Morgunblaðið - 12.01.1993, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.01.1993, Qupperneq 45
45 áttu vel við hana. Jóna var næstelst barna þeirra Fríðgerðar Skarphéðinsdóttur og Bjama Bjamasonar. Elst var Guð- finna, fædd 2. janúar 1916, gift Prímanni Pálmasyni, þau em bæði látin, þá Jón Ólafur, fæddur 1. októ- ber 1925, kvæntur Þorgerði Maríu Gísladóttur, og yngstur er Skarp- héðinn, fæddur 21. febrúar 1927, kvæntur Sigríði Karlsdóttur. For- eldrar Jónu misstu sjö böm sín mjög ung. Eftir að faðir Jónu varð ekkju- maður kvæntist hann Ólöfu Jónu Jónsdóttur og eignuðust þau dóttur árið 1946, Fríðgerði Elínu. Ég minnist þess hvað Jóna hlakkaði alltaf til að heimsækja Fríðgerði systur sína sem bjó á Akranesi. Jafnkært var á milli Jónu og Guð- finnu og fór hún oft til hennar norð- ur að Garðshomi á Þelamörk og þá-einkum þegar systir hennar lá á sæng. Fyrir tuttugu árum veiktist Jóna af krabbameini, en þrátt fyrir það átti hún mörg góð ár. Við höfðum alltaf mikið símasamband og þá einkum síðastliðin þijú ár. Þegar ég veiktist af sama sjúkdómi þá óx samkennd okkar. Hún fann aldrei til beiskju og við vomm báðar sam- mála að það ríkti bannhelgi yfir þv' að nefna krabbamein á nafn og sérstaklega í minningargreinum. Því nefí ég þetta frænku minni til heiðurs sem vildi nefna hlutina sín- um réttu nöfnum. Síðastliðið ár var Jónu sérstaklega erfitt, en hún missti aldrei móðinn. Hún fann mikið öryggi í því að vita af mág- konu sinni Sigríði í nábýli við sig þar sem hún leit til hennar daglega og þá einkum síðustu mánuðina. Hún sagði mér líka frá öðrum ætt- ingjum og vinum og þá sérstaklega Jónínu vinkonu sinni sem alltaf var tilbúin „að keyra mig hvert á land sem er“, eins og hún orðaði að. Jóna Bjarnveig lést í Landspítal- anum að kvöldi þriðja þessa mánað- ar. Ég kveð frænku mina með virð- ingu og hryggð, þakka henni frænd- semi, tryggð og velvilja í minn garð og fjölskyldu minnar. Blessuð sé minning hennar. Pálína Kjartansdóttir. Þegar ég sest niður eina ögur- stund til að minnast Jónu frænku minnar hrannast hlýjar og ljúfar minningar löngu liðinna daga í huga minn. Við Jóna frænka áttum sam- leið oftar en einu sinni. Hún verður ekki tíunduð hér að neinu ráði, að- eins smá brot af minningum. Ég hleyp um sjónarsviðið, reyni að setja saman samhengi yfir árin okkar Jónu. Jóna frænka kom á heimili móður minnar á Egilsgötu 12 í Reykjavík, ung stúlka, móður minni til aðstoðar við heimilisstörf- in. Móðir mín og Fríðgerður, móðir Jónu, voru hálfsystur, Skarphéð- insdætur. Einhvem veginn æxlaðist það svo að Jóna tók að hlúa að mér með ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Erötlrykkjur Glæsilej» ividli- hlaðborð íallegir salir og mjög góð þjónusla. IJpplvsingar ísíma22322 , FLUGLEIDIR llím LOFTLEIDIR íieei HA'JViAl ,£T RUDAG JlölíId GIGAJÖ'/UUBOF. MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUDÁGURl2rjANÚAR 1993. nærfærni og umhyggju. Ekki veit ég hvað réð, ef til vill var ég rétta bamið í röð okkar systranna. Ekki man ég gjörla hversu lengi Jóna frænka var á heimili móður minnar en einhver ár hafa það verið og þá yfir veturna, því að flest sumur fór Jóna til átthaganna og oftar en ekki með mig í farteskinu. Nú þeg- ar ég hugsa aftur í tímann, hlýtur Jónu frænku að hafa þótt dulítið vænt um þessa litlu mig, því mikill var kærleikur hennar í minn garð. Til Bolungarvíkur fór ég vel þriggja ára með Jónu og dvaldist þar yfir sumartímann. Þar kynntist ég bræðmm hennar vel, þeim Jóni Olafi og Skarphéðni, en ég kallaði þá einungis Nonna og Héðin. Þeir voru mér sem bræður og kölluðu mig líka systur. Bjami faðir þeirra var mér einnig mjög góður. Mér er afar minnisstætt hversu veik Fríðgerður móðir Jónu var, þó enga grein hafi ég gjört mér fyrir veik- indum hennar, enda aðeins þriggja ára. Man ég gjörla hljóðin í henni, en hún lá helsjúk í rúmi undir súð uppi á lofti. Þá var reynt að trítla hljóðlega fram hjá skörinni og niður stigaopið er lá niður í eldhús. Það er með ólíkindum hversu vel ég man eftir mér í Bolungarvík hjá Jónu frænku. Hvar hafa dagar lífs míns á æskuámm notast mér best? Frá æskuámm mínum í Hnífsdal hjá þeim Jónu, Bjarna og bræðmnum á ég einungis hlýjar og góðar minn- ingar. Þá var búið í Heimabæ. Eina kvöldstund man ég vel. Ég sit uppi á eldhúsborði, Jóna frænka að þvo mér, sex ára telpu eftir amstur dagsins, síðan fæ ég rúsínur og sveskjur í poka, koss á kinnina, góða nótt. Ég sef uppi á lofti í her- bergi ásamt Bjarna föður Jónu. Þarna komu einnig við sögu Nonni og Héðinn, ég var áfram litla syst- ir og þeir mér alltaf góðir bæði í stríðni og leik. Jóna var vel greind og hafði jafn- framt kímnigáfu í góðu lagi og yfir- drepskap var ekki að fínna hjá henni. Hún þjónaði alltaf öðmm af kærleika og hlýju, allt fram í andlát- ið var hún hjálparhella og fékk hún það líka margfalt endurgoldið. Hana skorti hvorki manndóm né vilja til starfa. Ég veit að sambýlis- fólk hennar minnist hennar með góðvilja, þannig kona var Jóna frænka, einnig var hún mjög skyldurækin við sína nánustu, mik- il frænka í ölduróti lífsins. Þeir munu vera margir sem á einhvem hátt nutu hjálpar handa hennar, bæði í þjónustu og öðrum vett- vangi. Hún hafði skapstyrk til að láta viðmælendur gleyma þverrandi líkamsþreki hennar. Hennar innri styrkur kom jafnan fram, þar til endalokin urðu ekki umflúin. Sjöfn Kjartansdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGUR Á. ARNBJÖRNSSON fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmaður, er lést 5. janúar, verður jarðsunginn miðvikudaginn 13. janúar kl. 14.00 frá Akraneskirkju. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Ólafur Bergsson, Þóra Stefánsdóttir, Þorgerður Bergsdóttir, Hannes Hjartarson, Guðrún Bergsdóttir, Gunnar S. Jónsson, Björn A. Bergsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faður okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÞÓR JENSEN fyrrv. pöntunarfélagsstjóri á Eskifirði, síðasttil heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, lést hinn 9. janúar síðastliðinn. Útförin verður tilkynnt síðar. Guðný Anna Arnþórsdóttir, Hjálmar Kjartansson, Hlíf Christensen, Bent Christensen, Gauti Arnþórsson, Sólrún Sveinsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA JÓNSDÓTTIR frá Sólbakka, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Gunnarsbraut 26, Reykjavfk, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 31. desember sl. Jarðarförin fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 9. janúar sl. í kyrrþey að ósk hinnar.látnu. Þökkum auðsýnda samúð. _ Valgerður Andersen, Gunnar Kristinsson, Jóhann Júlfus Andersen, Soffía Zophaniusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Brunnstig 2, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast henn- ar, er bent á slysavarnadeildina Hraunprýði í Hafnarfirði. Þórlaug Júlíusdóttir, Eyþór Júlíusson, Bergljót Gunnarsdóttir, Sigriður Júlíusdóttir, Arnfinnur Arnfinnsson, Þorkell Júlíusson, Erla Friðjónsdóttir, Guðbjörg Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaöir, ÞORVALDUR SNORRASON, Æsufelli 2, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. janúar kl. 13.30. Elín Guðjónsdóttir, börn og tengdabörn. + Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi okkar, ÓFEIGUR J. ÓFEIGSSON læknir, verður jarðsunginn miðvikudaginn 13. janúar kl. 15 frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Unnur Sigurðardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Anna Katrin Vilhjálmsdóttir, Bjarni Jóhann Vilhjálmsson, Ófeigur Páll Vilhjálmsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Anna Balle, Viggó Balle, Unna Balle, Uggi Balle, Bjarki Balle. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR BJÖRNSSONAR, Suðurbraut 8, Þórdís Halldórsdóttir, Halldóra Ó. Sigurðardóttir, Ásmundur Sveinsson, Gisli B. Sigurðsson, Gfslína S. Gísladóttir, Sigurður Stefán Ásmundsson. + Einlægar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Blöndubakka, Hróarstungu. Fædd 6. desember 1945, dáin 30. nóvember 1992. Eiginmaður, móðir, bróðir, . synir, tengdadætur og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför móður minnar, ÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR frá Eystri-Gjábakka, Vestmannaeyjum. Þakkir sendum við einnig til starfsfólks og íbúa Hraunbúða. Sérstaklega viljum við þakka Stellu og Gunnari fyrir alla tryggð og vináttu, sem þau hafa sýnt mömmu og okkur öllum. Ásta Þórarinsdóttir og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Bjarkarlundi, Kirkjulundi 6, Garðabæ. Sara Jóhannsdóttir, Sigurberg H. Elentínusson, Helga Jóhannsdóttir, Halldór H. Jónsson, Jóhann Ingi Jóhannsson, Ásthildur Einarsdóttir, Guðrfður Hallsteinsdóttir, Stefán Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÍSLEIFS PÁLSSONAR frá Ekru, Heiðvangi 2, Hellu. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands og heilsugæslulæknum, Hellu. Guðrún Valmundsdóttir, Árni ísleifsson, Helga Óskarsdóttir, Sigrún isleifsdóttir, Valborg ísleifsdóttir, Páll ísleifsson, Ingimar ísleifsson, Margrét ísleifsdóttir, Guðbjörg ísleifsdóttir, Jónas Jónsson, Karl Stefánsson, Halldóra Valdórsdóttir, Aubert Högnason, Árni Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.