfélagsins Einingar Beri viðræður eng- an árangnr er fólk tilbúið í verkföll FORMAÐUR Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði segir að í kom- andi samningaviðræðum verði áhersla lögð á fáar en skýrar kröfur og á hann von á stuttri en snarpri samningalotu. Beri viðræður ekki árangur segir hann fólk tilbúið í átök, en mikill urgur sé nú í fólki og það sé tilbúið að leggja allt í sölurnar til að rétta sinn hlut. Á fundi sem haldinn var að frum- kvæði Alþýðusambands íslands með forsvarsmönnum og stjórnum verka- lýðsfélaga á Norðurlandi eystra á Ákureyri kom fram mikil samstaða. „Það er ljóst að menn vilja víðtæka samstöðu, ekki bara innan ASÍ- felaganna heldur einnig annarra samtaka launafólks og kom það skýrt fram á fundinum," sagði Björn Snæ- björnsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar. Hann sagði að lagðar yrðu fram fáar en skýrar kröfur og menn ætl- uðu sér ekki langan tíma til viðræðn- anna. „Ég á von á að samningalotan verði stutt og snörp. Beri hún ekki árangur fljótlega er fólk tilbúið í aðgerðir. í komandi samningum verður leitað allra leiða til að rétta hlut okkar fólks og takist það ekki í viðræðum um nýjan kjarasamning verður farið út í þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru, það er mikill urgur í okkar fólki og það er tilbúið til verkfallsátaka," sagði Bjöm. Hann sagðist vona að atvinnurek- endur sæju að sér í kjarasamninga- viðræðum og að samningar tækjust án þess að til átaka kæmi á vinnu- markaði. Þau atriði sem áhersla yrði lögð á að ná fram væri að ná til baka þeirri kjaraskerðingu sem sér- staklega lægst launaða fólkið hefði orðið fyrir og einnig yrði mikil áhersla lögð á að fínna leiðir til að bæta atvinnuástandið, þá nefndi Björn einnig að væntalega yrði tek- ist á um vaxtamál og veikindarétt í viðræðunum. Um það hvort verkafólk væri til- búið til verkfallsátaka nú sagði hann að það hefði engu að tapa, en allt að vinna. Ohapp á vélsleða Lá slasaður í klukkutíma UNGUR maður frá Dalvík slasaðist og var fluttur á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir að hafa kast- ast af vélsleða sem hann ók í Svarfaðardal. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Dalvík hafði maður- inn ekið vélsleða sínum eftir veginum í Svarfaðardal, hann fór út af í beyju, lenti upp í ruðn- ingi og sveif yfir hann og virðist hafa kastast af sleðanum. Atvik- ið varð um kl. 10 á laugardags- morgun við bæinn Hánefsstaði, en maðurinn fannst ekki fyrr en um klukkutíma síðar þegar birti af degi og var það bóndi á bæn- um sem fyrstur varð mannsins var. Hjá lögreglunni á Dalvík fengust þær upplýsingar að maðurinn hefði ekki verið mikið slasaður, hann var lemstraður en óbrotinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.