Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1993 550 KRONA MALTIÐ FYRIR FIMM Enn berast fregnir af að við íslendingar, þurfum að herða sultarólina. Varla gildir það þó um alla. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir góð áform um að eyða minna þessi jól, er pyngjan orðin galtóm og plastkortaúttektin svo há, að margir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Maturinn er sá liður sem vegur einna þyngst og nýársfregnir berast um að kjúklingakjöt, svínakjöt, egg og nautakjöt fari hækkandi á næstunni. En ekki lambakjöt. Á að fara að rétta hlut þess? Varla eykst sala á því fyrr en farið verður að fituhreinsa kjötið betur. Eitt sinn var hægt að borða ódýrt, hafa soðningu og kartöflur í öll mál. En það er liðin tíð. Kartöflurnar eru rándýrar og fisk- urinn líka. Svo erum við hvött til grænmetisáts, en grænmetið er líka dýrt. En hvað með gömlu góðu grautana, getum við ekki vakið þá upp aftur? Margir halda að það sé óholl fæða, sem er hinn mesti misskilningur. Okkar gömlu góðu grautar voru flestir búnir til úr mjólk, og mjólkin er þó á viðráðanlegu verði ennþá. Mjólkurgrautur er léttur í maga og gefur okkur bæði kalk, prótein, og ýmislegt annað hollt, og ýmsu má bæta í hann. Það er útbreiddur misskilningur að grautar séu fitandi. Þá má búa til úr léttFIestum börn- um finnst mjólkurmatur góður og hann er fljótmatreiddur. Flestir kaupa ýsuflök, enda halda börnin að flökin syndi í sjónum. Ég keypti um daginn heila frekar litla ýsu og sauð hana í heilu lagi í vatni og mysu og hvílíkt ljúfmeti. Heilsoðin ýsa er mun betri en soð- in flök og svo er hún líka um helmingi ódýrari. Kostar 250 kr., þegar flökin kosta allt að 455 kr. Við getum tekið af henni roðið og hrygginn áður en við berum hana á borð. Leggið ýsuna í löginn, setjið hlemm á pottinn en minnkið hit- ann á hellunni niður í minnsta straum. Látið vera þannig við suðumark í 12-15 mínútur. Ýsa kr. 250,00. Mysa kr. 22,50. Soðinn blaðlaukur Heilsoðin ýsa, borin fram með blaðlauk 2 ýsur, 500 g hvor 'h 1 mysa (má sleppa en nota meira vatn) 2 lítrar vatn l'h msk. gróft salt. . 1. Skerið ugga og þunnildi af fiskinum, takið úr honum himnur 0g sundmaga og skolið allt blóð í burtu. 2. Setjið mysu, vatn og salt í frekar stóran pott, látið sjóða. 1 stór blaðlaukur 2 dl ýsusoð 1 tsk. smjör sósujafnari 1. Þvoið blaðlaukinn vel, notið grænu blöðin líka, ef þau eru heilleg 0g mjúk. Skerið í þunnar sneiðar. 2. Setjið blaðlaukinn í pott, tak- ið 1 dl af soði úr ýsupottinum, þegar ýsan hefur soðið í 5 mínút- ur og setjið yfir laukinn, sjóðið við hægan hita í 5-10 mínútur. 3. Hrærið ögn af sósujafnara út í, setjið síðan smjörið saman við. Blaðlaukur kr. 30.00. Smjör og sósujafnari u.þ.b. kr. 20.00. Fiskurinn borinn fram Takið fiskinn úr pottinum með stórum spaða, fjarlægið roð og hrygg, takið beinin (beingarðinn) efst við þunnildin úr. Leggið fisk- inn á fat, hellið blaðlaukssósunni yfir. Berið soðnar kartöflur með. Vi kg kartöflur kr. 50,00. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Hrísnyölsgrautur 8 dl nýmjólk eða léttmjölk IV2 dl hrísmjöl 'h dl tsk salt. 1. Hitið helluna vel. 2. Setjið mjólk, hrísmjöl og salt í pott, hrærið vel saman með þeyt- ara. Setjið pottinn á helluna, hrærið í þar til sýður og grautur- inn þykknar. 3. Minnkið hitann og látið grautinn sjóða í 5 mínútur. Hafið hlemm á pottinum annars slettist grauturinn upp úr honum, hrærið í svo að ekki festist við botninn. Berið kanil/sykur og mjólk eða saft með. Mjólk kr. 68,00 Hrísmjöl kr. 65,00 Kanil/sykur kr. 10,00 Mjólk eða saft út á kr. 34,00. Þessi máltíð kostar samtals kr. 49,50, segjum kr. 550,00, og ætti að duga fyrir fimm manns, eða 110 kr. á mann. Fyrir alla muni drekkið vatn með matnum. Það er hollast og ódýrast. — Fullkomin líkamsrækt Júdó Byrjendanámskeiö Aöalþjálfarar: Michal Vachun 6. Dan Bjarni Friöriksson 5. Dan Líkamsrækt GYM 80 tækjasalur Dynavit þrektæki Lifestep þrekstigar Sjálfsvörn Jiu - Jitsu Þjálfari: Elín Þóröardóttir 1 Kyu Líkamsrœkt • 500 ferm. glæsilegt húsnæði í Einholti 6 • Mánaðarkort kr. 4.500,- • 3ja mánaða kort kr. 10.900,- • 3ja mánaða kort (dagíímar frá kl. 10-16) kr. 9.700,- Upplýsingar og innritun alla virka daga frá kl. eoa frá kl. 11 -16 laugardaga og sunnudaga. 10-22 fsíma 627295 ARMANN Júdó GYM I 1 1 Tsjekhov-vika hjá MÍR TSJEKHOV-VIKA, kynning á ævi og verkum hins fræga rússneska sagnahöfundar og leikskálds, Antons Tsjekhovs, verður í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, dagana 17.-24. janúar. Sunnudaginn 17. janúar kl. 16 verður kvikmyndin Anna um háls- inn (Anna kross) sýnd en mynd þessi er gerð árið 1954 og byggð á samnefndri smásögu Tsjekhovs, sem fyrst var birt árið 1895. Þenn- an dag verður einnig opnuð sýning á Vatnsstígnum á ljósmyndum úr leikhúsum í Moskvu o.fl. Mánudaginn 18. janúar kl. 20.30 verður rússneska leikkonan Herrakvöld Njarðar HERRAKVÖLD Lionsklúbbsins Njarðar verður haldið fimmtu- daginn 14. janúar 1993 á Hótel Sögu,Súlnasal. Verulega verður vandað til þessarar skemmtunar eins og ávallt og boðið verður upp á glæsi- legan matseðil og frábær skemmtiatriði. Matreiðslumeistaramir Úlfar Eysteinsson og Sigurður Sumar- liðason sjá um matseðil kvöldsins ásamt yflrmatreiðslumeistara Hótels Sögu. NínaA.kímva, sendiherrafrú, gest- ur MÍR á Vatnsstígnum og flytur þá spjall um Tsjekhov og rússn- eska leiklist. Jafnframt mun hún segja álit sitt á þeim leiksýningum sem hún hefur séð í Reykjavík, einkum Tsjekhov-sýningunum í Borgarleikhúsinu og Kæra Jelenu í Þjóðleikhúsinu. Sýnd verður hálf- tíma löng heimildarmynd um Tsjekhov með skýringum á norsku. Miðvikudaginn 20. janúar kl. 18 verður sýnd önnur heimildar- kvikmynd um Tsjekhov, 50 mín. löng mynd með skýringum á ensku, gerð 1954. í myndinni eru sýnd atriði úr nokkrum verka Tsjekhovs flutt af leikurum við Listaleikhúsið í Moskvu. Laugardaginn 23. janúar kl. 14 verður sýnd kvikmytidin Vanja frændi byggð á samnefndu leikriti Tsjekhovs. Leikstjóri er Andrei Mikhalkov-Kontsalovskíj og ein- valalið í hlutverkunum. Myndin er sýnd með rússnesku tali og án þýddra texta. Sunnudaginn 24. janúar kl. 16 verður svo sýnd kvikmyndin Ófull- gert verk fyrir sjálfspilandi píanó. Leikstjóri Nikita Mikhalkov. Mynd þessi er byggð á verkum Tsjek- hovs og þó einkum leikritinu Plat- anov. Skýringar með myndinni á ensku. Aðgangur að dagskráratriðum Tsjekhov-vikunnar í MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfír. (Fréttatilkynning) VASKHUGI Byrjaðu nýtt ár með bókhaldið á hreinu. Vaskhugi er forrit, sem nýtur mikilla vinsælda vegna einfaldleika í notkun. Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölukerfi, birgðir, uppgjör vsk., verkefnabókhald, jafnvel einföld ritvinnsla. allt í einu kerfi á mjög hagstæðu verði. Námskeið verða haldin í febrúar, bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Fáðu nánari upplýsingar hjá okkur í síma 656510. í$lensk tæki, Garðatorgi 5, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.