Morgunblaðið - 12.01.1993, Síða 38
HVlTA HÚSIO / SlA
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993
18 ReykjaV
826 og 91
*yenð friá 14.490,- fai.
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi
Herréttur heiðursmanna
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Heiðursmenn („A Few Good
Men“). Leikstjóri: Rob Reiner.
Handrit: Aaron Sorkin, byggt á
hans eigin leikriti. Aðalhlut-
verk: Tom Cruise, Jack Nichol-
son, Demi Moore, Kevin Bacon,
Kiefer Sutherland, Kevin Poll-
ak, James Marshall og J.T.
Walsh.
Heiðursmenn í leikstjóm Rob
Reiners með Tom Cruise, Jack
Nicholson og Demi Moore í aðal-
hlutverkum er að líkindum besta
réttardrama sem maður hefur séð
í áraraðir. Vinnubrögðin og fag-
mennskan á bak við hana er svo
pottþétt, leikstjórnin og leikurinn
svo öruggur, að maður situr í eins-
konar algleymi yfír hinu full-
komna valdi kvikmyndagerðar-
mannanna á bíómyndinni. Al-
gleymi er það sem afþreyingariðn-
aðurinn gengur útá, velheppnaður
veruleikaflótti, og það er nokkuð
sem Heiðursmönnum tekst að
skapa með nokkmm gamalkunn-
um brögðum. Það er varla hægt
að setja mikið útá myndina þvilík
skemmtun sem hún er.
Skæmstu stjörnur Hollywood
hafa verið ráðnar í bitastæð hlut-
verk sem leikritahöfundurinn Aar-
on Sorkin hefur mótað úr eigin
leikriti og Rob Reiner, einstaklega
faglegur og lipur leikstjóri, heldur
um stjórnartaumana. Hann trygg-
ir að áhorfandinn fái virði að-
göngumiðans með því að mynda
góða spennu í dularfullu glæpa-
máli, halda hraða í frásögninni,
doka við skemmtileg samskipti
persónanna og æsa upp drama
sem drynur í við vitnaleiðslur í
réttarsalnum.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóborgin - Saga Bíó:
Lífvörðurinn - The Bodyguard
Leikstjóri Mick Jackson. Hand-
rit Lawrence Kasdan. Aðalleik-
endur Kevin Costner.'Whitney
Houston, Gary Kemp. Banda-
rísk. Warner Bros 1992.
í nýjustu mynd sinni (aðeins
örfárra vikna) leikur ofurstjarnan
Kevin Costner lífvörðinn Frank
Farmer sem rekur nú sitt einka-
fyrirtæki en hefur m.a. gert garð-
inn frægan í þjónustu tveggja
Bandaríkjaforseta. Því er hann
álitinn rétti maðurinn til að gæta
öryggis söngstjömunnar Rachel
Marron (Houston) er henni taka
að berast óþægilegar heimsóknir
og morðhótanir.
Samkomulagið er stirt svona
framan af, svo tekur rómantíkin
við áður en alvaran hefst að nýju.
Lífvörðurinn er gott dæmi um
hreinræktaða skemmtanaiðnaðar-
vöru. Stórstjaman Costner fær til
liðs við sig eina vinsælustu söng-
Spennandi réttardrama; Nic-
holson og Cruise í Heiðurs-
mönnum.
Myndin er kannski of sleip sem
straumlínulöguð og fáguð iðnað-
arvara. Stjömumar ungu full
meðvitaðar um sitt ágæti og til-
veru. Það er alveg ljóst frá byijun
að þegar hinn fjallmyndarlegi
Tom Cruise gerist veijandi í rétt-
arsal mun hann standa uppi sem
sigurvegari - sérstaklega þegar
búið er að skreyta hann með ein-
kennisbúningi bandaríska flotans.
En myndin fer nógu margar
krókaleiðir að endalokunum til að
bægja frá þeirri hugsun. Cmise
leikur ungan og óreyndan lög-
fræðing sem fær það verkefni að
veija tvo landgönguliða sem sak-
aðir eru um að hafa myrt félaga
sinn í herbækistöð við landamæri
óvinarins á Kúbu. Þegar Cruise,
sem í byijun er svona svalur
flautaþyrill sem tekur lífíð ekkert
of alvarlega, fer að rannsaka
málið ásamt öðrum lögfræðingi,
leikinn af Demi Moore, hitta þau
fyrir harðjaxlinn Jack Nicholson
yfirmann herstöðvarinnar. Málið
snýst um það hvort hermennimir
hafi farið að skipunum að ofan
og hvort til séu leynilegar og ólög-
legar starfsreglur notaðar til að
konu samtímans og hún mætir
með ömggan smell á heimsmæli-
kvarða í farangrinum. Handritið
er svo sittlítið af hveiju; róman-
tík, drama og spennu. Þessu er
síðan hrist saman (reyndar ekkert
of fagmannlega) og útkoman er
eitthvað fyrir alla.
Engin ósköp á mann því þó
Lífvörðurinn sé þokkalegasta af-
þreying lengst af og fari ekki illa
af stað — eða þangað til söng-
stjarnan viðurkennir fyrir lífyerð-
inum að hún hafi nú verið bann-
sett tæfa hingað til en lofar bót
og betmn — þá þolir hún alls
enga nærskoðun. Persónumar
afar gmnnar og lausar við allt sem
heitir vídd — utan að reynt er að
gera sem mest úr Farmer. Þarna
fer ekkert venjulegur maður —
enda fellur sjálf súperstjaman
kylliflöt fyrir honum áður en hendi
er veifað. Þarna fer hið óttalausa
valmenni, yfirvegað og glæst.
Reyndar á hann erfitt með að
fyrirgefa sjálfum sér eitt; að hann
skyldi ekki vera á staðnum að
veija forsetann sinn er hann var
skotinn. En hann var jú að jarða
hana mömmu. Aðrar athafnir
þessa vökula göfugmennis em á
hegna mönnum.
Eins og við mátti búast er Jack
Nicholson senuþjófurinn. í hvert
sinn sem þessi voldugi og sögulegi
leikari birtist á tjaldinu hrekkur
myndin í annan gír. Það stafar
talsverðri ógn af honum sem klúr-
um og kjaftforum yfirmanni sem
stangar nýliða eins og Cruise og
Moore úr tönnunum á sér og telur
sig langt yfír aðra hafínn sem
sérstakur varðmaður friðar, frels-
is og hins ameríska lífsstíls. Há-
punktur dramans er þegar hann
gengur í öllu sínu veldi inn í rétt-
arsalinn og sest í vitnastúkuna.
Það hefur trauðla verið til meira
spennandi vitni síðan Humphrey
Bogart settist í harðan stólinn í
öðru góðu réttardrama, „The Ca-
ine Mutiny“, sem á reyndar nokk-
uð í Heiðursmönnum.
Cruise er sjálfsöryggið uppmál-
að sem lögmaðurinn ungi og þótt
galgopahátturinn sé kannski full
útreiknaður tekur hann sig svo
vel út í einkennisbúningi (og Rain-
er veit svo vel af því) að honum
fyrirgefst flest ef ekki allt. Moore
virkar ágætlega sem hinn jarð-
bundni betri helmingur tvíeykis-
ins, er alvarleg og snjöll og mynd-
ar gott mótvægi við Cruise. Au-
kaleikarar eru ekki af verri endan-
um og fylla vel upp í myndina;
Kevin Bacon er sækjandi, Kiefer
Sutherland er geðsýkislega harður
landgönguliði og J.T. Walsh gæti
geymt lykilinn að gátunni.
Rainer („Stand By Me“, „Mis-
ery“) má vera ánægður með hand-
verkið. Hann hefur reyndar gletti-
lega gott handrit að byggja á,
sagan er spennandi og persónum-
ar skemmtilegar, en Rainer þekk-
ir vel töfra kvikmyndarinnar og
nýtir þá til hins ýtrasta. Hann
gerir Heiðursmenn að afbragðs-
góðri skemmtun.
sömu lund. Söngkonan er ámóta
yfírborðsleg, heldur ólánleg
blanda af hjartahlýrri stjörnu sem
lætur ekki frægðina-stíga sér til
höfuðs og Madonnu. Og að hún
sé leikkona í þokkabót af Óskars-
gráðu fínnst örugglega flestum
með ólíkindum. Aðrar persónur
eru til uppfyllingar.
Costner hefur fengið munka-
klippingu fyrir hlutverkið en það
gerir hann ekki að Steve McQue-
en. Þessi afbragðs leikari hefur
tæpast stigið feilspor til þessa og
hann á svo sem ekki slæman dag
hér, hlutverkið hæfír honum öllu
frekar ekki. Hann er ekki trúverð-
ugur sem hin ofursvala framleng-
ing á marghleypunni. Ofursöng-
stjömunni Houston farnast vel í
sínu fyrsta hlutverki á tjaldinu
(stendur sig í öllu falli margfalt
betur en Madonna í öllum sínum
kvikmyndahlutverkum saman-
lagt) og skilar persónunni eins vel
og kostur er miðað við efni og
aðstæður. Ræður þó ekki við að
gera hana að líklegum Óskars-
verðlaunahafa í lokaatriðinu.
Leikstjórr.in er hvorki fugl né fisk-
ur. Tónlistin er lífleg og hress og
einsog fyrr segir þá er útkoman
eitthvað fyrir alla því þó Lífvörð-
urinn sé heldur ómerkilegur, út-
spekúleraður skemmtiiðnaður þá
ættu flestir að hafa af honum
bærilega afþreyingu.
Hvítt og svart
fást í öllum helstu
bókaverslunum landsins.
HRAÐLESTRARNAMSKEID
★ Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina?
★ Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám-
ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni?
★ Vilt þú lesa meira af góðum bókum?
Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst
fimmtudaginn 28. janúar. Skráning í síma 641091.
Ath.: Sérstakur námsmannaafsláttur. VR og flest önnur félög
styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum.
H RAÐLESTRARSKOLIN N
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
£ 1978-1993 S
Umsóknir um
laus prestaköll
UMSÓKNARFESTUR um tvö
laus prestaköll sem biskup ís-
lands auglýsti í desember síðast-
liðnum rann út 6. þessa mánaðar.
Um Hólmavíkurprestakall í
Húnavatnsprófastsdæmi sótti séra
Sigríður Óladóttir sem var kölluð
til þjónustu á Hólmavík í maí á síð-
astliðnu ári.
Um Þingeyrarprestakall í ísa-
fjarðarprófastsdæmi sótti séra
Olafur Jens Sigurðsson fangaprest-
ur i Reykjavík.