Morgunblaðið - 26.02.1993, Page 11

Morgunblaðið - 26.02.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. FEBRUAR 1993 -—h------•• 1—f¥—-------------— .-u-r4.i.A.„i:,:v ;------ Beint sjónmál List og hönnun Bragi Asgeirsson I miðrými Kjarvalsstaða, þar sem áður var veitingabúð hefur verið komið fyrir sýningu á ljóð- um listaskáldsins Stefáns Harðar Grímssonar. Áður voru sýningar sem slíkar settar upp í austurálmunni, en sá ágæti háttur var tekinn upp haustið 1991 og stóðu Ríkisút- varpið Rás 1 og Kjarvalsstaðir að framkvæmdinni. Auðvitað vakti þessi nýjung drjúga athygli, en þó veit ég um ýmsa myndlistarmenn, sem ekki eru ýkja hrifnir. En það kann að stafa af því, eins og ég hef áður bent á, að sumar uppsetningarn- ar voru hreinar bókmenntir, en síður spilað á hina sjónrænu þætti varðandi uppsetningu, let- urgerð og fleira sem tengist iðu- lega slíkum framkvæmdum. Sumar sýningarnar komu þannig út sem stækkað letur, eða blað- síður úr bókum án tillits til sjón- rænna þátta. Síðan ég gagnrýndi þetta við lítinn fögnuð viðkomandi, að mér hefur skilist, hef ég í tvígang verið í Japan og í bæði skiptin séð uppsetningar á söfnum, þar sem áherslan var lögð á alla þá þætti sem ég hafði nefnt. Svo heppinn var ég í fyrra skiptið að ég rakst inn á stóra sýningu í Kyoto, hinni fornu höfuðborg Japans, þar sem öll atriðin voru tekin fyrir á svo yndislegan hátt, að ég varð sem uppnuminn. Nokkrum dögum seinna sá ég meira af slíku á Þjóðháttasafninu og Borgarlistasafninu í Ueno- garðinum í Tókýó og ekki voru þær síðri. Ég tel mig því betur brynjaðan Stefán Hörður Grímsson nú en áður til að rýna í þessa hluti, því að yfirsýnin hefur auk- ist augliti til augíitis, en ekki úr bókum, og það er allt annar handleggur. Að vísu var hér um listræna kalligrafíu að ræða, en það var meira en augljóst að meistararn- ir þræddu anda ljóðsins, í upp- byggingu ásamt hrynjandi let- ursins, og undirstrikuðu hann svo með djúpum og mettum millitón- um í lit, ef þeim fannst tilefni til. Málið er, að þetta er einnig hægt að gera hvað latnenskt let- ur snertir og hefur verið gert og sáum við dálítið sýnishorn mögu- leikanna á hrifmikilli sýningu skoska myndlistamannsins Ians Hamiltons Finlays að Kjarvals- stöðum nú nýlega. Það er þannig engum blöðum um að fletta, að hægt er að auka við sjónrænan hrifmátt ljóða með myndrænum tilburðum og auk þess gera það á margvíslegan hátt, eftir því hvaða áhrif þau framkalla hjá viðkomandi mynd- listarmanni. Og hér þurfa menn ekki endilega að virkja sérvisk- una eða ímyndaðar núlistir dags- ins, því að tekið var tillit til þessa atriða í Japan í upphafi söguald- ar á íslandi! Þetta eru þannig engin ný sannindi, þótt þau hafi farið framhjá furðumörgum hér á útn- áranum og þar að auki eru núlist- ir dagsins um margt afstætt hugtak er svo er komið, jafn mikið og þær sækja lífsmögn sín aftur í gráa forneskju. Ég rita þessar línur vegna þess, að ég tók strax eftir því, að nú er loks farið að huga meir að þessum atriðum en áður, eins og kemur fram á sýnignunni á ljóðum Stefáns Harðar að Kjarv- alsstöðum. Eins og ljóðin eru ein- föld er uppsetningin klár og ein- föld. Og til gamans má geta þess að tekið er tillit til sjónrænna hrifa á margan annan hátt, og þannig er legsteinn skáldsins Marchel Proust í Pére Lachaise kirkjugarðinum í París meitluð, hörð, miskunnarlaus og kolsvört marmarahella, sem leiðir einmitt hugann að lífi hans og orðsmíð- um. Setningar ljóða hans voru meitlaðar og knappar ásamt því að líf hans var barátta við illvíg- an sjúkdóm. Og á líkan hátt er hægt að halda því fram, að orðsmiðurinn Stefán Hörður Grímsson speglist á sjónrænan hátt á miðvegg tengibyggingar Kjarvalsstaða og það er ákaflega mikilvægt atriði, - vel að merkja. Salford College Brass Ensemble. Breskir málmblás arar í heimsókn Málmblásarasveitin „Salford Brass Ensemble" frá Salford College á Englandi heldur tón- leika hér á landi um helgina á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Hljómsveitin mun halda tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 28. febrúar klukkan 15.30. Á mánu- dagskvöld heldur hljómsveitin aðra tónleika á Kjarvalsstöðum klukkan 20.30. Á efnisskrá eru bæði klass- ísk og léttklássísk verk. Aðgangur að báðum tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Orgeltónleikar í Hallgr í mskirkj u LISTVINAFELAG Hallgríms- kirkju gengst fyrir öðrum orgel- tónleikum þessa árs, sunnudag- inn 28. febrúar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og leikur Ragnar Björnsson orgelverk eft- ir Franz Liszt og Olivier Mess- iaen. Tónleikarnir eru í röð tón- leika sem haldnir eru siðasta LEIÐIR BIRTUNNAR ?air,l.et Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jul Haganæs: Men ljoset finn veg. Dikt. Illustrasjonar av Hans Gerhard Sorensen. Fonna forlag 1992. Norska skáldið Jul Haganæs (f. 1932) hefur sent frá sé ellefu ljóðabækur, hina fyrstu Aprilnetter 1965. Hann hefur einnig samið heimildaverk. Þekktast þeirra er bók um Knut Hamsun, Nu god Nat min Ven. Pá Hamsuns gjengrodde stier i Aurdal, sem kom 1982. Guðmundur Danielsson tók sam- an og þýddi úrval ljóða Haganæs og var það gefið út hér heima 1979 undir heitinu Þakrennan syngur. Nýja ljóðabókin, Men ljoset finn veg, hefur ýmsa þá kosti sem ein- kenna ljóð Haganæs, m. a. hnitmið- un í formi og næma náttúruskynj- un. Persónulegur harmur skáldsins sem varð fyrir því að missa son sinn í bílslysi skín í gegn og setur svip sinn á yrkisefnin. I titli bókar- innar er fólgin von. Ljóðin um náttúruna, daglega líf- ið eru mjög norsk, rótföst í nörskri jörð. Sum þeirra eru minningar frá bernsku skáldsins, greina frá ætt- ingjum þess og ýmsu eftirminnilegu fólki. Þýskt hemám kemur við sögu. Maðurinn er jafnan í öndvegi, til dæmis í Ijóðinu um vitavörðinn, Den einsame vaktaren: Det vart slik avstand til fyrvaktaren som valde einsemd og storm for á halde ljoset ved lag over loynde skjer i markret Vel attende i hamnen var du ofte Jul Haganæs full av takksemd men kom aldri i hug at heller ikkje den einsame vaktaren var sá sterk at han ikkje trong nokon á dele havbliket med Skáldið yrkir af varfærni um mannleg samskijpti, speglar vel ást og umhyggju. I því sambandi vil ég sérstaklega geta ljóðsins sem er samnefnt bókinni og einnig Tid- leg morgon á sömu opnu. Ljóðin eru yfirleitt lágvær, gagnorð, en ekki alveg laus við kaldhæðni. Það er mikill harmur í Kanskje var det du, ljóði um stúlku sem skáldið sér á kaffihúsi. Hún á lífið framundan og skáldið dáist að æskuþokka hennar: Kanskje var det du som skulle vore trygg i den sterke famnen hjá han som vart riven or váren og kviler for godt under blomar med gullskrift i stein Hér sækir minningin um son- inn látna að skáldinu, kannski var þessi stúlka ætluð honum? Raunsæið í Ijóðagerð Jul Hag- anæs er ekki óþekkt í norrænum Skáldskap, gildir jafnt í Noregi og á íslandi. Líka draumurinn, þráin til annarra og hlýrri landa, einhvers betra eins og lesa má um hjá hon- um. Við þekkjum vel þá „skáldskap- arhefð“ sem Jul Haganæs er trúr og málið sem hann yrkir á^er okkur síður en svo framandi. fyrir börn Þriðji bekkur Leiklistarskóla ís- lands er að hefja sýningar á barnaleikritinu „Hamlet, litli prinsinn af Danmörku“. Leikritið er unnið upp úr sænsku verki eftir Torsten Letser en hann styðst við sögusviðið á Helsingja- eyri á 16. öld, sem Shakespeare gerði ódauðlegt í Hamlet. Leikstjóri er Guðjón Pedersen, Helga Stefánsdóttir sér um leik- mynd og búninga og Egill Ingi- bergsson hannar lýsingu. í 3. bekk leiklistarskólans eru Benedikt Erlingsson, Guðlaug El- ísabet Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Þórhallur Gunnars- son. Sýningarnar fara fram í húsa- kynnum skólans á Sölvhólsgötu 13 laugardaginn 27. febrúar klukkan 14 og 16, sunnudaginn 28. febrúar klukkan 14 og 16, mánudaginn 1. mars klukkan 14, þirðjudaginn 2. mars klukkan 10, miðvikudaginn 3. mars klukkan 10 og 14 og föstu- daginn 5. mars klukkan 14. Miða- verð er 300 krónur. sunnudag hvers mánaðar, en þar koma fram margir af fremstu organistum landsins. Á efnisskránni eru „Fantasía og fúga“ eftir Franz Liszt, „Veinen, Klagen, Sorgen, Sagen,“ eftir sama höfund og úr „La Nativité de Seigneur“ (Fæðing frelsarans), eft- ir Olivier MeSsiaen. Ragnar Björnsson lauk burtfar- arprófum í píanó- og orgelleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar sem hann hafði notið leiðsagnar Rögnvaldar Siguijónssonar og Páls ísólfssonar. Hann nam hljómsveit- arstjórn í Vínarborg og orgelleik hjá mörgum þekktum orgelleikur- um á borð við Karl Richter. Ragnar var eftirmaður Páls ísólfssonar sem dómorganisti í Reykjavík og gegndi því starfi um langt árabil. Hann er nú skólastjóri Nýjatónlistarskólans. Hafnarborg veitir listaverkagjöf Elíasar Halldórssonar viðtöku ELÍAS B. Halldórsson myndlist- armaður afhenti nýlega 68 tré- og dúkristur að gjöf til Hafnar- borgar, menningar- og listastofn- unar Hafnarfjarðar. Myndirnar spanna 30 ára tímabil, en þær elstu eru gerðar árið 1963. Sumar myndanna hafa verið unnar sem myndskreytingar við sögur. Elías B. Halldórsson nam við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árin 1954-1957 og við lista- akademíuna í Stuttgart og Kaup- mannahöfn árin 1958 til 1960. Hann hefur haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýningum af ýmsum toga. í fréttátilkynningu frá Hafnarborg segir, að gjöf sem þessi sé afar mikilvægt framlag til listaverkasafns Hafnarborgar og vill stjórn Hafnarborgar þakka gjöf- ina fyrir hönd stofnunarinnar og Hafnfírðinga allra. Myndirnar verða hafðar til sýnis í Sverrissal í Hafnarborg, laugardaginn 27. febr- úar til 15. mars. Lokið kuldann úti Pelsfóðurskápur allar stærðir PELSINN Kirkjuhvoli • simi 20160 ðfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.