Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 15 Vextir, ríkis- stj órn og bankar eftir Guðmund Gylfa Guðmundsson í tengslum við samþykkt miðlunartillögu sáttasemjara síðastliðið vor sendi ríkisstjómin annarsvegar og bankar og spari- sjóðir hins vegar frá sér yfirlýsing- ar um vaxtamál. í haust hækkaði ávöxtunarkrafa á spariskírteinum ríkissjóðs og bankar hækkuðu vexti nú um áramót. Því er tilefni til að rifja upp yfirlýsingarnar frá því í vor og skoða vaxtaþróun síð- an þá með tilliti til yfírlýsinganna. Ríkisstjórn í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga segir m.a.: „Með tilliti til þessara meginsjónarmiða mun fjármála- ráðuneytið lækka vexti á nýjum spariskírteinum til sölu á markaðn- um niður í 6,5%. Jafnframt verða vextir á ríkisvíxlum lækkaðir í samræmi við lækkandi raunvexti og horfur um verðlagsþróun. Ríkis- stjóm og Seðlabanki munu einnig með tiltækum aðgerðum í fjármál- um og peningamálum beita sér fýrir því, að vextir á eftirmarkaði verði í samræmi við vexti á nýjum spariskírteinum, sem til sölu era á hveijum tíma.“ Strax eftir undirritun miðlunar- tillögunnar í vor lækkuðu vextir á nýjum spariskírteinum ríkissjóðs. Jafnframt lækkaði ávöxtunarkrafa spariskírteina á eftirmarkaði. Á eftirfarandi töflu má m.a. sjá ávöxtun spariskírteina ríkissjóðs að meðaltali í hverjum mánuði eins og raunávöxtunin var í viðskiptum hjá Verðbréfaþingi íslands á árinu 1992. A Raunávöxtunarkrafa á sparisk. á Verðbréfaþingi íslands í %. B Vextir af vísitölubundnum skuldabréfaútlánum bankanna í %. C Nafnvextir almennra skulda- bréfa. Meðaltal algengustu vaxta í %. D Raunvextir almennra skuldabr. í %. Miðað er við sex mánaða hækkun lánskjaravísitölu. Þrír mánuðir aftur og þrír fram. Spáð er gildum næstu mánaða. Mánuðir A B C D Janúar ’92 8,13 10,0 16,2 16,8 Febrúar 7,87 10,0 14,3 14,4 Mara 7,84 9,8 13,8 13,0 Aprll 7,67 9,7 13,8 11,4 Ma! 6,93 9,0 12,2 9,7 Júnl 6,96 9,0 12,2 9,6 Júlí 7,08 9,0 12,3 9,9 Ágúst 7,10 9,0 12,3 10,0 September 7,30 9,0 12,3 10,3 Október 7,64 9,1 12,3 11,2 Nóvember 7,79 9,2 12,4 10,3 Desember 7,72 9,3 12,6 10,0 Janúar ’93 7,66 9,6 14,2 11,3 í yfírlýsingu ríkisstjórnarinnar var ekki tekið fram til hvaða að- gerða í peningamálum eða íjármál- um ríkissjórnin myndi grípa til að ná fram og viðhalda vaxta- markmiðum yfirlýsingarinnar. Fram eftir sumri keypti Seðlabank- inn ríkisskuldabréf og hélt þar með niðri vöxtum en er leið á haustið hætti bankinn þessum kaupum. Þegar ávöxtunarkrafa fór að hækka á ný greip ríkisstjórnin ekki til neinna aðgerða sem héldu aftur af ávöxtunarkröfunni. Ekki er hægt að draga aðra ályktun af þessu aðgerðarleysi en að áhugi ríkisstjórnarinnar fyrir lækkun vaxta væri ekki mikill. Ávöxtunarkrafa spariskírteina lækkaði verulega í maí eftir sam- þykkt miðlunartillögunnar, þó var hún enn nokkra hærri en segir í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar að ávöxtunarkrafan skyldi verða, þ.e. um 6,5%. Ávöxtunarkrafan hækk- aði síðan lítillega í júlí en í septem- ber fer ávöxtunarkrafan að hækka veralega og nær hámarki í nóvem- ber. Nú um áramótin er ávöxtunar- krafa spariskírteina um 1% hærri en segir í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Jafnframt hefur ríkisstjóm- in nýverið ákveðið að hækka vexti nýrra spariskírteina í 7%. Það er því ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við ákvæðið um lækkun vaxta í yfirlýsingu sinni frá í vor og þar með svift burt einni helstu forsendu kjarasamninga. Yfirlýsingar banka og sparisjóða Mun erfiðara reyndist að fá bankana til markvissra yfirlýsinga um vaxtamál sl. vor en árið 1990 og báru fulltrúar bankanna því við að þeir hvorki gætu né væri þeim heimilt að senda frá sér sameigin- lega yfírlýsingu um vaxtaá- kvarðanir. Niðurstaða viðræðn- anna varð sú að hver banki og sparisjóðimir sendu frá sér yfirlýs- ingu sem var í orðlagi og efnislega nær samhljóða. í framhaldi af þessum yfirlýsingum tóku ASÍ og VSÍ/VMS saman minnisblað þar sem fram kom skilningur þessara aðila á yfirlýsingunum. Á ofannefndu minnisblaði segir m.a.: „Viðmiðun við ákvörðun á algengustu flokkum fasteigna- tryggðra skuldabréfa í bönkum og sparisjóðum eru og munu verða með u.þ.b. 2% álagi á spariskír- teini í framsölu eða á eftirmark- aði. Stefnt verður að því að kjör verðtryggðra og óverðtryggðra lána verði á hveijum tíma sem lík- ust og áhættuálag á nafnvexti verði að jafnaði innan 1% ofan á verðtryggð kjör í samsvarandi áhættuflokki verðtryggðra lána. Til að tryggja sem mestan stöðug- leika munu vaxtaákvarðanir á óverðtryggðum lánum verða mið- aðar við lengri tíma en áður hefur verið t.d. 6 mánaða breytingu lán- skjaravísitölu." Vaxtaákvarðanir banka og sparisjóða Fram kemur í töflu fyrir ofan að vextir vísitölubundinna skulda- bréfa í bönkum era mestan hluta ársins um tveimur hundraðshlutum ■ hærri en ávöxtunarkrafa spariskír- teina. Þessi mismunur minnkaði þegar ávöxtunarkrafa spariskír- teina hækkaði í haust en eftir ára- mótin þegar ávöxtunarkrafan lækkaði og bankar hækkuðu vexti er svipaður mismunur orðinn og var lengstum á árinu 1992. Raunvextir vísitölubundinna skuldabréfa vora fyrstu mánuði ársins nyög háir og mun hærri en á vísitölubundnum útlánum. Ástæður þessara háu vaxta vora þær að bankastofnanir miðuðu nafnvaxtaákvarðanir sínar við mun hærri verðbólgu en þá var orðin og jafnframt neituðu fulltrú- ar bankanna að taka gild rök aðila vinnumarkaðarins um horfur á ört lækkandi verðbólgu. Einnig töldu bankarnir sig þurfa að vinna til baka í tekjum lítinn vaxtamun fyrri hluta árs 1991. Á þeim tíma sem liðinn er frá yfírlýsingunum sl. vor hafa raun- vextir óverðtryggðra skuldabréfa verið rúmlega einum hundraðs- hluta hærri en á verðtryggðum bréfum. Við gildandi vexti eftir vaxtalækkun í janúar er allt að tveggja prósenta vaxtamunur og er þá miðað við nýlega spá Seðla- bankans um þróun lánskjaravísi- tölu til næstu mánaða. Rök bankamanna fyrir hærri raunvöxtum á óverðtryggðum Guðmundur Gylfi Guðmundsson „Þegar ávöxtunarkrafa fór að hækka á ný greip ríkisstjórnin ekki til neinna aðgerða sem héldu aftur af ávöxtun- arkröfunni. Ekki er hægt að draga aðra ályktun af þessu að- gerðarleysi en að áhugi ríkisstjórnarinnar fyrir lækkun vaxta væri ekki mikill.“ skuldabréfum en verðtryggðum eru þau að áhættuálag þurfi á óverðtryggðu vextina einkum vegna þess að innlánin séu að stærri hluta verðtryggð en útlánin. Bankarnir hafa viljað miða við 1% mun en í mun lægri verðbólgu og meiri stöðugleika en verið hefur ætti þessi munur ekki að þurfa að vera meiri en 0,5%. Ljóst er að vaxtamunur verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfalána er um og ofan við þau efri mörk sem bankamir sjálfir sögðust ganga út frá. Meðalvextir verðtryggðra skuldabréfa era nú 9,5%, verðbólga lánskjaravísitölunnar er um og inn- an við 3% miðað við forsendur í töflunni fýrir ofan og áhættuþátt óverðtryggðra skuldabréfa má ætla um 0,5%. Að þessu samant- öldu væra nafnvextir óverð- tryggðra skuldabréfa að meðaltali því hæfílegir um 13% eða um einu prósenti lægri en þeir eru nú. Vaxtamunur á milli banka Út frá upplýsingum Seðlabank- ans um hlutfallslega skiptingu verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfaútlána í kjörvaxtakerf- inu er mögulegt að reikna út með- alútlánsvexti skuldabréfa í hveij- um banka. Það er áhugavert að skoða þessa vexti á nokkram dag- setningum á síðustu mánuðum. í lok maí, fljótlega eftir gerð kjarasamninganna, var íslands- banki með lægstu vextina en spari- sjóðirnir með þá hæstu. ísland- banki hækkaði vextina er leið á árið og í byijun nóvember flutti Búnaðarbankinn skuldabréfaútlán á milli flokka í kjörvaxtakerfínu og bjó samtímis til nýjan útláns- flokk. Við þetta hækkuðu útlána- vextir bankans nokkuð. Um ára- mót hækkuðu allar bankastofnanir óverðtryggða vexti í kjölfar spár um hækkandi lánskjaravísitölu og var íslandsbanki þá með hæstu vextina bæði í verðtryggingu og óverðtryggðum útlánum. Eftir lagabreytingu um endur- greiðslu á vsk. lækkuðu spár um hækkun lánskjaravísitölu. Þó lækkuðu bankar almennt ekki nafnvexti eins og þeirri lækkun nam. Að framan sagði að bankar hefðu átt að lækka nafnvexti skuldabréfaútlána um 1% að með- altali en miðað við þessar tölur ættu sumir bankanna að lækka nafnvexti enn frekar. Form vaxtaákvarðana Aðeins era nokkur ár síðan bankar fengu heimild til að ákvarða sína vexti sjálfir. Eftir reynslu þessara ára og einkum reynsluna frá því í samningunum 1990 er eðlilegt að sú spurning vakni hvort núverandi fyrirkomu- lag vaxtaákvarðana í bönkum eigi að vera óbreytt til frambúðar. Þessi spurning vaknar m.a. í ljósi hinna háu raunvaxta á nafn- vöxtum um ármótin 1991 og 1992 og vegna þess vaxtamunar sem er á sambærilegum utlánaformum á milli banka á hveijum tíma sem og mismunandi meðalvaxta milli banka sbr. síðari töfluna. Þá era bankar hér á landi fáir og mikil tregða á flutningi viðskiptavina á milli banka sem gerir samkeppni banka ekki eins virka og annars væri. Til skamms tíma hafa ýmsar atvinnugreinar verið undir opin- bera verðlagseftirliti en slíkt hefur farið minnkandi. Skortur á virkri samkeppni er helstu rök verð- lagsaðhalds í viðkomandi greinum. Því ber vissulega að fagna þegar samkeppni er slík að opinbert verð- lagsaðhald er óþarft. Það má held- ur ekki ganga svo hratt fram að gefíð sé eftir verðlagsaðhald þar sem samkeppni er ekki virk. Vaxtaákvarðanir banka gefa til kynna að samkeppni þeirra á milli sé ekki nægjanlega virk. Seðlabankinn á að hafa eftirlit með vaxtaákvörðunum banka en reyndin hefur orðið sú að Seðla- bankinn hefur haft lítil afskipti af þeim. Um áramótin 1991 og 1992 þegar nafnvextir voru sem hæstir og aðilar vinnumarkaðarins hvöttu bankana ítrekað til vaxtalækkana skipti Seðlabankinn sér lítið af málinu. Það er vissulega vert að endurmeta lög og starfsreglur um vaxtaákvarðanir banka og eftirlit með vaxtaákvörðunum eftir reynslu fijálsar vaxtaákvörðunar á liðnum áram. Lokaorð Þegar litið er til baka og metið með hveijum hætti lækkun vaxta gæti orðið liður í komandi kjara- samningum þá er ljóst að ríkis- stjórnin hefur ekki staðið við yfír- lýsingar sínar og bankamir hafa staðið á ystu mörkum og utan við ystu mörk sinna yfirlýsinga. Vegna þess hve þessar efndir hafa verið slæmar duga ekki al- mennar yfirlýsingar frá ríkisstjóm og bönkum við komandi kjara- samningagerð. Eftir þann trúnað- arbrest sem er orðinn hjá launþeg- um gagnvart yfírlýsingunum frá því í fyrra ér nauðsynlegt að að- gerðir til lækkunar vaxta hafi sýnt sig í verki áður en gengið verður frá nýjum kjarasamningum. Mikil- vægt er að gengið verði frá öllu verklagi í aðgerðum til lækkunar vaxta með fastari hætti en síðast var gert. Höfundur er hagfræðingur Alþýðusambands íslands. Verðtryggð sk.br. útlán Óverðtryggð sk.br. útlán 22. maí 11. nóv l.jan. 1. feb. 21. maí 11. nóv l.jan. l.feb. Landsbanki 8,75 8,75 9,00 8,99 12,23 12,23 13,74 13,74 íslandsbanki 8,87 9,37 10,12 10,12 11,87 12,42 15,74 14,57 Búnaðarbanki 8,97 9,44 9,69 9,69 12,20 13,07 15,07 14,32 Sparisjóðir 9,40 9,54 9,54 9,54 12,74 12,74 14,24 14,49 með frönskum og sósu =:£J£Jvs TAKIÐMEÐ ittii TAKIDMED - tilboð! VÁW .tilboð! jarlinn FJÖLVÍTAMÍN FRAMTÍÐARINNAR FYRIR NÚTÍMAFÓLK. MARAÞON samsetningin er byggb á nýjustu rannsóknum sem sýna fram á verndandi áhrif lífsnaubsynlegra andox- Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími B71800 OPIÐ SUNNUDAGA KL. 14 - 18. Peugout 309 QL Profile '91,5 dyra, rauö- ur, 5 g. Gott ástand. V. 595 þús. stgr. Ford Econollne Club Wagon XLT 7.3 dle- sel 4x4 '90, 12 manna. Sjálfsk., ek. 72 þ., 6 tonna spil, loftlæsingar, rafm. í rúöum o.fl. V. 3.2 millj., sk. á ód. MMC Lancer GLX '91, rauöur, 5 g., ek. 40 þ. V. 840 þ. Sk. ód. Toyota Corolla XL 3 dyra '91, rauöur, 5 g., ek. 25 þ. V. 820 þ. Subaru Justy J-10 4x4 '85, hvitur, ný yfir- farinn. V. 230 þ. stgr. Toyota Corolla XL, 5 dyra '89, grósans., ek. 52 þ. V. 630 þ. stgr. Subaru 1800 Turbo Sedan 4x4 '86, einn m/öllu, ek. 109 þ. V. 650 þ. Sk. ód. Lancla Y-10 '87, 3ja dyra, ek, aöeins 47 þ. V, 160 þ. stgr. Toyota Hilux ExCap m/húsl '91, 5 g., ek. 33 þ. V. 1.490 þ. Toyota Hilux ExCap V-6 '91 m/húsi, 5 g., ek. 42 þ. V. 1.690 þ. V.W. Golf GL 1.8 sport '92, grænsans, 5 g., ek. 8 þ„ vökvast. o.fl. V. 1090 þús. stgr. Toyota Corolla XL '88, 5 dyra, blásans, 5 g„ ek.. 65 þ. Gott eintak. V. 540 þ. stgr. MMC Lancer GLX, station, 4x4 '87, blás- ans, 5 g„ ek. 88 þ. Gott útlit. V. 670 þ. Sk. á ód. MMC Lancer GLXI 4x4 hlaðbakur '91, vinrauöur, 5 g„ ek. 18 þ„ ramf. í öilu, þjóv.kerfi, fjarst.læsingar o.fl. V. 1.130 þ. Bein sala. Ford Bronco 8 cyl. (302) '74, sjálfsk., mlkiö endurnýjaður. Gott ástand. V. 480 þ. Góö lán. Honda Civlc þ. Sóllúga o.fl / '88, 5 g„ ek. 95 þ. stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.